Morgunblaðið - 21.03.2019, Síða 45

Morgunblaðið - 21.03.2019, Síða 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2019 ✝ Eiríkur Snæ-björnsson fæddist á Stað í Reykhólahreppi 21. apríl 1953. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Vesturlands Akra- nesi 9. mars 2019. Foreldrar hans voru Snæbjörn Jónsson, f. 8. nóvem ber 1909, d. 21. ágúst 1982, og Unnur Guð- mundsdóttir, f. 7. júlí 1914, d. 26. apríl 2005. Snæbjörn og Unnur bjuggu öll sín búskaparár á Stað. Bræð- ur Eiríks eru Sigurvin, f. 27. september 1934, Jón, f. 29. ágúst 1941, d. 24. janúar 2000, Árni, f. 1. mars 1946, og Frið- geir, f. 6. júní 1947. Þann 26. júlí 1975 gekk hann að eiga Sigfríði Magnúsdóttur, f. 18. júní 1954. Foreldrar henn- ar voru Magnús Þorbergur Jó- hannsson, f. 4. september 1926, d. 17. ágúst 2016, og Katrín Sig- Eiríkur ólst upp á Stað en hann sótti skóla á Reykhólum og síðar að Reykjanesi í Ísa- fjarðardjúpi. Að lokinni skóla- göngu vann hann við hin ýmsu störf víða um land, m.a. verka- mannavinnu og á sjó. Árið 1975 hóf hann búskap með foreldrum sínum og eftir fráfall föður síns sinnti hann búinu ásamt konu sinni allt til ársins 2000 þegar Rebekka dóttir þeirra og Kristján tengdasonur komu inn í bú- skapinn. Hann bjó á Stað allt til dauðadags. Meðfram bústörfum sinnti Eiríkur ýmsum störfum s.s. skólaakstri, oft við erfiðar að- stæður, minkaveiðum og varg- eyðingu, dúnhreinsun og sölu á æðardún og innflutningi á ýmsu tengdu sauðfjárrækt. Eiríkur var formaður Sauðfjárrækt- arfélags Reykhólasveitar og formaður Búnaðarfélags Reyk- hólasveitar um árabil. Eiríkur sat oft Búnaðarþing fyrir Æðarræktarfélag Íslands. Hann sat í Breiðafjarðarnefnd til dauðadags. Útför Eiríks vreður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 21. mars 2019, og hefst klukkan 13. Jarð- sett verður í Staðarkirkjugarði á Stað í Reykhólahreppi. urðardóttir, f. 7. október 1930, d. 18. september 1987. Eiríkur og Fríða eignuðust þrjú börn. Þau eru: Gauti, grunnskóla- kennari og leið- sögumaður, f. 1. febrúar 1975. Maki Helga Dögg Krist- jönudóttir þroska- þjálfi, f. 28. októ- ber 1980. Börn þeirra eru Brynja Mjöll, f. 7. febrúar 2009, Ari Fannar, f. 19. mars 2011, og Kristjana Ey, f. 20. ágúst 2015. Rebekka, bóndi á Stað og leið- beinandi, f. 23. apríl 1976. Maki Kristján Þór Ebenezersson, bóndi á Stað, f. 20. september 1975. Dætur þeirra eru Védís Fríða, f. 7. maí 2002, og Aníta Hanna, f. 20. febrúar 2005. Harpa Björk, búfræðingur og ferðamálafræðingur, f. 30. apríl 1982. Sambýlismaður Guð- mundur Karl Magnússon véla- maður, f. 10. júní 1988. Látinn er mágur minn, Eirík- ur bóndi á Stað í Reykhólasveit, langt um aldur fram. Mig langar að minnast hans í nokkrum orðum. Hann er fæddur og upp- alinn á Stað og bjó þar alla tíð. Foreldrar hans, Unnur Guð- mundsdóttir og Snæbjörn Jóns- son, bjuggu stórbúi á ríkisjörð- inni Stað. Eiríkur var mjög ungur þegar hann þurfti að taka ákvörðun um hvort hann tæki þátt í búskap foreldra sinna og gerðist meðeigandi að fé- lagsbúinu á Stað. Hann var trú- lofaður stúlku frá Hólmavík, Sig- fríði Magnúsdóttur, sem sam- þykkti ráðahaginn. Þau hafa síðan búið á Stað, fyrst í fé- lagsbúi með foreldrum Eiríks, en síðar ásamt Rebekku dóttur þeirra og Kristjáni tengdasyni. Snæbjörn faðir hans var framsýnn maður og