Morgunblaðið - 16.03.2019, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2019
✝ Margrét AnnaKonráðsdóttir
fæddist á Siglufirði
21. september 1945.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnun
Norðurlands á
Siglufirði 26. febr-
úar 2019. Margrét
var dóttir hjónanna
Pálínu Önnu Ingi-
marsdóttur hús-
móður frá Ólafsfirði
og Konráðs Kristins Konráðs-
sonar sjómanns frá Tjörnum í
Sléttuhlíð. Þau eru bæði látin.
Margrét bjó nær alla sína ævi á
Siglufirði, fyrst með foreldrum
og systkinum á Hafnargötu 18 og
síðar á Suðurgötu
51. Hún flutti aftur
á æskuheimili sitt á
Hafnargötuna eftir
andlát foreldra
sinna. Systkini Mar-
grétar eru Óskar
Jón, maki Stefanía
Eyjólfsdóttir, Krist-
inn Björn, maki
Kristín Þorgeirs-
dóttir, Sigurður,
maki Dagbjört
Jónsdóttir, og Guðmundur Gísli,
sem lést langt um aldur fram ár-
ið 1985.
Jarðarför Margrétar fer fram
frá Siglufjarðarkirkju í dag, 16.
mars 2019, klukkan 14.
Mig langar í fáeinum orðum
að minnast Margrétar föður-
systur minnar. Frá því að ég
man eftir mér bjó Magga
frænka á Suðurgötunni en var
ávallt með annan fótinn á æsku-
heimili sínu þar sem amma Palla
og afi Konni bjuggu. Samgangur
var mikill þar sem íbúar á
Hafnargötu 14, 16 og 18 tengd-
ust allir fjölskylduböndum og
var því oftar en ekki frændfólk í
heimsókn þegar kíkt var til
ömmu og afa. Tenging við Hafn-
argötu 18 hélt áfram eftir að
amma og afi féllu frá en þá flutti
Magga aftur þangað og þótti
mér afar vænt um að geta haldið
tengingu við æskuheimili pabba
míns Sigga Konn en ég á ynd-
islegar minningar frá heimili
ömmu og afa.
Margar góðar minningar á ég
um Möggu frænku og þegar ég
horfi til baka þá eru mér minn-
isstæðar þær nætur sem ég fékk
að gista hjá henni á Suðurgöt-
unni. Einna helst er mér minn-
isstætt hvað ég pantaði í matinn
þegar ég var í pössun hjá henni
en sérstök spaghettísósa með
þykkum makkarónulengjum
varð þá fyrir valinu og man ég
enn hvað mér fannst þetta góður
réttur og hvergi hef ég fengið
slíkan rétt nema hjá Möggu. Þá
reyndi Magga að kenna mér að
hekla en hún var einstök hann-
yrðakona, vandvirk og nákvæm.
Ég hef örugglega verið hinn
versti nemandi þegar að heklinu
kom því aldrei lærði ég hand-
tökin almennilega og þá var ekki
við hana að sakast.
Magga eignaðist aldrei börn
en við bræðrabörnin fengum að
njóta umhyggju hennar og
væntumþykju. Hún var yndisleg
frænka, passaði vel upp á okkur
og fylgdi eftir lögum og reglum.
Sem dæmi þá máttum við aldrei
sitja frammí hjá henni fyrr en
við náðum ákveðnum aldri og ég
man hvað mér þótti hallærislegt
að sitja aftur í hjá henni eins og í
leigubíl en henni varð ekki
haggað hvað þetta varðaði og
frænkur mínar á Hafnargötu 14
eiga enn fleiri sögur af þessum
toga en Magga ætlaði að standa
sig sem stórfrænka og passa
upp á börn bræðra sinna.
Bróðurdóttir hennar og nafna
Margrét var augasteinn hennar
og ég upplifði alltaf yndislegt
samband þeirra á milli. Aldrei
man ég eftir að hafa heyrt þær
nefna skírnarnöfnin sín hvor við
aðra því alltaf var orðið nafna
notað. Nafna var því annað nafn
Möggu frænku sem frænkur
mínar Magga, Pála og Anna og
foreldrar þeirra nota nær ein-
göngu.
Magga frænka slasaðist á
baki mjög ung og eftir tvær mis-
heppnaðar aðgerðir átti hún í
erfiðleikum með hreyfingu sem
við teljum svo sjálfsagða og
hafði það áhrif á líf hennar og
lífsgæði. Þrátt fyrir þessa erf-
iðleika var Magga alltaf glöð,
kvartaði aldrei og fór sínar eigin
leiðir enda fylgin sér með ein-
dæmum. Hún var mikill húm-
oristi og fannst mér alltaf gam-
an að vera í kringum hana.
