Morgunblaðið - 16.03.2019, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2019
Aldarminning
Faðir minn,
Guðmundur Ara-
son fæddist á Hey-
læk í Fljótshlíð 17.
mars 1919. Það eru
því liðin 100 ár frá
fæðingu hans og
langar mig að
minnast hans á
þessum tímamót-
um. Guðmundur
var einn af þeim
mönnum sem
mörkuðu spor meðal samferða-
manna sinna. Hann var kunnur
hnefaleikakappi og þjálfari.
Hann unni skáklistinni og vann
ötullega að framgangi hennar.
Var hann kosinn forseti Skák-
sambandsins 1966-1968. Auk
alls þessa var hann mikill at-
hafnamaður, stofnaði sitt eigið
fyrirtæki og rak til 84 ára ald-
urs. Guðmundur var sonur
hjónanna Jóhönnu Jónsdóttur
og Ara Magnússonar. Bróðir
hans var Ísleifur. Foreldrar
þeirra hófu búskap í Flóanum
en fluttu 1924 til Vestmanna-
eyja. Þar keypti faðir hans hlut
í bát og gekk útgerðin vel þar
til heimskreppan skall á og út-
gerðin varð gjaldþrota. Æsku-
árin í Eyjum voru pabba
ógleymanleg og mótuðu hann
fyrir lífstíð. Hann hafði sterkar
taugar til Eyja alla tíð og svo
var einnig um Fljótshlíðina.
Flutti fjölskyldan til Reykjavík-
ur er pabbi var 11 ára. En lífs-
baráttan var hörð í Reykjavík.
Hann varð að leggja fjölskyld-
Guðmundur
Arason
unni lið til að afla
viðurværis og fékk
vinnu sem sendi-
sveinn. Hann var
tekinn úr skóla tólf
ára gamall til að
leggja sitt af mörk-
um til að greiða lán
er fjölskyldan hafði
fengið til húsnæðis-
kaupa. Fimmtán
ára var hann
messagutti á togar-
anum Gullfossi og átján ára réð
hann sig á Esjuna. Hann stund-
aði líka sjóróðra á opnum bát.
Þegar hann varð tvítugur hafði
hann loksins aldur til að hefja
nám í plötu- og ketilsmíði í
Stálsmiðjunni og má segja að
með því hafi gunnur að ævi-
starfi hans verið lagður.
Er pabbi var 15 ára urðu
kaflaskil í lífi hans. Hann var á
gangi ásamt vini sínum Alfreð
Elíassyni, sem síðar stofnaði
Loftleiðir, er á þá var ráðist og
þeir barðir í götuna. Í kjölfar
þessa atburðar hófu þeir að æfa
hnefaleika hjá Glímufélaginu
Ármanni og þá varð ekki aftur
snúið. Það kom í ljós að vinirnir
tveir voru mjög efnilegir. Svo
fór að pabbi hóf æfingar til und-
irbúnings fyrir þátttöku á Ól-
ympíuleikunum í London 1940.
Þjálfað var í fimleikasal Austur-
bæjarskóla. Þá skall stríð á og
Bretar tóku skólann hernámi.
„Þá var draumurinn úti“ skrif-
aði hann í endurminningum sín-
um. Ólympíuleikarnir sem halda
átti í London 1940 féllu niður
vegna heimsstyrjaldarinnar.
Hann var einungis 19 ára er
hann var ráðinn hnefaleikaþjálf-
ari hjá Ármanni og var það
upphaf mikillar grósku hnefa-
leikadeildarinnar. Kom hann
upp öflugum kjarna hnefaleik-
ara og átti Ármann alla Íslands-
meistarana árið 1947. Hann
varð sjálfur Íslandsmeistari í
þungavigt 1944. Hann fór með
hnefaleikaflokk sinn víða um
land og sýndi hnefaleika á úti-
skemmtunum. Í einni ferðinni
kom flokkurinn við á Hvann-
eyri. Ég hef grun um að sú ferð
hafi verið farin til þess að heim-
sækja Rannveigu Þórðardóttur
sem vann þar. Henni kynntist
hann á balli í Iðnskólanum við
Tjörnina og trúlofuðu þau sig
1943 á tvítugsafmæli hennar.
