Morgunblaðið - 16.03.2019, Blaðsíða 35
Unnur Dís hefur bæði stýrt og
tekið þátt í ýmsum innlendum og
fjölþjóðlegum rannsóknarverk-
efnum á þessum sviðum eins og
verkefninu On the move partner-
ship, sem fjallar um vinnutengda
flutninga og er stýrt frá Kanada.
Unnur hefur einnig verið í miklu
samstarfi við fræðafólk í Póllandi og
hefur ásamt pólskum fræðimönnum
stýrt verkefninu Leisure practices
and and perspectives of nature. Pol-
ish tourists and migrants in Iceland
(2014-2016). Afurð þess verkefnis
var bók sem Unnur Dís ritstýrði
ásamt Dorota Rancew-Sikora: Mobi-
lity to the Edges of Europe; The
Case of Iceland and Poland. Unnur
Dís stýrir, ásamt Kristínu Lofts-
dóttur og Sigurjóni B. Hafsteins-
syni, öndvegisverkefninu Hreyfan-
leiki og þverþjóðlegt Ísland
(2016-2019). Hún var annar höf-
undur (ásamt Kristínu Loftsdóttur)
sýningarinnar Ísland í heiminum,
heimurinn í Íslandi í Bogasal Þjóð-
minjasafnsins (2016-2017) sem
fjallaði um þverþjóðlegan veruleika
Íslands í fortíð og nútíð.
„Það er mikið að gera í vinnunni
svo ég hef ekki mikinn tíma fyrir fé-
lagsmál en er þó í mjög merkilegum
saumaklúbbi og bókaklúbbi sem les
um eina bók í mánuði, en við tökum
stundum frí yfir hásumarið. Svo er
ég alltaf með prjónana á lofti.“
Fjölskylda
Eiginmaður Unnar Dísar er
Gunnar Randversson, f. 25.1. 1959,
tónlistarkennari og rithöfundur.
Foreldrar hans voru hjónin Randver
Sæmundsson, kaupmaður á Ólafs-
firði, f. 2.11. 1910, d. 1.7. 1970 og
Lilja Sigurðardóttir, f. 27.6. 1926, d.
3.3. 1982, húsmóðir á Ólafsfirði.
Börn: 1) Ragnheiður Benedikts-
dóttir, f. 1990, hagfræðingur, maki
hennar er Magnús Gunnarsson, f.
1986, tónlistarmaður. Stjúpbörn,
börn Gunnars: 2) Lilja Eivor Gunn-
arsdóttir Cederborg, f. 1993, nemi í
tómstunda- og félagsmálafræði við
Háskóla Íslands, maki hennar er
Magnús Björgvin Sigurðsson, nemi í
tómstunda- og félagsmálafræði við
HÍ, 3) Linus Orri Gunnarsson
Cederborg, f. 1989, smíðakennari og
tónlistarmaður, sonur hans er Huld-
ar, f. 2014; 4) Mörður Gunnarsson
Ottesen, f. 1980, frumkvöðull, dóttir
hans er Sólhildur Sonja, f. 2005.
Systkini Unnar: Garðar Hrafn, f.
3.4. 1952, framkvæmdastjóri, búsett-
ur á Selfossi; Þóroddur Steinn f.
26.6. 1953, fasteignasali, búsettur í
Hafnarfirði; Birgir, f. 7.4. 1955,
bóndi og ferðamálafræðingur, bú-
settur í Hnakkholti í Rangárþingi
ytra; Skapti, f. 7.4. 1955 d. 17.5. 1955;
Guðmundur Ragnar, f. 11.7. 1956,
frumkvöðull, búsettur í Reykjavík;
Steinunn Þóra, f. 29.12. 1957, lektor í
uppeldisfræði, búsett í Kaupmanna-
höfn.
Foreldrar Unnar voru hjónin Val-
dís Garðarsdóttir, f. 18.11. 1929, d.
14.8. 2018, skrifstofukona, og Skapti
Þóroddsson f. 10.5. 1929, d. 18.12
1962, siglingafræðingur og flug-
umsjónarmaður.
Unnur Dís
Skaptadóttir
Þórbergur
Óli Þórodds-
son hárskeri
í Reykjavík
Þóroddur
Skapta-
son fast-
eignasali
Skapti Þóroddsson
siglingafræðingur og flugumsjónarmaður
Unnur Meinertz
fótaaðgerðafræðingur í Kaupmannahöfn
Friðfinnur Lárus Guðjónsson
prentari á Ísafirði og í Reykjavík
Vigdís Eyjólfsdóttir
húsfreyja á Þóroddsstöðum
Jón Jónsson
bóndi á Þóroddsstöðum í Ölfusi
María Jónsdóttir verkakona í Reykjavík
Þóroddur Eyjólfur Jónsson
stórkaupmaður í Reykjavík
Sverrir Þóroddsson
athafnamaður í Reykjavík
Guðmundur H.
