Morgunblaðið - 16.03.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2019
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Turnarnir sem settir verða upp í Landeyjahöfn og Vest-
mannaeyjahöfn til að tengja hleðslustöð Herjólfs við raf-
magn koma með skipinu frá Póllandi. Tekur tíma að
koma búnaðinum upp og verður Herjólfur því ekki raf-
drifinn fyrst um sinn. Vegagerðin áætlar að kerfið kom-
ist í gagnið í vor eða sumar.
Turnarnir verða á hafnarbökkunum, við skipshlið.
Þeir eru töluverð mannvirki og með arma sem ganga út í
skipið.
Undirbúa framkvæmdir í höfnunum
Vestmannaeyjabær er að ganga frá breytingum á
deiliskipulagi til að hægt verði að heimila byggingu
hleðsluturns þar og HS Veitur hófu í gær að grafa fyrir
streng frá aðveitustöð að skipshlið. Kapalleiðin er í því
tilviki örstutt.
Fulltrúi skipulags- og byggingamála í Rangárþingi
eystra hefur fengið teikningar af fyrirhuguðum turni við
Landeyjahöfn og á von á að umsókn um framkvæmda-
leyfi berist fljótlega.
Rarik hefur boðið út lagningu 6 kílómetra langs
strengs frá aðveitustöðinni Rimakoti við Landeyjasand
að Landeyjahöfn. Pétur E. Þórðarson, aðstoðarforstjóri
Rarik, segir reiknað með að plægingu strengsins sem
verður hefðbundinn sveitastrengur verði lokið um páska.
Rafstrengurinn til Eyja kemur úr sömu aðveitustöð.
Pétur segir að tækifærið verði notað til að endurnýja
búnað til að auka flutningsgetu út frá stöðinni.
Jónas Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri þróunar-
sviðs hjá Vegagerðinni, segir að það sé nákvæmnisverk
að staðsetja turnana og þess vegna verði ekki byrjað á að
steypa undirstöður þeirra fyrr en skipið kemur, þannig
að hægt sé að hafa tækin á nákvæmlega réttum stað fyr-
ir tækin um borð í Herjólfi. Segir hann reiknað með að
hleðslukerfið verði tilbúið í vor eða sumar.
Rafgeymar Herjólfs eiga að duga í klukkustund.
Ætlunin er að hlaða skipið í 30 mínútur í hverri viðkomu.
Spurður um aðstæður í Landeyjahöfn segir Jónas
að tengistykkin þoli ágætlega lóðrétta hreyfingu skips-
ins en ekki lárétta. Ef skipið færist til rofnar tengingin.
Þá verður að nota dísilvél til að sigla skipinu. Jónas von-
ast til að framkvæmdir sem unnið er að við Landeyja-
höfn, meðal annars stækkun snúningssvæðis inni í höfn-
inni, dragi úr ókyrrðinni.
Siglir ekki fyrir rafmagni
fyrr en í vor eða sumar
Turnarnir sem tengja Herjólf koma með skipinu
Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Upphaf Í gær hófst vinna við að leggja streng frá að-
veitustöðinni í Vestmannaeyjum að ferjuhöfninni.
VIÐTAL
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
„Þessar niðurstöður eru sláandi og
valda miklum áhyggjum,“ segir
Martin Chungong, framkvæmda-
stjóri Alþjóðaþingmannasambands-
ins IPU, um niðurstöður nýrrar
rannsóknar, þar sem kynjamismun-
un og kynbundið ofbeldi og áreitni
gegn konum í þjóðþingum í Evrópu
var könnuð. Meginniðurstaða könn-
unarinnar var sú að 85% þeirra þing-
kvenna sem tóku þátt í rannsókninni
höfðu upplifað einhvers konar kyn-
bundið ofbeldi. Þar af höfðu tæp 47%
fengið hótanir um líflát eða nauðg-
anir og um 58% orðið fyrir barðinu á
rógsherferðum í samfélagsmiðlum
vegna kynferðis síns, svo dæmi séu
nefnd.