Árin sem í hönd fóru voru við-
burðarík. Hann kvæntist Rann-
veigu 1945 og við börnin hans
tvö fæddumst.
Pabbi stundaði hnefaleika af
mikilli ástríðu. Það voru því
mikil vonbrigði er boxið var
bannað með lögum 1956. Hann
lét bannið þó ekki aftra sér frá
því að iðka box ásamt félögum
sínum. Í áratugi æfðu þeir sam-
an. Með þeim ríkti ævarandi
vinátta. Áttatíu og fimm ára að
aldri sló pabbi sekkinn af mikilli
ákefð og blés ekki úr nös. Hann
hélt því fram að ekki væru til
betri æfingar en þær sem til-
heyrðu boxinu eins og hlaup,
sipp og að slá bolta og sekk.
Þegar boxið var bannað snéri
hann sér að sundknattleik og
keppti fyrir Ármann. Alla tíð
var hann mikill Ármenningur
og bar hag þess félags fyrir
brjósti. Hann var í byggingar-
nefnd Ármanns í tuttugu ár og
stóð að byggingu íþróttarhúss
þeirra við Sigtún. Ósjaldan lá
leiðin í Ármannsheimilið þar
sem hann stundaði innanhúss-
fótbolta og notfærði sér hlaupa-
brautina til að skokka sér til
ánægju. En hann lagði ekki
bara stund á líkamlega hreysti,
hann var góður skákmaður.
Hann hafði sem snáði lært að
tefla í KFUM í Vestmannaeyj-
um og tefldi æ síðan. Þegar
hann vann í Landssmiðjunni var
þar öflugt skáklíf, sem leiddi
svo til þess að hann var beðinn
um að taka að sér að vera for-
seti Skáksambandsins. Kom
hann því meðal annars til leiðar
að Skáksambandið eignaðist sitt
eigið húsnæði. Síðar meir eða
frá árinu 1995 stóð hann fyrir
alþjóðlegum skákmótum.
Pabbi stofnaði árið 1960 sitt
eigið fyrirtæki, Borgarsmiðj-
una, þegar hann hætti í Lands-
smiðjunni og rak blómlega
smiðju í Kópavogi. Pabbi sá að
það hafði kosti í för með sér að
flytja sjálfur inn járn fyrir
smiðjuna sem þróaðist í þá átt
að hann lagði hana niður og hóf
alfarið innflutning á járni. Í
fyrstu var lagerinn til húsa í
smiðjunni og skrifstofan í Hafn-
arstræti 5. En faðir minn var
stórhuga maður og fékk hann
lóð í Skútuvogi 4, þar sem hann
reisti stálgrindarhús og fyrir-
tækið blómstraði. Fjölskyldan
hefur meira og minna komið að
starfsemi þess í gegnum tíðina.
Við minnumst Guðmundar og
Rannveigar með þakklæti fyrir
örlæti þeirra og umhyggju. Til
heiðurs honum eru haldin
hnefaleikamót og hraðskákmót
núna um helgina.
Anna Jóhanna
Guðmundsdóttir.
✝ Daníel SævarJónsson fædd-
ist 1. september
1943. Hann lést á
sjúkrahúsi Akra-
ness 25. febrúar
2019.
Hann var sonur
hjónanna Járnbrár
Jónsdóttur og
Johns Richards.
Daníel átti sex
systkini: Jón Gunn-
ar, d. 19.4. 1971, Gunnhildur, d.
29.12. 2015, Erla, d. 28.1. 2014,
Ólafía, d. 23.9. 2014, Ólöf og
Kristín. Fyrrverandi eiginkona
Daníels var Lilja Vilhjálmsdóttir
og átti hún tvo syni
en saman eignuðust
þau soninn Þröst
Daníelsson, f. 14.6.
1973, d. 14.10.
1995. Sambýliskona
Daníels var Þór-
anna Guðmunds-
dóttir, f. 31.1. 1949,
d. 7.9. 2007. Átti
hún þrjú börn: Guð-
mundur, f. 20.9.
