Morgunblaðið - 21.03.2019, Side 1

Morgunblaðið - 21.03.2019, Side 1
F I M M T U D A G U R 2 1. M A R S 2 0 1 9 Stofnað 1913  68. tölublað  107. árgangur  EVRÓPA ÖLL ER UNDIR SÚPERSKÖRP STÚDÍA ÍSLENSKUR IÐNAÐUR Í BRENNIDEPLI  55 16 SÍÐNA SÉRBLAÐARCTIC TRUCKS 28 Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 360° snúningur | Innbyggður fótaskemill Hallanlegt bak | Stillanlegur höfuðpúðiWizar HÆGINDASTÓLL Fyrir lífsins ljúfu stundir. Efni: Leður/tau 20% AFSLÁTTUR Verð: 159.920 Fullt verð: 199.900 Sólarhringsverkföll ríflega tvö þús- und félaga í VR og Eflingar sem beinast að 40 hótelum og hópbif- reiðafyrirtækjum skella á að óbreyttu á miðnætti í kvöld. Sátta- fundur hefur verið boðaður í kjara- deilu félaganna og SA kl. 10 í dag. Vaxandi óvissa er í kjaradeilunum eftir að Guðbrandur Einarsson, for- maður Landssambands íslenskra verslunarmanna, sagði af sér í gær og viðræðum sambandsins við SA var slitið. Guðbrandur segir að fulltrúar VR við samningsgerðina hafi horft til samstöðu með öðrum verkalýðsfélögum í stað þess að reyna til þrautar að ljúka samning- um, en góður gangur hafi verið í samningaviðræðum. „Ég álít að þetta bandalag fjórmenninganna sé það sterkt að það sé á þessum tíma- punkti ekki hægt að rjúfa það. Ég tel að það sem var á borðinu í síð- ustu viku sé leið til lausnar. Það að vilja ekki fara þá leið sýnir að menn eru tilbúnir að beita öðrum vinnu- brögðum til að ná því fram sem þeir telja ásættanlegt,“ segir hann. „Ég er að upplifa eitthvað nýtt þessa dagana. Ég hef ekki vanist því að landssambandið og stærsta félagið fari sitt í hvora áttina í samnings- gerð.“ Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við Háskóla Íslands, segir forvitnilegt að sjá þann klofning sem orðið hafi innan verkalýðshreyf- ingarinnar, þar sem fræðin séu á því að einhuga og samstiga hreyfing eigi betra með að ná árangri. Gylfi bætir við að samstarf verkalýðs- félaganna fjögurra hafi í raun riðlað fyrri háttum, þar sem Flóabanda- lagið hafi dregið vagninn og hin fé- lögin svo fylgt á eftir. „Þetta er allt öðruvísi bandalag,“ segir Gylfi og bendir á að félögin fjögur séu ólík og sameiginlegu snertifletirnir séu því í grunnhagsmunum eins og hús- næðismálum og verðtryggingu. Verkföll að skella á í kvöld  Viðræðum LÍV og SA slitið  Fráfarandi formaður LÍV ómyrkur í máli  Sáttafundur í kjaradeilu VR, Eflingar, VLFG og VLFA við SA kl 10 í dag MSegir fulltrúa VR hafa … »6 Þessir fallegu hestar létu útsynninginn í gær ekki á sig fá heldur stóðu á beit og biðu betri tíðar á meðan útsýnið í Mosfellsdalnum kallaði. Enda styttist í sumarið og vonast eflaust bæði hestar og menn eftir að það verði bæði gróður- sælt og að veðurblíðan muni leika við landið. Íslensk sumartíð hefur þó ekki alltaf staðist þær væntingar og er þá um fátt annað að ræða en að sitja við sinn keip og halda áfram að bíta. Morgunblaðið/Eggert Útsynningurinn bítur ekki á hesta á beit „Það er auðvitað markmiðið að fara með þau mál og mál þeim tengd fyrir þann frest,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra við mbl.is í gærkvöldi spurður hvort ríkisstjórnin hygðist leggja fram frumvarp um þriðja orkupakka Evr- ópusambandsins áður en frestur til þess rynni út 30. mars næstkomandi. Þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna funduðu í ráðherrabústaðnum í gær þar sem þriðji orkupakkinn og tengd mál voru rædd og var það framhald af fundi flokkanna um sama mál í nóvember, að sögn ráðherrans. Sagði hann að hann og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir iðnaðarráðherra hefðu farið yfir þessi mál með þingflokkun- um þremur. Spurður hvað í þeim fælist sagðist hann ekki geta upplýst á þessu stigi nákvæmlega hvert eðli þeirra mála væri. „Við tókum þessa gagnrýni sem kom fram mjög alvarlega og við höf- um verið að nýta tímann til þess að skoða þau mál og meta það. Á þessu stigi er ekki mikið meira um það að segja, annað en það að við frestuðum málinu og höfum verið að skoða það ofan í kjölinn, meðal annars með þeim sem hafa gagnrýnt það harðast.“ Orkupakk- inn fyrir lok mars  Þingflokkar fund- uðu saman um málið  Fyrirtækið Arctic Trucks stefnir á að verða leiðandi í breyt- ingum á fjór- hjóladrifnum bíl- um í Evrópu á næsta ári. Dótturfélagið í Noregi, Arctic Trucks Norge, flutti nýverið í nýjar höfuðstöðvar í Solbergsmoen. Þegar Morgunblaðið kom þar við síðasta föstudag var tæp vika frá því höfuðstöðvarnar voru vígðar. Örn Thomsen, framkvæmda- stjóri Arctic Trucks Norge, segir nýju höfuðstöðvarnar „stærstu mið- stöð fyrir fjórhjóladrifna bíla í Skandinavíu“. Félagið sé farið að breyta Toyota Hilux-pallbílum í rafbíla. baldura@mbl.is »28-29 Hyggjast vera leið- andi í Evrópu 2020 Örn Thomsen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.