Morgunblaðið - 16.03.2019, Side 14

Morgunblaðið - 16.03.2019, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2019 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til og með 15. mars 2019, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. mars 2019 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. mars 2019, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, gistináttaskatti, fjársýsluskatti, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, árgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á eftirlaun, eftirlitsgjaldi Fjármálaeftirlitsins, árgjaldi handhafa markaðsleyfis, veiðigjaldi og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru: Tekjuskattur og útsvar ásamt álagi á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, útvarpsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, auðlegðarskattur og viðbótar auðlegðarskattur, fjármagnstekjuskattur ásamt álagi á ógreiddan fjármagnstekjuskatt, ógreiddur tekjuskattur af reiknuðu endurgjaldi ásamt álagi, búnaðargjald, sérstakur fjársýsluskattur, sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki, jöfnunargjald alþjónustu, ofgreiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 25.000 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 2.500 kr. auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald, fjársýsluskatt, gistináttaskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og kílómetragjald mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 16. mars 2019 Tollstjóri Sýslumaðurinn á Vesturlandi Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Sýslumaðurinn á Austurlandi Sýslumaðurinn á Suðurlandi Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Suðurnesjum Hrókurinn og Kalak bjóða til fagn- aðarfundar með vinum frá Græn- landi í dag, laugardag, kl. 14 í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn. Boðið verður upp á tónlist, veitingar og fræðslu um Grænland. Þeir sem koma fram eru Steffen Lynge, skákmeistari, tónlistar- maður og lögreglumaður, Dines Mikaelsen frá Tasiilaq, ásamt Fær- eyingnum Birgi Hansen, og tveim- ur unglingspiltum frá Tasiilaq, Samuel Mikaelsen og Mikael Baj- are. Sjana Rut Jóhannsdóttir, söng- gyðja Hróksins, mun að auki gleða gesti með lögum sínum og söng. Við sama tækifæri verður haldin sýning á teikningum barnanna í Kulusuk, en þar voru Hróksliðar á ferð fyrstu vikuna í mars. Steffen Lynge hefur starfað víða á Grænlandi. Hann tók þátt í fyrsta alþjóðlega móti Hróksins í Qaqor- toq 2003, og hefur síðan verið burð- arás í starfi Hróksins þar í landi. Dines er allt í senn veiðimaður, listamaður og rithöfundur. Hrókur Hrafn Jökulsson með Steffen Lynge, skákmeistara í Nuuk í fyrra. Fagnaðarfundur hjá Hróknum í dag  Tónlist og fræðsla um Grænland Snorri Másson snorrim@mbl.is „Við höfum engan áhuga á loftslags- málum,“ sagði Guðni Elísson, pró- fessor í bókmenntafræði við Háskóla Íslands, í fyrirlestri á Hugvísinda- þingi. „Ekki láta það rugla ykkur þegar kannanir sýna að 70% Ís- lendinga hafi miklar áhyggjur af loftslagsmál- um. Við ættum frekar að skoða hvar það er í röð- inni. Loftslags- mál lenda alltaf í 6., 7., 8. eða 9. sæti af þeim atriðum sem skipta fólk máli. Og ef málið er komið þangað skiptir það ekki máli lengur því fólk hugsar í raun bara um fyrstu fimm hlutina,“ sagði hann. Hann sagði vandann liggja í því að umhverfisváin væri ekki farin að brenna áþreifanlega á mannkyninu og á meðan svo væri hefði fólk engan áhuga á loftslagsmálum. Og þar lægi hundurinn grafinn, enda vandamálið raunverulegra en nokkru sinni fyrr. Til merkis um það væri sú staðreynd