Fyrir nokkrum mánuðum
greindist Magga með krabba-
mein og laut hún í lægra haldi
fyrir sjúkdómnum sem tók öll
völd á skjótum tíma.
Ég kveð Möggu frænku með
söknuði og vil um leið þakka
fjölskyldu minni á Siglufirði fyr-
ir það hve vel þau hugsuðu um
hana í veikindum hennar. Ég
veit að pabbi og mamma eru
þakklát þeim fyrir að vera til
staðar fyrir Möggu í veikindun-
um.
Hvíl í friði, elsku frænka.
Auður Sigurðardóttir.
Elsku Magga frænka. Þú
varst mér einstaklega kær.
Uppáhaldsfrænkan mín. Þegar
ég hugsa til þín þá heyri ég hlát-
ur þinn og glaðværa röddina.
Áhugi þinn á öllum í kringum
þig var svo einkennandi fyrir
þig. Kaffibollinn og sígarettan
voru aldrei langt undan.
Síðasta skiptið sem ég sá þig
núna í haust átti ég ekki von á
að það yrðu okkar síðustu
stundir. Mamma og pabbi voru
sótt svo þau gætu heilsað upp á
þig. Við vissum að þetta gæti
orðið ykkar síðasta stund sam-
an.
Stína og fjölskyldan okkar á
Siglufirði eiga þakkir skilið fyrir
umhyggju sína í þinn garð. Það
er ekki sjálfgefið að eiga góða
að. En þú varst elskuð af öllum í
kringum þig. Ég minnist þess
sérstaklega þegar nafna var
skírð, hversu stolt þú varst af
því að Stína og Kiddi skyldu
skíra yngstu dóttur sína í höf-
uðið á þér. Meðan afi og amma
lifðu varstu þeirra stoð og þau
hefðu ekki getað átt yndislegri
dóttur. Þú varst alltaf tilbúin að
létta undir með þeim eins og þú
mögulega gast.
Margar minningar mínar um
þig eru úr æsku minni. Frá
þeim stundum er ég heimsótti
og dvaldi hjá ömmu og afa. Þú
og Gummi frændi bjugguð
ennþá heima á þeim árum.
Draumaveröldin var þegar ég
mátti koma upp í herbergið upp
á háalofti þar sem þú, heima-
sætan, hafðir búið um þig. Þú
hafðir safnað í kringum þig
mörgum dýrgripum sem lítil
frænka hafði unun af að skoða.
Ekki skemmdi fyrir að alltaf
voru karamellur í Mackintosh-
dósinni sem ég fékk að njóta
meðan ég hlustaði á frænku
segja frá og spjalla.
Alltaf var stutt í hláturinn og
glaðværðina. Ég man eftir þér
og Gumma frænda sitjandi und-
ir suðurhliðinni, sleikjandi sól-
ina yndislega sumardaga á
Siglufirði. Þú og Gummi frændi
fléttuðuð blómakransa til að
skreyta litlu frænkur ykkar
með. Mikið var hlegið og fíflast.
Síðar er þú keyptir íbúðina á
Suðurgötunni áttum við góðar
stundir þar. Þú nostraðir við að
gera hana yndislega notalega.
Þú þurftir alltaf að hafa fyrir
okkur sama hversu léleg þú
varst. Þú varðst ung fyrir slysi
á baki og þú beiðst þess aldrei
bætur. Nokkrar brjósklosað-
gerðir á gamla mátann hjálpuðu
ekki upp á sakirnar. Þú kvart-
aðir ekki yfir hlutskipti þínu.
Þú gekkst úr rúmi fyrir okk-
ur til að við gestirnir gætum nú
haft það gott og svafst sjálf á
sófanum, þó að heilsan leyfði
það ekki. En það þýddi ekkert
að mótmæla þér. Það var svo
notalegt að setjast niður með
þér og spjalla, þú hafðir áhuga
á öllu sem ég var að gera og
gladdist þegar vel gekk hjá okk-
ur.
Mikið vildi ég geta kvatt þig á
laugardaginn, elsku Magga
frænka. Minningin um yndislega
föðursystur mun lifa. Hvíl í friði
og takk fyrir samfylgdina. Guð
blessi þig og varðveiti.
Þín
Sonja.
Kæra Magga Konn.
