Morgunblaðið - 16.03.2019, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.03.2019, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2019 98.900.000,- Grenimelur 47, 107 Reykjavík Efri sérhæð – bílskúr 179,2 m2 Stórglæsileg sex herbergja efri sérhæð á eftirsóttum stað við Grenimel í Vesturbænum Eignin er samtals 179,2 m2, þar af bílskúr 24,4 m2. 79.500.000,- Hjarðarhagi 33 - 107 Reykjavík Sérhæð með bílskúr 161,9 m2 Glæsileg og mikið endurnýjuð efri sérhæð ásamt bílskúr (26,7 m2) við Hjarðarhaga 33 í Vesturbæ Reykjavíkur. 54.500.000,- Kirkjulundur 14, 210 Garðabær 2ja herbergja íbúðí fjölbýli 91,3 m2 - bílastæði Falleg og rúmgóð 2ja herbergja íbúð á jarðhæð í nýlegu lyftuhúsi við Kirkjulund. Timburverönd með sérafnotarétti. Vel staðsett íbúð á eftirsóttum stað við Garðatorgið. 64.900.000,- Sléttuvegur 15, 103 Reykjavík 3-4ra herb. íbúð í fjölbýli- 133,3 m2 - laus strax Afar falleg og björt 3ja -4ra herbergja íbúð á 1. hæð í vönduðu og eftirsóttu fjölbýlishúsi fyrir 55 ára og eldri. Íbúðin er skráð 133,3 m2 en að auki er 11,5 m2 flísalögð, yfirbyggð og upphituð verönd til suð- vesturs, íbúðin er því samtals um145. 68.900.000,- Lindargata 28 - 101 Reykjavík Efsta hæð - mikil lofthæð - þaksvalir Glæsileg 3ja herbergja íbúð á efstu hæð með mikilli lofthæð (allt að 4,2 m) og einstökum 24 m2 þaksvölum við Lindargötu í miðborg Reykjavíkur 99.500.000,- Skúlagata 32, 101 Reykjavík Útsýnisíbúð í lyftuhúsi 158,6 m2 Afar glæsileg útsýnisíbúð með aukinni lofthæð á efstu hæð í lyftuhúsi. Tvennar svalir eru á íbúðinni, 8,9 fm til norðurs með glæsilegu útsýni. Til suðurs er 41,1 fm skjólsælar svalir/þakgarður með heitum potti og harðviðargólfi. Úr norðurhluta íbúðarinnar er glæsilegt útsýni yfir sundin 72.900.000,- Langalína 20, 210 Garðabær 4ra herb. íbúð í fjölbýli 143 m2 - bílastæði Glæsileg 4ra herbergja íbúð á jarðhæð í nýlega byggðu (2016) lyftuhúsi við Löngulínu í Garðabæ. Mjög gott aðgengi er að íbúðinni sem og bílastæði og geymslu sem henni fylgja. 44.800.000,- Fjólugata 19, 101 Reykjavík 2- 3ja herbergja risíbúð - glæsilegt útsýni Falleg 2ja til 3ja herbergja risíbúð með glæsilegu útsýni í mjög fallegu steinhúsi við Fjólugötu í Þingholtunum. Hús múrviðgert og málað fyrir fáeinum árum - þakjárn endurnýjað. Áratuga reynsla og þekking í fasteignaviðskiptum ✆ 585 8800 Kringlunni 4-6 | 103 Reykjavík | Sími 585 8800 | híbýli.is Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignasali s. 864 8800 Þórður S. Ólafsson löggiltur fasteignasali Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865 8515 Opið hús sunnudag 17. mars 13:00 - 13:30 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Vetrarvertíð er að ná hámarki og gott hljóð var í starfsmönnum hafnanna í Snæfellsbæ, Grinda- vík og Sandgerði þegar rætt var við þá í gær. Á þessum stöðum hefur meiri afli borist á land heldur en á fyrstu 10 vikum síðasta árs. Dagana fram til mánaðamóta verður eflaust mikið sótt svo fremi sem kvótastaðan leyfi, en hrygningar- stopp og páskahátíð setja svip sinn á apríl- mánuð. Björn Arnaldsson, hafnarstjóri í Snæfellsbæ, sagði að gott fiskirí hefði verið frá áramótum og reyndar einnig í nóvember og desember. „Það er sama hvort þú nefnir dragnót, net eða línu, það