Morgunblaðið - 21.03.2019, Side 44
44 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2019
✝ Einar Runólfs-son fæddist í
Garðhúsum á
Seyðisfirði 25.
desember 1918.
Hann lést á Hrafn-
istu í Hafnarfirði
10. mars 2019.
Foreldrar hans
voru Runólfur Sig-
fússon og Frið-
rikka Einars-
dóttir. Systkini
Einars eru Oddný, matráðs-
kona, d. 14. apríl 2005, Gústaf
Adólf, vélstjóri, d. 7. janúar
1950, Sigfríður, húsmóðir, d.
12. nóvember 2017, Dagmar,
húsmóðir, f. 4. nóvember 1926,
og Sævaldur, stýrimaður,
fæddur 10. ágúst 1930.
Einar kvæntist í maí 1941
Vilborgu Einarsdóttur, Monnu,
f. á Þórarinsstaðaeyrum við
Kolbrún Ýr og Hreinn Ómar.
Þau eiga ellefu barnabörn og
tíu barnabarnabörn. Hlöðver,
f. 11. nóvember 1945, d. 25.
desember 1986, maki Kristín
Káradóttir, f. 1. maí 1949, d.
20. febrúar 2014. Börn þeirra
eru Sigurður Helgi og Hlín.
Þau eiga fjögur barnabörn.
Friðbjörg, f. 14. júní 1956,
maki Magnús Geir Einarsson,
f. 30. september 1956, búsett í
Svíþjóð. Börn þeirra eru Mar-
grét Lilja, Einar Víðir og
Hlynur. Þau eiga eitt barna-
barn.
Vilborg og Einar bjuggu í
Vestmannaeyjum til ársins
1964 en fluttu þá í Kópavog.
Einar var einn farsælasti og
fengsælasti skipstjóri Eyja-
flotans á blómatíma útgerðar í
Vestmannaeyjum um miðbik
síðustu aldar, 1940-1960 en
eftir að hann fluttist í Kópa-
vog vann hann mest við neta-
gerð.
Einar verður jarðsunginn
frá Kópavogskirkju í dag, 21.
mars 2019, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Seyðisfjörð 21.
nóvember 1921, d.
18. janúar 2005.
Foreldrar hennar
voru Einar Sig-
finnur Guðjónsson
og Anna Bekk
Guðmundsdóttir.
Einar og Vil-
borg eignuðust
fimm börn en
misstu sitt fyrsta
barn, hin eru; Atli,
f. 21. janúar 1943, maki Rut
Óskarsdóttir, f. 22. september
1946, búsett í Vestmannaeyj-
um. Börn þeirra eru Einar Vil-
berg, d. 1990 og Ósk Rebekka.
Þau eiga þrjú barnabörn og
tvö barnabarnabörn. Eygló, f.
28. febrúar 1944, maki Hreinn
Smári Guðsteinsson, f. 12. des-
ember 1939, búsett í Hafnar-
firði. Börn þeirra eru Anna,
Elsku afi í Kópó.
Mikið er ég stoltur að hafa
átt afa í 51 ár. Afa sem varð
rúmlega 100 ára! Það var ekki
að sjá á þér eða heyra þegar við
hittumst að aldurinn væri fyrir
þér, helst varstu fúll þegar sjón
og heyrn skertist. Stálminnugur
fram á síðasta dag. Þú hafðir
einstakt lag á að láta öllum líða
mjög vel þegar komið var í
heimsókn til þín og ömmu á
Digró. Komst alltaf brosandi á
móti manni með faðminn opinn
og faðmaðir alla þéttingsfast.
Fyrir utan ótal heimsóknir
þá stendur alltaf upp úr hefðin
að heimsækja þig á afmælinu
þínu á jóladag. Einn afmælis-
dagur þinn varð þó að martröð
fyrir okkur öll þegar við feng-
um þær sorgarfréttir að pabbi
minn, sonur þinn, Hlöðver
Einarsson, hefði farist með
Suðurlandinu.