Garðarsson fv.
formaður VR og
alþingismaður
Brynja Valdís
Gísladóttir
leikkona
Matthildur Anna
Gísladóttir
píanóleikari
Gísli Garðarsson, fv.
lögreglumaður í Rvík
Gróa Helgadóttir
verkakona í Reykjavík,
faðir hennar var Helgi
Helgason smiður og
tónskáld
Iðunn
Sigurðar-
dóttir
húsfreyja
í Rvík
Sif Þórðar-
dóttir
ballett-
dansari í
Rvík
Síta Dal kaupmaður í Rvík
Valur Gíslason
leikariValur Valsson fv. bankastjóri
Gísli Helgason
verslunarmaður í Reykjavík
Valgerður Freysteinsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Garðar Svavar Gíslason
stórkaupmaður í Hafnarfirði
Matthildur Guðmundsdóttir
húsmóðir í Hafnarfirði og Rvík, kjörforeldrar: Vigdís Þorgilsdóttir
og Guðmundur Helgason bæjargjaldkeri í Hafnarfirði
Sæmundur Sæmundsson
bókbindari á Eskifirði
Margrét Jónsdóttir
húsfreyja í Hafnarfirði
Úr frændgarði Unnar Dísar Skaptadóttur
Valdís Garðarsdóttir
skrifstofukona í Reykjavík
Hjónin Stödd í Kraká, en Unnur Dís
hefur verið gestakennari þar í borg.
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2019
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
BÍLASTÆÐALAUSNIR
Kantsteinarnir Langhólmi og Borgarhólmi
einfalda merkingu bílastæða
og afmörkun akstursleiða
Benedikt Kristjánsson fæddist16. mars 1824 á Illuga-stöðum í Fnjóskadal, S-Þing.
Foreldrar hans voru hjónin Kristján
Jónsson, f. um 1771, d. 1.1. 1844,
bóndi og hreppstjóri þar, og Guðrún
Halldórsdóttir, f. um 1776, d. 24.8.
1846, húsmóðir.
Benedikt varð stúdent frá Lærða
skólanum 1847 og lauk guðfræði-
prófi frá Prestaskólanum 1849.
Benedikt var við barnakennslu á
Húsavík veturinn 1850-1851 og vígð-
ist 1851 aðstoðarprestur í Múla í Að-
aldal. Hann fékk Garða á Akranesi
1856, Hvamm í Norðurárdal 1858 og
Múla 1860. Hann var prestur í Múla
og prófastur til 1890 en fluttist þá til
Reykjavíkur og dvaldist þar til ævi-
loka. Hann var gæslustjóri Lands-
bankans 1890-1898. Hann var for-
göngumaður um stofnun Kaupfélags
Þingeyinga 1882.
Benedikt var alþingismaður Þing-
eyinga 1874-1893, alls á 11 þingum,
eitt þing fyrir Mýrasýslu en annars
fyrir Þingeyjarsýslu. Hann var for-
seti sameinaðs þings 1889 og forseti
efri deildar 1889-1891.
Í dánartilkynningu segir: „Bene-
dikt var mesti sæmdarmaður og
mikilmenni, alþýðlegur og frjáls-
lyndur, og því virtur og velmetinn
hvar sem hann var.“
Fyrri eiginkona Benedikts frá
1851 var Arnfríður Sigurðardóttir, f.
8.11. 1829, d. 1.4. 1879, húsmóðir.
Börn þeirra voru Kristján Vil-
hjálmur, f. 1852, d. 1855, Kristín
María, f. 1863, d. 1916, húsfreyja á
Ljósavatni, síðar á Akureyri, Guð-
rún Emilía, f. 1855, d. 1913, hús-
freyja í Múla, síðar í Bandaríkj-
unum; Kristjana Guðný, f. 1857, d.
1859, Hólmfríður Benedikta, f. 1861,
d. 1862, Kristján Benedikt, f. 1864,
d. 1864, og Benedikt, f. 1872, d. 1874.
Seinni eiginkona Benedikts frá 1881
var Elínborg Friðriksdóttir, f. 9.8.
1833, d. 28.11. 1918. Fósturdóttir
þeirra var Guðrún Sigurlaug Þor-
grímsdóttir, f. 1882, d. 1927, hús-
freyja í Reykjavík og Vestmanna-
eyjum.
Benedikt lést 6. desember 1903.
Merkir Íslendingar
Benedikt
Kristjánsson
Laugardagur
95 ára
Óskar Jónatansson
85 ára
Kristín Guðmundsdóttir
80 ára
Palma Róslín Jóhannsdóttir
75 ára
Adriaan Eðvarð Dick
Groeneweg
Ásmundur Harðarson
Einar Þorvarðarson
Ingvar Sigurður
Hjálmarsson
Oddrún Svala
Gunnarsdóttir
Vigfús Árnason
70 ára
Brynjólfur Ingi Þ.