1966, Sigurlaug, f.
22.7. 1972, og Hörður Þór, f.
21.9. 1978.
Útför Daníels fer fram frá
Ólafsvíkurkirkju í dag, 16. mars
2019, klukkan 14.
Elsku Danni.
Það er svo skrýtið að þú
skulir vera farinn. Við vorum
vön að tala mikið saman í síma
og er ég búin að grípa mig í því
að vera komin með símann í
höndina og hringja í þig. En
mikið er ég glöð að hafa komið
til þín á sjúkrahúsið á Akranesi
daginn áður en þú lést, það var
svo gott að halda í höndina á
þér og tala við þig og auðvitað
gátum við hlegið saman. Þín
verður sárt saknað, elsku Danni
minn. Þú varst mér sem pabbi
og þú varst svo mikill afi
barnanna minna en núna ertu
kominn til mömmu og veit ég að
hún tekur vel á móti þér. Ég
kveð þig nú, elsku Danni minn,
með söknuð í hjarta og bið al-
góðan Guð að geyma þig.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Sigurlaug Harðardóttir.
Í dag verður borinn til grafar
frá Ólafsvíkurkirkju vinur minn
Daníel Jónsson, eða Danni eins
og hann var alltaf kallaður.
Danna kynntist ég fljótlega eft-
ir að ég flutti til Ólafsvíkur,
með okkur tókst góð vinátta
sem entist allt til hans dauða-
dags. Danni hafði mikinn áhuga
á sjónum og sjómennsku enda
hafði hann farið ungur til sjós
og verið sjómaður til margra
ára. Danni hafði mikinn áhuga á
að gera upp gamla trébáta og
gerði hann upp nokkra slíka.
Segja má að hann hafi verið
nokkurs konar yfirumsjónar-
maður hafnarsvæðisins í Ólafs-
vík síðustu árin og lét hann
menn vita ef eitthvað þurfti að
laga eða ef eitthvað fór úrskeið-
is. Í mörg ár hittust Danni og
nokkrir félagar hans á hafnar-
svæðinu og ræddu málin. Eftir
þá fundi fékk ég oft orð í eyra
frá Danna og mig grunar að
hann hafi þá verið að verja vin
sinn en komið svo til mín til að
fá úr hlutunum skorið. Það
brást heldur aldrei að þegar
Danni keyrði fram hjá svefn-
herbergisglugganum mínum
mjög snemma morguns oftast
fyrir klukkan sjö að hann þurfti
nauðsynlega að ná tali af mér
og „sat“ hann fyrir mér er ég
kom út að morgni og bar upp
erindið. Danni tók daginn ávallt
snemma og var oftar en ekki
mættur í bátinn sinn til að laga
milli klukkan fimm og sex að
morgni. Danni var laginn og
báru bátarnir hans góðan vitn-
isburð um hans góða handverk.
Oft hittumst við þegar ég fór í
mínar daglegu gönguferðir, þá
tókum við tal saman og ef við
þurftum að ræða málin enn
frekar settist ég inn í bílinn hjá
honum og við tókum rúnt sam-
an um bæinn á meðan málin
voru rædd og síðan skilaði hann
mér aftur á sama stað svo ég
gæti haldið áfram minni ferð.
Minningin lifir, hvíl í friði, kæri
vinur.
Kristinn Jónasson.
Daníel Sævar
Jónsson
✝ RannveigÞórðardóttir
fæddist á Óðins-
götu 17b í Reykja-
vík 12. maí 1923.
Hún lést 11. ágúst
2017 á hjúkr-
unarheimilinu
Mörk.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Rannveig Krist-
mundsdóttir, f. 26.
september 1889, d. 29. maí
1923, og Þórður Guðni Magn-
ússon, f. 1. september 1897, d.
18. júní 1976.
Hún var tekin í fóstur af
móðurömmu sinni og afa þeim
Önnu Jónasdóttur, f. 16. janúar
1869, d. 5. nóvember 1952, og
Kristmundi Snæbjörnssyni, f. 1.
ember 1890 á Heylæk í Fljóts-
hlíð, d. 12. apríl 1966.
