Morgunblaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2019
Voltaren Gel er bæði verkjastilland
og bólgueyðandi
Vöðva eða liðverkir?
Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið
Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
i
va dlega upplýsingar á umbúðum .
15%
afslátturaf 100g og 150gVoltaren Gel
SVIÐSLJÓS
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Þyrluforeldrar. Excel-foreldrar.
Bómullarforeldrar. Þetta eru heiti
yfir nútíma uppeldishætti sem felast
m.a. í að foreldrar skipuleggja líf
barna sinna í þaula. Nýjasta útgáf-
an er snjóruðningsforeldrar, sem
líka eru kallaðir sláttuvélaforeldrar
eða jarðýtufor-
eldrar.
Byrjað var að
tala um þyrlufor-
eldra í kringum
1980 þegar upp-
eldisfræðingar
fóru að merkja
breytingar á upp-
eldisaðferðum
foreldra. Þyrlu-
foreldri hagar sér
eins og eftirlits-
þyrla sem sveimar yfir athöfnum
barns síns og er með nefið ofan í öll-
um samskiptum þess, bæði við börn
og fullorðna. Afbrigði af þyrlufor-
eldrinu er ákafaforeldrið (intensive),
sem auk þess að ástunda linnulaust
eftirlit með barninu sínu skipulegg-
ur frítíma þess í þaula, að því er
segir í grein sem birtist í The New
York Times, NYT, um síðustu helgi
þar sem fjallað er um breytingar á
foreldrahlutverkinu á undanförnum
áratugum undir fyrirsögninni
„Hvernig foreldrar eru að ræna full-
orðinsárunum af börnunum sínum“.
„Þyrlu- og áköfu foreldrarnir til-
heyra 20. öldinni,“ segir í greininni.
„Megum við kynna snjóruðnings-
tækin til sögunnar! Foreldrana sem
ryðja öllum hindrunum úr vegi
barna sinna þannig að þau þurfi
hvorki að upplifa mistök, vonbrigði
né að tækifæri gangi þeim úr
greipum.“
Ýmsar birtingarmyndir
Ýktasta afbrigði þess að vera
snjóruðningsforeldri felur í sér að
fremja glæpsamlegt athæfi, eins og
nýlegt dæmi sýnir þegar upp komst
um auðugt og valdamikið fólk í
Bandaríkjunum. Meðal þeirra voru
frægir leikarar, sem greiddu stórfé í
mútur til að koma börnum sínum
inn í eftirsóttustu háskóla heims.
Vissulega á sumt af því sem
fjallað er um í áðurnefndri grein
NYT fyrst og fremst við um banda-
rískt samfélag, þar sem sums staðar
tíðkast að foreldrar skrái börn sín á
biðlista fyrir eftirsóttustu ung-
barnaleikskólanna löngu áður en
þau fæðast og gríðarleg samkeppni
er um að komast inn í þá háskóla
sem taldir eru öðrum betri. En lík-
lega eiga ýmsar aðrar birtingar-
myndir snjóruðningsforeldranna við
hér á landi, eins og t.d. það að segja
kennara barnsins að það hafi verið
veikt þegar það nennir ekki í skól-
ann eða hefur svikist um að læra
heima og að ætla sér að leysa úr öll-
um ágreiningsmálum barnsins fyrir
þess hönd.
„Háskólamútumálið varpar
dapurlegu ljósi á það sem á síðustu
árum er farið að teljast sem eðli-
legir uppeldishættir. Uppeldi þar
sem aðalinntakið er að barnið njóti
alls hins besta, að það njóti allra
bestu kostanna sem lífið hefur upp á
að bjóða án þess að leiða hugann að
því hversu slæm áhrif það getur
haft á fólk að vera sífellt í slíkri
stöðu,“ segir Madeline Levine,
bandarískur sálfræðingur sem hefur
skrifað vinsælar uppeldisbækur, í
samtali við NYT.
Hætti í háskóla út af rottu
Hún segir að til sín leiti ung-
menni sem hafi flutt að heiman til
að fara í háskólanám en gefist upp
vegna þess að þau búi ekki yfir
þeirri lágmarksfærni sem þarf til að
geta lifað sjálfstæðu lífi og nefnir
dæmi: Einn hætti í háskóla vegna
þess að það var rotta á heimavist-
inni. Aðrir hætta vegna þess að
þeim líkar ekki við herbergisfélag-
ann sinn og kunna ekki að leysa úr
samskiptavanda.
Julie Lythcott-Haims, fyrrver-
andi deildarforseti við Stanford-
háskóla, segir í samtali við NYT að
algengt sé að háskólanemendur
reiði sig á að foreldrar þeirra skipu-
leggi félagslíf þeirra og að þeir leggi
fram kvartanir fyrir þeirra hönd
bæði í skóla og í vinnu.
Hún segir að það dragi ekki úr
þessari hegðun foreldra eftir því
sem afkvæmið verður eldra.