virðast allir vera að fiska vel, og í þessari viku hefur líka verið gott á handfæri. Svo telur að fiskverðið byrjaði að hækka síðari hluta síð- asta árs og hefur haldist þokkalegt síðan,“ segir Björn. Samkvæmt yfirliti Reiknistofu fiskmarkaða fengust 314,45 krónur fyrir kíló af slægðum þorski að meðaltali í gær. Besti febrúar í fjölda ára Þrjár hafnir eru í Snæfellsbæ; á Ólafsvík, Rifi og Arnarstapa. Frá áramótum til 15. mars var landað þar alls rúmlega þrettán þúsund tonn- um, en á sama tíma í fyrra tæplega ellefu þús- und tonnum og nemur aukningin um 2.300 tonn- um. Björn segir að febrúarmánuður hafi verið besti febrúar sem hann muni eftir, en Björn hef- ur starfað við höfnina í um aldarfjórðung. Aldrei áður hafi aflinn í mánuðinum farið yfir sex þús- und tonn eins og nú varð niðurstaðan. Sem dæmi um góðan afla nefnir Björn að Kristinn SH, tæplega 30 tonna línubátur, hafi komið með 13-20 tonn í fjórum róðrum þessa vikuna og stóru línubátarnir sem landa á Rifi hafi fiskað mjög vel. Handfærabátur hafi komið með fjögur tonn á miðvikudag, stórir og minni netabátar hafi fiskað vel og t.d. hafi Bárður komið með mest 39 tonn þessa vikuna. Þá hafi Steinunn aflað afburða vel í dragnót og kom t.d. á miðviku- dag með 55 tonn að landi. Sumir eru farnir að slaka á sókninni að sögn Björns til að treina kvótann, en aðrir reyna að leigja til sín heimildir. Hann segir að heilt yfir hafi veður verið þokkalegt til sjósóknar í vetur. Loðnu hefur aðeins orðið vart á miðunum við Snæfellsnes síðustu daga. Á pari við bestu árin Fjórir skuttogarar eiga heimahöfn í Grindavík og átta stórir línubátar og er mikil atvinna tengd þessum skipum. Af dagróðrarbátum frá Grinda- vík róa flestir með línu og í fyrradag voru Vé- steinn, Gísli Súrsson, Kristján og Sandafellið með 8-12 tonn. Sigurður Arnar Kristmundsson, hafnarstjóri, segir að undanfarið hafi verið ágætis kropp hjá flestum. Hann segir að bátum sem róa frá Grindavík hafi heldur fækkað síðustu ár, en tonn- um hafi þó fjölgað með stækkun og endurnýjun báta. „Byrjunin á þessu ári til dagsins í dag er bara skrambi góð og á pari við það sem best hefur verið í fimmtán ár,“ segir Sigurður. Hátt í 30 bátar í Sandgerði Þórhallur Ásgrímsson hafnarvörður í Sand- gerði, sagði um hádegi í gær að flestir væru á sjó, ýmist á línu, handfærum eða netum. Hann sagð- ist reikna með að hátt í 30 bátar kæmu inn til löndunar og voru tveir netabátar komnir inn um hádegi. Afli hefði verið ágætur í vikunni og þá einkum hjá netabátum, en aðeins hefði dregið úr afla línubáta. Þórhallur sagði að síðustu ár hefði bátum sem róa frá Sandgerði fjölgað og að sama skapi hefði magn landaðs afla aukist. „Það er mjög gott hljóð í mönnum og bjartsýni,“ sagði Þórhallur. „Það virðast allir vera að fiska vel“  Meiri afli á land í ársbyrjun heldur en í fyrra í Grindavík, Sandgerði og höfnum Snæfellsbæjar  Fiskverð hefur verið þokkalegt  Sumir eru farnir að slaka á sókninni til að treina kvótann Morgunblaðið/Alfons Finnsson Línan dregin Örvar Marteinsson, skipstjóri á Sverri SH, á miðunum um hádegi í gær. Afli þessa vikuna hefur verið 5-9 tonn í róðri. Báturinn er 12 tonn, tveir í áhöfn og línan landbeitt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.