Morgunblaðið - 21.03.2019, Síða 42

Morgunblaðið - 21.03.2019, Síða 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2019 Hver er vilji þinn varðandi skipulag og fyrirkomulag útfarar, þ.e. hinsti vilji. Við bjóðum þér til samtals um það sem er þér mikilvægast við lífslok þín. Viljayfirlýsing þín verður eftirlifendum mikilvægt leiðarljós. Samtalið og varðveisla upplýsinga er þér að kostnaðarlausu. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Elín Sigrún Jónsdóttir, lögfræðingur Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is ✝ BrynhildurKristinsdóttir fæddist í Reykja- vík 28. maí 1938. Hún lést á Land- spítalanum við Hringbraut 11. mars 2019. Brynhildur var einkabarn hjón- anna Sigríðar Ást- hildar Guðjóns- dóttur, f. 4. nóvem- ber 1900 í Reykjavík, d. 4. október 1974, og Kristins Kristjánssonar, f. 8. júní 1903 á Höskuldsstöðum, Laxárdalshr., Dalasýslu, d. 20. október 1985. Brynhildur giftist 6. febrúar 1958 Geir R. Andersen, f. 1934. Börn þeirra eru þrjú: Kristinn, f. 7. september 1958, kvæntur Þuríði Erlu Halldórsdóttur, f. 5. mars 1955, synir þeirra eru Halldór, f. 14. ágúst 1988, maki Unnur Flemming Jensen, f. 21. september 1988, og Geir, f. 10. maí 1994; Ívar, f. 28. ágúst 1963, kvæntur Þórhöllu Þóris- dóttur, f. 24. júní 1962, synir þeirra eru Anton Geir, f. 19. bjuggu þau á Akureyri þar sem Geir var hótelstjóri KEA, en eftir það fluttu þau aftur til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu síðan. Meðan börnin voru yngri sinnti hún uppeldi þeirra og heimilisstörfum en árið 1988 hóf hún störf á skrif- stofu Elli- og hjúkrunarheim- ilisins Grundar, þar sem hún starfaði langt fram á áttræðis- aldur. Brynhildur var virkur þátt- takandi í starfi Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Hún var um langt árabil formaður Fé- lags sjálfstæðismanna í vestur- og miðbæ, þar sem hún var síð- ar kjörin heiðursfélagi. Hún starfaði í Hvöt, félagi sjálfstæð- iskvenna í Reykjavík, sat í stjórn Landssambands sjálf- stæðiskvenna og gegndi starfi framkvæmdastjóra þess um skeið. Brynhildur sat í stjórn Íbúasamtaka Vesturbæjar á fyrstu árum samtakanna, hún starfaði sem sjálfboðaliði kvennadeildar Rauða krossins, var í stjórn Hjarta- og æða- verndarfélags Reykjavíkur og hún var á annan áratug félags- kjörinn endurskoðandi Hjarta- verndar. Útför Brynhildar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 21. mars 2019, og hefst at- höfnin klukkan 11. apríl 1993, og Kjartan Már, f. 23. september 1996; Sigríður Ásthildur, f. 21. nóvember 1971, gift Glúmi Jóni Björnssyni, f. 19. september 1969, dætur þeirra eru Brynhildur, f. 18. október 2005, og Áslaug, f. 7. mars 2009. Brynhildur ólst upp á æsku- heimili sínu við Hávallagötu, gekk í Landakotsskóla og stundaði nám í píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hún lauk verslunarprófi frá Verzlunarskóla Íslands og námi frá Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Með námi starfaði Brynhildur við verslunina Feldinn í Reykjavík og að loknu námi við Verzlunarskól- ann starfaði hún um tíma hjá Raforkumálaskrifstofunni. Þau Brynhildur og Geir hófu bú- skap í Lausanne í Sviss árið 1959 þar sem Geir lauk námi í hótelstjórnun, árin 1960-1962 „Enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur“, stendur einhvers staðar. Ekki á þetta við að öllu leyti hvað mig varð- ar, því