Chungong mun ræða könnunina
og niðurstöður hennar á sérstökum
morgunverðarfundi sem haldinn
verður á Grand Hótel á mánudaginn
næsta, 18. mars, en að honum standa
stjórnmálaflokkarnir á Alþingi.
„Það sem rannsóknin bendir til er
að lýðræðið sé í afturför í Evrópu,“
segir Chungong. „Menn myndu ætla
að í ríkjum þar sem lýðræðið stendur
á gömlum merg sæist ekki svona
hegðun, en hún virðist vera mjög út-
breidd um álfuna.“
Hann bætir við að nú sé reynt af
miklum krafti að auka þátttöku
kvenna í stjórnmálalífi. „En þá sjáum
við að jafnvel þær sem taka á sig for-
ystuhlutverk verða sjálfar fyrir brot-
um á réttindum sínum, sem vekur
áhyggjur og það dregur úr hvata
kvenna til þess að taka þátt í lýðræð-
inu og pólitísku frelsi þeirra ef við
leyfum svona hegðun,“ segir hann.
„Þegar þú skoðar þetta ofbeldi, þá
sjáum við líflátshótanir, hótanir um
nauðganir og barsmíðar, og það
gengur gegn þeim grundvallarmark-
miðum sem við viljum sjá í réttindum
kvenna.“
Chungong segir að hótanir sem
þessar dragi því úr fólki sem annars
myndi vilja taka þátt í að móta sam-
félagið. „Við viljum ekki að líf og limir
fólks séu í hættu af því að það kaus að
taka þátt í opinberu lífi, og við viljum
að stjórnmálin laði að hæfasta fólkið.“
Þarf að taka hart á brotum
Chungong segir að þjóðþingin
þurfi að leiða baráttuna gegn ofbeldi
gegn konum, innan stjórnmálanna
sem utan. Þingin hafi þau úrræði,
bæði með lagasetningu og fjárveit-
ingarvaldi, sem þurfi til þess að
gegna forystuhlutverki þar.
„Fyrst og fremst verða þingin að
viðurkenna að þetta er vandamál og
það þarf að vera skýrt að kynjamis-
rétti, sálfræðileg eða kynferðisleg
áreitni eða ofbeldi innan veggja
þingsins sé algjörlega óásættanlegt.“
Chungong segir að slíkt myndi senda
sterk skilaboð, þar sem þingin eigi að
endurspegla samfélög sín.
Þá þurfi þingin að tryggja að fórn-
arlömb ofbeldis hafi aðgang að aðstoð
og njóti þar fyllsta trúnaðar. Það sé
mikilvægt því konur veigri sér oft við
neikvæðri umfjöllun sem fylgi því að
stíga fram. Chungong að þingin þurfi
einnig að setja á fót leiðir til þess að
rannsaka og taka á ásökunum. „Ég
tel að þingin þurfi að ganga lengra,
og ekki bara rannsaka heldur setja á
fót refsingar gegn þeim sem gerast
sekir um ranga hegðun í tengslum við
áreitni eða ofbeldi.“
Að lokum þurfi að búa til betri
menningu, sem horfi til kvenna af
meiri virðingu en verið hefur. „Og því
höfum við hvatt þingin til að þjálfa
alla sem starfa þar til að sýna hvernig
hægt sé að umgangast alla af virð-
ingu og sporna gegn kynferðisof-
beldi.“
Höfum þegar náð árangri
– En er mögulegt að breyta sam-
félaginu á þann hátt að kynbundið of-
beldi og ójafnrétti heyri sögunni til?
Chungong nálgast svarið út frá
tveimur sjónarhornum. „Í fyrsta lagi,
þegar við horfum til þátttöku kvenna
í stjórnmálum, höfum við séð að þeg-
ar þau mál, sem hafa jafnvel verið
vandamál í margar aldir, hafa verið
tekin fyrir í opinberri umræðu hafa
sést skjótar framfarir,“ segir Chun-
gong. Hann bendir á að hlutfall
kvenna sem gegni þingmennsku hafi
snarhækkað á síðustu 25 árum, farið
úr 11% og upp í nærri því fjórðung.
