Morgunblaðið - 16.03.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.03.2019, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2019 ✝ Ísleifur Jóns-son fæddist í Stykkishólmi 23. ágúst 1944. Hann lést á Landspítal- anum Hringbraut 6. mars 2019. Foreldrar Ísleifs voru Jón Ísleifsson, f. 26.6. 1903, d. 22.8. 1976, og Freyja Finnsdóttir, f. 11.7. 1922, d. 22.8. 1976. Eftirlifandi bræður Ísleifs eru þeir Finnur og Egg- ert Sveinn. Ísleifur giftist Sigurbjörgu Jóhannsdóttur, f. 10.3. 1941, d. 24.7. 2016, eða Böggý, 12. sept- ember 1964 en þá var Margrét Ebba, eldra barn þeirra, og fædd er í maí, skírð. Sonur þeirra, Jóhann Jón, fæddist svo í maí 1967. Maki Margrétar Ebbu er Páll Sigurðsson en maki Jóhanns er Ásthildur Elva Kristjánsdóttir. Barnabörn eru fjögur, Arnþór Pálsson, maki Þóra Margrét Birgisdóttir og stjóri í Rækjunesi en hélt að því loknu aftur til sjós. Ísleifur lauk sjómannsferli sínum á Flóabátnum Baldri og þá sem matsveinn. Þar að auki stund- aði hann trillubúskap í félagi við son og tengdason. Þeir bræður áttu hlut í útgerðinni Björgu hf. sem gerði út Jón Frey SH-115 ásamt því að byggja upp og reka grásleppu- hrognaverksmiðjuna Nora hf. Hann tók þátt í félagsstarfi íþróttafélagsins Snæfells og var um tíma formaður þess og kom að uppbyggingarstarfi yngri flokka. Einnig var hann for- maður HSH um nokkurt skeið. Ísleifur var virkur félagi í Lionsklúbbi Stykkishólms og Bridgeklúbbi Stykkishólms og var lengi í fremstu röð. Þegar hann lést var hann formaður Aftanskins, félags eldri borg- ara í Stykkishólmi. Þá var hann meðlimur í veiðifélagi Bakkaár og Gríshólsár, sá um ána og var umsjónarmaður fasteigna félagsins. Útför Ísleifs fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag, 16. mars 2019, og hefst klukkan 14. eiga þau soninn Ís- leif Narfa. Íris Fönn Pálsdóttir, maki Þorsteinn Már Ragnarsson og eiga þau Bríeti Hörpu. Heiðdís Björk Jónsdóttir, maki Guðmundur Andri Kjartansson og eiga þau soninn Emil Orra. Yngst- ur barnabarna er Atli Geir Jóhannsson. Haustið 2017 kynntist Ísleifur Kolbrúnu Guðmundsdóttur, sem stóð eins og klettur við hlið hans í veik- indunum og er hluti af fjöl- skyldunni. Ísleifur ólst upp í Stykkis- hólmi og fór snemma til sjós. Hann tók vélskólapróf og starf- aði lengst af sem vélstjóri, bæði á fiskiskipum og Flóabátnum Baldri. Hann tók sér þó hlé frá sjómennsku og vann fyrir Stykkishólmsbæ, bæði á gröfu og vörubíl. Að þeim tíma liðn- um starfaði hann sem verk- Úr fjarlægð, þar sem haf skilur að, berast mér fregnir af frænda mínum Ísleifi. Heilsan ekki góð en haldið í vonina. Ég var síðast heima á Íslandi um jól og áramót og að venju var haldið „bræðra- boð“, jólaboð í föðurfjölskyldu minni. Að sjálfsögðu reiknaði ég með að hitta Ísleif þá en af því varð ekki því skyndilega varð hann rúmliggjandi og átti ekki heimangengt. Við hin hittumst og áttum glaðan dag og var þá nefnt að næst væri komið að Ísleifslegg að standa fyrir boðinu. Æ síðan hef ég fylgst með heilsufari frænda míns, allt þar til yfir lauk. Í minningunni var Ísleifur mjög glaðsinna, maður gleðinnar eins og hann var titlaður í dán- artilkynningunni. Þannig vil ég minnast hans, glaður