Guðmundsson
Ingimundur Tómasson
Páll M. Stefánsson
Rafn Sigurðsson
Rúnar Marteinsson
Steingrímur Bergsson
60 ára
Árni Jónsson
Dagný Guðmundsdóttir
Davíð Hinrik Gígja
Dorel-Florin Tasca
Gunnar Sigurðsson
Jón Eyjólfsson
Karl Þorvaldur Jónsson
Lilja Kristjana
Þorbjörnsdóttir
Ósk Jónsdóttir
Ragnar Sverrisson
Sigurlaug J. Vilhjálmsdóttir
Unnur Dís Skaptadóttir
50 ára
Birgitta Steinunn
Sævarsdóttir
Geir Ívarsson
Guðmundur Kristján
Snorrason
Halla R. H. Kristínardóttir
Malee Vita
Sigmar Jóhannes
Friðbjörnsson
Sindri Steingrímsson
40 ára
Agata Maria Knasiak
Alvis Bogdanovs
Ásberg Jónsson
Bogdan Zbigniew Kapera
Einar Þór Sigurgeirsson
Finnur Már Árnason
Guðjón Þórarinn Loftsson
Guðmundur Daði Rúnarss.
Guðrún Ásta Húnfjörð
Helga Fanney Salmannsd.
Hinrik Örn Bjarnason
Jurgita Milleriene
Katrín Sólveig Sigmarsd.
Lena Valgeirsdóttir
María Haraldsdóttir
Sigurður Þ. Ögmundsson
Silja Ósk Leifsdóttir
Vladimír Halamka
Witold Jankowski
30 ára
Berglind Kristjánsdóttir
Björgvin Ívarsson Schram
Brynjólfur Óli Árnason
Cameron Robert Powell
Davíð Heiðar Hendriksson
Einar Brynjarsson
Elísa Ósk Línadóttir
Erla María Jónsd. Tölgyes
Guðni Þór Þrándarson
Hörður Þór Lárusson
Jóhanna Rún Rúnarsdóttir
Jón A. Herkovic
Linda Rós Autrey
Marek Sýs
Margrét Berg Sverrisdóttir
Marta Borecka
Sabina Dziedzioch
Sindri Jónsson
Steinar Hafsteinsson
Viktor Breki Óskarsson
Sunnudagur
90 ára
Guðbjörg Benediktsdóttir
Hermann Einarsson
85 ára
Helga Ágústsdóttir
Valgerður Þorbjarnardóttir
80 ára
Andrés Kristinsson
Bjarni Jóhannes Björnsson
Guðrún V. Sigurðardóttir
Jón Adolf Guðjónsson
75 ára
Lúðvík R. Kemp
Marianna Stateczna
Nanna Jónsdóttir
Þóranna Þórarinsdóttir
70 ára
Alma E. Guðbrandsdóttir
Anna Jonita Patricia
Thordarson
Birgir Albertsson
Guðjón Jóhannesson
Gunnar Númason
Helgi Sigurgeirsson
Margrét Eiríksdóttir
Unnur Bergþórsdóttir
60 ára
Hrönn Jónsdóttir
Kristján Einvarður Karlsson
Óskar Pálsson
Sigríður Guðjohnsen
Sigríður Helga Jónsdóttir
Sólveig Grétarsdóttir
Sveinbjörg
Sveinbjörnsdóttir
Vignir Grétar Jónsson
Vytautas Sakalis
50 ára
Albert Guðmundsson
Jóhanna Pálína Snorrad.
Jóhann Sigfússon
Ragnhildur G. Sveinsdóttir
40 ára
Áslaug Rut Kristinsdóttir
Egill Árni Huebner
Ellen Óttarsdóttir
Eva Dögg Pétursdóttir
Guðrún Ögmundsdóttir
Hafþór Einarsson
Inga Dóra Ellertsdóttir
Íris Dögg Jóhannesdóttir
Júlíus Sigurjónsson
Sigurbjörn Haraldsson
Teitur Þorbjörn Þorbjörnss.
Viggó Ingimar Jónasson
30 ára
Ásrún Birgisdóttir
Björn Orri Hermannsson
Bryndís Helga Ólafsdóttir
Christian Thor Helgason
Elín Margrét Rafnsdóttir
Elvar Ingi Þorsteinsson
Gyða Ósk Bergsdóttir
Haukur Ægir Hauksson
Hildur Björk Jónsdóttir
Hjalti Björn Valþórsson
Jenny Elisabet Eriksson
Jökull Alexander Egilsson
Magnea Freyja Kristjánsd.
Maríanna Valdís Friðfinnsd.
María S. Kaspersma
Miha Peterca
Ovidiu-Mircea Mititelu
Paulina Przydzial
Sigríður Oddný Baldursd.
Snævar Máni Hallgrímsson
Tadas Mikalauskas
Thelma Ýr Gylfadóttir
Tomas Mucha
Unnar Már Sveinsson
Til hamingju með daginn