ég vissi nákvæmlega hvað að mér sneri, varðandi elskulegu eiginkonu mína, Brynhildi. Hún var lífsförunautur minn allt frá árinu 1958 er séra Óskar Þorláksson gaf okkur saman í heimkynnum sínum. Við höfðum áður átt samleið frá því við kynnumst í Verzlunarskóla Ís- lands, fjórum árum fyrr. Nú eru liðnir sex áfallalausir áratugir í sambúð okkar Binnu minnar og það er því ekki að undra að missirinn er mér þungt áfall þótt vitað hafi verið að hverju stefndi allra síðustu vikur og mánuði. Gleðistundir og ham- ingja í hjónabandi verða þó að vera yfirsterkari þættir í sam- búð okkar þegar yfir lýkur á meðan sorg og söknuður sækja að eftirlifandi eiginmanni og nánustu ættingjum og vinum. Aldrei gleymast þeir tímar þegar okkur fæddust þrjú mannvænleg börn og síðar sex barnabörn. Það varð sælutími hjá okkur hjónum að fá þessa afkomendur í heiminn, heil- brigða til sálar og líkama. Of mikið má sjá og heyra af hinu sem okkur tekur sárt að fylgjast með. Við Binna áttum búsetu á þremur stöðum í Reykjavík, auk þess að vera búsett á Akureyri í tvö heilladrjúg ár eftir að við hjónin komum til landsins frá Sviss. Á árunum í Sviss var Binna mín stoð og stytta þar ytra og sá um uppeldi frum- burðar okkar fyrstu tvö árin. Á Sólvallagötunni höfðum við hjónin samt lengsta dvöl, eða í rúma fjóra áratugi. Eftir að hafa yfirgefið hús okkar þar fluttum við í minni og þægilegri íbúð við Þorragötuna. Binna naut vistaskiptanna, en í alltof skamman tíma. Brátt tóku veik- indi hennar frá henni allan þrótt og lést hún á Landspítalnum eftir skamma sjúkdómslegu. Í dag kveðjum við því elsku- lega og hjartkæra eiginkonu mína með söknuði og eftirsjá. Sagt er, að tíminn lækni öll sár. Sá dagur líður samt ekki, að mér verði ekki hugsað til Binnu minnar. Verði hún Guði falin að eilífu, kæra, ástríka eiginkona mín. Við munum njóta samvistar á æðra tilverustigi. Ég hef þá barnatrú enn. Geir R. Andersen. Mér finnst að vissu leyti að mín fyrsta heimsókn á heimili Brynhildar og Geirs Andersen við Sólvallagötu í Reykjavík hafi í raun verið mín fyrsta utan- landsferð. Svo spánskt kom mér heimilið fyrir sjónir, bleik teppi á gólfum og húsbúnaður allur af snúnari gerðinni en samt allt hófstillt og snyrtilegt. Þetta var sumarið 1988 og ég átti brýnt erindi við Sigríði dóttur þeirra sem varir enn. Brynhildi sjálfa hitti ég svo fyrst þegar hún kom nokkru síðar heim frá Spáni, framandi fallega eins og heimilið sem hún bjó fjölskyldunni. Ég hef oft hugsað til þess þegar ég kom inn í borðstofuna, hjarta heim- ilisins, og hitti Binnu og Geir í fyrsta sinn hve ljúf og góð þau voru við strákinn úr Breiðholt- inu þetta síðsumarkvöld. Svo var það allar götur síðan. En þetta kunni Brynhildur betur en flestir. Hún var höfðingi heim að sækja og hafði einstakt lag á því að sinna gestum sínum með glæsilegum veitingum, ljúf- mennsku og samfelldri gleði. Brynhildur var jafnframt einn besti gestur sem nokkur húsráðandi gat fengið í heim- sókn. Því kynntumst við Sigga eftir að við hófum búskap á eig- in vegum. Hún sparaði aldrei hrósið. Þau voru ófá skiptin sem hún hafði aldrei á ævi sinni bragðað betri mat og það jafn- vel þótt maturinn væri vart kominn á borðið. Jákvæðnin streymdi frá henni. Hún bar dásamlegt skynbragð á lífið sjálft og lyfti því upp. Enga dul dró hún þó á skoð- anir sínar um það sem helst var að gerast í okkar