Eftir að sonur okkur hjóna
fæddist fyrir 30 árum síðan, þá
sáu það allir hversu hrærður þú
varst í skírninni hans og hann
fékk nafnið Hlöðver. Við Þor-
björg erum ykkur ömmu ævin-
lega þakklát fyrir að hafa geng-
ið á eftir því að fá að passa
drenginn fyrir okkur hjónin á
meðan við vorum að koma undir
okkur fótunum. Þið höfðuð mik-
inn áhuga á að kynnast honum
vel. Hlöðver sonur okkar mun
aldrei gleyma þeim stundum
sem hann eyddi með ykkur. Svo
mikið var hann með ykkur að
yngri systir hans, Matthildur,
kallaði ykkur „ömmu og afa
hans Hlöðvers“ og brosti.
Fyrir um ári síðan var ég
beðinn um að koma við hjá þér
og kanna hvort ekki væri allt í
lagi með þig vegna þess að það
var eins og þú hefðir tekið tólið
af símanum. Ég hugsaði allt á
versta veg, afi minn, 99 ára,
einn heima og enginn náði
símasambandi. Þetta hlaut að
vera alvarlegt. Ég mætti stress-
aður á Digró, þú komst til dyra
með opinn faðminn eins og allt-
af. Eftir hálftíma spjall þá sagði
ég við þig „af hverju tókstu tól-
ið af símanum, afi minn?“ og þú
varst ekki lengi að svara „Sig-
urður Helgi, ég þarf frið til að
elda, það er alltaf verið að
trufla mann!“.
Handlaginn varstu alla tíð og
skipulagið ótrúlegt. Allt á sínum
stað, ekki bara einhvers staðar.
Allt merkt og í röð og reglu.
Það eru ekki margir 100 ára
sem eru búnir að fara og borga
fyrir áletrunina á legsteininn
sinn og skilja kvittunina eftir á
vísum stað ásamt ljósi sem setja
skal á legsteininn, innpakkaður
og búið að tússa á hann leið-
beiningar. Þetta er afi minn í
hnotskurn.
Hvíldin er loksins komin og
þú ert líklega allra manna fegn-
astur. Loksins segi ég en eftir
að amma dó árið 2005 sagðist
þú vera klár til að fylgja henni
eftir en þinn tími var ekki næst-
um því kominn. Mikið er ég
þakklátur fyrir að hafa átt þig
sem afa. Einar Run., glæsilegi
skipstjórinn úr Vestmanna-
eyjum.
Sigurður H. Hlöðversson.
„Hver er að koma?“ heyrðist
með barnslegri röddu í hvert
skipti sem ég kom í heimsókn á
Digró.
Já, afi, þú tókst alltaf eins á
móti mér og það var ekki fyrr
en ég var orðin fullorðin að ég
heyrði þína réttu og fallegu
rödd. Eftir sterkt faðmlag fór-
um við svo beint undir rúm og
drógum út kúluspilið og tókum
einn leik. Gæðastundir sem
enduðu alltaf með súkku-
laðiköku úr frystikistunni sem
þú hafðir að sjálfsögðu bakað
sjálfur. Börnin mín fengu þau
forréttindi að kynnast þér og á
einhvern hátt tókst þér að
smita Sólina mína af steinsöfn-
unargeninu og varðveitir hún
þá gimsteina eins og gullið sitt.
Elsku afi, það verða ekki allir
100 ára og finnst mér það ótrú-
lega merkilegt að hafa upplifað
þennan merka atburð, þótt ég
hafi ekki verið á staðnum um
jólin hugsaði ég til þín eins og
flesta aðra daga. Elsku afi,
gefðu pabba, mömmu og ömmu
þétt og gott faðmlag frá mér
eins og þú gerðir alltaf þegar
ég kvaddi þig og ég trúi því að
það hafi orðið fagnaðarfundir
þegar þú loksins mættir.
Sælir eru hjartahreinir því
þeir munu guð sjá.
Þín
Hlín.
Frændi er nú kominn í þær
vistaverur er sameina aftur
frænda og frænku.
Fyrst man ég eftir frænda og
minni frábæru frænku Vilborgu
um fimm ára aldurinn heima á
Fífilgötu. Friðrikka amma og
Oddný móðir mín bjuggu á
jarðhæðinni en Einar frændi og
fjölskylda á efri hæðunum.
Húsið allt ásamt nærumhverfi
var minn leikvöllur. Þarna var
ég í faðmi eins konar stórfjöl-
skyldu.
Frændi var skipstjórnar-
menntaður og stundaði útgerð á
Sídoni VE 155 er hér var komið
og voru ófáar ævintýraferðir
með honum niður á bryggju og í
útgerðaraðstöðuna á Básaskers-
bryggju. Óborganlegur tími.
