Morgunblaðið - 18.03.2019, Page 16

Morgunblaðið - 18.03.2019, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MARS 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Sósíalismi er núboðaður hér álandi af þeim ákafa að horfa þarf aftur til miðrar 20. aldar til að finna dæmi um annað eins. Á sama tíma reka stjórn- völd í Venesúela enn eina til- raunastofuna fyrir þessa mis- heppnuðu pólitísku stefnu, svona rétt eins og til að rifja upp hvers vegna vissara er að hafna sósíal- ismanum áður en tilraunir hefj- ast. Líklega hefur fáa grunað, þeg- ar rafmagnið fór af 23 af 24 fylkj- um Venesúela nýverið, að það tæki sex sólarhringa að gera við bilunina. Þykir þetta löng bið, jafnvel í landi þar sem íbúarnir eru orðnir vanir því að aðgangur að rafmagni geti verið stopull. Nicolas Maduro, forseti lands- ins, söng gamalkunnugt stef fljótlega eftir að rafmagnsbilunin hófst. Hann kenndi Bandaríkja- stjórn um skemmdarverk á El Guri-vatnsaflsvirkjuninni. Gervi- hnattamyndir NASA benda til þess að eldur hafi kviknað í stjórnstöð virkjunarinnar en ekkert hefur komið fram sem bendir til að samsæriskenningar Maduros standist skoðun. Raunar er nærtækari skýring sú sem sérfræðingar hafa helst bent á, að sósíalistastjórn Cha- vistanna hafi látið undir höfuð leggjast í þau tuttugu ár sem hún hefur verið við völd að uppfæra raforkukerfi landsins. Í staðinn hafa öll „eggin“ verið lögð í sömu körfuna með El Guri-virkjuninni, sem framleiðir 80% af raforku landsins, og einfald- lega treyst á að hún myndi halda sama hvað liði aukinni orkuþörf landsins. Þá hefur brýnu við- haldi ekki verið sinnt, og svo virðist sem landið skorti einnig kunnáttufólk til starfa í raforkugeiranum. Auk orkuskortsins, í þessu landi þar sem næga orku er að finna, bæði olíu og vatnsafl, voru aðrar afleiðingar rafmagnsleys- isins ekki síður alvarlegar. Í borginni Maracaibo, miðstöð olíuframleiðslu landsins, létu menn greipar sópa um verslanir í algjöru óðagoti. Hermdu fregnir þaðan að gripdeildirnar hefðu haldið áfram jafnvel eftir að raf- magninu var komið aftur á. Ör- yggissveitir Maduros máttu sín lítils gegn æstum múgnum. Óeirðirnar í Maracaibo eru bein afleiðing þess langvarandi skorts á matvælum, lyfjum og annarri nauðsynjavöru sem óstjórn Chavistanna hefur komið á í Venesúela. Landið, sem áður var eitt hið ríkasta í Suður- Ameríku og hefur alla burði til að vera í þeim hópi, býr nú við heimatilbúnar hörmungar von- lausrar efnahagsstefnu. Lausnin hefur legið ljós fyrir í langan tíma. Maduro og kónar hans verða að fara frá og boða verður til raunverulegra lýðræð- islegra kosninga í landinu sem allra fyrst. En jafnvel þá er ljóst að það mun taka næstu valdhafa langan tíma að koma Venesúela aftur á réttan kjöl eftir tuttugu ára óstjórn. Sósíalisminn minnir á sig í Venesúela um leið og hann er boð- aður hér á landi} Slökkt á heilu landi Eitt sinn varsagt að lygin gæti ferðast hálfa leið um heiminn áð- ur en sannleikurinn svo mikið sem reim- aði á sig skóna. Áhöld eru um hvort Mark Twain, Churchill eða einhver annar sem kunni að orða hlutina hafi mælt þessi fleygu orð. Ljóst er þó að þau hafa sjaldan átt betur við en nú á tímum samfélagsmiðla og fals- frétta. Þannig bar nýlega á því að mynd var dreift um samfélags- miðla, þar sem sjá mátti börn, líklega ekki eldri en fimm ára, hanga á rimlum. Fylgdi með texti, þar sem greint var frá því að hér væru börn hins ofsótta minnihlutahóps Róhingja í Búrma að verða fyrir hræðileg- um pyndingum. Þegar nánar var að gáð kom í ljós að myndin var tekin árið 2003 og sýndi ekki pyndingar heldur fimleika- æfingu kínverskra skólabarna. Sú leiðrétting hefur hins vegar borist seint og illa og upphaf- legu myndinni af meintum „pyndingum“ er ennþá deilt sem heilögum sannleik. Mögulega þykir