Morgunblaðið - 21.03.2019, Page 22

Morgunblaðið - 21.03.2019, Page 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2019 VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Aðstaða björgunarsveitarinnar Brákar í Borgarnesi tekur stakka- skiptum þegar nýtt björgunarsveit- arhús kemst í gagnið. Fyrsta skóflustungan verður tekin á morgun, á 70 ára afmæli slysa- varnadeildarinnar Þjóðbjargar, en stofnun hennar markaði upphaf björgunar- og slysavarnastarfs í Borgarfirði. Björgunarsveitin Brák er með aðstöðu í Brákarey í húsnæði sem upphaflega tilheyrði Bifreiða- og trésmiðju Borgarness. „Húsið er sprungið utan af starfseminni,“ segir Þórir Indriðason, félagi í Brák. „Við þurfum að koma dótinu okkar fyrir,“ bætir Erlendur B. Magnússon við. Einar G. Pálsson nefnir að þegar unnið er að flug- eldasölu og annarri fjáröflun þurfi að rýma húsnæðið og endurinnrétta að hluta til þess að geta sinnt þeirri starfsemi. Tækin séu á vergangi á meðan. Kominn er tími til breytinga. Á hátíðarfundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar vegna 150 ára verslunarafmælis Borgarness var ákveðið af því tilefni að afhenda björgunarsveitinni án gatnagerð- argjalda lóð á Fitjum skammt frá gatnamótum Snæfellsnessvegar og Norðurlandsvegar. „Með þessu framlagi vill sveitarstjórn þakka björgunarsveitinni og öllum þeim sjálfboðaliðum sem að starfi hennar koma og hafa komið fyrir ómetan- legt framlag og stuðning við sam- félagið,“ segir í samþykktinni. Bíða eftir frumvarpi Björgunarsveitarmenn hyggjast hefjast handa við bygginguna með vorinu og koma mannvirkinu upp úr jörðinni áður en farið er að huga að framhaldinu. Pétur Guðmunds- son björgunarsveitarmaður segir að þeir séu að bíða eftir afdrifum frumvarps Jóns Gunnarssonar og þingmanna úr flestum þingflokkum um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna mannvirkjagerðar og ann- arra framkvæmda félagasamtaka til almannaheilla sem miðar að því að efla starfsemi eða bæta aðstöðu samtakanna. Pétur segir að það myndi skipta miklu máli fyrir þessa framkvæmd ef frumvarpið næði fram að ganga á þinginu. Áætlað er að húsið kosti eitthvað yfir 100 milljónir kr. og endurgreiðsla vasksins myndi lækka byggingar- kostnað um 20-30 milljónir. Björgunarsveitin fjármagnar hluta framkvæmdarinnar með sölu á gamla húsinu en félagsmenn vilja ekki setja það á sölu fyrr en fram- kvæmdir við nýja húsið eru komnar vel af stað. Einar segir að húsið verði tví- skipt. Í öðrum hlutanum verði tækjageymsla en starfsmanna- og fundaraðstaða í hinum hlutanum. Ekki þurfi að rýma húsið þegar unnið er að fjáröflun. Þá verði hægt að koma þar upp fjöldahjálparstöð, ef á þurfi að halda, auk almenns fræðslu- og félagsstarfs. Einn af aðalkostunum við stað- setninguna er að ekki þarf að fara í gegnum Borgarnes þegar farið er í útköll. Komið hefur fyrir að tæki björgunarsveitarinnar hafa lokast inni í Brákarey í slæmum veðrum. Stundum hefur verið gripið til þess ráðs að geyma tækin ofar í bænum til að hafa þau tiltæk í slæmum veðrum. Vinnum sem ein heild „Við þurfum að vera með bland í poka,“ segir Pétur Guðmundsson þegar spurt er um sérhæfingu sveitarinnar. Þess vegna þurfi hún að vera með bíla, báta og fjórhjól. Aðrar sveitir í héraðinu séu með snjóbíla og snjósleða. Starfssvæðið er á milli Hítarár og Gljúfurár. Útifyrir er mikil og hættuleg strönd þannig að sveitin þarf að vera búin til að sinna útköll- um