Morgunblaðið - 30.03.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.03.2019, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MARS 2019 Njóttu þess að hlakka til Krít – 10 nætur frá 137.900 kr. á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með morgunverði. Oscar Suites & Village Sumarhvellur ★★★★ GILDIR Í VALDAR BROTTFARIR Í JÚNÍ, JÚLÍ OG ÁGÚST Frábær verð í sumar og sól Veður víða um heim 29.3., kl. 18.00 Reykjavík 1 léttskýjað Hólar í Dýrafirði 2 alskýjað Akureyri 1 skýjað Egilsstaðir 2 skýjað Vatnsskarðshólar -1 snjókoma Nuuk 0 snjókoma Þórshöfn 5 skýjað Ósló 12 heiðskírt Kaupmannahöfn 12 heiðskírt Stokkhólmur 12 heiðskírt Helsinki 9 heiðskírt Lúxemborg 16 heiðskírt Brussel 17 heiðskírt Dublin 12 léttskýjað Glasgow 10 alskýjað London 16 heiðskírt París 17 heiðskírt Amsterdam 15 léttskýjað Hamborg 14 léttskýjað Berlín 12 skýjað Vín 13 heiðskírt Moskva 2 alskýjað Algarve 19 léttskýjað Madríd 17 heiðskírt Barcelona 15 heiðskírt Mallorca 16 léttskýjað Róm 17 heiðskírt Aþena 10 rigning Winnipeg 1 snjókoma Montreal 5 skýjað New York 11 alskýjað Chicago 10 skýjað Orlando 24 léttskýjað  30. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:54 20:12 ÍSAFJÖRÐUR 6:55 20:21 SIGLUFJÖRÐUR 6:38 20:04 DJÚPIVOGUR 6:22 19:42 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á sunnudag Sunnan og síðar suðvestan 8-15 m/s með úrkomu, en snjókomu eða éljum seinni partinn, hvassast við V-ströndina. Þurrt að kalla NA-lands. Hiti 0 til 5 stig fram á kvöld, en frystir síðan. Léttir til með frost 1 til 10 stig. Sunnan 8-15 m/s og þykknar smám saman upp, rigning eða slydda S- og V-lands seint í kvöld og hlýnar. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Með brotthvarfi flugfélagsins WOW air minnkar sætaframboðið í sumar- áætlun Keflavíkurflugvallar um 1,4 milljónir sæta. Munur milli sumar- áætlunar 2018 og 2019 er enn meiri. Sætum fækkar úr 7,8 milljónum í 5,5 milljónir eða um 30% milli ára. Ekki liggur fyrir hver áhrifin verða á fjölda erlendra ferðamanna. Samkvæmt flugtölum Isavia fóru 6% færri farþegar um völlinn í jan- úar, eða 535.210 borið saman við 569.332 í fyrra, og 6,5% færri í febrúar, eða 508.183 borið saman við 543.701 í fyrra. Hátt hlutfall farþeg- anna kemur ekki inn í landið. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir áhrifin af þess- um samdrætti á fjölda erlendra ferðamanna mikið munu ráðast af því hversu hátt hlutfall tengifarþega Icelandair ákveður að koma inn í landið. Nú sé of snemmt að áætla hver áhrifin af brotthvarfi WOW air verða á fjölda ferðamanna í sumar. „Ef sætaframboðið eitt og sér er skoðað er þetta auðvitað skellur. Það má hins vegar gera ráð fyrir að breytt hlutfall farþega hjá Iceland- air, sem koma inn í landið, komi þarna að einhverju leyti á móti. Á þessari stundu er því erfitt að segja til um endanleg áhrif,“ segir hann og vísar til áhrifa af minna sætafram- boði á fjölda ferðamanna. Spurningin sem allir spyrja „Þetta er spurningin sem allir velta fyrir sér í ferðaþjónustunni. Það má gera ráð fyrir að Icelandair muni selja meira til ferðamanna á leið til landsins því þeir gefa almennt betur. Það verður að vona það besta í því,“ segir Skarphéðinn Berg. Guðjón Helgason, upplýsinga- fulltrúi Isavia, sagði unnið að endur- skoðun farþegaspár fyrir þetta ár. Hún hefði verið kynnt í janúar og mikið til byggst á sumaráætlun. Skal