Morgunblaðið - 21.03.2019, Síða 33
rýni sem Boeing lagði fyrir FAA hafi
innihaldið „fjölda alvarlegra galla“.
Þá mun hafa ríkt mikill skoðana-
munur milli fulltrúa FAA í Seattle,
þar sem Boeing-þoturnar eru smíð-
aðar, og fulltrúa stofnunarinnar í höf-
uðstöðvum FAA í Washington D.C.,
að sögn fréttaveitunnar AFP. Stofn-
unin varði sig og sagði í tölvupósti til
AFP að skráningarferlið hafi verið
með hefðbundnum hætti og í einu og
öllu samkvæmt reglum FAA.
Þrátt fyrir verulegan mun á flug-
vélunum hvað hreyfla og MCAS varð-
ar fékk 737 MAX þotan lofthæfis-
skírteini sem afbrigði af forveranum,
737 Next Generation, en var ekki
skoðuð í heild sinni sem ný flugvél.
Þar sem MCAS átti aðeins að fara í
gang við afbrigðilegar kringum-
stæður utan eðlilegs flugramma
ákvað Boeing að flugmenn 737 flug-
véla þyrftu á engri aukaþjálfun að
halda vegna nýja kerfisins – og raun-
ar að þeir þyrftu ekki að vita af því.
Var ekki á það minnst í flughand-
bókum þeirra, sem flugmannafélög
hafa gagnrýnt mjög í framhaldi af
slysunum. Þetta sjónarmið dugði til
þess að þotan fékk sama tegundar-
skírteini og eldri 737-þotumódel. Í því
fólst að flugfélög gátu lágmarkað æf-
ingatíma flugmanna sem færðust á
MAX-þoturnar.
Dennis Tajer, talsmaður flug-
mannafélagsins Allied Pilots Associa-
tion hjá American Airlines, segir að
þjálfunin sem hann fékk við flutning
af gamla 737 NG módelinu og uppi í
stjórnklefa hinnar nýju 737 MAX hafi
verið lítið meira en klukkustundar
iPad tölvuæfing. Hafi hann ekki verið
sendur í flughermi. Lágmörkun þjálf-
unar flugmanna á MAX notaði
Boeing sem beitu við markaðs-
setningu þotunnar, hún fól í sér mikil-
vægan fjárhagslegan sparnað fyrir
flugfélögin. „Meðan þið byggið upp
737 MAX flota ykkar sparast millj-
ónir dollara vegna sameiginlegra
eiginleika við Next-Generation 737,“
segir í auglýsingu á heimasíðu
Boeing. Eru nú rúmlega 5.000 MAX-8
þotur í pöntun.
Snerist upp í andhverfu sína
Í framhaldi af seinna slysinu var
ákveðið að hefja nákvæma rannsókn
á MCAS-búnaðinum. Núverandi og
fyrrverandi verkfræðingar sem störf-
uðu beint við þróun þess eða eru mál-
inu mjög kunnugir hafa tjáð sig um
öryggisrýni á kerfinu, að sögn Seattle
Times. Þeir segja að minna hafi verið
gert úr getu nýja stýrikerfisins í ör-
yggisrýninni en ástæða var til. Það
hafi verið hannað til að snúa hæðar-
stýrinu þann veg að beina nefi flug-
vélarinnar niður á við til að afstýra of-
risi. Þegar MAX-8 þotan hafi svo
verið tekin í notkun hafi MCAS getað
hreyft stélflötinn rúmlega fjórum
sinnum lengra en fram kom í öryggis-
rýninni upphaflegu. Þá þykir henni
ábótavant, að þar vantaði allar upp-
lýsingar um hvernig MCAS gæti
endurstillt sig í hvert sinn sem flug-
maður svaraði fyrirmælum þess. Með
því að minnast ekki á það hafi hugs-
anleg áhrif öryggisbúnaðarins, sem
knúði trjónuna niður á við, farið
framhjá sérfræðingum loftferðaeftir-
litsins (FAA). Talsmaður þess sagði
að skortur á upplýsingum þessum
gæti hafa ráðið úrslitum í Lion Air
slysinu. Það hefur verið rakið til þess
að sjálfvirkni í stjórnklefanum, sem
átti að auka á öryggi flugvélar og far-
þega, snerist upp í andhverfu sína.
AFP
Kyrrsettar Boeing 737-MAX flugvélar á flugvellinum í Renton í Washington-ríki í Bandaríkjunum þar sem verksmiðjur Boeing eru. Allar MAX-vélar hafa verið kyrrsettar tímabundið.
33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2019
Lyfja opnar
á Garðatorgi
20% opnunarafsláttur
dagana 21.–23. mars
Lyfja hefur opnað nýtt og glæsilegt apótek á Garðatorgi.
Komdu og kynntu þér ný snyrtivörumerki.
Kynningar fimmtudag, föstudag og laugardag.
20% af öllum öðrum vörum.
10% af lausasölulyfjum*.
*Tilboð gilda ekki fyrir lyfseðilsskyld lyf.
Mánudaga til föstudaga 9–18.
Lyfja Garðatorgi er opin:
Laugardaga 11–16.