Morgunblaðið - 16.03.2019, Blaðsíða 37
DÆGRADVÖL 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2019
TILBOÐSDAGAR
50%
AFSLÁTTU
R
ALLT AÐ
3.356
Áður: kr. 4.795
3.356
Áður: kr. 4.795
1.998
Áður: kr. 3.995
1.498
Áður: kr. 2.995
998
Áður: kr. 1.995
4.196
Áður: kr. 5.995
-30%
-30%
-30% -50%
-50%
-50%
Rafvörumarkaðurinn við Fellsmúla | Sími: 585 2888
OPIÐ ALLA DAGA
Mán. til fös. kl. 9–18.
Laugard. kl. 10–16.
Sunnud. kl. 12–16
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Ef þú ert ekki ánægð/ur með
stöðu mála er kominn tími til að gera eitt-
hvað í því. Mundu að það eru tvær hliðar á
hverju máli. Reyndu að ná tökum á eyðsl-
unni.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ert full/ur friðsældar í dag, hvort
sem þú ert heima eða í vinnunni. Þú hefur
mörg járn í eldinum og átt auðvelt með að
sinna öllu sem tengist þér.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Láttu ekki ummæli annarra í þinn
garð skemma fyrir þér daginn. Hristu verk-
efnin fram úr erminni og taktu þér svo
góða hvíld eftir það. Þú sefur ekki nóg.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Gefðu þér tíma til að huga að því
hvernig þú getur bætt samskipti þín við
makann. Ættingi setur allt á annan endann
en þú hlærð í laumi.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þótt þig langi mest til þess að klára
hlutina upp á eigin spýtur, eru sum verk-
efni þess eðlis að þau þarf að leysa í sam-
ráði við aðra. Notaðu persónutöfra þína.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Hlustaðu vandlega á það sem nánir
vinir hafa að segja þér. Það hentar þér vel
að vera á ferð og flugi, hvers vegna þá að
hætta því?
23. sept. - 22. okt.
Vog Láttu það ekki slá þig út af laginu þótt
óvænt atvik knýi þig til að breyta áætl-
unum þínum. Reyndu að forðast árekstra
við ástvini.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Í dag er gott að njóta lífsins í
samveru með vinum. Þú ert með báða fæt-
ur á jörðinni og þess vegna ertu beðin/n
um álit á mörgu.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það er ekki allir sem gera sér
grein fyrir hversu mikla hæfileika þú hefur
því hógværð þín hefur falið þá. Dagdraum-
ar eru af hinu góða.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú ert með of mörg járn í eld-
inum og tekst þess vegna ekki að ljúka við
neitt svo vel sé. Einhver þér nákominn
gengur í hjónaband
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú ert hvíldar þurfi. Einbeittu
þér að styrkleikum þínum, þú býrð yfir
mörgum. Einhver trúir þér fyrir leynd-
armáli.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Í dag er góður dagur til þess að
hitta fólk og hafa það gott. Njóttu þess að
framkvæma hluti sem hafa setið á hak-
anum lengi.
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Í ástarmálum marglyndur.
Mun þar liggja steindauður.
Býsna þunnur borðviður.
Bátur er sá farkostur.
Harpa á Hjarðarfelli svarar:
Fjöllyndur sá fírinn var.
Á fjölum líkið er.
Fínar eru fjalirnar.
Fjölum siglt var hér.
Guðrún Bjarnadóttir á þessa
lausn:
Við eina fjölina felld,
á fjölunum lá samt dauð.
Þar fjöl var á vegginn telgd,
á víkinni fjölin rauð.
„Þá er það lausnin,“ skrifar Helgi
R. Einarsson:
Um fjöllyndi og fleytu hér,
um fjöl sem endum á
og fjöl sem oft úr furu er
fjölyrða nú má.