tekið fram að ofangreindar tölur um samdrátt á Keflavíkur- flugvelli eru fengnar frá Isavia og staðfesti fulltrúi félagsins þær. Fyrirspurn var send til Icelandair um hvort félagið hefði til skoðunar að fjölga ferðum umfram þessa sumaráætlun. Og þá jafnframt hvort Icelandair hefði til skoðunar að bjóða fv. starfsfólki WOW air vinnu. Ásdís Pétursdóttir, upplýsinga- fulltrúi félagsins, sagði ekki komið að slíkri endurskoðun. „Þessa dagana er það í forgangi hjá okkur að aðstoða þá farþega sem eru strandaðir við að komast til síns heima. Svo er verið að skoða fram- haldið út frá stöðunni sem komin er upp,“ sagði Ásdís um stöðuna í gær. Þótt ekki sé ljóst hvaða áhrif brotthvarf WOW air hefur á fjölda ferðamanna liggur fyrir að fyrirtæki í ferðaþjónustu búa sig undir sam- drátt. Það birtist í uppsögnum (sjá blaðsíðu 2 hér í blaðinu í dag). Ferðaskrifstofa WOW air WOW air átti 49% í ferðaskrif- stofunni Gamanferðum. Bragi Hinrik Magnússon og Þór Bæring Ólafsson eiga 51% í félaginu. Starfsmenn ferðaskrifstofunnar eru 15 talsins en hluta þeirra var sagt upp í gær. Sagði Bragi Hinrik að hann vonaðist til að hægt yrði að endurráða þá áður en uppsagnar- fresti lyki. Gamanferðir og WOW air áttu í nánu samstarfi. WOW air var stærsti birgir ferðaskrifstofunnar og var hátt hlutfall ferða farið með flug- félaginu. Bragi Hinrik segir aðspurður engar ákvarðanir hafa verið teknar um að kaupa hlut WOW air úr þrotabúi flugfélagsins. Það verði skoðað þegar rykið sest. Áherslan núna sé á að sinna viðskiptavinum. Hann segir Gamanferðir hafa undirbúið varaáætlun vegna erfið- leika WOW air. „Nú fer í gang varaáætlun sem við erum búnir að undirbúa í töluverðan tíma. Hún snýst um að forgangsraða í þágu þeirra sem eiga pakkaferð hjá okkur á næstu dögum. Við erum að vinna á fullu í því að leysa úr þeim málum. Strax í kjölfarið þurfum við að vinna önnur mál sem eru lengra fram í tímann. Við erum að skoða okkar möguleika. Við getum keypt flugsæti af hverjum sem er og get- um leigt okkar eigin flugvélar, þann- ig að við erum að stilla upp þeim val- kostum og gerum ráð fyrir að standa við þá pakka sem voru seldir.“ Bragi Hinrik tekur fram að Gamanferðir hafi flogið töluvert með öðrum flugfélögum en WOW air. Til dæmis Wizz air og Norwegian. Hann segir aðspurður að rekstur Gamanferða sé traustur. Félagið sé skuldlaust. Það muni því standa af sér þetta áfall. Ekki mikið um afbókanir Margeir Vilhjálmsson, fram- kvæmdastjóri bílaleigunnar Geysis, áætlar að hlutfall farþega WOW air í bókunum hafi í mesta lagi verið 10- 15%. Margir farþeganna kunni nú að koma með öðrum flugfélögum. „Ég er bjartsýnn að eðlisfari. Við erum svolítið að bíða og sjá. Það hef- ur ekki verið mikið um afbókanir. Það dregur úr framboði flugsæta til landsins. Við eigum eftir að sjá hvaða áhrif það hefur á bókana- flæðið í sumar. Það hefur gengið vel hjá okkur. Byrjunin á árinu hefur verið fín og bókanir fram á sumarið verið með ágætum,“ segir Margeir. Hörður Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Iceland Travel, segir eftirspurnina hafa dregist saman um 10-15% milli ára. Sá samdráttur hafi hafist fyrir fall WOW air. Sterk króna og hátt verðlag hafi vegið þungt. Fyrirtækið skipuleggur ann- ars vegar Íslandsferðir fyrir erlenda ferðasala. Samdrátturinn birtist í því að færri eru í hverjum hópi. Þá eru dæmi um að hópferðir falli nið- ur. „Við finnum samdrátt hjá okkar hefðbundnu viðskiptavinum sem hafa verið hjá okkur í áraraðir, beggja vegna Atlantshafsins.