þar. Í Borgarbyggð eru tvær aðrar björgunarsveitir, Heiðar og Ok í uppsveitum Borgarfjarðar. Fjórða sveitin á svæði 4 er Björg- unarfélag Akraness. Björgunar- sveitarmennirnir segja að ákaflega gott samstarf sé á milli allra sveit- anna. Þær fari gjarnan saman í út- köll. Fimmta sveitin í óformlegu samstarfi er Elliði í Eyja- og Mikla- holtshreppi þó hún tilheyri Snæ- fellsnesi. „Við vinnum saman sem ein heild,“ segir Erlendur. Einar bendir á að björgunarstarf sé mikið unnið á landsvísu. Í mikl- um leitum komi sveitir víða að til aðstoðar. Geta bætt við mannskap Um 40 félagar eru skráðir í björgunarsveitina Brák en aðeins helmingur er virkur í útköllum. „Mér finnst að það sé frekar að lifna yfir sveitinni og horfurnar ágætar núna. Það fjölgar til dæmis konum í sveitinni,“ segir Einar. Hann bætir því við að æskilegt væri að hafa meiri mannskap og betri tækjakost. „Það þarf að leysa mörg verkefni og þau byggjast á fáum ein- staklingum. Því væri gott að hafa fleiri liðsmenn,“ segir Þórir. Störf í björgunarsveitum eru sjálfboðaliðsstarf. Ekki nóg með það, félagsmenn þurfa sjálfir að kosta sinn persónulega búnað að miklu leyti. Félagarnir úr Brák segja að margt annað togi í fólk, meðal annars íþróttir og önnur af- þreying. Þeir horfa þó bjartsýnir fram á veginn eins og húsbyggingin gefur til kynna. Aðstaða Brákar tekur stakkaskiptum  Björgunarsveitin Brák undirbýr byggingu nýs björgunarsveitarhúss  „Þurfum að koma dótinu fyrir“ Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Björgun Þórir Indriðason, Pétur Guðmundsson, Erlendur B. Magnússon og Einar G. Pálsson við bíl sveitarinnar. Um 40 félagar eru skráðr í sveitina. Tölvuteikning Aðstaða Nýja björgunarsveitarhúsið í Borgarnesi verður með félagsaðstöðu og tækjageymslu. Það verður nærri tvöfalt stærra en núverandi húsnæði sveitarinnar í Brákarey. Vonast er til að bætt aðstaða efli starfið. Fljótlega eftir að Slysavarnafélag Íslands og heimamenn í Borgar- nesi stofnuðu slysavarnadeildina Þjóðbjörgu 22. mars 1949 varð til hópur vaskra manna innan deildarinnar sem starfaði undir merkjum Björgunarsveitar Borgarness. Þeir voru tilbúnir að fara til hjálpar við þá sem rötuðu í háska, innan héraðs og utan, eins og fram kemur í söguyfirliti á vef Björgunarsveitarinnar Brákar. Tók sveitin í upphafi þátt í umfangsmikilli leit að ungu barni sem varð úti í uppsveitum Borgarfjarðar og síðar í leit að sjúkraflugvél sem fórst við fjall í Hnappadal. Seint á sjöunda áratugnum varð vakning í björgunar- og slysavarnamálum í Borgarnesi sem leiddi til stofnunar Björg- unarsveitarinnar Brákar. Þessi vakning er rakin til Guðmundar S. Finnssonar sem þá fluttist til Borgarness. Fljótlega var farið að huga að tækjakosti. Keyptur var gamall Dodge Weapon og úr hon- um smíðaður fyrsti björgunarbíll- inn og nefndur Hrollur. Síðan hefur félagið eignast nokkra bíla, báta og önnur björg- unartæki og komið sér upp hús- næði. Á afmælisdegi slysavarna- deildarinnar Þjóðbjargar, föstu- daginn 22. mars, verður afmælis- dagskrá í Hótel Borgarnesi. Þá verður jafnframt tekin fyrsta skóflustunga að nýju húsi björg- unarsveitarinnar að Fitjum ofan við Borgarnes. Björgunar- starf í 70 ár SLYSAVARNIR Einstakar sumarbúðir í stórkostlegri náttúru Upplýsingar og pantanir: astjorn.is eða í síma 462 3980 facebook.com/astjorn Stofnaðarristile ar sumarbúðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.