Morgunblaðið - 21.03.2019, Page 36

Morgunblaðið - 21.03.2019, Page 36
Morgunblaðið/Baldur Við Filipstadbryggju í Ósló Síðustu helgi mátti sjá Tesla-bíla svo langt sem augað eygði við höfnina. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sala á rafbílnum Tesla Model 3í Noregi í mars virðist hafaslegið fyrra sölumet rafbíla ílandinu. Þá miðað við sölu í einum mánuði. Rafbílar frá Tesla hafa selst vel í Noregi. Það leynir sér ekki þegar ferðast er um Ósló en um síðustu helgi voru slíkir bílar einna algeng- astir í umferðinni. Við Filipstad- bryggju, skáhallt á móti Aker- bryggju, mátti sjá hundruð Tesla-bíla sem biðu afhendingar. Fyrra sölumetið á rafbílum í einum mánuði í Noregi var sett í mars 2018 þegar alls seldust 2.172 eintök af nýj- um Nissan LEAF og 216 notaðir slík- ir bílar, alls 2.388 LEAF-bílar. Fjallað er um málið á vef Nett- avisen en heimildin er vefsíðan Elbilstatistikk.no. Fram kom á mbl.is í janúar að LEAF var söluhæsta bílamódelið í Noregi í fyrra. Þá voru nýskráð 12.303 eintök. Um 148 þúsund nýir bílar seldust í Noregi í fyrra, helm- ingurinn rafbílar og tengiltvinnbílar. Metið virðist vera fallið Samkvæmt áðurnefndri vefsíðu, Elbilstatistikk.no, hafa selst 2.454 eintök af Teslu Model 3 í mars sem bendir til að sölumetið sá fallið. Til samanburðar hafa selst 553 ein- tök af rafknúnum Volkswagen Golf, 420 eintök af Nissan LEAF og 283 eintök af BMW I3 í mars. Blaðamaður Nettavisen leitaði til Tesla eftir staðfestingu á sölutölum um miðjan mánuðinn en fyrirtækið tjáði sig ekki um söluna. Nissan LEAF er söluhæsti rafbíll- inn í sögu Noregs en selst hafa um 52.500 eintök af bílnum. Til saman- burðar hafa selst um 34.500 eintök af Tesla-bílum í landinu. Samkvæmt vefnum Elbil.no höfðu um síðustu áramót selst um 200 þús- und rafbílar í Noregi og tæplega 100 þúsund tengiltvinnbílar. Til saman- burðar höfðu selst rúmlega 40 þús- und slík ökutæki árið 2014. Segir þar jafnframt að árið 2018 hafi hlutur raf- bíla í sölunni verið 30% í Noregi. Model 3 mikilvægt skref Fram kemur í umfjöllun við- skiptavefjarins Bloomberg að sala á Tesla-rafbílum hafi stóraukist í nokkrum Evrópulöndum eftir að Model 3 kom á markað, nánar tiltekið í Þýskalandi, Sviss, Hollandi og Nor- egi. Markaðssetning Model 3, fyrsta Tesla-bílsins fyrir hinn almenna markað, sé mikilvægt skref fyrir fyrirtækið. Það þurfi að geta sýnt fram á að geta skilað hagnaði. Á vef Bloomberg segir jafnframt að fyrstu níu mánuðina í fyrra hafi Noregur verið fjórði stærsti mark- aður Tesla í heiminum á eftir Hol- landi, Kína og Bandaríkjunum. Á vef Tesla segir að Model 3 hafi 350 km drægni og að grunnverðið sé 35 þúsund bandaríkjadalir áður en ívilnanir reiknast með. Rafbílavæð- ingin í Noregi skapar tækifæri fyrir Arctic Trucks eins og fjallað er um á bls. 28-29 í Morgunblaðinu í dag. Tesla setur nýtt sölu- met rafbíla í Noregi 36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Bandarískiflug-vélafram- leiðandinn Boeing er í miklum vanda eftir flugslysið í Eþíópíu 10. mars. Margt bendir til þess að galli í ör- yggisbúnaði hafi valdið slysinu og virðast vera líkindi milli þess og hraps vél- ar af sömu gerð, Boeing 737 Max, í Jövuhaf við Indónesíu í október í fyrra. Í báðum slys- um fórust allir um borð. Vélin hefur verið kyrrsett um allan heim. Kínverjar tóku þar forustu og fylgdu aðrir í kjölfarið. Var eftir því tekið hvað bandarísk flugmála- yfirvöld drógu lappirnar. Tveimur dögum eftir slysið sagði Daniel Elwell, yfirmaður bandaríska loftferðaeftirlits- ins, FAA, að „engin ástæða“ væri til að kyrrsetja