Eitt sinn var ég um borð í Sí-
doni og sat bryggjumegin á
borðstokknum með fótinn út
fyrir og fleiri bátar utan á.
Skyndilega rak allan stabbann
að bryggju og klemmdi fótinn
milli bryggju og lunningar.
Frændi þaut upp með snerpu
byssukúlunnar og ýtti stabb-
anum frá. Með snarræði hans
geng ég enn tvífættur. Yfir-
vegað samtal fylgdi í kjölfarið
og hef ég síðan virt lunningar
skipa.
Hvað kátastan sá ég frænda
koma með Sídon drekkhlaðinn
að landi með hvorki meira né
minna en 65 tonn af rígaþorski.
Þá var glatt á hjalla á Fífilgöt-
unni.
Fastur punktur tilverunnar
voru gamlárskvöldin og brennu-
söfnun. Sem ábyrgðarmaður
brennunnar skipaði frændi gríð-
arstórt hlutverk. Grunar mig
strákinn frænda hafa skemmt
sér jafn vel ef ekki betur en
þeir yngri. Frændi sá um
brennustöflun og ætíð kveikt í á
slaginu sex. Oftar en ekki vor-
um við á neðri hæðinni svo í
mat hjá frænda og frænku eftir
brennuævintýrið. Frændi skaut
svo upp gömlum birgðum skipa-
flugelda þegar á leið kvöldið;
sannkallaðar dýrðarstundir.
Frændi og frænka fluttu í
Kópavog 1964 og bjuggu þar til
hinstu stundar. Ófá skipti
dvaldi ég hjá þeim í svoköll-
uðum borgar- og menningar-
ferðum við frábært atlæti. Í
Eyjagosinu opnuðu þau hús sitt
upp á gátt og var sú framganga
til mikils sóma.
Næstu árin eftir gosið gisn-
aði heldur á heimsóknum til
frænda og frænku en kom þó
reglulega við til að hlaða batt-
eríin. Afmælisdagur frænda var
nánast alltaf frátekinn og leit
ég á það sem helgispjöll að
mæta ekki í jólaafmælið hans.
Það ríkti gleði og glaumur þeg-
ar stórfjölskylda frænda kom
saman og lék hann á als oddi.
Þessar stundir hafa mikið til-
finningalegt gildi fyrir mig.
Ekki brást frændi vænting-
um mínum þegar ég fór með
dætur mínar, bráðungar, í
heimsókn til hans og tók þeim
sem sínum eigin afabörnum og
hefur svo verið alla tíð. Þá var
hann aldeilis kampakátur að fá
barnabörn mín, Fróða og Sögu,
í heimsókn.
Mér er einkar minnisstætt
viðtal sem vinur minn Helgi
Bernódusson tók við frænda,
háaldraðan, um starfsævi hans
og gamla daga sem birtist í Sjó-
mannadagsblaði Vestmannaeyja
2006. Stálminni hans var ein-
stakt.
Hjá frænda ríkti aldrei vol og
víl þrátt fyrir mikla ágjöf á lífs-
ins braut. Hann fann sína leið
og fór í gegnum lífið á sinn hátt
og eigin forsendum; æðruleysi.
Með þessum fátæklegu orð-
um kveð ég frænda með þakk-
læti og söknuð í hjarta.
Elsku frændi, takk fyrir allt
og allt.
Við fjölskyldan vottum hans
nánustu innilega samúð.
Friðrik Jósepsson
og fjölskylda.
Einar
Runólfsson✝ Sveinn Kraghfæddist í
Reykjavík 14. jan-
úar 1959. Hann
lést á gjörgæslu-
deild Landspítal-
ans 6. mars 2019.
Foreldrar hans
voru Lína Kragh,
verslunareigandi
og tannsmiður, f.
26. ágúst 1938, d.
16. október 1992,
og Hillary Femia.
Sveinn var elstur í röð fjög-
urra systkina, síðan kom Þor-
steinn Kragh, f. 9. maí 1961, d.
18. nóvember 2017, þá Kjartan
Guðbrandsson, f. 11. október
1966, svo Eydís Gréta Guð-
brandsdóttir, f. 7. febrúar
1970. Þau systkini voru sam-
mæðra, faðir Kjartans og
Grétu er Guðbrandur
Kjartansson læknir, f. 22.
september 1941.
