Morgunblaðið - 16.03.2019, Page 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2019
Goes Iron & Cobalt
Fjölhæf fjórhjól á góðum verðum með
vs
k
Verð frá
1.440.000
Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyri // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir // Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is
Mest seldu fjórhjól
tliðiná Íslandi síðas 3
ár!
16. mars 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 118.78 119.34 119.06
Sterlingspund 157.13 157.89 157.51
Kanadadalur 89.08 89.6 89.34
Dönsk króna 17.983 18.089 18.036
Norsk króna 13.792 13.874 13.833
Sænsk króna 12.732 12.806 12.769
Svissn. franki 118.2 118.86 118.53
Japanskt jen 1.0633 1.0695 1.0664
SDR 165.16 166.14 165.65
Evra 134.22 134.98 134.6
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 166.6744
Hrávöruverð
Gull 1299.2 ($/únsa)
Ál 1873.0 ($/tonn) LME
Hráolía 67.65 ($/fatið) Brent
BAKSVIÐ
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
Icelandair mun ekki tjá sig um mögu-
leg viðbrögð við stöðunni sem upp er
komin varðandi leiðakerfi félagsins
vegna kyrrsetningar allra Boeing 737
Max 8- og 9-flugvéla. Boeing tilkynnti
í vikunni um kyrrsetningu allra véla
þessara tegunda í vikunni í kjölfar
tveggja flugslysa 737 Max 8-véla með
nokkurra mánaða millibili.
Að sögn Ásdísar Pétursdóttur,
upplýsingafulltrúa Icelandair, mun
Bogi Nils Bogason, forstjóri félags-
ins, ekki tjá sig um þessi mál fyrr en
„komin verði formleg niðurstaða um
það hversu lengi kyrrsetningin mun
vara,“ sagði Ásdís í samtali við Morg-
unblaðið í gær.
Sex Max-þotur í vor
Breska ríkisútvarpið hafði það eftir
bandarískum flugmálayfirvöldum að
vélarnar yrðu kyrrsettar fram í maí
hið minnsta. Icelandair gerði ráð fyrir
að taka í notkun sex Boeing 737 Max-
vélar í vor, þrjár Max 8 og þrjár Max
9. Því til viðbótar gerði flugfélagið ráð
fyrir að taka tvær Max 8-vélar og
þrjár Max 9-vélar í notkun árið 2020,
og eina af hvorri gerð árið 2021. Sam-
tals gera það 16 Max-þotur sem af-
hentar verða á þessu ári en Icelandair
fékk þrjár Max 8-vélar afhentar á síð-
asta ári.
Haft var eftir Boga Nils í vikunni
að kyrrsetning vélanna myndi hafa
áhrif á Icelandair drægist hún á lang-
inn. Nefndi hann við Viðskiptablaðið
að þegar færi að nálgast páska yrði
„þetta erfiðara því við gerðum ráð
fyrir að taka fleiri svona vélar inn í
leiðakerfið í vor,“ en í samtali við
RÚV í gærmorgun sagði Bogi að til
greina kæmi að leigja aðrar vélar eða
hnika til í leiðakerfinu.
Áður en slysið hörmulega í Eþíópíu
átti sér stað þann 10. mars, þar sem
157 manns létu lífið, var Icelandair
með þrjár Boeing 737 Max 8-vélar í
notkun. Félagið kyrrsetti þær 12.
mars í kjölfar þess að bresk yfirvöld
bönnuðu allt flug þotna af gerðinni
737 Max 8 í lofthelgi sinni. Ítrekaði
Icelandair við það tilefni að félagið
teldi vélarnar öruggar, miðað við þær
upplýsingar sem lágu fyrir á þeim
tíma, þá öryggisferla sem félagið
fylgir og þjálfun áhafna þess.
Kom ekki í stað MAX
Vikan hefur verið Icelandair erfið.
Um síðustu helgi bárust tíðindi af því
að fjárfestingafélagið Indigo Part-
ners hygðist jafnvel setja 15 milljónir
bandaríkjadala til viðbótar við þær 75
milljónir sem félagið hafði áður gefið
út að fjárfest yrði fyrir í WOW air að
því gefnu að samningar tækjust.
Gengi Icelandair Group í Kauphöll
hefur sveiflast upp og niður eftir því
hvernig vindar hafa blásið í samn-
ingaviðræðunum.
Í fyrradag varð svo bilun í elds-
neytisventli á Boeing 757-200 vél fé-
lagsins á leið til Óslóar sem varð þess
valdandi að aflýsa þurfti fluginu til
baka. Um var að ræða fyrsta flug vél-
arinnar í fimm mánuði en hún hafði
verið í langtímaskoðun í fimm mánuði
áður en hún fór til Noregs í fyrradag.
Að sögn Ásdísar hefur verið gert við
vélina sem flaug frá Ósló aðfaranótt
föstudags. Segir hún að vélin hafi ver-
ið frá upphafi skráð á þetta flug og
hafi ekki verið dregin út úr skúrnum
vegna fjarveru Max-vélanna.
Tjá sig ekki fyrr en Boeing talar
Icelandair átti að fá sex Max-þotur afhentar í vor Gætu lent í erfiðleikum ef kyrrsetningin dregst
Afhendingar MAX-véla til Icelandair 2019-2021
Boeing 737 MAX 9
Boeing 737 MAX 8
3
3
6
2
5
3
2
1
1
2019 2020 2021
Hlutabréf Icelandair Group hófu
vikuna á því að lækka um 9,66%
á mánudag. Á þriðjudag nam
lækkunin 5,08%. Á miðvikudag
gekk sú lækkun að mestu til
baka og hækkuðu bréfin um
5,07%. Bréfin hækkuðu aftur á
fimmtudag og þá um 0,54%. Í
gær gáfu þau hins vegar að nýju
eftir og lækkuðu um 3,87%.
Heildarvelta með bréf félagsins
nam 1.306 milljónum í vikunni.
Hlutabréfin
SVIPTINGAR Á MARKAÐI