Magga föðursystir var í miklu
dálæti hjá, mér, systrum mínum
og foreldrum. Hún var litla og
eina systir pabba, Óskars Jóns,
og hún var óspör á athygli og
tíma gagnvart okkur öllum. Allt-
af þegar ég dvaldi á Sigló hjá afa
og ömmu þá var hún alltaf nærri
passandi uppá að mér leiddist
ekki. Hún og amma gættu þess
vel að ég fengi nú meira af sæt-
indum og bakkelsi en ég hafði
gott af. Hún var yndisleg
frænka og reyndist litlum dreng
í heimsókn hjá afa og ömmu
sinni frábærlega.
Ávallt var hún þakklát fyrir
það litla sem ég og aðrir gátum
gert fyrir hana og upptekin af
því að gefa af sér í allar áttir.
Enda átti hún velvild víða, en
hún fór sparlega með slíkar
beiðnir. Því hún vildi gera sem
mest sjálf – vera sjálfstæð.
Það sem einkenndi Möggu
var hressileg framkoma og fé-
lagslyndi. Hún forðaðist að vera
með skammir og leiðindi. Betra
var að líta framhjá neikvæðum
hlutum og láta sem hún tæki
ekki eftir þeim. Hvernig hún gaf
af sér og bauð sig alltaf fram var
svo sérstakt.
Að sjálfsögðu var Magga
gestrisin. Svo gestrisin var hún
að við höfðum alltaf áhyggjur af
henni þegar við vorum búin að
tilkynna komu okkar. Að hún of-
reyndi sig ekki enda hafði hún
nóg með sig í seinni tíð. Að sjálf-
sögðu varð hún strax hugljúfi
dætra minna þeirra Jónínu og
Stefaníu og eigum við nú góðar
minningar af pallinum og risa-
púsluspili.
Magga var bílamanneskja
enda bíllinn nauðsynleg tenging
við samfélagið. Mikið var hún
ánægð þegar hún var loks komin
á almennilegan bíl, rauðan Su-
zuki. Eftir slæma fyrri reynslu
af ónefndum bíltegundum.
Samband ömmu og Möggu
var skemmtilegt, þær voru nán-
ar mæðgur sem gátu tuðað hvor
í annarri út af týndum skálum,
en alltaf í góðu. Ég hljóp oft upp
á Suðurgötuna með eitthvað
gott frá ömmu. Afi hélt mikið
upp á Möggu og Magga var allt-
af að bjóða honum í bíltúr upp
að Mögguhorni eða annað. Það
að Magga flutti á Hafnargötuna
var eðlilegt framhald af því hún
hafði alltaf verið hluti af heim-
ilishaldinu hjá ömmu og afa þótt
hún byggi sér. En Magga gat
líka verið hugsi og var greini-
lega að íhuga mikið um hvernig
öðrum liði, en samt að gæta
hvað hún segði. Hún minntist
oft á Gumma litla bróður sinn og
hann var alltaf nálægt henni í
huga.
Ég hringdi reglulega í hana
til að spyrja frétta og upplýsa
hana um fréttir að sunnan. Ég
hringdi því ég fann að hún kunni
að meta það og mér leið alltaf
betur á eftir. Magga var góður
og traustur vinur minn.
Takk, vinir hennar og frænd-
fólk fyrir norðan, fyrir aðstoð
ykkar við Möggu. Einnig þakka
ég umönnunarfólkinu og hjúkr-
unarfólkinu fyrir norðan fyrir
ykkar framlag. Gott að geta
hjálpast að.
Kæra Magga, þín verður sárt
saknað af okkur.
Óskar Páll Óskarsson
(Palli) og fjölskylda.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Kveð þig, Magga mín, með
þessum orðum, sem eiga vel um
þig, úr Hávamálum.
Þín mágkona
Stefanía Eyjólfsdóttir.
Margrét Anna
Konráðsdóttir
✝ Ásbjörn Þórar-insson fæddist í
Þórshamri á Höfn
16. janúar 1945.
Hann lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Skjólgarði 8. mars
2019.
Foreldrar hans
voru Björn Þórar-
inn Ásmundarson,
f. 6. janúar 1918, d.
3. júní 2000, og Vil-
helmína Sigríður Bjarnadóttir f.
6. júlí 1921, d. 20. desember
2014.
Systur Ásbjörns voru sjö, sex
inn. Fyrir átti Sonja Aniku Kar-
en. Barnabörn þeirra eru Sonja
Móna og Bjarni Steinn. 2) Vigfús
Þórarinn, f. 2. janúar 1977, gift-
ur Fjólu Hrafnkelsdóttur, f. 6.
janúar 1984. Börn þeirra eru
Ingólfur, Áskell og Vilhelm. 3)
Birnir Vilhelm, f. 16. febrúar
1981, giftur Silju Gylfadóttur, f.