Sveinn ólst upp í Reykjavík
á Húsavík, Raufarhöfn,
Hvammstanga og Akranesi.
Sambýliskona Sveins á ár-
unum 1995-2003 var Rósa Jó-
hannesdóttir, f. 7.
maí 1970. Börn
hennar eru Krist-
björg Inga Vals-
dóttir, f. 18. mars
1988, og Davíð
Smári Valsson, f.
16. júlí 1989. Þau
voru búsett í
Kópavogi.
Eftir gagn-
fræðaskóla tók
Sveinn landspróf í
Reykjaskóla og fór í brúar-
vinnuflokkinn á Hvamms-
tanga. Vann hann í Blöndu-
virkjun, bræðslunni á Eskifirði
og á vertíðum víða um land.
Um skeið vann hann ásamt
bróður sínum Þorsteini við að
halda tónleikahátíðir og flytja
inn tónlistarmenn. Þá var
hann barþjónn í Reykjavík til
nokkurra ára. Sveinn fór í
Tækniskólann menntaði sig
svo í tölvuviðgerðum og net-
umsjón og vann við það til
lokadags.
Útför Sveins fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag,
21. mars 2019, klukkan 15.
Elsku Svenni minn, það er
með miklum trega sem ég kveð
þig í hinsta sinn. Maður veit víst
aldrei hvenær maður sér sína
nánustu í síðasta skiptið.
Það er stutt síðan við hittumst
síðast og ég er fegin að við sögð-
um hvort öðru að okkur þætti
vænt hvoru um annað, þú tókst
þér alltaf tíma í að segja mér það
reglulega. Við höfum átt margar
góðar samverustundir frá því þú
komst inn í líf okkar. Dýrmæt-
ustu stundir okkar voru þegar við
sátum saman og áttum löng trún-
aðarsamtöl. Ég gat talað við þig
um hvað sem mér lá á hjarta og
um allt á milli himins og jarðar.
Þú vissir ótrúlegustu hluti og
hafðir þinn sérstaka hátt á að
ráðleggja mér.
Ég vissi líka að sama hvert
umræðuefnið væri myndi ég
aldrei minnka í áliti hjá þér eða
vera talin verri manneskja í þín-
um augum. Eftir þessi sérstöku
samtöl okkar sat ég oft í djúpum
hugleiðingum um það sem þú
sagðir. Þú varst alltaf tilbúinn til
þess að hjálpa mér með hvað sem
var og einnig öðru fólki. Ef ein-
hver bað þig um aðstoð varstu
venjulega stokkinn af stað. Þú
varst algjörlega fordómalaus
gagnvart fólki og lagðir ekki í
vana þinn að dæma annað fólk.
En lentir aftur á móti alltof oft í
því að vera dæmdur sjálfur af
fólki sem hafði ekki þroska til að
taka þér eins og þú ert.
Þú ert ein af hjartahlýjustu
manneskjum sem ég hef kynnst
og áttir auðvelt með að gefa af
þér. Ég var erfitt barn og erfiður
unglingur og þú lentir oft í mikl-
um þolraunum af minni hálfu,
það var ótrúlegt hve þú tókst mér
með miklu jafnaðargeði og þolin-
mæði. Sú vinátta, traust og kær-
leikur sem myndaðist á milli okk-
ar með tímanum og óx eftir því
sem ég varð eldri hefur mér alltaf
þótt dýrmætur. Þú munt alltaf
eiga sérstakan stað í mínu hjarta.
Þú munt alltaf eiga sérstakan
stað í mínu hjarta sem kær vinur
og fósturfaðir og ég mun minnast
þín ávallt.
Inga.
Elsku Svenni, hvernig kveð ég
þig í hinsta sinn? Hugsaðu þér að
þetta er nákvæmlega sama
spurningin og ég spurði elsku
Denna bróður okkar fyrir 16
mánuðum. Denni hafði þá kvatt
okkur systkinin langt um aldur
fram og við bara skildum ekki af
hverju. Og svo kveður þú núna
líka langt fyrir aldur fram og enn
skiljum við sem eftir erum ekki
neitt, af hverju? Mér finnst það
grátlega sorgleg staðreynd að ég
vissi ekki fyrr en þú varst farin
hvað þú áttir virkilega erfitt líf.
