Morgunblaðið - 21.03.2019, Síða 20

Morgunblaðið - 21.03.2019, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2019 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Í frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíus- sonar sjávarútvegsráðherra um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeld- issjóð er miðað við að greiðslur í eldi á laxi og regnbogasilungi taki mið af framleiðslu og verði á afurðum. Lagt er til að aðlögun að fullri gjaldskyldu verði sex ár, gjaldtaka hefjist að 1/7 hluta á næsta ári og verði að fullu komin til framkvæmda árið 2026. Í greinargerð segir að tilgangur frum- varpsins sé að tryggja ríkissjóði beint endurgjald vegna nýtingar haf- svæða í íslenskri lögsögu sem geti jafnframt staðið móti kostnaði ríkis- ins við stjórnsýslu. Í byrjun mánaðarins lagði ráðhera fram frumvarp um breytingar á ýms- um lagaákvæðum sem tengjast fisk- eldi. Með frumvarpinu um gjaldtöku er lagt til að stofnaður verði sérstakur sjóður, Fiskeldissjóður, sem ætlað er að auglýsa og úthluta styrkjum til sveitarfélaga til verkefna sem séu til þess fallin að byggja upp innviði á þeim svæðum þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað. Áætlað er að sjóðurinn njóti framlaga úr ríkissjóði sem samsvari þriðjungi tekna sem til falla verði frumvarpið að lögum. Gert er ráð fyrir að sjóðurinn fái framlög á fjárlögum frá og með árinu 2021. Horft er til þess að tekjur sem falla munu til samkvæmt frumvarp- inu geti staðið undir rannsóknum í þágu fiskeldis, kostnaði við styrk- ingu stjórnsýslu og til eflingar byggða þar sem áhrifa fiskeldisstarf- semi gætir. „Þannig má nefna að ráðuneytið hyggst setja fjármagn í að rannsaka villta laxastofninn, m.a. lífsferil hans, ógnir í náttúrunni, sér- kenni o.fl.,“ segir í greinargerð. Framleiðslumiðuð gjaldtaka Talsverðar breytingar hafa verið gerðar frá þeim frumvarpsdrögum sem kynnt voru á samráðsgátt stjórnvalda í lok síðasta árs. Átján umsagnir eða athugasemdir bárust um frumvarpið þá og var farið vand- lega yfir þær, segir í greinargerð. „Ákvæði um reiknistofn, sem var gagnrýndur af fjölda umsagnaraðila og miðaðist við framleiðsluheimildir í rekstrarleyfum, hafa tekið grund- vallarbreytingum. Eðlilegra þykir að gjaldið taki mið af framleiðslu í fisk- eldi og með því hvernig framleiðslan muni þróast.“ Hálft gjald fyrir regnboga Verði frumvarpið óbreytt að lög- um munu tekjur ríkissjóðs hækka árið 2020 sem nemur 133,8 milljón- um króna, gjöld hækka um 3 millj- ónir króna og áhrif af afkomu rík- issjóðs því jákvæð um 130,8 milljónir króna. Árið 2021 eru tekjur ríkis- sjóðs 341,9 milljónir, gjöld 117 millj- ónir og áhrif á afkomu ríkissjóðs því jákvæð um 224,9 milljónir króna. Gjaldið skal vera 3,5% þegar verð er 4,8 evrur á kíló eða hærra, 2% þegar verð er 4,3-4,8 evrur á kg og 0,5% þegar verð er lægra en 4,3 evr- ur á kíló. Fjárhæð gjalds á hvert kíló slátr- aðs regnbogasilungs skal nema helmingi af þessu gjaldi og sömu- leiðis gjald af ófrjóum laxi og laxi sem alinn er í sjó með lokuðum eldis- búnaði. Gjaldið verður ekki lagt á landeldi á laxi eða eldi sem stundað er í afluktum söltum eða hálfsöltum lónum. Lægra en í Færeyjum Í greinargerðinni segir: „Sex ár eru síðan gjaldtaka var tekin upp á framleiðslu á laxi í sjókvíum í Fær- eyjum. Svo er að skilja að fyrir- komulag hennar sé á nokkuð föstum fæti. Gjaldið ræðst af lögum um „loyvisgjald á alivinnu“ nr. 64/2014, með síðari breytingum, sem mæla fyrir um að það skuli nema, á hvert kíló slægðs fisks, tilteknu hlutfalli af alþjóðlegu markaðsverði næstliðins mánaðar. Um fullt gjald er að ræða, sem er 5% af markaðsverði ef verðið er yfir 36 danskar krónur á kíló. Það lækk- ar í 2,5% af markaðsverði ef verðið er milli 32 og 36 króna á kíló og lækkar enn frekar ef markaðsverðið er lægra en það og nemur þá 0,5% af markaðsverðinu. Gjaldið er lagt á mánaðarlega. Með frumvarpi þessu er lagt til að efnislega samskonar ákvæði um reiknistofn gjaldtöku vegna laxeldis í sjókvíum verði tekið upp hér á landi. Þó þykir rétt að hafa heldur lægra gjaldhlutfall heldur en í Fær- eyjum. Þar hefur þýðingu að tekju- skattur er lægri í Færeyjum en hér á landi auk þess sem íslensk Gjald í fiskeldi tengist verði fyrir afurðir  Að færeyskri fyrirmynd  Lagt á í áföngum  Fiskeldissjóður stofnaður Gjaldtaka vegna fiskeldis í sjó og framlag í fiskeldissjóð 80.000 70.000 60.000 50.000 40.000 30.000 20.000 10.000 0 133.785 341.871 593.679 791.571 2020 2021 2022 2023 113.957 197.893 263.857 Lax, þús. kg 35.300 Gjaldtaka, þús. kr. Hæsta þrep 3,5% 121.450 Miðþrep 2,0% 10.206 Neðsta þrep 0,5% 510 Alls, þús. kr. 132.166 Regnbogasilungur, þús. kg 865 Gjaldtaka, þús. kr. Hæsta þrep 3,5% 1.488 Miðþrep 2,0% 125 Neðsta þrep 0,5% 6 Alls, þús. kr. 1.619 Samtals, þús. kr. 133.785 Skipting áætlaðra tekna ríkissjóðs árið 2020 Áætlaðar tekjur ríkissjóðs 2020-2023 og og framlag í fiskeldissjóð Samtals tekjur ríkissjóðs, þús. kr. Þar af greitt í fiskeldissjóð, þús. kr. Heildarafli (þús. kg slátraðs lax og regnbogasilungs, slægt með haus) 36.165 46.110 53.310 53.310 Heimild: Stjórnarfrumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra SKARÐSHLÍÐ Nýjar lóðir lausar til úthlutunar skardshlidin.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.