Morgunblaðið - 16.03.2019, Blaðsíða 5
FRÉTTIR 5Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2019
360° samtal fyrirtækja er
tækifæri til að fara yfir reksturinn og
framtíðaráætlanir hjá þínu fyrirtæki.
Að auki færðu yfirsýn yfir öflugar og
sérsniðnar lausnir Landsbankans fyrir
fyrirtæki af öllum stærðum. Kynntu þér
360° samtal hjá fyrirtækjaþjónustu
Landsbankans.
Sigurður Bogi Sævarsson
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
„Niðurstaða Félagsdóms er mjög
ánægjuleg fyrir samfélagið allt,“
segir Halldór Benjamín Þorbergs-
son, framkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins. Félagsdómur komst að
þeirri niðurstöðu sem birt var í gær-
kvöldi að fjögur örverkföll og vinnu-
truflanir sem Efling stéttarfélag
hugðist efna til væru ólögmæt.
Verkföllin áttu að hefjast næst-
komandi mánudag og í tiltekinn
tíma áttu starfsmenn ekki að sinna
ákveðnum störfum eða einungis
þeim sem tiltekin eru í starfslýs-
ingum. Í fyrsta lagi er um að ræða
verkfall á 40 hótelum og hjá fyrir-
tækjum í hópbifreiðaakstri. Einnig
hjá almenningsvögnum Kynnis-
ferða, en skv. því áttu bifreiðarstjór-
ar að stöðva bifreið í 5 mínútur og
þrífa þær ekki og ennfremur að
hætta að fylgjast með greiðslu far-
gjalds.
Öndvert almennum skilningi
„Í íslensku samfélagi er almennur
skilningur að verkföll byggist á að
mæta ekki til vinnu og þiggja þar af
leiðandi ekki laun á sama tíma.
Framkvæmd boðaðra örverkfalla
Eflingar stéttarfélags átti hins veg-
ar í einfaldaðri mynd að vera sú að
starfsmenn mættu til vinnu, þægju
laun og væru í verkfalli á sama tíma
með því að sinna ekki ákveðnum
verkefnum sem hverju starfi til-
heyra. Þessari framkvæmd var hins
vegar hafnað mjög afgerandi af Fé-
lagsdómi,“ segir Halldór Benjamín.
Niðurstöðuna segir hann góða að
því leyti að nú séu leikreglurnar
skýrar.
„Nei, ég lít ekki svo á að yfir-
standandi viðræður við stéttarfélög-
in verði erfiðari eftir þessa niður-
stöðu, því það er sameiginlegt
verkefni að ná kjarasamningi milli
SA og viðsemjenda og forða þannig
miklu efnahagslegu tjóni sem verk-
föll valda,“ segir Halldór ennfrem-
ur.
Nýta vopnið af skynsemi
„Félagsdómur fellir þessar verk-
fallsboðanir að hluta til á tækniat-
riði. Óskýrleiki í einum lið boðunar-
innar er túlkaður þannig að hún öll
er ógild. Dómurinn útilokar alls ekki
að það sé hægt að grípa til verkfalls-
aðgerða af þeirri tegund sem við
höfðum lagt upp með, að leggja nið-
ur störf að hluta til,“ segir Viðar
Þorsteinsson, framvæmdastjóri Efl-
ingar stéttarfélags, í samtali við
mbl.is í gærkvöldi.
Viðar útilokar ekki að Efling geri
aðra tilraun til þess að boða til
samskonar verkfalla. Forysta fé-
lagsins muni með sínum ráðgjöfum
og lögmönnum fara yfir hvernig
nýta megi verkfallsvopnið af sem
mestri skynsemi.
„Það var ekki síst uppleggið með
þessum aðgerðum að hægt væri að
boða til aðgerða sem hefðu ekki há-
marksáhrif strax, heldur kæmu til
áhrifa á mildari hátt og með stig-
mögnun, sem mér kemur á óvart að
Samtök atvinnulífsins hafi lagst
gegn. Það sem við höfum lært af
þessum dómi er að Félagsdómur er
tilbúinn að hengja sig ansi fast á
ákveðin framsetningaratriði. Við
lærum af því og höldum ótrauð
áfram,“ segir Viðar og ítrekar að úr-
skurður Félagsdóms hafi engin
áhrif á hefðbundnar verkfallsað-
gerðir félagsins sem hefjast með
sólarhringsverkfalli næsta föstudag.
Fyrstu verkfallsaðgerðir þess
hluta eru boðaðar í sólarhring 22.
mars, síðan í tvo sólarhringa 28.-29.
mars og þrjá sólarhringa dagana
3.-5. apríl, 9.-11. apríl, 15.-17. apríl
og 23.-25. apríl. Þá er boðað ótíma-
bundið verkfall frá 1. maí.