„Ef þau koma svona fram við
barnið sitt þegar það er í mennta-
skóla, þá munu þau einnig gera það
þegar það er komið í háskóla. Og
líka þegar það er komið út á vinnu-
markaðinn. Foreldrarnir hafa tekið
að sér hlutverk sem í felst að sjá um
allt fyrir barnið sitt og þegar það
verður eldra og þarf að fást við fleiri
og flóknari verkefni, þá eykst þetta
hlutverk foreldranna í samræmi við
það.“
Sjá um fullorðin börn sín
Í grein NYT er einnig rætt við
Carolyn O’Laughlin, fyrrverandi
framkvæmdastjóra heimavista Col-
umbia og Sarah Lawrence, sem eru
afar eftirsóttir og virtir háskólar
vestanhafs. Hún nefnir dæmi um að
móðir eins háskólanemans hafi eitt
sinn hringt í hana og beðið um að fá
lista yfir allt það sem var að finna í
salatbar í matsal skólans. Móðirin
vildi fá þessar upplýsingar svo hún
gæti sagt dóttur sinni hvað hún ætti
að borða á hverjum degi.
Í skoðanakönnun sem kannana-
fyrirtækið Morning Consult gerði
fyrir NYT fyrr í þessum mánuði
voru foreldrar ungs fólks á aldr-
inum 18-28 ára spurðir um hvort
þeir sæju um hina og þessa þætti í
lífi barna sinna. Samkvæmt könnun-
inni passa 76% foreldranna upp á að
þau mæti á réttum tíma á viðburði
og ýmis konar stefnumót. 74% pönt-
uðu tíma fyrir þau hjá læknum eða
hárgreiðslufólki, 16% foreldranna
skrifuðu atvinnuumsókn fyrir þau
að hluta eða í heild og 11% höfðu
haft samband við vinnuveitanda
þeirra vegna ýmissa mála. Þá sögð-
ust 8% foreldra hafa haft samband
við háskólakennara til að ræða við
hann um einkunnir uppkominna
barna sinna.
Foreldrar vilja standa sig vel
„Þessir foreldrar telja að þeir séu
að gera börnum sínum gott með
þessu,“ segir David McCullough
menntaskólakennari í grein NYT.
Hrefna Sigurjónsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Heimilis og skóla,
sem eru landsamtök foreldra, tekur
undir þetta. Hún segir að hugsan-
lega megi rekja snjóruðningsáhrifin
til þess að við búum í upplýsinga-
samfélagi þar sem gjarnan berist
neikvæðar upplýsingar um allt það
slæma sem hent geti börn.
„Foreldrar, sem vilja vera góðir
foreldrar, ætla að koma í veg fyrir
að barnið þeirra lendi í hinu eða
þessu og falla þá kannski í þá gryfju
að vilja stýra of miklu í lífi barnanna
sinna. Þeir ryðja öllum hindrunum
úr vegi og taka í burtu allt sem gæti
verið óþægilegt á einhvern hátt.“
Hún segir að innan samtakanna
hafi snjóruðningsáhrifin verið rædd
með tilliti til seiglu, en talsvert hef-
ur verið rætt um að undanförnu
hvernig efla megi seiglu barna
þannig að þau byggi upp sterka
sjálfsmynd. „Ef börn eiga að geta
byggt upp sterka sjálfsmynd, þá
þurfa þau að geta tekist á við áskor-
anir. Það gerist ekki þegar öllu sem
er óþægilegt er rutt í burtu,“ segir
Hrefna.
Gagnrýnin hugsun lykilatriði
Veitt er net- og símaráðgjöf á
vegum Heimilis og skóla og Hrefna
nefnir dæmi um mál sem borist hafa
samtökunum þar sem ósætti kom
upp í vinahópi barna og foreldrar
fóru strax í aðgerðir sem voru ekki í
samræmi við umfang málsins. Mál
þróuðust á þann veg að talsvert
meira varð úr ósætti barnanna en
ella hefði orðið.
„Allir sem starfa í skólum og með
börnum vita að það koma upp
minniháttar árekstrar á hverjum
degi. Það er sjálfsagt að fullorðnir
bjóði upp á leiðir og leiðsögn í slík-
um aðstæðum, en við megum ekki
leysa öll mál fyrir þau. Við sjáum á
sumum málum sem koma til okkar
að það er augljóst að foreldrar hafa
verið að haga sér eins og snjóruðn-
ingstæki.“
Kvíði og þunglyndi meðal barna
og unglinga hefur aukist undanfarin
ár. Spurð hvort snjóruðningurinn
hafi áhrif í þessum efnum segist
Hrefna telja að líklega sé margt
sem valdi. „Margir tengja þetta við
tæknina og notkun samfélagsmiðla,
en það er eiginlega ómögulegt að
segja til um það. Það má ekki
gleyma því að tæknin nýtist líka
mörgum sem líður illa. Það sem
skiptir miklu máli í þessu eins og
svo mörgu öðru er að hjálpa krökk-
unum að vera gagnrýnin í hugsun
og greina kjarnann frá hisminu. Það
gerist ekki með því að fjarlægja allt
úr lífi þeirra sem gæti reynst
erfitt.“
Haga sér eins og snjóruðningstæki
Snjóruðningsforeldrar ræna uppkomin börn sín fullorðinsárunum Allt óþægilegt tekið í burtu
„Ef börn eiga að geta byggt upp sterka sjálfsmynd þurfa þau að geta tekist á við áskoranir“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Snjóruðningur Farið er að tala um snjóruðningsforeldra, en þar er átt við foreldra sem ryðja öllum hindrunum úr
vegi fyrir börn sín og fjarlægja allt sem gæti reynst þeim óþægilegt í því skyni að auðvelda þeim lífið og tilveruna.
Hrefna
Sigurjónsdóttir
Ljósmynd/MaxPixel
Foreldrar Sumir falla í þá gryfju að
vilja stýra of miklu í lífi barna sinna.