Börn þeirra eru Ari, f. 2.
nóvember 1944, og Anna Jó-
hanna, f. 27. júlí 1952.
Ari er kvæntur Elínu Önnu
Brynjólfsdóttur, f. 4. mars
1945. Börn þeirra eru Brynj-
ólfur, f. 27. maí 1977, og Anna
Rannveig, f. 11. desember
1979. Anna Rannveig er gift
Kristni Þór Ólafssyni og eiga
þau Elínu Birtu, f. 7. janúar
1998, Maríu Björtu, f. 24. sept-
ember 2003, og Ara Snæ, f. 12.
nóvember 2009.
Anna Jóhanna er gift Kára
Geirlaugssyni, f. 15. maí 1949,
og eiga þau börnin Guðmund,
f. 18. maí 1974, Erlu Björgu, f.
29. ágúst 1978, og Rannveigu,
f. 4. maí 1983. Erla Björg er
gift Kjartani Vídó Ólafssyni og
eiga þau dæturnar Önnu Birnu,
f. 14. október 2003, og Krist-
jönu Emmu, f. 13. júlí 2010.
Rannveig er gift Peter Luke
Aisher.
Útförin fór fram í kyrrþey.
mars 1857, d. 12.
júlí 1934. Þau
bjuggu í Skálavík,
vestan Bolung-
arvíkur áður en
þau brugðu búi og
fluttu til Reykja-
víkur.
Rannveig giftist
Guðmundi Arasyni,
f. 17. mars 1919, d.
27. maí 2008. Hann
fæddist á Heylæk í
Fljótshlíð en átti heima í Vest-
mannaeyjum til 11 ára aldurs
er hann flutti til Reykjavíkur
ásamt foreldrum sínum og
bróður. Foreldrar hans voru
hjónin Jóhanna Jónsdóttir, f.
16. ágúst 1887 í Vest-
mannaeyjum, d. 20. mars 1974,
og Ari Magnússon, f. 1. sept-
Mig langar að minnast móður
minnar, Rannveigar Þórðar-
dóttur, og heiðra minningu
hennar um leið og þess er
minnst að liðin eru 100 ár frá
fæðingu eiginmanns hennar.
Guðmundur Arason og Rann-
veig áttu farsælt líf saman í 65
ár. Þau voru um margt ólík,
hann mjög félagslyndur at-
hafnamaður en hún hæglát
kona. Öfugt við pabba þurfti að
hafa mikið fyrir því að fá hana
til að segja frá sjálfri sér en
þau voru samhent hjón sem
ávallt settu fjölskylduna í fyrsta
sæti. Er ég hugsa um lífshlaup
mömmu minnist ég hennar sem
góðrar móður sem alltaf var til
staðar. Hún var af þeirri kyn-
slóð kvenna sem voru heima-
vinnandi og sinntu börnum og
búi. Foreldrar hennar voru
hjónin Rannveig Kristmunds-
dóttir og Þórður G. Magnússon.
Bjuggu þau í húsi foreldra
Rannveigar þeirra Önnu og
Kristmundar og þar fæddist
mamma. Móðir hennar lést úr
skarlatsótt er Rannveig litla
var aðeins 17 daga gömul. Þetta
var fjölskyldunni þung raun.
Amma hennar tók hana að sér
og ól hana upp sem sitt þrett-
ánda barn. Hún ólst upp við
mikið ástríki og gott atlæti.
Milli Þórðar og mömmu var
innilegt samband og fylgdist
hann ávallt vel með högum
hennar.
Skömmu eftir fæðingu Rann-
veigar fór kreppan mikla að
hafa áhrif hér á landi. Misstu
amma hennar og afi heimili sitt
á Óðinsgötunni. Hvernig það
bar til var aldrei talað um. Eftir
þetta tóku tíðir flutningar við.