en án æs- ings og tilgerðar. Blessuð sé minning Ísleifs föðurbróður míns. Frændsystkinum mínum, Möggu og Jonna og fjölskyldum þeirra votta ég samúð mína, hug- ur minn er hjá ykkur. Freyja Finnsdóttir. Minningar um Ísleif afa. Það er svo margt sem ég get skrifað um hann afa minn að það gæti tekið mig marga daga. Hvernig hann kenndi mér að keyra, veiða á stöng, að vinna af dugnaði og bestu getu og svo margt fleira. Ég eyddi flestum sumrum mínum í Stykkishólmi hjá ömmu og afa og eru minning- ar mínar frá þeim tímum mér kærastar í heiminum. Að fara með þeim á rúntinn um bæinn á björtum sumarkvöldum með ís í hendinni og spjalla um allt og ekkert, að fara með Lubba út að hlaupa, að fara í sundlaugina, að fara upp á vídeóleigu og leigja nokkrar myndir fyrir góða helgi. Auðvitað var ekki bara skemmt- un, stundum þurfti ég að hreinsa illgresi eða raka lauf úr garðinum en alltaf var það launað, á yngri árunum voru það nokkrir hundr- aðkallarnir til að fara út í bakarí og kaupa snúða fyrir okkur öll og á seinni árum voru það pylsur á pylsuvagninum góða. Oft kvart- aði ég yfir þessu en lærði fljótt að það þýddi ekkert hjá honum afa og sagði hann alltaf að því fyrr sem ég kláraði, því fyrr gæti ég gert eitthvað skemmtilegt. Hann afi kveikti ástríðu mína fyrir spilum. Á hverju einasta kvöldi sem ég dvaldi hjá afa og ömmu í Hólminum spiluðum við afi Ólsen-Ólsen og vann ég nú yf- irleitt en leyfði þó gamla að vinna öðru hverju, bara til að vera góð- ur. Var þetta keppni á milli okkar sem var mér mjög kær og mun ég sakna þessara stunda alla mína daga. Síðustu ár höfum við afi verið makkerar í pítró og vorum við andskoti góðir saman. Hann afi var minn besti vinur, besti kennari, besti afi og besta manneskja sem ég hef kynnst. Ég sakna hans óstjórnlega mikið. Hvíldu í friði elsku afi, þú ert með ömmu núna. Þinn ástkæri afadrengur, Atli Geir. Ísleifur Jónsson var traustur vinur. Ári áður en við Hallgerður fluttum með fjölskylduna til Stykkishólms kynntumst við Ís- leifi. Við höfðum ákveðið að sigla til Flateyjar með Baldri en þang- að höfðum við ekki komið. Á bryggjunni sem Breiðafjarðar- ferjan Baldur lá við hittum við þennan geðþekka Hólmara sem gaf sig á tal við okkur. Það er skemmst frá því að segja að vél- stjóri ferjunnar, hann Ísleifur Jónsson, ráðlagði okkur að fresta för til Flateyjar þennan dag. Hann sagði sjóveður ekki gott og í Flatey væri leiðindaveður og þar væri í lítið skjól að sækja í slíku tíðarfari. Við fórum að hans ráðum og frestuðum för en skoð- uðum Hólminn rækilega. Við þekktum bæinn ekki mikið á þeim tíma. Þegar við svo fluttum til Stykkishólms voru þau Ísleifur og Böggý kona hans meðal þeirra sem við kynntumst fljótlega og milli okkar og barna okkar skap- aðist vinátta sem ekki bar skugga á. Það æxlaðist síðan þannig að þau hjónin störfuðu með mér hjá bænum um árabil og við Hall- gerður áttum margar góðar stundir með þeim góðu vinum okkar og nágrönnum. Ísleifur starfaði sem vélsmiður og vél- stjóri auk þess að stunda sjóinn uns hann réð sig til starfa hjá Stykkishólmsbæ. Þegar Ísleifur hóf störf hjá Stykkishólmsbæ var mikil uppbygging á vegum bæj- arins og því mikill fengur