Morgunblaðið - 21.03.2019, Síða 18

Morgunblaðið - 21.03.2019, Síða 18
Hótelturn á Skúlagötu 26 Fyrra deiliskipulag Barónsreits Samþykkt í borgarráði 20. október 2005 Núverandi deiliskipulag Á kynningarstigi Drög að hótelturni á Skúlagötu 26 Efri hluti norðurhliðar Skúlagata 26 Skúlagata 26 Útlit, norður Útlit, norður Te ik ni ng : K Ra rk a rk ite kt ar BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Skipulags- og samgönguráð Reykja- víkur hefur farið þess á leit að hönn- un 17 hæða byggingar við Skúlagötu 26 verði endurskoðuð. Hótel er fyrirhugað í turninum en sunnan hans verður 28 íbúða fjölbýlishús. Þetta varð ljóst þegar fulltrúar skipulags- og samgönguráðs tóku undir umsögn fagrýnihóps varðandi útlit og fyrirkomulag fyrirhugaðra bygginga við Skúlagötu og Vitastíg. Fram kemur í fundargerð skipu- lags- og samgönguráðs að „turninn sé of einsleitur og uppbrot sára- lítið“. „Fulltrúar ráðsins benda á að hótelbyggingin verður mjög áber- andi í borgarmyndinni og því afar mikilvægt að þarna verði vandað til verka. Við vekjum athygli á því að í Aðalskipulagi 2010-2030 er lögð sér- stök áhersla á gæði í byggingarlist og sama má segja um skilmála í deiliskipulagi fyrir þennan reit. Bygging þessi mun verða hluti af sjónlínu borgarinnar um ókomna tíð og því er gerð krafa um vandað kennileiti og byggingarlist í hæsta gæðaflokki sem tekur mið af þessari einstöku staðsetningu. Við teljum nauðsynlegt að nú verði staldrað við og hönnun fyrirhugaðra bygginga, einkum hótelsins, endurskoðuð,“ segir þar orðrétt. Unnið að endanlegu útliti Félagið Rauðsvík fer með upp- byggingu Skúlagötu 26. Fram hefur komið að hótelkeðjan Radisson RED áformar að opna þar hótel. Sturla Geirsson, framkvæmda- stjóri Rauðsvíkur, segir félagið enn að vinna að endanlegu útliti bygg- ingarinnar. „Við eigum gott samtal við skipu- lagið um endanlegt útlit turnsins. Þangað til það liggur fyrir ætlum við ekki að tjá okkur um málið,“ segir Sturla um málið á þessu stigi. Vinna fagrýnihópsins var unnin að beiðni byggingarfulltrúans í Reykjavík. Hópurinn er skipaður hönnuðum frá FAÍ og FÍLA, þeim Áslaugu Traustadóttur landslags- arkitekt FÍLA, Baldri Ó. Svavars- syni arkitekt FAÍ og Olgu Guðrúnu Sigfúsdóttur, arkitekt FAÍ. Síðasti turninn við götuna Fyrirhugaður hótelturn verður síðasti turninn sem byggður verður við Skúlagötuna. Sú uppbygging hófst með bygg- ingu háhýsanna hvítu sem eru vest- ast á Skúlagötunni, á svonefndum Völundarreit. Nú síðast var lokið við Skuggahverfið. Við Skuggahverfið, á horni Skúlagötu og Frakkastígs, er ætlunin að reisa 8 hæða íbúðahús. Samkvæmt eldra deiliskipulagi var gert ráð fyrir þremur turnum á lóðinni þar sem hótelturninn á að rísa og á aðliggjandi lóðum til vest- urs. Með nýju deiliskipulagi var hins vegar gert ráð fyrir einum turni. Verði tafir á afhendingu turnsins á Skúlagötu 26 vegna skipulagsmála mun framboð nýrra hótelherbergja í borginni ekki aukast jafn mikið og áætlað var á næsta ári. Tæplega 200 herbergi eiga að vera í turninum. Hönnun hótelturns verði endurskoðuð  Borgin gerir athugasemd við 17 hæða turn á Skúlagötu Teikning/T.ark Á Skúlagötu Þessi drög að útliti turnsins voru gerð vegna vinnu við deili- skipulag. Byggingin verður á horni Skúlagötu og Vitastígs í Reykjavík. Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2019 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Komið og skoðið úrvalið Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 Klassísk gæða húsgögn á góðu verði Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Fræhvíta Orkugjafi, inniheldur kolvetni og prótein Heilkorn Klíð Ytri skel sem ver fræið, inniheldur trefjar, B-vítamín og steinefni Kím Næring fyrir fræið, inniheldur andoxunarefni, E-vítamín og B-vítamín Skoðaðu myllan.is SJÖ LÍFSKORN FYRIR HEILSUNA Lífskorn – Sjö tegundir af fræjum og kornum er nýjasti fjölskyldumeðlimurinn í Lífskornalínunni. Frábær kostur fyrir alla sem hugsa um heilsuna. Það inniheldur hafraflögur, sólblómafræ, hörfræ, sesamfræ, graskersfræ og rúg en ekkert hvítt hveiti og ekkert ger. Trefjaríkt og gómsætt brauðið er vegan og sérstaklega þétt og saðsamt. Lífskorn er trefjagjafi þinn – fræsafn þitt og heilsurækt – það hefur hátt hlutfall heilkorns, með gott hlutfall góðrar fitu. Safnaðu góðri orku, fáðu þér Lífskorn í dag. Lífskorn færir þér máltíð af akrinum. Hafraflögur 26% Sólblómafræ 9% Hörfræ 8,5% Rúgkjarnar 3% Graskersfræ 2,5% Sesamfræ 1,5% Spelthveiti 1,5% Ræktaðu h uga og líka ma - fáðu þér Lífskorn heilkornabr auð frá M yllunni -strax í dag VEG AN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.