Þegar horft sé á málið út frá al-
mennum réttindum kvenna og vörn
gegn ofbeldi og kynjamisrétti segir
Chungong að það hafi lengi verið
nánast goðgá að nefna slíkt á nafn.
„En nú er það að breytast, og ég tel
að grundvallarskrefið hafi verið stig-
ið með því að vekja athygli á að þetta
vandamál er til staðar og að það þarf
að taka á því. Við viljum því hvetja
ríki til þess að taka á þessu vanda-
máli, og líkt og með stjórnmálaþátt-
tökuna höldum við að við getum séð
stórstígar framfarir,“ segir Chun-
gong. „Við munum vonandi á næstu
20-25 árum sjá mikinn mun á því
hvernig komið er fram við konur í
samfélaginu. Fyrsta skrefið, að sjá að
það er vandamál, hefur verið stigið.
Það sem við vitum um samfélagið, um
upplýsingar, um samfélagsmiðla er
hægt að nýta til þess að berjast gegn
kynferðislegri áreitni.“
Fundurinn á Grand Hótel hefst
klukkan 8:30 og stendur til 10:00.
Þátttaka á fundinum er öllum opin og
án endurgjalds og verður boðið upp á
morgunverð.
Niðurstöðurnar mikið áhyggjuefni
85% evrópskra þingkvenna segjast hafa orðið fyrir kynbundnu ofbeldi í starfi Martin Chungong,
framkvæmdastjóri Alþjóðaþingmannasambandsins, flytur erindi á mánudagsmorgun um könnunina
Jafnréttismál Martin Chungong, framkvæmdastjóri Alþjóðaþingmannasambandsins, segir þjóðþingin verða að
leiða baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi. Niðurstöður nýrrar könnunar meðal evrópskra þingkvenna séu sláandi.
Suðrænsveifla í St. Tropez
sp
ör
eh
f.
Vor 9
Franska rivíeran eða Côte d’Azur í Provence héraðinu tekur á
móti okkur í allri sinni dýrð. Við upplifum töfrandi St. Tropez
flóann sem og stórbrotna fegurð Gullstrandarinnar, Corniche
de l’Estérel, á leið okkar til Cannes. Suðrænn blær frönsku
rivíerunnar leikur um okkur í furstadæminu Mónakó sem
ógleymanlegt er að sækja heim. Við endum með trompi í
bænum Annecy sem er einn fallegasti bær frönsku Alpanna.
11. - 21. maí
Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Verð: 266.200 kr. á mann í tvíbýli. ÖRFÁ SÆTI LAUS
Mjög mikið innifalið!
Chungong segist vera spenntur fyrir Íslandsheimsókninni, þar sem elsta
þing heims situr, en þetta verður í fyrsta sinn sem hann kemur hingað til
lands. Þá sé hann ánægður með að fá tækifæri til þess að tala fyrir aukn-
um réttindum kvenna í samfélaginu og ræða við íslenska stjórnmála-
menn um jafnréttismál. Hann bendir á að Ísland standi þar framarlega.
Hann nefnir sem dæmi að 40% ráðherra í ríkisstjórninni hafi verið konur,
sem sé tvöfalt meira en 20%, meðaltalið í heiminum öllum. Þá eru konur
38,1% af íslenskum alþingismönnum, en meðaltalið í heiminum er um
24,3%. „Þannig að Ísland er leiðarljós í jafnréttismálum og það gefur
mér von um að tilraunir til að sporna við kynbundnu ofbeldi og áreitni
geti skilað árangri og leitt til samskipta kynjanna á meiri jafnréttis-
grundvelli.“
Ísland hefur verið leiðarljós
JAFNRÉTTISMÁL