að því að fá til starfa á framkvæmda- sviði bæjarins jafn duglegan og verkhygginn mann og Ísleifur var. Hann var einstaklega glað- vær og ljúfur samstarfsmaður sem lagði alltaf gott til mála og var stöðugt á varðbergi gagnvart því að vel væri að verki staðið og hagsmunir bæjarfélagsins hafðir að leiðarljósi í hverju verki. Það var ekki ónýtt fyrir ungan bæjar- stjóra að geta leitað til Ísleifs sem þekkti fæðingarbæinn sinn og bæjarbúa vel og var óragur við að veita umsögn og leggja sitt af mörkum þegar það varðaði hags- muni samfélagsins. Ísleifur var náttúrubarn og mikil veiðikló. Það var ekki leiðinlegt að veiða lax eða silung með honum og má segja að hann hafi kennt mér að veiða á flugu á bökkum Gríshóls- ár og Bakkár. Ísleifur var mikill áhugamaður um samfélagið. Hann var óragur við að ræða stjórnmál og benda á það sem betur mætti fara í samfélagsgerð- inni. Hann var stundum stríðinn þegar hann á fundum lagði fram fyrirspurnir sem vörðuðu stjórn- málin og vildi fá skýr svör. En öll hans framganga í mannlegum samskiptum einkenndist af virð- ingu fyrir viðmælanda og um- ræðuefninu hverju sinni. Ísleifur var viljugur til verka á sviði fé- lagsmála og lagði sitt af mörkum þegar veita þurfti stuðning þeim sem þurfandi voru. Slíkir einstak- lingar leggja mikið til samfélags- ins. Um leið og ég minnist vinar míns Ísleifs með þessum línum sendum við fjölskylda mín góðar kveðjur til Margrétar Ebbu, Jó- hanns Jóns og fjölskyldna þeirra. Blessuð sé minning Ísleifs Jóns- sonar. Sturla Böðvarsson. Þegar góðir vinir kveðja er gott að geta gengið til kirkju og kvatt við útför. Því miður get ég ekki verið við útför Ísleifs vinar míns Jónssonar, en langar að kveðja hann með nokkrum orð- um. Ísleifur er einn af þessum samferðamönnum okkar sem eru flestum minnisstæðir. Hans ljúfa lund og gleði var einstök. Ég hef þekkt hann frá barnæsku. Hann var eldri en ég, nær Höskuldi bróður mínum í aldri og þeir voru vinir. Það sópaði að Ísleifi og Gulla á sveitaböllunum sem þeir báðir sóttu af mikilli eljusemi. Enda miklir dansarar báðir tveir. Þegar ég fór að sækja þessi böll var mesta lukkan að fá að dansa við Ísleif, hann gekk oft á röðina á bekkjunum og bauð stelpunum upp. Minnist yndislegs sumar- kvölds á Breiðabliki þar sem ég sextán ára dansaði heilt kvöld við hann og hafði nokkurn veginn út af fyrir mig. En Böggý og Ísleifur urðu snemma par og ég var ávallt í vinskap við þau. Hvernig hann studdi Böggý sína í hennar erfiðu veikindum var aðdáunarvert, al- veg þangað til hún lést. Í fyrravetur plataði hann mig inn í varastjórn Aftanskins, fé- lags eldri borgara í Stykkishólmi. Bara að vera varaformaður í eitt ár, ekkert mál, ég geri allt, sagði hann. Svo tekur þú við og ég skal alltaf leysa þig af. Svo ég sló til, enda gott fólk með í aðal- og vara- stjórn. En hann kom svo til mín í sumar og sagði að fyrirhuguð væri hjartaaðgerð hjá honum með haustinu. En ég næ mér fljótt, sagði hann, verð kominn á fullt í desember. Og vissulega reyndi hann og kom á fundi og gerði allt sem hann gat. Í haust fórum við saman á tón- leika út í Ólafsvík ásamt Auði Hinriksdóttur sem var góð vin- kona hans og ég veit að hún