stórhuga og Eiríkur erfði svo sannarlega þann eiginleika. Alltaf var verið að bæta, ýmist í byggingum, ræktun, gera upp gamlar bygg- ingar og hugsa í einu og öllu um að fara sem best með sitt. Þegar ég kom fyrst að Stað fyrir nær 50 árum fannst mér skrítið að koma á svona stórt heimili þar sem alltaf var verið að vinna að mínu mati. Mikill gestagangur og allir boðnir vel- komnir. Alltaf einhver börn í sveit og hafa mörg þeirra verið í sambandi við fjölskylduna alla tíð síðan. Oft hefur verið setið lengi við borðstofuborðið og spjallað og skipulagt. Fjölbreyttur búskapur er stundaður á Stað, ásamt ýmsum hlunnindanytjum. Æðarvarpið heillaði mig mjög og var það fastur þáttur í tilverunni að koma vestur á vorin og fara í dúnleitir. Það er ótrúlega fallegt að fara um eyjarnar og huga að æðarkollunni. Hlunnindin eru sameiginleg á milli jarðanna Staðar og Ár- bæjar og ávallt hefur verið mikið og gott samstarf á milli bæjanna um þau. Þá hafa Eiríkur og Þórður bóndi í Árbæ haft fjöl- þætta og farsæla samvinnu um ýmis mál, auk hlunnindanna, og m.a. byggt saman verkfærahús og keyptar vélar í félagi. Þetta hefur verið hagkvæmt og far- sælt. Fyrst þegar ég tók eftir rjúp- unni uppi á fjalli orðaði ég það við Eirík að rjúpa væri uppá- halds jólamaturinn minn. Enda ættuð að norðan. Hann fór og veiddi nokkrar rjúpur handa mér og alla tíð síðan komu rjúp- ur óumbeðið að vestan, nema þegar rjúpnabann var. Það var svo fyrir þremur árum að ég ákvað að nú væri nóg komið af rjúpum, Eiríkur hættur að fara á fjall og ég orðin þreytt á að ham- fletta. Nú hafa þær griðastað í kirkjugarðinum á Stað þar sem gaman er að fylgjast með þeim. Eiríki var það kappsmál að kaupa jörðina af ríkinu. Það tókst svo fyrir nokkrum árum. Honum þótti mjög vænt um jörðina og því var það mikill létt- ir þegar fyrir lá að nýr vegur mundi ekki fara þar um. Áfram verður hægt að horfa í friðsæld til sjávar frá bænum og dást að hinu dýrðlega útsýni yfir eyjar og voga og hlusta á úið í æð- arkollunni. Ég vil að lokum þakka mínum kæra mági samfylgdina og þakka innilega fyrir mig og mína. Ég votta elsku Fríðu, Gauta, Rebekku Hörpu Björk og fjölskyldum samúð mína. Eirík- ur fær nú hvílu við hlið foreldra sinna í kirkjugarðinum á Stað. Sigríður Héðinsdóttir. Fólkið á Stað. Maðurinn minn heitinn Guðmundur Thoroddsen sagði mér frá þeim fyrst. Hann var í sveit á Stað frá unga aldri og dvaldi hjá þeim á sumrin þangað til hann var orðinn átján ára. Eiríkur og hann voru jafn- aldrar og miklir vinir. Unnur móðir Eiríks gekk Guðmundi á margan hátt í móðurstað þegar hann missti foreldra sína tiltölu- lega ungur og þegar hann fór fyrst með mig í heimsókn í sveit- ina sína þá skildi ég svo vel hvað fólkið á Stað var honum mik- ilvægt. „Eiki á Stað er svo mikill bóndi,“ sagði hann „og Fríða konan hans, sem er Hólmavíkur- stelpa, geislar af hamingju yfir því að búa í sveit.“ Mér var vel tekið á Stað frá fyrsta degi. Unnur var þá orðin ekkja og hún var svo gestrisin að hún kallaði fólk heim að bæ hvar sem til þess sást í nágrenninu, jafnvel ofan af fjalli, til að þiggja góðgerðir og kaffi. Eða þannig lýsti fóstursonurinn því. Staður er engin venjuleg sveit, landið er víðfeðmt og hlunnindi mikil enda nokkrar Breiðafjarðareyjar með í spilinu. Fuglalíf er mjög fjöl- skrúðugt á þessu svæði og á Stað er lítil sveitakirkja, Stað- arkirkja, sem er algjör þjóðar- gersemi. Eiríkur var tekinn við búinu þegar ég kom fyrst á Stað og mér fannst strax eins og hann væri samofinn landinu, jarðteng- ingin var svo sterk, tengslin svo hlaðin hefðum og sögu. Bræður Eiríks komu mikið að Stað og hjálpuðu til við ýmislegt og börnin þeirra Fríðu og Eika voru öll harðdugleg til allra verka á bænum. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þessari fjölskyldu og eiga hana að. Guðmundur lést langt um aldur fram og er jarð- aður í Staðarkirkjugarði. Hann er hvergi betur geymdur en hjá þeim. Synir okkar tveir og ég höfum því miður ekki komið eins oft að Stað síðustu árin og við hefðum óskað, en í síðustu heim- sókninni hittum við Eirík, hann gaf sér tíma til að skreppa heim af túnunum til að drekka með okkur kaffi. Þegar við heilsuðum honum í þvottahúsinu hélt hann annarri hendinni fyrir aftan bak og horfði sposkur á okkur. „Það er merkilegt að ég skuli hafa fundið þetta einmitt þegar þið komið í heimsókn,“ sagði hann og dró fram lítinn ugluunga. Hann hafði fundið hann ófleygan í skurði og kom með hann heim á bæ til að reyna að bjarga honum. Þeir Guðmundur og hann höfðu nefnilega verið með snæuglu í fóstri í útihúsunum á Stað um tíma þegar þeir voru börn og samskiptin við ugluna voru þeim mjög eftirminnileg. Nú hafði Ei- ríkur fengið aðra uglu upp í hendurnar til að sýna strákunum hans og rifja með þeim upp sög- ur af snæuglunni góðu. Þetta var dýrmæt stund fyrir strákana sem þeir gleyma aldrei. Nú er Eiríkur bóndi á Stað fallinn frá allt of snemma. Við sendum Fríðu, börnunum og fjölskyldum þeirra sem og stór- fjölskyldunni frá Stað innilegar samúðarkveðjur. Þið eigið alltaf sérstakan stað í hjörtum okkar. Elísabet, Jón Kolbeinn og Einar Viðar. Eiríkur á Stað er látinn, lét að lokum í minni pokann fyrir þrá- látum óvini sem reyndist ósigr- andi, eftir langa baráttu. Máttar- stólpi hans, Sigfríður Magnús- dóttir, stóð með honum bar- dagann á enda. Henni votta ég virðingu mína. Henni og fjöl- skyldu þeirra votta ég af alhug samúð. Eiríkur var upprunninn við myndarbúskap og rausnar- heimili. Merkið báru þau Eiki og Fríða áfram með fullri reisn. Gott er að geta sagt frá því, of mörg eru dæmin um að miður fari við kynslóðaskipti í íslensk- um búskap. Gott er og hve horfurnar eru góðar með búskapinn á Stað í höndum afkomendanna, sem teknir eru við. Eiríkur var samvinnumaður, uppalinn við það að betra var að vinna saman við hlunnindi og sjávarnytjar. Til fyrirmyndar var samvinnan við búskapinn á Stað og Árbæ, þar stóð og stend- ur enn samhjálpin á gömlum merg genginna kynslóða, eða allt frá því að Árbær var byggður út úr Stað fyrir miðja síðustu öld. Eiríkur var viðræðugóður maður en hafði ekki hátt. Það fór ekki hjá því að hann lenti jafnan framarlega og hafði forystu í mörgum félögum búskapar; sauðfjárrækt, æðarrækt og jarð- rækt svo eitthvað sé nefnt. Sennilega tranaði hann sér ekki í neinu, þetta var bara svona. Honum kippti í kynið og líkt- ist föður sínum í því að hafa gaman af verslun. Þegar ýmislegt hafði gengið á og margt verið sagt af mörgum í sambandi við dúnsölu og dún- verð fór hann að þreifa og reyna þetta sjálfur. Honum tókst vel upp, hávaðalaust. Viðskipti hans stóðu jafnan allvel, hann gerðist ekki