Morgunblaðið - 21.03.2019, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 21.03.2019, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2019 E N N E M M / S ÍA / N M 9 2 2 2 6 RENAULT KANGOO 1,5 DCI, BEINSKIPTUR, DÍSIL, 90 HESTÖFL, Verð:2.411.290 kr. án vsk. 2.990.000 kr.m. vsk. Eyðsla 4,3 l/100 km* RENAULT KANGOO RAFBÍLL NÝ STÆRRI RAFHLAÐA - 33 KWH UPPGEFIN DRÆGNI 180–200 KM** Verð:4.090.000 kr. *M ið að vi ð up pg ef na r tö lu r fra m le ið an da um el ds ne yt is no tk un íb lö nd uð um ak st ri / ** S am kv æ m tu pp ge fn um tö lu m fra m le ið an da um dr æ gn iv ið be st u m ög ul eg u að st æ ðu r (W LT P ). RENAULTKANGOO Renault Kangoo er mest keypti sendibíll landsins. Komdu í atvinnubíladeild BL og fáðu tilboð í nýjan Kangoo www.renault.is 100% RAFMAGN BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 /www.bl.is Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Andarnefjur hafa sýnt mikil við- brögð við hljóðbylgjum frá hljóð- sjám (sónar). Hljóðsjár eru m.a. notaðar í sjó- hernaði. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar Pauls Wensveen, nýdoktors við Líf- og um- hverfisvísinda- svið Háskóla Ís- lands, og sam- starfsmanna hans. Greint var frá rannsókninni í tölublaði vís- indatímaritsins Proceedings of the Royal Society B sem kom út í gær. Hljóðsjármerki virðast trufla Andarnefjur eru tannhvalir af ætt svínhvala. Takmarkaðar rann- sóknir hafa verið gerðar á svín- hvalategundum meðal annars vegna þess hve lengi og djúpt þær kafa. Hvalirnir sækja sér æti djúpt í sjó og eins virðast þeir bregðast við aðsteðjandi hættu með því að kafa djúpt og lengi. Athygli hefur vakið á undanförn- um árum hve oft andarnefjur hafa strandað samanborið við margar aðrar hvalategundir. Mörgum er í fersku minni þegar tvær andar- nefjur syntu upp í fjöru í Engey í ágúst síðastliðnum. Annarri varð bjargað á flot en hin drapst. Svipuð atvik urðu í Skotlandi, Írlandi og Noregi í fyrrasumar. Sumir vís- indamenn vildu tengja þessa hegð- un hvalanna við sjóheræfingar þar sem hljóðsjám var beitt. Paul Wensveen var ásamt Pat- rick Miller, prófessor við St. And- rews-háskóla í Skotlandi, í forystu hóps alþjóðlegra vísindamanna sem rannsökuðu viðbrögð andar- nefja við hljóðbylgjum frá hljóð- sjám. Farið var til Jan Mayen en þar er mun minni hljóðmengun í hafinu en sunnar. Skynjarar af nýrri tegund voru festir við tólf andarnefjur. Vísindamennirnir fylgdust svo með viðbrögðum hvalanna við hljóðbylgjum frá hljóðsjám á leiðangursskipinu Donnu Wood, að því er segir í til- kynningu frá HÍ. Viðbrögð ann- arra andarnefjuhópa á svæðinu voru einnig könnuð með djúpsjáv- arupptökutækjum sem nema sam- skipti hvala. Mikil viðbrögð við hljóðunum „Andarnefjurnar með skynjar- ana sýndu mikil viðbrögð við hljóð- unum. Þegar hljóðið náði ákveðinni hæð hættu þær allri fæðuöflun og syntu í burtu en athygli vakti að andarnefjur í allt að 28 km fjar- lægð frá upptökum hljóðsins brugðust við með þessum hætti. Þá sýndu mælingar vísindamannanna að einn hvalanna kafaði á 1,6 kíló- metra dýpi og var í kafi í rúmar tvær klukkustundir. Vísindamenn- irnir þekkja ekki dæmi þess að dýr af þessari tegund hafi mælst svo lengi í kafi áður. Þá sýndu gögn úr djúpsjávarupptökutækjum að öll dýr, sem fylgst var með, brugðust með einhverjum hætti við hljóð- bylgjunum sem sendar voru út í tilraununum,“ segir í tilkynning- unni. Niðurstöður rannsóknarinnar voru í samræmi við niðurstöður ann- arrar tilraunar sem gerð var á sömu slóðum 2013. Paul benti á að hljóðsjáin sem var notuð í tilraun- unum hafi verið mun minni en þær sem notaðar eru í hernaði. Hljóð- bylgjur frá stærri hljóðsjám geti því hugsanlega haft áhrif á hegðun dýra í mun meiri fjarlægð en þeirri sem vísindamennirnir mældu. „Í ljósi þeirrar þekkingar sem við höfum um svínhvali benda niðurstöð- ur okkar til þess að það hafi áhrif á viðbrögð dýranna hversu afskekkt svæðið er. Þar sem ekki er um al- geng eða fyrirsjáanleg hljóð að ræða hafa dýrin færri tækifæri til að meta hvort hljóðin sem berast fela í sér hættu eða ekki,“ segir Paul. Áhrif á stórum svæðum Hann sagði í samtali við Morgun- blaðið að svo virtist sem það hefði áhrif hvort hvalirnir væru vanir að heyra hljóðsjármerki eða ekki. Séu merkin framandi fyrir hvölunum virðast viðbrögðin vera meiri. Niður- stöðurnar sýna að hljóðmerkin ferðast mjög langt í sjónum og hafa því áhrif á stórum svæðum. Rannsóknir benda til þess að stærri hvalategundir bregðist einnig við hljóðsjármerkjum en á mismun- andi hátt. Svínhvalir virðast vera mjög næmir fyrir hljóðunum. Unnið er að frekari rannsóknum á áhrifum hljóðmerkjanna á fleiri tegundir. Hljóðsjármerki hafa áhrif á hvalina  Andarnefjur sýna mikil viðbrögð við hljóðsjármerkjum  Hvalir sem ekki eru vanir merkjunum forða sér  Sumir vilja tengja tíð strönd andarnefja við æfingar sjóherja þar sem hljóðsjár eru notaðar Morgunblaðið/Eggert Engey Tvær andarnefjur strönduðu í eynni í ágúst 2018 og svipað gerðist í Skotlandi, Írlandi og Noregi. Dr. Paul Wensveen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.