„Hér er svarið við góðri gátuvísu
Guðmundar,“ segir Helgi Seljan:
Fjöllyndur talinn Fjalar var,
á fjalir hinn dána leggja bar.
Í timbrinu marga fjöl ég fann,
sem fjöl nú báturinn sigla kann.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una þannig:
Fjöllyndur er flagarinn.
Fjölum hvílir líkið á.
Til smíða þunna fjöl ég finn.
Fjöl er nefndur bátur sá.
Þá er limra:
Þótt hann þyki heldur
þjáll og sé geðfelldur,
mun því miður
hann Magnús smiður
við eina fjöl ei felldur.
Hér kemur svo ný gáta eftir Guð-
mund:
Gluggarúðu regnið ber,
rótt mér naumast lengur er,
vanefnum af gáta ger,
góðu vinir, birtist hér:
Um hanáer spurt, hvort þekkir þú.
Þessi manni gefin er.
Jafnan kennd við járn er sú.
Jafnframt tignarheiti ber.
Pétur Stefánsson orti:
Langt í austri röðull rís
sem roðar loft og gyllir.
Mild og fögur morgundís
mig af gleði fyllir.
Og hér er „sólarhylling“ eftir
Sigmund Benediktsson:
Andans lotning opnast greið,
alheims sæld nú hyllir.
Ljósadrottning ljómaheið
lundu bælda stillir.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Látum fjölina fljóta
Aðdáendur enska knattspyrnuliðs-ins Liverpool eru væntanlega
kátir eftir sannfærandi sigur á Bay-
ern München í Bæjaralandi á mið-
vikudag. Liverpool komst þar með í
átta liða úrslit í meistaradeild Evr-
ópu og er að auki í hörðum slag um
enska meistaratitilinn, sem liðið hef-
ur ekki unnið síðan 1990. Bæjarar
eru hins vegar í losti og ekki bara
þeir, heldur þýski fótboltinn eins og
hann leggur sig.
x x x
Þar á bæ er viðhorfið að með því aðBæjarar voru slegnir út í 16 liða
úrslitum hafi endanlega verið stað-
fest að þýskur fótbolti hafi kvatt
toppinn og sé ekki lengur í fremstu
röð í heiminum eins og það er orðað
á vefsíðu Der Spiegel.
x x x
Þar segir að tap Bæjara hafi veriðfyllilega verðskuldað. Liðið hafi
ekki dottið út úr keppninni svona
snemma síðan 2011. Þá segi sína
sögu að liðin Schalke 04 og Borussia
Dortmund voru slegin út með afger-
andi hætti og TSG Hoffenheim hafi
ekki einu sinni komist upp úr riðla-
keppninni. Schalke tapaði samanlagt
10:2 gegn Manchester City og Dort-
mund tapaði samanlagt 4:0 gegn
Tottenham Hotspurs.
x x x
Það er svo til marks um valda-hlutföllin í boltanum í Evrópu að
þýsku liðin þrjú skuli öll detta út
gegn enskum liðum, markatalan
England 20, Þýskaland 3. Tvö mark-
anna skoraði Schalke og það úr vít-
um, það þriðja var sjálfsmark hjá
Liverpool í viðureigninni við Bæj-
ara. Í átta liða úrslitum meistara-
deildarinnar verða fjögur ensk lið
(það fjórða er Manchester United,
sem sló út Paris Saint-Germain).
Þar verður hins vegar ekkert þýskt
lið í fyrsta skipti í 13 ár.
x x x
Með átta mánaða seinkun sést núá vettvangi félagsliða það sem
sjá mátti á vettvangi landsliða á HM
2018: þýskur fótbolti hefur verið
stunginn af,“ segir í greiningu Der
Spiegel og ljóst að Þjóðverjum er
ekki skemmt. vikverji@mbl.is
Víkverji
Daníel tók til máls og sagði: Lofað sé
nafn Guðs um aldir alda því að hans
er viskan og mátturinn.
(Daníel 2.20)