sakn- ar hans mikið. Þá fann ég að hann var ekki eins hress og hann hafði verið. Ég hafði fyrirhugað ferð til Kanarí í janúar og hann hélt að það væri nú í lagi, hann yrði kom- inn þá á fullt. Rétt áður en ég fór út kom hann til mín sem hann gerði oft í kaffibolla og spjall. Lífsgleðin var söm og áður og hann var ákveðinn í að ná sér. Faðmlagið í dyrunum var gott og ég ákvað að svona lifandi og glað- ur maður ætti skilið að eiga mörg góð ár eftir. Það var svo margt að lifa fyrir. Hann hafði eignast góða vin- konu, hana Kolbrúnu sem ég veit að saknar vinar. Var ómetanlegur stuðningur við fólkið og lífið á Dvalarheimilinu og hlakkaði mik- ið til sumarsins, að stússa við Bakkaána og fara að veiða með Jonna. Langafabörnunum fjölg- aði og hann var stoltur af öllum sínum. Var helst alltaf á ferð og flugi við að heimsækja sitt fólk og naut þess. Ég mun sakna hans mikið, spjalls um allt á milli himins og jarðar og stuðnings við starfsemi eldri borgara bæjarins. Reyndar gerðist ekki mikið í Stykkishólmi sem Ísleifur tók ekki þátt í af lífi og sál. Síðasta símtalið áttum við stuttu áður en hann kvaddi og hann sagði: þetta verður allt í lagi. Kæru ástvinir hans, Magga mín og Jonni og fjölskyldur og líka bræður hans, Finnur og Egg- ert og þeirra fólk sem ég veit að mun sakna hans mikið, ég sendi ykkur mínar kærleikskveðjur. Það að Ísleifur lifði gerði hann þess virði að sakna hans. Dagbjört S. Höskuldsdóttir. Það var haustið 1967. Þá kom ég nýútskrifaður íþróttakennari í Stykkishólm. Blautur á bak við eyrun, nánast krakki. Kærastan var að ljúka námi í Kennó og ég svolítið mikið einn. Kominn á al- gjörlega nýjan vettvang. Fékk miklar kröfur og fjölbreyttar í fangið. Stundatöflu fulla af áskor- unum. Þar var bekkjarkennsla átta ára barna, teikning á gagn- fræðastigi og náttúrufræði til landsprófs auk allrar íþrótta- kennslunnar. En kennaraliðið tók mér opnum örmum, Lúðvig skólastjóri lagði skýrar línur og fyrr en varði var hinn ungi maður orðinn að æskuleiðtoga í þessum fallega bæ. Það var þennan vetur sem ég kynntist Ísleifi. Böggý kenndi ís- lensku við skólann og strax urðu tengsl mín við þessi heiðurshjón nánari en annarra Hólmara. Næsta haust vorum við Hólmfríð- ur gift, hún orðin kennari við skólann og Frosti fæddur. Böggý og Ísleifur voru komin með tvö börn, Möggu og Jonna, og lífið var allt á fullri ferð. Þetta voru erfiðir tímar í Hólminum, kaldir vetur og mikið atvinnuleysi. Þau byggðu húsið sitt á Silfurgötunni þannig að það var nóg að gera. Ís- leifur var hressa týpan. Ég man ekki eftir honum öðru vísi en kát- um og jákvæðum. Aldrei vesen hjá Ísleifi þessi ár. Vann eins og hestur. Allt lék í höndunum á honum og svo var hann líka snilldarkokkur. Eitt af því sem við gerðum var að stofna Hjóna- klúbb Stykkishólms með góðu fólki. Böggý og Ísleifur slógu öll- um við í dansinum. Þau tjúttuðu af tærri snilld meðan við hin mörg hver stóðum bara og dilluðum til- finningalítið býfum okkar. Þar sannaðist helst aldursmunur okk- ar. Þau komu af Presley-kynslóð- inni en við kenndum okkur við Bítla og Donóvan. Við Hólmfríður kvöddum Hólminn með eftirsjá 1970 er við rerum á önnur mið. Vinskapurinn hélst þó