23. júní 1982. Börn þeirra eru
Vigdís Ylfa og Ýmir Hrafn, fyrir
átti Silja Gylfa Maron.
Ásbjörn útskrifaðist sem rak-
ari frá Iðnskólanum í Reykjavík
árið 1971. Hann opnaði sína eig-
in stofu á Höfn, fyrst á heimili
þeirra hjóna en síðar á rakara-
stofunni sem hann byggði við
Hafnarbraut. Hann lét af störf-
um árið 2012.
Útför Ásbjörns fer fram frá
Hafnarkirkju í dag, 16. mars
2019, klukkan 10.30.
þeirra komust upp;
Hulda Valdís, Guð-
rún Jóhanna, Elma
Stefanía, Olga,
Birna og Sigur-
borg.
Ásbjörn kynntist
eiginkonu sinni,
Vigdísi Halldóru
Vigfúsdóttur, árið
1964 og giftu þau
sig árið 1966. Börn
þeirra eru 1) Sonja
Guðrún, f. 12. september 1965,
gift Inga Þór Sigurgeirssyni, f.
16. janúar 1962. Börn þeirra eru
Eyþór Arnar og Ásgeir Þórar-
Þá hefur elsku bróðir minn
kvatt þetta líf eftir mikla
þrautagöngu til margra ára.
Þrátt fyrir erfið veikindi var
alltaf stutt í glettni og bros.
Þegar hann var að missa málið
og erfitt var að skilja hann þá
frekar brosti hann heldur enn
að pirrast „hreint ótrúlegur“.
Minningar verða ekki tæmandi
hér í þessari kveðju. Þegar Ás-
björn lærði til rakara þá var ég
nýbyrjuð að búa og var svo
heppin að hann fékk herbergi í
næsta húsi og gat hann þá
komið til okkar í kvöldmat og
voru það notalegar stundir.
Bróðir minn var mikið nátt-
úrubarn alveg frá barnsaldri,
hann hafði unun af því að gera
fallegt í kringum sig. Helstu
áhugamál hans voru blóma- og
garðrækt, eins að ganga á fjöll
og fjörur og finna steina sem
hann átti orðið fallegt safn af.
Hafði hann unnið og slípað það
allt sjálfur. Þau hjón áttu sum-
arhús í Laxárdal í Lóni. Þar
varð fljótt fallegur skrúðgarð-
ur hjá þeim hjónum bæði af
steinum, blómum og trjám.
Ekki má gleyma hógværð,
snyrtimennsku og gestrisni
mágkonu minnar sem fylgdi
honum í öllu.
Eitt sinn vorum við sem oft-
ar gestir í bústaðnum, það var
mjög gott veður og margir á
staðnum. Þá var ákveðið að
ganga á Rifstind sem er 800
metra hár. Þarna fóru bæði
ungir og gamlir með. Það var
farið yfir ár, gil, kletta og svo
lagt á brattann til að klífa tind-
inn. Ásbjörn var sporléttur og
blés ekki úr nös en þurfti oft að
stoppa fyrir suma. Þetta var
yndisleg ferð og ekkert mál
fyrir hann að taka með sér ca.
30 kg af steinum á bakinu í
bakaleiðinni. Seinna kaupa þau
hjónin bústað í Nesjum sem er
nær Höfn og auðveldara að
sækja. Þar voru þau hjónin
einnig búin að snyrta allt og
gera fallegt, gróðursetja bæði
blóm í beðum og stilla upp
steinum. Hann hafði einnig
gróðursett á annað þúsund
trjáplöntur á reitnum þeirra.
Þótt bróðir minn sé, þá veit ég
engan sem hefur bilt og grafið
jarðveg með höndunum einum
saman til að snyrta og fegra í
kringum sig eins og hann
gerði. Enda hlaut hann Menn-
ingarverðlaun Austur-Skafta-
fellssýslu 1996 fyrir einstakt
framtak við endurbyggingu og
lagfæringu á gömlum húsum
og umhverfi þeirra í gamla
bæjarhlutanum á Höfn. Hann
var einn bróðir með okkur sex
systrum og höfum við eflaust
verið ráðríkar en við höfðum
mikið dálæti á honum.
Kom, huggari, mig hugga þú,
kom, hönd, og bind um sárin,
kom, dögg, og svala sálu nú,
kom, sól, og þerra tárin,
kom, hjartans heilsulind,
kom, heilög fyrirmynd,
kom, ljós, og lýstu mér,
kom, líf, er ævin þver,
kom, eilífð, bak við árin.