vélarnar. Nú er farið að spyrja hvort hefði átt að hleypa þessum vél- um í loftið yfirhöfuð og dóms- málaráðuneytið í Bandaríkj- unum hefur hafið rannsókn á því hvort lög hafi verið brotin þegar öryggismatið fór fram. Um helgina birtist grein í bandaríska dagblaðinu Seattle Times um að öryggisvottun vélarinnar hefði verið ábóta- vant. Árið 2015 var Airbus að þróa Airbus A320neo-vélina og hafði níu mánaða forskot á Boeing. Í blaðinu segir að þeg- ar Boeing var að reyna að halda í við Airbus og fá vottun fyrir nýju 737 Max-vélina hafi stjórnendur FAA þrýst á ör- yggisverkfræðinga stofnunar- innar um að útvista öryggis- mati til Boeing og hafa hraðar hendur við að samþykkja greiningu fyrirtækisins. Í blaðinu segir að alvarlegir gallar hafi verið á matinu á nýju öryggiskerfi, sem gengur undir skammstöfuninni MCAS og var ætlað að grípa í taumana við ofris, þrýsta nefi vélarinnar niður og rétta hana af. Öryggiskerfinu var ætlað að nýta búnað í stélinu til að af- stýra ofrisi. Þegar vélin fór í umferð gat öryggiskerfið hreyft búnaðinn í stélinu fjór- um sinnum lengra en greint var frá í upphaflegri öryggis- greiningu. Þá var ekki gerð grein fyrir því hvernig kerfið myndi endurstilla sig í hvert skipti sem flugmaður brygðist við. Fyrir vikið hafi ekki verið tek- ið á því hvaða afleiðingar það hefði ef kerfið héldi áfram að reyna að þrýsta nefi vélar- innar niður. Þá hafi afleiðingar þess að þetta öryggiskerfi brygðist verið van- metnar. Það hefði aldrei átt að vera bundið við aðeins einn skynjara eins og raunin var. Eru þess mál öll rækilega rakin í grein á blaðsíðum 32 og 33 hér framar í blaðinu í dag. Í greininni í Seattle Times segir að blaðið hafi sent fyrir- spurn um þessi atriði til Boeing og FAA nokkrum dög- um áður en vélin hrapaði í Eþí- ópíu. Rannsókn á gögnum úr svarta kassanum úr vélinni, sem hrapaði í Jövuhaf, er ekki lokið. Þau gefa þó til kynna að einn bilaður skynjari hafi þrá- faldlega virkjað MCAS- búnaðinn í fluginu. Afleiðingin hafi verið eins konar reiptog milli flugmannanna og bún- aðarins. Búnaðurinn þrýsti nefi vélarinnar niður og flug- mennirnir reyndu að nota stýrisbúnaðinn til að rétta hana af þar til hún hrapaði á endanum. Í Seattle Times er vísað til þess að við skoðun á slysinu í Eþíópíu hafi komið í ljós að skrúfa, sem hreyfir stélbúnað- inn, hafi verið í óvenjulegri stöðu og MCAS gæti verið ein ástæðan fyrir því. Þetta mál hefur þegar haft mikil áhrif á fjölda flugfélaga og eru sum þeirra farin að senda frá sér afkomuviðvar- anir. Eins og fram kom í Við- skiptaMogga Morgunblaðsins í gær veldur þetta gríðarlegri óvissu í flotamálum Icelandair sem hefur þurft að kyrrsetja þrjár þotur og gerði ráð fyrir að bæta sex í viðbót í flotann í vor. Ljóst er að flugfélög munu ekki sætta sig við að sitja uppi með tapið vegna kyrrsetninga vélanna. Þau munu senda Boeing reikninginn. Rannsókn málsins er vita- skuld ekki lokið, en það hefur þegar vakið tortryggni í garð bandarískra flumálayfirvalda, sem ávallt hafa notið mikillar virðingar. Kanadamenn hafa þegar lýst yfir að þeir muni ekki leyfa vélunum að fljúga fyrr en þeir hafa sjálfir farið yfir endurbætur á búnaðinum. Hingað til hafa þeir treyst bandarískum flugmálayfir- völdum. Verði niðurstaðan sú að trassaskapur, vanræksla og óðagot hafi valdið því að tvær farþegaflugvélar fórust á það eftir að draga dilk á eftir sér fyrir Boeing og bandarísk flugmálayfirvöld. Margt bendir til að galli í öryggisbúnaði hafi valdið flugslys- unum í Eþíópíu og Indonesíu og hann megi rekja til van- rækslu í eftirliti} Vanræksla? V ið