Afi hennar var kaupmaður og
fjölskyldan samhent dugnaðar-
fólk og man mamma ekki eftir
því að hafa nokkurn tímann lið-
ið skort. Eftir að afi hennar lést
bjuggu mæðgurnar á Eiríks-
götu 15. Þar fæddist Ari bróðir
minn 1944. Er mamma og pabbi
giftu sig 2. júní 1945 fluttu þau
á Bragagötu 22 og bjó gamla
konan hjá þeim um tíma. Þar
bjuggu líka foreldra pabba og
bróðir hans ásamt fjölskyldu.
Rannveig hafði ávallt sterkar
taugar til fjölskyldu sinnar og
skildi hversu mikilvægt var að
eiga góða og trausta að.
Mamma hafði unnið í hann-
yrðaverslun áður en hún giftist.
Hún var flink í höndum og list-
ræn og bar heimili hennar þess
merki. Hún lagði hart að sér til
að okkur fjölskyldunni liði sem
best. Einhverjar mínu bestu
minningar eru frá æskuárum
mínum í Kópavogi. Það voru
mikil forréttindi að fá að alast
upp við það frjálsræði og úti-
veru sem Kópavogurinn bauð
upp á þá. Ég er samt viss um
að hún var á stundum einmana
þar, langt frá sínu fólki og
strætóferðir stopular. Pabbi
vann langan vinnudag í Lands-
smiðjunni og oft úti á landi. Í
Kópavoginum bjuggum við í 17
ár eða þangað til við fluttum á
Reynimel 68. Mamma var þá
aftur komin á gömlu slóðirnar
sínar, enda naut hún þess að
vera komin nálægt miðbænum.
Foreldrar mínir bjuggu í tutt-
ugu ár á Reynimelnum en
fluttu svo aftur upp í „sveit“ að
þessu sinni í Garðabæinn.
Bjuggu þau í næstu götu við
mig og flutti bróðir minn ásamt
sinni fjölskyldu einnig í Garða-
bæ. Það var foreldrum okkar
mikið gleðiefni að hafa okkur
öll í nábýli við sig. Ótal gleði-
stundir átti fjölskyldan saman í
sumarbústaðnum í Öndverðar-
nesinu. Þar naut mamma þess
að vera með barnabörnunum
sem hún alla tíð umvafði með
einstökum kærleika og um-
hyggju. Skömmu eftir að pabbi
dó 2008 flutti mamma á heimili
mitt og bjó hjá mér í sjö ár eða
þar til hún þurfti meiri umönn-
unar við. Hún lést í ágúst 2017.
Þessi hljóðláta kona kvaddi
þetta líf á hljóðlátan hátt, um-
vafin kærleika barna sinna, sem
hún unni svo heitt. Hennar er
sárt saknað.
Anna Jóhanna
Guðmundsdóttir.
Rannveig
Þórðardóttir
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts elskulegs eiginmanns
míns, föður, tengdaföður og afa,
FINNBOGA HÖSKULDSSONAR
véltæknifræðings.
Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar
Landspítalans.
Hildigunnur Þórðardóttir
Rakel Þóra F. Larsen Keld Larsen
Ásdís M. Finnbogadóttir Magnús Magnússon
og barnabörn
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærrar móður,
tendagmóður, ömmu og langömmu,
KRISTÍNAR JÓNSDÓTTUR,
áður til heimilis á Sléttuvegi 13,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 2N á
hjúkrunarheimilinu Eir.
Jóna Helgadóttir
Eysteinn Helgason Kristín Rútsdóttir
Matthildur Helgadóttir Tomás Óli Jónsson
Guðleif Helgadóttir Haraldur Sigurðsson
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát og útför föður, tengdaföður afa og
langafa,
HALLDÓRS G. BJÖRNSSONAR,
fyrrverandi verkalýðsleiðtoga.
Sérstakar þakkir fá starfsfólk og íbúar á
Hrafnistu, Reykjavík.
Grímur Halldórsson Hildur M. Blumenstein
Guðrún Ellen Halldórsdóttir Guðmundur Kr. Jóhannesson
Ketill Arnar Halldórsson Jóhanna H. Oddsdóttir
Hrafnhildur Halldórsdóttir Smári Ríkarðsson