(Valdimar Briem)
Okkar innilegustu samúðar-
kveðjur til mágkonu minnar-
Vigdísar og fjölskyldu.
Valdís og fjölskylda.
Elsku Ásbjörn, þá er þinni
þrautagöngu lokið. Þú stóðst
þig eins og hetja í þínum erfiðu
veikindum. Samt var alltaf
stutt í glettnina þó þú gætir
bara tjáð þig síðustu misserin
með augnsvipnum Það er ótrú-
legt hverju þú áorkaðir eftir að
þú veiktist.
Það fara margar góðar
minningar um hugann, þú
varst góður bróðir og vinur. Þú
varst eini bróðirinn í sjö systk-
ina hópi. Ég var stolt af bóa
mínum eins og við systur köll-
uðum þig gjarnan okkar á
milli.
Eitt sinn þegar mamma var
að sauma á okkur stelpurnar
sagðir þú að aldrei fengir þú að
vera eins fínn og hinar stelp-
urnar.
Við vorum svo heppin að fá
að alast upp með ömmu og afa
á neðri hæðinni í Þórshamri,
það var ómetanlegt. Margt var
brallað eins og gengur hjá sjö
systkinum. Á sumrin fórstu í
sveit á Skálafell og varst þar
hjá góðu fólki. Ég vildi fá að
fara með þér í sveitina sem ég
svo fékk, en entist ekki nema
vikuna, þá var það ævintýri úti.
Þegar þú fórst í nám til
Reykjavíkur, þá kominn með
konu og barn, keyptuð þið ykk-
ur prjónavél, prjónuðuð barna-
föt og selduð í verslanir til að
sjá fyrir ykkur, það lýsir dugn-
aði ykkar og útsjónarsemi.
Við hjónin fórum í okkar
fyrstu sólarlandaferð með ykk-
ur Viggu 1973 til Danmerkur
og þaðan til Ítalíu, það var góð
og eftirminnileg ferð. Í fram-
haldi af því fengum við okkur
sumarbústaðalóðir í Laxárdal í
Lóni þar áttum við margar
góðar stundir saman. Þar áttuð
þið Vigga ykkar paradís. Eftir
að þú veiktist þá eignuðust þið
bústað í Nesjum sem heitir
Klettabær. Það er ótrúlegt
hverju þú áorkaðir þar þrátt
fyrir veikindin. Þú plantaðir
hundruðum trjáa, hlóðst þar
stóran grjótvegg o.fl. sem er of
langt mál að telja upp hér.
Þú varst mikið náttúrubarn,
hafðir ástríðu fyrir steinum og
fórst ófáar ferðir upp í fjöll og
inn í dali í steinaleit. Þú sag-
aðir og slípaðir steina og þið
hjónin settuð upp fallegt og
smekklegt steinasafn í gömlu
sundlauginni á Höfn, sem þið
rákuð á meðan heilsan leyfði.
Þú tókst mikið af myndum,
hafðir auga fyrir því eins og
öðru sem þú tókst þér fyrir
hendur.
Sameiginlegt áhugamál ykk-
ar hjóna var líka blóma- og
trjárækt eins og bústaðirnir
ykkar og garðarnir við heimili
ykkar á Höfn báru vitni um.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson)
Elsku Vigga, þú hefur staðið
eins og klettur með Ásbirni í
veikindum hans. Megi góður
guð styrkja þig og ykkar fjöl-
skyldu alla
Elsku Ásbjörn, minningin
lifir um góðan bróður.
Þín systir
Elma Stefanía.
Á kveðjustund er ótalmargt að
muna,
minningar um ljúfan, kæran bróður
er mátti sæll í systrahópi una
við sína iðju, fjörugur og góður.
Æviveginn gekk hann ætíð glaður
með góðri konu, þremur ljúfum
börnum.
Alltaf var hann útivistarmaður
og undi sér í miklum vinnutörnum.
Á bezta aldri heilsu tók að halla,
hugur skýr en kraftar höfðu bilað.
Það er mikið áfall fyrir alla
sem ekki geta hugsun sinni skilað.
Núna kveð ég þig með þökk og hlýju
og þakka allar liðnar gleðistundir.
Heilbrigður þú heilsar mér að nýju,
í heimi björtum verða endurfundir.
(G.Ö.)
Kveðja,
Guðrún Jóhanna
(Didda systir).
Ásbjörn
Þórarinsson
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is