þurfum sífellt að horfa til framtíðar. Um leið hugum við að því hvernig við mótum fram- tíðina og hvernig hún mótar okkur á móti. Ein af áskor- unum sem við stöndum frammi fyrir felst í því hvernig samsetning mannfjöldans er að breytast hér á landi. Við erum ekki ein. Aðrar þjóðir standa einnig frammi fyrir því sama þar sem meðalaldur fer sífellt hækk- andi – sem gerir það að verkum að færri standa undir samneyslunni. Í áskorunum felast einnig tækifæri og þar verða nýsköpun og tækni lykilatriði. Þar er raunverulegur möguleiki að auka framleiðni hér á landi svo þessi breyting á þjóðfélaginu hafi ekki alvarlegar afleið- ingar. Með öflugri nýsköpun getum við skarað fram úr og tæknivætt atvinnugrein- ar og þar með nýtt þann mannafla sem við munum hafa, aukið framleiðni og bætt lífskjörin. Tækifærin felast í því að auka fjölbreytileika fólks hvað varðar menntun, færni og þekkingu. Nýsköpun er ekki bara tískuorð. Nær daglega fáum við fréttir af starfsemi fyrirtækja, stórra sem lítilla, þar sem hugmyndir hafa orðið að veruleika og verðmætum. Nýsköpun er undanfari þeirra miklu tæknibreytinga sem við höfum séð og upplifað á síðustu árum. Hægt er að telja upp margvíslega þætti, s.s. í framleiðslu og þjón- ustu, samskiptum, heilbrigðisþjónustu, vísindum o.s.frv. þar sem nýsköpun hefur orðið til þess að auðvelda og einfalda líf okkar, auka verðmæti og ýta undir frekari þróun mannkynsins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið leiðandi í stuðningi við nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Síðustu ár hefur hámarkið á endurgreiðslu á þeim kostnaði sem fellur til vegna rannsóknar og þróunar verið hækkað og nú síðast í desem- ber. Sú upphæð sem nú er leyfilegt að draga frá skatti er 600 milljónir króna í stað 300 áður og 900 milljónir í stað 450 milljóna áður ef um samstarfsverkefni er að ræða eða verkefni sem útheimta aðkeypta rannsóknar- og þróunarvinnu. Hækkanir á þessum upp- hæðum hafa m.a. orðið til þess að fyrirtæki landsins verja meira fjármagni í rannsóknir og þróun en áður. Í fyrra vörðu þau um 35,4 milljörðum króna en í samanburði tæpum 19 milljörðum árið 2013. Tækifærin til að gera enn betur og skara fram úr eru sannarlega til staðar. Með því að leggja áherslu á nýsköpun, rannsóknir og þróun, bæði í menntakerfinu og í atvinnulífinu, röðum við okkur í fremstu röð þjóða. Þannig löðum við að bæði fyrirtæki og starfsfólk, innlent sem erlent, ýtum undir stofnun nýrra fyrirtækja, sköpum grundvöll fyrir betur borgandi störf og þannig mætti áfram telja. Við getum ekki mótað allt sem framtíðin ber í skauti sér en við getum mótað þetta ferli og gert það vel. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Nýsköpun er ekki tískuorð Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálfstæðisflokksins. aslaugs@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Fram hefur komið að Tesla hyggst hefja sölu rafbíla á Ís- landi. Hefur meðal annars verið fundað um innviði hér á landi. Á vefsíðunni bílainnflutning- ur.is er Tesla Model 3 auglýst til sölu. Fyrstu bílarnir verða af- hentir í þessum mánuði en fyrsta sending verður með lang- drægri rafhlöðu, fjórhjóladrifi og vandaðri innréttingu. Aug- lýst verð er 7,92 milljónir en miðað er við að evran kosti 139 krónur. Miðgengi er nú 133 kr. Á vef Tesla segir að Model 3 fylgi meðal annars 15 tommu snertiskjár, lyklalaus aðgangur og raddstýring. Átta öryggis- púðar eru í bílnum. Tesla horfir til Íslands NÝR MARKAÐUR Ljósmynd/Tesla.com Nýr Tesla Model 3 bifreið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.