áfram og upp í hugann sáldrast margar góðar minning- ar. Við rerum á haukalóð á Fán- anum hans Ísleifs og fönguðum gríðarlega flyðru. Við fengum að fara með Höskuldi Pálssyni út í Höskuldsey einn júnídag þegar Breiðafjörðurinn er fegurstur. Ógleymanlegur dagur. En ferð- ina til Rómar í júlíhitanum 1981 ber alltaf hæst. Í þeirri ferð var gengið og skoðað alla daga. Farið niður til Pompei og í Vatíkanið, Forum Romanum og í Péturs- kirkjuna. Alveg sama hvað var drukkið og hve mikið. Það hafði ekkert við svitanum. Það var gengið upp á Mont Mario hæðina þar sem útsýnið er fegurst yfir borgina. Þetta allt gat Böggý þá en hreyfigeta hennar átti því mið- ur eftir að daprast og nánast fjara út. Þá átti Ísleifur eftir að sýna úr hverju hann var gerður og hve heitt hann elskaði Böggý sína. Og það var gagnkvæm ást. Samskipti okkar fölnuðu því miður þegar á ævina leið og end- uðu í einu jólakorti á ári. Þar á ég einn sök. En minningarnar og væntumþykju til þessara góðu og tryggu vina mun ég ávallt geyma. Ég sé ykkur, elsku Böggý og Ísleifur, hvar þið klífið saman Mont Mario hæðina í Róm á nýju tilverustigi hress og kát eins og forðum. Ég sendi Möggu og Jonna, Finni og Eggert og öllu þeirra fólki mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Friðrik Rúnar Guðmundsson. Ísleifur Jónsson  Fleiri minningargreinar um Ísleif Jónsson bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. Hjartans þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samkennd, hlýhug og vináttu við andlát og útför yndislegu mömmu okkar, tengdamömmu, ömmu, langömmu og vinkonu okkar allra, GRÉTU FINNBOGADÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við starfsmönnum á hjúkrunarheimilunum Mörk og Roðasölum fyrir frábæra umönnun. Þórunn Traustadóttir Stefán Már Halldórsson Gunnar Albert Traustason Ásta Birna Stefánsdóttir Ólafur Árni Traustason Auður Bergsteinsdóttir Jón Grétar Traustason Erla Bryndís Ingadóttir Sesselja Traustadóttir Kjartan Guðnason barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg dóttir mín, móðir, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, GUÐBJÖRG RAGNARSDÓTTIR CONNER, Fort Lauderdale, USA, lést á sjúkrahúsi í Fort Lauderdale sunnudaginn 10. mars. Ingibjörg Þorgrímsdóttir James D. Conner Susan Lopez Nathan Conner Anthony Ragnar Conner Hagerup Isaksen Guðríður Benediktsdóttir Guðríður H. Haraldsdóttir Steinþór Haraldsson Þorgrímur Isaksen Kristín Gústafsdóttir Margrét Haraldsdóttir Ágúst H. Sigurðsson Harald Isaksen Jónína S. Pálmadóttir Innilegar þakkir fyrir veitta samúð og hlýhug við fráfall móður okkar, tengdamóður og ömmu, REBEKKU STÍGSDÓTTUR frá Horni, sem lést á hjúkrunarheimilinu Eyri Ísafirði föstudaginn 15. febrúar. Frímann, Jónína, Stígur, Guðjón, Ebba og aðrir aðstandendur Faðir, afi, bróðir, frændi og vinur okkar, SIG. MARINÓ SIGURÐSSON, Nói, andaðist á Nesvöllum, Keflavík, föstudaginn 8. mars. Bálför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir fær starfsfólk Hraunvíkur á Nesvöllum fyrir góða umönnun. Ástvinir hins látna FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 10-17 alla virka daga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.