góða þjóð- félagi og naut þess að heyra álit annarra. Hún var Vesturbæjar- íhald í bestu merkingu þess orðs. Af henni lærði ég fljótt að Vesturbæjaríhald snýst vissu- lega um persónulegt íhald og góðar hefðir en um leið full- komna virðingu fyrir þeim sem hafa annan hátt á. Það var því engin tilviljun að Brynhildur tók í meira en hálfa öld virkan þátt í starfi stjórnmálaflokksins sem tvinnar svo vel saman frjálslyndi og íhaldssemi svo úr verður sjálfstæðisstefnan. Fyrir áratug fluttum við Sigga með barnungar dætur okkar í húsið sem foreldrar Brynhildar reistu við Hávalla- götu og var hennar æskuheimili. Það þótti ekkert verra að aftur væru komnar mæðgurnar Sig- ríður Ásthildur og Brynhildur í húsið að Áslaugu ógleymdri. Helstu lífsgæði okkar síðan voru nálægðin við ömmu Binnu og afa Geir í næstu götu. Það er því raunalegt að eiga ekki leng- ur von á glaðværðinni og glamr- inu í háu hælunum sem fylgdi tengdamóður minni er hún nálgaðist húsið. Hún bætti dag- inn hjá öllum sem á vegi hennar urðu. Ég efast um að henni hafi nokkru sinni tekist að ganga hina stuttu leið að heiman og til okkar án þess að senda sína ein- stöku kátínu inn í líf einhvers vegfaranda. Ég kveð minn mesta vel- gjörðarmann í lífinu með mikl- um söknuði. Blessuð sé minning Brynhildar. Glúmur Jón. Tengdamóðir okkar, Bryn- hildur, hefur nú kvatt okkur hinstu kveðju. Hún var afar sjálfstæð kona á allan hátt og með sterka sjálfsmynd. Allt sem hún kom að var klassískt og ein- staklega smekklegt, en um leið á hennar eigin forsendum og án þess að fylgja endilega straum- um dægurmenningarinnar hverju sinni. Og reyndar var það frekar að Brynhildur kysi sér stundum að fara gegn straumnum, enda hafði hún gaman af að taka rökræður um málefni líðandi stundar og velta upp nýjum sjónarhornum. Brynhildur hélt vel utan um fjölskylduna og á heimili þeirra Geirs á Sólvallagötunni var iðu- lega glatt á hjalla þegar við komum þar öll saman. Nú er komið að kveðjustund en góðar minningar lifa með okkur áfram um ókomin ár. Megi hún hvíla í friði. Erla og Þórhalla. Elsku amma og nafna mín var alltaf svo mikil skvísa. Með rauða varalitinn sinn, í „leo- pard“-fötunum, á hælum og allt- af með eitthvert gull á sér, hvort sem það var um hálsinn eða á skónum. Bara eitthvert gull. Ég mun sakna hennar og tímans með henni sem ég er óendanlega þakklát fyrir. Til dæmis þegar ég sat uppi á eld- húsborðinu á Sólvallagötu og hún var að baka pönnukökur eða elda eitthvað handa okkur. Eða þegar ég fór með henni og afa á Kaffivagninn og við feng- um okkur, já, pönnukökur. Síð- an gat hún skáldað upp enda- laust af sögum handa mér og systur minni og við trúðum öllu bullinu sem hún sagði. Amma gat talað og talað um hvað sem er og hlegið með mér að öllu. Hún var alltaf svo jákvæð og glöð sem gerði mig það líka þeg- ar ég var með henni. Ömmu Binnu verður sárt saknað. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Prests- hólum) Brynhildur Glúmsdóttir. Núna hefur amma kvatt okk- ur og hugurinn reikar aftur til allra góðu stundanna sem ég átti með henni. Ein af fyrstu minningum mínum um ömmu er frá því ég var á leikskólaaldri. Þá var ég eitt sinn sem oftar í gistingu hjá ömmu og afa á Sól- vallagötunni og amma var með mér í sjónvarpsherberginu uppi, þar sem hún var að gera mig tilbúinn í háttinn. Eins og mörg börn á þessum aldri var ég hræddur við myrkur og amma vissi af hræðslunni við myrkrið á neðri hæð hússins þar sem öll ljós voru slökkt. Við gengum saman niður stigann og löbbuðum eftir ganginum inn í forstofu. Á neðri hæðinni var dimmt og ljósin af ljósastaur- unum köstuðu fölblárri birtu á veggina í stofunni og í anddyr- inu. Amma fór með mig að úti- dyrunum og sagði mér að með því að krossa yfir dyrnar myndi enginn óvelkominn koma inn í húsið og að ekkert slæmt gæti komið fyrir. Við krossuðum saman yfir dyrnar og fórum svo aftur upp til að sofa. Þessi stutta minning rifjar upp hve vel hún skildi litla næturgestinn og var dæmi um hve úrræðagóð hún var. Nú er hún amma sofnuð fyrir fullt og allt og við höfum krossað dyrnar í síðasta sinn. Mér þykir vænt um sambandið sem ég átti við ömmu og allar þær samræð- ur og þau samskipti sem við átt- um í gegnum tíðina, enda gat maður rætt hvað sem var við ömmu - og í seinni tíð með kaffi- bolla, oft fram eftir kvöldi. Hvíli hún í friði, minningarnar lifa um ókomin ár. Geir. Í dag kveð ég kæra vinkonu mína til margra áratuga. Við vorum ekki háar í loftinu þegar við hittumst fyrst, sex ára gamlar á leið í tímakennslu sem var í gamla ÍR húsinu við Tún- götuna. Eftir það lá leiðin saman í Landakotsskólann. Við vorum heimagangar hvor hjá annarri í æsku og ég minnist þess að alltaf var bæði ánægju- legt og gott að koma á heimili foreldra Brynhildar, þeirra hjóna Sigríðar og Kristins. Þau áttu fallegt og notalegt heimili. Þar nutum við frjálsræðis og gátum leikið lausum hala. Alla tíð síðan hefur náin vin- átta okkar haldist. Það liðu varla margir dagar að við ekki hitt- umst eða töluðum saman í síma. Brynhildur, eða Binna eins og hún var ætíð kölluð af vinum og vandamönnum, var lífsglöð og skemmtileg kona, hún hafði lif- andi frásagnargáfu. Það var allt- af gaman þegar hún sagði frá einhverju skemmtilegu atviki úr daglega lífinu. Hún kunni svo sannarlega að krydda frásögnina bæði með orðum og látbragði hvort heldur sem var í sauma- klúbbi eða í samtali okkar á milli. Binna talaði ávalt skýrt og skorinort og var trú sinni sann- færingu. Við sem eftir sitjum í saumaklúbbnum eigum eftir að sakna hennar því þar er vissu- lega skarð fyrir skildi. Binna gekk í Verslunarskól- ann og hitti þar ástina sína hann Geir og eignaðist þar með góðan og mætan lífsförunaut sem nú sér á bak góðri eiginkonu. Þau eignuðust þrjú mannvænleg börn og sex barnabörn og ásamt tengdabörnum er þetta mjög traust og samheldin fjölskylda. Með þakklæti fyrir ævarandi vináttu og skemmtilega sam- fylgd kveð ég mína elskulegu vinkonu. Blessuð sé minning hennar. Við Ágúst sendum vini okkar Geir og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur. Kristín Zoéga. Vináttan er vorsins ljómi, vináttan er lífið manns, jafnt í æsku og aldurdómi er hún faðmur kærleikans. (RB) Okkar kæra vinkona Bryn- hildur, eða Binna eins og við kölluðum hana, lést þann 11. mars sl. Það var haustið 1968 að við hittumst allar í Húsmæðraskól- anum í Reykjavík á Sólvallagötu 12. Tilgangurinn var að búa sig undir stöðu húsmóðurinnar. Binna var sú eina sem var gift og átti ungan son, Kristin. Þess vegna bjó hún ekki í heimavist- inni heldur hjá foreldrum sínum á Hávallagötunni þar sem eig- inmaður hennar, Geir, var við nám í Sviss. Þennan vetur kynntumst við vel og eftir að skólanum lauk um vorið var fljótlega stofnaður