stórútflytjandi, enda höfðu sumir hærra í þeirri stétt og höfðu meira umleikis. Enda hafa ekki allir kaup- menn svo traustan maka sér við hlið að spara má skrifstofubákn. Fríða mín, kæra vinkona! Marga átti ég ánægjustundina á heimili ykkar. Fjölskyldu ykkar allri sendi ég samúðarkveðju mína og heiti á þann mátt er allri giftu ræður að áfram fái búskapurinn á Stað að halda þeirri reisn sem honum ber. Jóhannes Geir Gíslason. Eiríkur Snæbjörnsson Móðir okkar, ÁRNÝ ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Másstöðum, Innri-Akraneshreppi, verður jarðsungin frá Hveragerðiskirkju föstudaginn 22. mars klukkan 14. Guðmundur Eggert Björnsson Þorgrímur Rúnar Kristinsson Hafsteinn Heiðar Kristinsson Herman Þór Kristinsson Ólína Björk Kristinsdóttir Guðlaugur Magni Davíðsson Davíð Jóhann Davíðsson ásamt mökum og afkomendum Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI H. SIGURÐSSON úrsmiður, lést á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 16. mars. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 22. mars klukkan 13. Aðstandendur þakka starfsfólki Hrafnistu fyrir einstaka umönnun. Sigurður Helgason Rannveig Halldórsdóttir Erla Jónsdóttir Helgi Hafsteinn Helgason Fjóla Grétarsdóttir Edda Júlía Helgadóttir Sigrún Gréta Helgadóttir barnabörn og langafabörn Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, SIGURLAUG J. JÓNSDÓTTIR ökukennari, lést á líknardeild Landspítalans 11. mars. Útför hennar fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þriðjudaginn 26. mars klukkan 13. Guðmundur Rúnar Ólafsson Linda Björk Magnúsdóttir Elínborg Jóna Ólafsdóttir Guðmundur Kr. Tómasson Kristín Ólafsdóttir Valur Einar Valsson Ólafur Erling Ólafsson Helma Ýr Helgadóttir og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, amma, langamma og langalangamma, SIGRÍÐUR FLYGENRING, Espigerði 2, Reykjavík, lést á Droplaugarstöðum 12. mars. Útförin fer fram frá Neskirkju, Reykjavík, miðvikudaginn 3. apríl klukkan 13. Ásta Guðmundsdóttir Bryndís S. Guðmundsdóttir Gunnar S. Guðmundsson Kjartan B. Guðmundsson barnabörn, langömmubörn og langalangömmubarn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, sonur og bróðir JÓHANN ÞÓRLINDSSON, Klapparstíg 4, Keflavík, lést á heimili sínu laugardaginn 16. mars. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 3. apríl klukkan 15. Halldóra Guðrún Víglundsdóttir Þórlindur Jóhannsson Nikola Jóhannsson Tinna Ósk Kristjánsdóttir Vilborg Pála Kristjánsdóttir Halldór Breki Kristjánsson Kristján Breki Kristjánsson Jóhanna Valdimarsdóttir Þórlindur Jóhannsson og systkini hins látna. Elskulegur faðir minn, afi og langafi, HÁLFDÁN INGI JENSEN, Kríuhólum 4, lést föstudaginn 8. mars. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 22. mars klukkan 13. Guðni Óskar Jensen Kristjana Helga Jensen Árni Hörður Ragnarsson Sunna Guðrún Jensen Guðni Yngvason barnabörn og barnabarnabörn ÖRN ERLINGSSON, skipstjóri og útgerðarmaður úr Garðinum, lést á Landspítala 13. mars. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 26. mars klukkan 13. Aðstandendur færa starfsfólki hjartadeildar Landspítala við Hringbraut sérstakar þakkir fyrir góða hjúkrun og umönnun. Ingunn Þóroddsdóttir. Dagfríður, Stefán, Erlingur, Hjörtur, Örn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.