að ef Ísland hygðist standa við sína skuldbindingu í Parísarsáttmálanum ætti það koltvísýringskvóta til 2021. Og þá þyrfti einfaldlega að skrúfa frá. Erindi Guðna bar þann lipra titil Láttu myrkrið vera þinn bjölluturn og sláðu stundirnar sjálfur: Ógn og ógnarorðræða í loftslagsmálum. Ógnarorðræðan var honum enda hugleikin, hann sagði frjálshyggju- menn bera ábyrgðina á því að yfir- höfuð væri talað um „dómsdags- spár“ í umræðu um loftslag. Umhverfisverndarsinnar eru eins og vatnsmelónur Guðni sagði frjálshyggjumenn hafa skorðað umræðuna í ramma hagfelldan sínum hagsmunum strax í árdaga umræðunnar um loftslags- mál, ef ekki fyrr. „Frjálshyggju- mennirnir voru farnir að vara við dómsdagsspám í loftslagsmálum löngu áður en græningjarnir og náttúruverndarsinnarnir voru farnir að hugsa um loftslagsbreytingar,“ sagði hann. Þannig hafi þeir séð umræðuna fyrir og skilgreint hana á sínum for- sendum. „Lykilmenn í íslenskri loftslagsumræðu voru farnir að vara við alls konar hugmyndum í tengslum við loftslagsmál strax í upphafi 10. áratugarins,“ sagði hann. „Þetta voru menn eins og Andrés Magnússon og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Ég get ekki annað en borið djúpa virðingu fyrir innsæi þessara einstaklinga, vegna þess að þeir fóru í boltann áð- ur en nokkur áttaði sig á því að við værum að spila fótbolta,“ sagði Guðni. „Þá var bara búið að afvopna alla. Þá var búið að leggja línurnar í orðræðunni.“ Í þessu samhengi nefndi hann fræga líkingu: „Umhverfisverndar- sinnar eru eins og vatnsmelónur, grænir að utan og rauðir að innan.“ Guðni sagði fyrsta tilfelli þessarar setningar vera hjá Hannesi Hólm- steini í grein í DV árið 1993. „Ég spurði Hannes einu sinni hvort þetta kæmi frá honum og hann svaraði hróðugur: Davíð Oddsson,“ sagði Guðni. Hann sagði að ásakanir frjáls- hyggjumanna sem þessara á hendur vísindamönnum, um að hafa uppi dómsdagsspár um loftslagsmál, hefðu á endanum leitt til þess að vís- indamennirnir pössuðu sig „um of“. Í því tilliti ítrekaði Guðni að vandinn væri „aldrei ýktur“ af vísindamönn- um, heldur væri nánast undantekn- ingalaust dregið úr honum. Guðni gerði greinarmun á dóms- dagsspám og spám, í einföldum skilningi þess orðs. Spá fælist í því að meta gögn sem liggja fyrir og álykta út frá þeim einhverja fram- vindu. Að spá ekki alvarlegum af- leiðingum breytinga á loftslagi væri þannig „að fleygja út 150 árum af grundvallaratriðum í vísindum“. Vísindaleg spá gerir þannig, að sögn Guðna, ráð fyrir eyðingu heimsins eins og við þekkjum hann, að öllu óbreyttu. Til þess að sporna við þróuninni þurfi að reisa skorður við vextinum sem heimsframleiðslan er í. Þar verður dálæti mannlegs samfélags á vexti, af hvaða gerð sem er, vandamál, að sögn Guðna. „Hag- vöxtur er meðal helstu stjórntækja stjórnmálamanna. Nú verður spurn- ingin sú: getum við komið jafnvægi á vöxtinn nógu fljótt, svo ekki fari illa?“ Frjálshyggjumenn unnu orðræðuglímuna  Vísindamenn tali niður vandann  Ísland á CO2 til 2021 Morgunblaðið/RAX Grænland Guðni segir að frjálshyggjumenn hafi verið farnir að saka græn- ingja um dómsdagsspár áður en þeir fóru einu sinni að ræða loftslagsmál. Guðni Elísson Í Morgunblaðinu í hinn 5. mars sl. birtist röng mynd með aðsendu greininni Dagur heyrnar 2019 – Mælum heyrnina eftir Ingibjörgu Hinriksdóttur og Bryndísi Guð- mundsdóttur. Fyrir misskilning birtist mynd af alnöfnu Bryndísar. Mynd af réttum höfundi birtist hér með og biðst Morgunblaðið velvirð- ingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Myndaruglingur Bryndís Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.