saumaklúbb- ur sem enn lifir góðu lífi en allt- of margar eru horfnar af þessari jörð. Við vorum 15 en erum nú orðnar sex. Binna var einstök. Hún hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, var stuðningskona Sjálfstæðisflokksins af heilum hug og vann af miklum krafti að framgangi hans í gegnum árin. Einn af kostum hennar var að sjá oft spaugilegu hliðarnar á lífinu. Hún hefur svo sannarlega skemmt okkur mikið og vel á þessum 60 árum. Í mörg ár leigði klúbburinn rútu og bíl- stjóra og ferðaðist um landið okkur öllum til ánægju og fróð- leiks. Allar komu með veitingar og aðeins það besta var nógu gott. Einnig ferðuðumst við oft til útlanda og eru þær ferðir ógleymanlegar. Í mörg ár hefur fyrsti saumaklúbbur vetrarins byrjað með glæsilegum hádeg- isverði á fallega heimilinu þeirra á Sólvallagötunni. Binna var af- ar dugleg, stundaði sund og leikfimi og vann í 25 ár á skrif- stofu Dvalar- og hjúkrunar- heimilisins Grundar. Þar undi hún sér vel enda mannblendin og ljúf við alla. Fyrir jólin fluttu þau hjónin í fallega íbúð við Þorragötu en þá var heilsu Binnu farið að hraka. Við trúð- um því að henni tækist að sigr- ast á þessu en veikindin reynd- ust alvarleg og nú hefur þessi kæra kraftmikla vinkona kvatt okkur samferðafólkið sitt. Við eigum eftir að sakna þín mikið en þökkum í einlægni fyr- ir allar gleðistundirnar sem þú gafst okkur og ómetanlega vin- áttu í 60 ár. Við sendum Geir, Kristni, Ívari, Sigríði Ásthildi og fjöl- skyldum þeirra okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd saumaklúbbsins úr Húsmæðraskóla Reykja- víkur, Árný J. Guðjohnsen. Látin er í Reykjavík jafnaldra mín og skólasystir um 10 ára skeið. Skólasystkinin í Landa- kotsskóla árin 1945-1951 voru sérkennilegur hristingur. Þar var Arnþór Garðarsson síðar fuglafræðiprófessor í hálfa öld – þar var Laila Andrésson – fjör- kálfurinn í bekknum, Sverrir Schopka síðar efnafræðingur í Köln í Þýzkalandi – hann var formaður í félagi, sem við stofn- uðum og hét því óvirðulega nafni „Ungafélagið“ sem skyldi eftir fremsta megni vinna gegn áhrifum Halldórs Laxness varð- andi rithátt á ng og nk reglunni. Félagsmeðlimum var gert skylt að bera ungi fram sem ungi en ekki úngi. Semsagt vestfirzka leiðin. Þar var líka Þór Ólafsson, síðar margmiljóner í útvegi í Miðnesi í Sandgerði, þar var Edda Óskarsdóttir, sem á „Ungamálinu“ nefndist „skref- löng“ og giftist síðar föðurbróð- ur vors ástsæla forseta Ó.R.G. En spéfuglinn í þessum glað- lega hópi ungmenna var Bryn- hildur vinkona okkar allra Kristinsdóttir sem lífgaði upp á móralinn með óvæntum og prakkaralegum og oft mein- hæðnum athugasemdum. Prestar í Landakoti voru á þessum tíma, ólíkt því sem síðar varð, sannir barnavinir. Skóla- stjórinn, sr. Ubaghs, var nett prúðmenni og agi var góður, sr. Hákon Loftsson varð okkur vin- Brynhildur K. Andersen HINSTA KVEÐJA Það var alltaf gaman að koma á Sólvallagötu og vera með minni skemmti- legu ömmu. Hún var alltaf í stuði og vildi alltaf gera eitthvað skemmtilegt með mér. Þegar ég hugsa til hennar koma alltaf upp í hugann hennar háu hælar og hvað hún var blíð og góð. Það var gott að eiga ömmu í næstu götu og geta alltaf hlaupið til hennar. Það sem við hlógum og gerðum mik- ið saman. Ég mun sakna hennar alla tíð. Guð geymi ömmu Binnu. Áslaug.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.