“ Ferðirnar þykja of dýrar Hins vegar framleiðir fyrirtækið vörur undir merkjum Iceland Travel sem það selur smærri aðilum. „Þetta eru frekar dýrar ferðir. Við finnum samdrátt í þessum ferðum sem þykja of dýrar í dag. Það var komið fram fyrir fall WOW air, þannig að við merkjum ekki neinn sérstakan samdrátt út af falli WOW air. Að minnsta kosti ekki enn sem komið er. Flestir okkar söluaðila hafa þegar gert ráðstafanir með öðrum flugfélögum. Margir bóka með Icelandair. Röskun vegna niðurfellingar á flugi er því ekki um- talsverð,“ segir Hörður. Hann bendir svo á að WOW air hafi haft sérstöðu á ýmsum mörk- uðum, m.a. þeim ísraelska. „Þar eru menn í mikilli óvissu sem þarf að greiða úr sem fyrst. Þeir þurfa nú enda að fara tvo leggi á leiðinni til Íslands. Beint flug er ekki lengur í boði,“ segir Hörður. Sætaframboðið minnkar mikið  Framboð flugsæta á Keflavíkurflugvelli í komandi sumaráætlun verður 30% minna en í fyrra  Ferðaskrifstofa tengd WOW air virkjar varaáætlun  Óvissa hjá ferðafyrirtækjum í Ísrael 1,6 1,5 7,8 6,9 5,5 3,5 4,0 1,5 4,0 2,7 1,4 2018 Sætaframboð í fyrrasumar, sam- tals komur og brottfarir 2019 Fyrirhugað sætafrmboð sumarið 2019 skv. sumaráætlun** fyrir fall WOW air 2019 Núverandi sætafrmboð eftir fall WOW air Milljónir sæta, samtals komur og brottfarir um Keflavíkurflugvöll í apríl til október* Sætaframboð flugfélaganna samkvæmt sumaráætlun 2018 og 2019 Hlutur WOW air af heildarsæta- framboði: 35% Hlutur Icelandair af heildarsæta- framboði: 45% Önnur flugfélög Önnur flugfélög Önnur flugfélög milljón sæti milljón sæti milljón sæti Hlutur Icelandair af heildarsæta- framboði: 58% Hlutur Icelandair af heildarsæta- framboði: 73% Hlutur WOW air af heildarsæta- framboði: 20% 12% fækkun frá 2018 30% fækkun frá 2018 WOW air Icelandair Önnur flugfélög *Til og með 26. eða 31. október. **Skv. áætlun útgefinni í lok febrúar 2019. Heimild: Isavia. Hinn 4. apríl í fyrra birtist frétt í Morgunblaðinu um þá áætlun stjórnenda WOW air að um 2.000 starfsmenn myndu starfa hjá félag- inu yfir háannatímann 2019. Til samanburðar hefðu mest starfað um 1.100 manns hjá félaginu 2017. Var þá áætlað að starfsmennirnir yrðu 1.550 sumarið 2018. Aðeins fáeinum mánuðum síðar fór WOW air í skuldabréfaútboð vegna endurskipulagningar félags- ins. Lauk því með að félaginu tókst að safna um 50 milljónum evra. rás kunna spurningar að vakna um hversu raunhæfar áætlanir stjórn- enda WOW air voru í fyrra. Í því efni má nú upplýsa að þegar WOW air greindi frá fyrirhuguðu Indlandsflugi í maí sl. hafði aðili sem þekkir vel til íslenskra flug- félaga á orði við Morgunblaðið að flugið til Indlands væri það sem Icesave var Landsbankanum. Sem kunnugt er var markmið Icesave-reikninganna einkum að afla bankanum lausafjár. Skortur á því varð WOW air að falli. Það var svo í desember sem félagið sagði upp 350 manns og skar niður flug- flotann vegna fjárhagslegrar endurskipulagn- ingar. Á fimmtu- daginn var lauk lífróðri félagsins með gjaldþroti. Við það misstu nærri þúsund manns vinnuna. Með hliðsjón af þessari atburða- WOW air stefndi á 2.000 starfsmenn í ár INDLANDSFLUGINU VAR LÍKT VIÐ ICESAVE Skúli Mogensen Gjaldþrot WOW air

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.