Aldrei kvartaðir þú samt yfir því,
hvorki við mig né aðra.
Eins og ég þekkti þig þá hefðir
þú sennilega fundið einhvern
húmor við þínar aðstæður hefði
ég vitað af þeim og rætt það við
þig. En ég gerði það ekki og nú er
það orðið of seint. Eða við skulum
orða það þannig að það verði að
bíða.
Við vorum ekki í miklum sam-
skiptum hin seinni ár en aldrei
gat mig grunað að ég væri að
hitta þig í hinsta sinn í jarðarför
Denna bróður okkar. Sagt er að
vegir guðs séu órannsakanlegir
og ætla ég bara að trúa því. Það
hlýtur að vera rétt því annars
væri þetta eitthvað svo tilgangs-
laust sem passar ekki, við höfum
öll tilgang. Ég trúi því, elsku
Svenni, að nú sértu hjá mömmu
og Denna bróður. Ég trúi því að
mamma og Denni hafi tekið á
móti þér með opnum örmum og
endalausu knúsi.
Elsku Svenni, takk fyrir alla
góðu og skemmtilegu minning-
arnar, þær eru dýrmætar og ylja
um hjartarætur.
Líkt og ástarljóð
sem enginn fékk að njóta,
eins og gulnað blað
sem geymir óræð orð,
eins og gömul hefð
sem búið er að brjóta,
þar er ég, þar ert þú,
þar er allt það sem ástin okkur gaf.
Þannig týnist tíminn
þó hann birtist við og við.
Líkt og sumarást
sem aldrei náði að blómstra,
líkt og tregatár
sem geymir falleg bros,
þarna er gömul mynd
sem sýnir glaðar stundir,
þar er ég, þar ert þú,
þar er allt það sem ástin okkur gaf.
Líkt og mynd sem bjó
í vonarlandi þínu,
eins og æskuþrá
sem lifnar við og við,
býr þar sektarkennd
sem ennþá nær að særa,
þar er ég, þar ert þú,
þar er allt það sem ástin okkur gaf.
Þannig týnist tíminn
þó hann birtist við og við.
(Bjartmar Guðlaugsson)
Þín systir,
Gréta.
Elsku besti Svenni minn, of
fljótt er komið að kveðjustund.
Ég fylgi þér eftir eins og alltaf en
nú í síðasta sinn. Með þér fer
hugur minn. Ég þakka þér fyrir
allt og allt. Þú ert öllum betri.
Heimurinn þér grimmur var en
nú er annar betri.
Það er gott að vita af þér á góð-
um stað. Það er fullt tungl í kvöld
en nú veist þú víst allt um það.
Svefnljóð
Loks er dagsins önn á enda,
úti birtan dvín.
Byrgðu fyrir blökkum skugga,
björtu augun þín.
Ég skal þerra tár þíns trega,
tendra falinn eld,
svo við getum saman vinur
syrgt og glaðst í kveld.
Lífið hefur hendur kaldar,
hjartaljúfur minn.
Allir bera sorg í sefa,
sárin blæða inn.
Tárin falla heit í hljóði,
heimur ei þau sér.
Sofna, vinur, svefnljóð
meðan syng ég yfir þér.
Þreyttir hvílast, þögla nóttin,
þaggar dagsins kvein.
Felur brátt í faðmi sínum,
fagureygðan svein.
Eins og hljóður engill friðar,
yfir jörðu fer.
Sof þú væran vinur,
ég skal vaka yfir þér.
(Kristján frá Djúpalæk)
Horfa vil ég andartak í augu þér
augun sem að hvert mitt fótmál
lýsa mér.
Kveðjukossinn gef þú mér svo heitt
og hljótt
og hann ég geymi á vörum mínum –
ég fer í nótt.
(Ómar Ragnarsson)
Þín
Rósa.
Sveinn Kragh
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTÍN JÓHANNESDÓTTIR,
lést fimmtudaginn 14. mars á
hjúkrunarheimilinu Eir.
Sævar Garðarsson Jóna Gísladóttir
Rúnar Garðarsson Þóra Einarsdóttir
Hrefna Garðarsdóttir
Úlfar Garðarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Frændi og vinur,
SKÚLI MAGNÚSSON,
jógakennari og nuddari,
Miðtúni 30, Reykjavík,
lést á heimili sínu 14. febrúar 2019.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Vandamenn