Morgunblaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 60
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 MJÚKIR DAGAR AF ÖLLUM HANDKLÆÐUM, PÚÐUM, ÁBREIÐUM, RÚMFÖTUM OG MOTTUM 21. MARS - 1. APRÍL 20-50% Jazztríó Eddu Borg heldur tónleika í kvöld kl. 21. Tríóið skipa, auk Eddu Borg, Björn Thoroddsen gítarleikari og kontrabassaleikarinn Bjarni Sveinbjörnsson. Þau munu leika lög úr djassbiblíunni góðu og gamla, góða djassstandarda. Tríóið lék fyrst árið 1990 og dustar nú rykið af nærri 30 ára gamalli efnisskrá auk þess að flytja valdar perlur. Jazztríó Eddu Borg í Petersen-svítunni FIMMTUDAGUR 21. MARS 80. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Úrslitakeppni Íslandsmóts karla í körfuknattleik hefst í kvöld þar sem fyrstu leikir átta liða úrslitanna fara fram. Benedikt Guðmundsson fer yfir stöðuna í íþróttablaðinu í dag og telur fleiri lið eiga möguleika á að fara alla leið í ár en áður. Hann spáir því að öll átta liðin vinni að minnsta kosti einn leik og í tveimur einvígjum þurfi oddaleik. »2-3 Fleiri lið eiga mögu- leika en undanfarin ár ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Bergljót Arnalds söngkona, Birgir Þórisson píanóleikari og Margrét Arnar harmónikkuleikari halda tón- leika í Hannesarholti í kvöld kl. 20 og má búast við Parísarstemningu. Flutt verða lög sem Edith Piaf, Jacques Brel, Josepth Kosma og Charles Aznavour gerðu fræg á sín- um tíma og mun Bergljót einnig flytja lag eftir sjálfa sig á frönsku. Bergljót bjó um hríð í París, þar sem hún stundaði tónlistar- nám. Þá bjó hún einnig í hálft ár í Austur- Kongó og starf- aði sem blaða- maður á átaka- svæðum. Parísarstemning í Hannesarholti Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Léttsveit Reykjavíkur, fjölmennasti kvennakór landsins með um 120 söngvara, heldur árlega vortónleika í Háskólabíói 9. maí nk. og að vanda verður boðið upp á þétta dagskrá, þar sem Sigga Beinteins, Jógvan Hansen og Guðrún Gunnarsdóttir koma fram sem gestasöngvarar. Elísabet E. Guðmundsdóttir, eða Lella eins og hún er gjarnan kölluð, er 2. sópran og hefur verið í kórnum frá byrjun. Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur var stofnuð 1995 og varð sjálfstæður kór 2000. Söngurinn mikilvægur Lella byrjaði snemma að syngja og segir að foreldrarnir hafi stjórnað því að hún fór í Sólskinskórinn, barnakór sem söng í útvarpinu, þegar hún var í barnakólanum Grænuborg. „Pabbi var mjög söngelskur og þegar sumir krakkar á mínum aldri fóru í sunnu- dagaskóla fór ég á söngæfingar í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu á sunnudagsmorgnum.“ Fljótlega fór Lella í Dansskóla Rigmor Hanson. „Æfingarnar voru fyrst í bragga við Snorrabraut og við komum víða fram, meðal annars í Þjóðleikhúsinu, þaðan lá leiðin í ball- ett og svo fór ég að kenna líkams- rækt í Kramhúsinu, þegar það hóf starfsemi fyrir yfir 30 árum. Ég kenni þar enn í forföllum, en söng- urinn er samt aðalatriðið.“ Lella var lengi í sýningarhópi í djassballett hjá Báru og einnig áber- andi í tískusýningum á sjöunda og áttunda áratug liðinnar aldar. „Það var svo mikið um þessar tískusýn- ingar á tímabili, til dæmis á ferða- kynningum hjá Ingólfi í Útsýn á Hót- el Sögu og svo voru það lopavöru- kynningarnar í hádeginu á Hótel Loftleiðum. Auk þess sá ég oft um tískusýningar fyrir hin og þessi fyrir- tæki.“ Samkvæmt framansögðu er ljóst að Lella hefur varið drjúgum tíma á sviði og undanfarna áratugi með kórnum. „Við vorum í sérlega vel heppnuðum æfingabúðum á Hótel Hamri í Borgarfirði fyrir skömmu, en á tónleikunum syngjum við vinsæl lög frá sjötta og sjöunda áratugn- um,“ segir hún og á vart til orð til að lýsa því hvað kórastarfið sé gefandi. „Þessu fylgir svo mikil vinátta og gleði og það er alltaf gaman að fara á kóræfingu.“ Þegar Léttsveitin syngur á tón- leikum syngja konurnar aldrei eftir nótum heldur læra öll lög utanbókar. Jóhanna Þórhallsdóttir stjórnaði kórnum fyrstu 17 árin og Gísli Magna hefur stjórnað honum undan- farin sjö ár. „Starfsemin er mjög metnaðarfull og út frá kórnum hafa sprottið ýmsir undirhópar. Við erum til dæmis með öflugan gönguhóp á sumrin og um 30 konur spila saman golf. Við köllum okkur Léttsveifl- urnar og förum í æfingaferð til Pól- lands í lok maí,“ segir Lella. Morgunblaðið/Hari Kóræfing Elísabet E. Guðmundsdóttir fyrir framan kórfélagana í vikunni. Vortónleikarnir verða í maí. Lella í Léttsveitinni og Léttsveiflunum  Byrjaði söngæfingar í Íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.