þetta léttvægt dæmi en þetta er ekkert einsdæmi. Í hverri viku er fjölda mynda, sem gerð- ust á einum stað, dreift með þeim skilaboðum að þær sýni eitthvað sem ekki átti sér stað, að minnsta kosti ekki með þeim hætti sem sagt er frá. Og áður en nokkur nennir að leggja sig eftir sannleikanum er hinn „nýi sannleikur“ kominn á flug, far- inn hálfa leið um heiminn. Það má velta fyrir sér, hver sé ábyrgð samfélagsmiðla og hinn- ar miklu byltingar í upplýs- ingageiranum sem orðið hefur. Um leið og auðveldara er en nokkru sinni að afla sér þekk- ingar og vitneskju um flesta hluti, hefur orðið miklu auðveld- ara að dreifa lygum og rang- færslum en áður. Hættan er ekki síst sú, að fólk verði á endanum ónæmt og jafn- vel ófært um að gera skýran greinarmun á því sem er satt og hinu sem er ósatt. Verði sú raunin gætu afleiðingarnar fyrir lýðræðið og samfélag okkar orð- ið grafalvarlegar. Falsfréttir geta dreifst með litlum fyrirvara} Hvað er rétt og hvað er rangt? Í slenskan er sprelllifandi tungumál. Hún er undirstaða og fjöregg ís- lenskrar menningar og hún er skóla- málið okkar. Hinn 1. apríl nk. skipu- leggur mennta- og menningarmálaráðuneytið ráðstefnu um ís- lenskukennslu í skólum landsins í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Kennarasamband Íslands og Samband ís- lenskra sveitarfélaga. Við hvetjum skólafólk og alla velunnara íslenskunnar til þátttöku. Ráðstefnan er liður í aðgerðum okkar til þess að efla íslensku sem opinbert mál hér á landi en þær eru meðal annars kynntar í þingsályktun þess efnis sem lögð var fyrir á Alþingi fyrr í vetur. Eitt af markmiðum að- gerðanna er að efla íslenskukennslu á öllum skólastigum. Á ráðstefnunni munum við með- al annars horfa til niðurstaðna rannsóknar á stöðu ís- lenskukennslu sem miðlað er í bókinni Íslenska í grunn- skólum og framhaldsskólum sem nýverið kom út í ritstjórn Kristjáns Jóhanns Jónssonar og Ásgríms Ang- antýssonar. Um er að ræða fyrstu heildstæðu rannsókn- ina sem fram fer á öllum þáttum íslenskukennslu hér á landi. Að henni standa sjö íslenskukennarar við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri auk meistara- og dokt- orsnema við skólana. Niðurstöðurnar sýna jákvætt og virðingarvert starf en einnig ýmislegt sem bet- ur má fara. Það eru blikur á lofti og ýmislegt bendir til þess að viðhorf til íslenskunnar sé að breytast. Þekktar eru tölulegar upplýsingar um hrak- andi lestrarfærni og lesskilning íslenskra nem- enda. Nemendum sem hafa annað móðurmál en íslensku vegnar verr í skólakerfinu og þeim er hættara við brotthvarfi úr námi. Framboð á afþreyingarefni á ensku hefur aukist gríðarlega og merki eru um að fleira ungt fólk velji að lesa á ensku. Samfara minnkandi bóklestri er raun- veruleg hætta á því að það sem áður var talið eðlilegt ritmál fari að þykja tyrfið og torlesið. Við ætlum að snúa vörn í sókn fyrir íslensk- una. Kennarar og skólafólk eru lykilaðilar í því að vekja áhuga nemenda á íslensku máli en slíkur áhugi er forsenda þess að íslenskan þró- ist og dafni til framtíðar. Að sama skapi er áhuga- og af- stöðuleysi það sem helst vinnur gegn henni. Við náum ár- angri með góðri samvinnu og á ráðstefnunni mun gefast gott tækifæri til að fræðast, greina stöðuna og skiptast á skoðunum um stöðu og framtíð íslenskukennslu í skólum landsins. Ég hvet alla sem hafa brennandi áhuga á þessu mikilvæga málefni til þess að mæta á ráðstefnuna. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Áfram íslenska – staða íslenskukennslu í skólum Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Samkvæmt nýbirtri skýrsluglíma sænskir eldri borg-arar við nokkurn áfengis-vanda. Þannig drekka 27% af 75 ára gömlum sænskum körlum hættulega mikið áfengi og 10% af 75 ára sænskum konum. Eldra fólk er viðkvæmara fyrir áfengisáhrifum en yngra fólk og því í meiri hættu að þróa með sér áfengisvanda. Hópur vísindamanna frá Svíþjóð, Banda- ríkjunum, Kanada og Ástralíu rann- sakaði áfengisneyslu sænskra eldri borgara og skrifaði skýrsluna. Dregið hefur úr áfengisneyslu yngri Svía, einkum fólks undir þrí- tugu, en á sama tíma hefur áfengis- neysla Svía eldri en 65 ára aukist mikið. Þeir eldri eru farnir að drekka nánast jafn mikið og þeir yngri. Áfengismagn í blóði eldra fólks er að jafnaði meira en í blóði yngra fólks eftir neyslu sama magns af áfengi. Þessi lífeðlisfræðilega stað- reynd skýtur stoðum undir niður- stöður vísindamannanna. Sven Andreasson, prófessor við Karól- ínsku stofnunina í Svíþjóð, segir þetta útskýra að hluta hvers vegna hættan á sjúkdómum og slysum hjá þeim eldri eykst með hlutfallslega lítilli aukningu áfengisneyslu. Vísindamennirnir ráðleggja eldra fólki, sem vill drekka áfengi, að takmarka neysluna við mest tvær áfengiseiningar á dag. Æskilegast er að áfengisneysla þeirra eldri fari ekki yfir eina áfengiseiningu á dag. Ein áfengiseining samsvarar 0,33 lítrum af lagerbjór (um 5%), einu glasi af léttvíni eða 4 cl af sterku áfengi. Einn einfaldur sjúss af sterku áfengi er 3 cl. Eldra fólk er viðkvæmara fyrir áfengi en yngra fólk af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna breytinga sem verða í líkamanum þegar árin færast yfir. Öldrun fylgir oft að fólk léttist og vöðvamassi minnkar. Það hefur áhrif á niðurbrot áfengis í líkamanum. Ensím í lifrinni sem brjóta niður áfengi eru ekki jafn virk í eldra fólki og því yngra. Auk þess er margt eldra fólk á lyfum sem geta haft áhrif á niðurbrot áfengis. Áfengi getur dregið úr eða breytt áhrifum ýmissa lyfja. „Jafnvel lítil áfengisneysla getur aukið hættu gagnvart heilsu og öryggi sem þegar er til staðar á efri árum,“ segir í skýrslu vísindamannanna. Vandamál á Íslandi Áfengisvandi aldraðra á Íslandi er bæði falinn og fremur lítið rædd- ur, að sögn Hildar Þórarinsdóttur, öldrunarlæknis í hálfu starfi við öldrunardeild Landspítala, sem jafn- framt var í hálfu starfi á Sjúkrastöð- inni Vogi. Hún fjallaði um áfeng- isvanda aldraðra á Læknadögum í fyrra og birti Læknablaðið viðtal við hana af því tilefni. Hildur bendir þar á að aldurs- samsetning þjóðarinnar sé að breyt- ast og öldruðum að fjölga. Áfengis- neysla sé jafnframt almennt að aukast hjá báðum kynjum en sér- staklega hjá konum. Hún segir að komur á sjúkrahús séu oft í beinum tengslum við neyslu áfengis, annarra vímuefna eða ávanalyfja. Þá segir hún að öldrunar- deildir séu ekki lausar við vand- ann. Það komi fyrir að fólk sé beinlínis lagt inn vegna afleið- inga áfengisdrykkju og geti jafnvel ekki verið heima þess vegna. Heimahjúkrun sé líka stundum í vandræðum með suma einstaklinga. Ekki sé hægt að sinna þeim á heimili þeirra vegna áfengisdrykkju. Drykkjuvandamál hjá eldri borgurum „Við mælum með því sér- staklega að eldra fólk noti áfengi í hófi, einkum ef það þarf að taka lyf að staðaldri,“ sagði Rafn M. Jónsson, verk- efnisstjóri áfengis- og vímu- varna hjá Embætti landlæknis. „Áfengi hefur víxlverkandi áhrif á lyf og áfengisneysla getur því verið varasöm.“ Hann segir kannanir sýna að áfengisneysla hafi aukist í öll- um aldurshópum hér á landi og sérstaklega hjá konum eftir að sala á bjór var gefin frjáls 1989. Tölur úr könnunum um drykkju 18-60 ára sýna mikla aukningu frá 1985, þ.e. áður en bjórinn kom. Árið 1985 drukku um 10% vikulega en 30 árum síðar var hlutfall þeirra sem drekka vikulega um 50%. Aldraðir noti áfengi í hófi ALDRAÐIR OG ÁFENGI Rafn M. Jónsson Reuters Drykkja Eldra fólk er viðkvæmara fyrir áfengisáhrifum en yngra fólk og því í meiri hættu að þróa með sér áfengisvanda, samkvæmt nýrri skýrslu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.