Önnur tilraun til aðgerða í skoðun
SA: „Mjög ánægjulegt fyrir samfélagið allt“ Efling: „Lærum af því og höldum ótrauð áfram“
Halldór
Þorbergsson
Viðar
Þorsteinsson
Morgunblaðið/Hari
Í réttarsal Félagsdómur hefur nú í tvígang á stuttum tíma komið saman vegna verkfallsboðana Eflingar.
Félagsdómur var einróma í dóms-
orði sínu í gær þar sem fjórar af boð-
uðum verkfallsaðgerðum á næstu
vikum Eflingar eru dæmdar ólög-
mætar.
Í niðurstöðu dómsins um verk-
fallsaðgerðir á hótelum sem áttu að
felast í að starfsmenn vinni eingöngu
þau störf sem tilgreind eru í starfs-
lýsingu, segir m.a. að verkfallsboðun
verði að bera með sér skýra og ná-
kvæma tilgreiningu á umfangi
vinnustöðvunar hverju sinni. Stétt-
arfélög verði að bera hallann af öll-
um vafaatriðum. Er það álit Fé-
lagsdóms að vinnustöðvun sem eigi
að ná til starfa utan starfslýsingar
starfsmanna, án frekari tilgreining-
ar, sé ekki nægilega afmörkuð og
skýr. Komið hafi fram að allur gang-
ur sé á því hvort starfslýsingar séu
til staðar og því alls óvíst til hvaða
vinnu slíkt verkfall nái. Er því fallist
á að þessi boðaða vinnustöðvun sé
ólögmæt.
Í umfjöllun um aðgerðir hópferða-
bílstjóra hjá Almenningsvögnum
Kynnisferðum ehf. sem áttu m.a. að
felast í að bílstjórarnir hliðri til
reglubundnum störfum til að dreifa
kynningarefni, stöðva á stoppistöðv-
um í 5 mínútur á dag og þrífa ekki
bílana að utanverðu, segir dómurinn
m.a. að óljóst sé hvert skuli nánar
vera umfang þeirra aðgerða að
dreifa ótilgreindu kynningarefni.
Þær séu því ólögmætar.
Þá tók dómurinn fyrir boðaða
vinnustöðvun sem ná átti til eftirlits
með greiðslu fargjalda hjá Almenn-
ingsvögnum Kynnisferðum. Minnt
er á að til að vinnustöðvanir verði
boðaðar með lögmætum hætti þurfi
stéttarfélag að afmarka með skýrum
og greinargóðum hætti til hverra
þær taki, gegn hverjum þær beinast
o.fl. ,,Með boðuðum aðgerðum
stefnda er ætlunin að hópbifreiða-
stjórar leggi niður aðeins einn af-
markaðan þátt í starfi sínu, það er að
hafa ekki eftirlit með greiðslu far-
gjalds. Að mati dómsins er þessi
verkþáttur svo samofinn og órjúfan-
legur þáttur í eðlilegri rækslu starfs
bifreiðastjóra að hann verði ekki
skilinn frá öðrum þáttum starfsins
sem þeir sinna samhliða. Þannig lýt-
ur boðuð vinnustöðvun ekki að nægi-
lega afmörkuðum hluta af starfs-
skyldum þessara bifreiðastjóra til að
hægt sé að framfylgja henni með
raunhæfum hætti. Af því leiðir að
boðuð vinnustöðvun stefnda undir
þessum lið er ólögmæt,“ segir í dómi
Félagsdóms.
Er Eflingu gert að greiða Sam-
tökum atvinnulífsins 400 þúsund kr.
málskostnað. omfr@mbl.is
Örverkföll Eflingar ólögleg
Félagsdómur einróma um þá niðurstöðu að fjórar verkfallsaðgerðir væru ólög-
mætar Vinnustöðvanir ekki nægilega afmarkaðar og skýrar að mati dómsins
Samninganefnd Starfsgreina-
sambandsins (SGS) samþykkti í
gær að kæmu ekki nýjar hug-
myndir eða viðbrögð frá Sam-
tökum atvinnulífsins (SA) á næstu
dögum hefði viðræðunefndin fulla
heimild til að lýsa yfir árangurs-
lausum viðræðum þrátt fyrir milli-
göngu ríkissáttasemjara og slíta
viðræðum.
SGS segir í tilkynningu að
samningaviðræður undir stjórn
ríkissáttasemjara um nýjan kjara-
samning SGS og SA hafi staðið
undanfarnar þrjár vikur.
„Forsendur viðræðna hafa verið
umræða um nýja launatöflu, stytt-
ingu vinnuvikunnar, samræmingu
á vinnumarkaði og fleiri atriði,“
segir þar. Þá hafi ýmislegt áunn-
ist, annað þokast í rétta átt en
sumt sé óleyst.
gudni@mbl.is
Hafa heimild til
að slíta viðræðum