Morgunblaðið - 16.03.2019, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.03.2019, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2019 Reykjavík Gaja Eleonora Sas fæddist 17. júní 2018. Hún vó 3.844 g og var 51,5 cm að lengd. Foreldrar hennar eru Natalia Graban og Konrad Kordian Sas. Nýr borgari Ég ætla að halda uppá afmælið með þvíað spila í La Travi- ata, þessari æðislegu óp- eru, í kvöld,“ segir Geir- þrúður Ása Guðjónsdóttir, fiðluleikari í Sinfóníu- hljómsveit Íslands, en hún á 32 ára afmæli í dag. Þá verður önnur sýningin haldin á óperu Verdis, en frumsýningin var um síð- ustu helgi. „Það var alveg þvílíkt stuð á frumsýningunni, þetta var svo skemmtilegt. Ég hélt að þakið ætlaði að rifna af húsinu. Ég fæ síð- an að skjótast til New York að sjá tilvonandi eiginmann minn syngja í frumsýningu í Metropolitan-óperunni og halda uppá síðbúið afmæli en svo verð ég komin heim rétt fyrir þriðju sýninguna á La Traviata, sem verður um næstu helgi.“ Sá lukku- legi heitir Stuart Skelton og mun hann fara með hlutverk Sigmunds í Val- kyrjum Wagners. Það er annars nóg um að vera hjá Geirþrúði Ásu, Sinfónían er þessa dagana í vinnustofu ásamt Önnu Þorvaldsdóttur tónskáldi og Íslenska dansflokknum að undirbúa nýtt verk sem verður flutt á næsta ári og framundan eru Star Wars tónleikar hjá Sinfóníunni. Um bíósýningu verður að ræða og það verður í fyrsta sinn sem Sin- fóníuhljómsveitin heldur Star Wars bíótónleika og verða þeir haldn- ir 3., 4. og 5. apríl. „Þetta verða eins og rokktónleikar. Ég tók þátt í Lord of the Rings-sýningunni en það var ekki Sinfónían sem spilaði þá undir heldur var meirihlutinn úr Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Svo er ég að taka þátt í æðislegu verkefni sem er á hverju ári, en það heitir Upptakturinn, og ég hlakka alltaf til að taka þátt í því. Þá spilar lítil kammersveit verk eftir ungskáld, sem eru 10-15 ára göm- ul, á Barnamenningarhátíðinni sem verður 9. apríl. Hátíðin stækkar á hverju ári og núna verðum við í Silfurberginu í Hörpu en við byrjuðum í Kaldalóni, sem er minna rými.“ Spilar í óperunni La Traviata í kvöld Ása Guðjónsdóttir er 32 ára í dag Fiðluleikarinn Ása Guðjónsdóttir. U nnur Dís Skaptadóttir fæddist í Hafnarfirði 16. mars 1959, en ólst upp í Reykjavík. „Ég hóf skólagöng- una í Ísaksskóla en gekk í Álfta- mýraskóla, var einn vetur á Núpi í Dýrafirði og var í fyrsta útskriftar- hóp Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Á sumrin var ég í sveit og lengst af á Harastöðum í Vesturhópi, en einnig dvaldist ég nokkur sumur hjá ömmu minni í Kaupmannahöfn þar sem ég vann flest sumur á unglings- árunum.“ Eftir stúdentspróf hóf Unnur Dís nám við Háskóla Íslands í almenn- um þjóðfélagsfræðum, en haustið 1983 fluttist hún til Bandaríkjanna og lauk BA prófi í mannfræði frá University of Massachusetts, Am- herst, árið 1985. Doktorsprófi lauk hún frá The Graduate Center of the City University of New York árið 1995. Unnur Dís hóf störf sem stundakennari við HÍ 1992 og var ráðin lektor í mannfræði árið 1998, en hefur verið prófessor frá árinu 2007. Rannsóknir Unnar hafa síðustu áratugi einkum beinst að fólksflutn- ingum og að reynslu ólíkra hópa inn- flytjenda á Íslandi, einkum frá Pól- landi og Filippseyjum. Rannsókn- irnar hafa fjallað um vinnutengda flutninga, um stöðu innflytjenda í samfélaginu og á vinnumarkaði, þverþjóðleg tengsl og reynslu af því að læra íslensku. Nýlega hefur hún einnig beint sjónum að reynslu flóttafólks á Íslandi. „Ég hef farið til Filippseyja í rannsóknaleiðangra og tekið viðtöl við aðstandendur þeirra sem búa á Íslandi.“ Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor í mannfræði við HÍ – 60 ára Í Kaupmannahöfn Unnur Dís og Gunnar í heimsókn hjá systur Unnar, Steinunni Þóru, og eiginmanni hennar, Mogens Lundahl. Þarna eru þau stödd við Gefjunarbrunn sem er við Löngulínu. Rannsakar stöðu innflytjenda á Íslandi Morgunblaðið/Hanna Fræðimaðurinn Unnur Dís. Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is GRANDAVEGUR 42 Sími 564 6711 | thingvangur@thingvangur.is | thingvangur.is Sundlaug 4 mín. 11 mín. Matvöruverslun 2 mín. 11 mín. Háskóli 4 mín. 15 mín. Grunnskóli 2 mín. 4 mín. Leikskóli 1 mín. 5 mín. Líkamsrækt 3 mín. 20 mín. Bakarí 1 mín. 3 mín. AÐEINS 8 ÍBÚÐIR EFTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.