Morgunblaðið - 30.03.2019, Page 10

Morgunblaðið - 30.03.2019, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MARS 2019 Voltaren Gel er bæði verkjastilland og bólgueyðandi Vöðva eða liðverkir? Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. i va dlega upplýsingar á umbúðum . 15% afslátturaf 100g og 150gVoltaren Gel GRÆNT ALLA LEIÐ Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Íbúar í Eyjum eru alveg hoppandi kátir yfir þessu framtaki og bíða eft- ir því vikulega að Tígull komi í hús. Það myndaðist gat á markaðnum þegar Eyjafréttir hættu sem viku- blað eftir 45 ára útgáfu en þær koma nú út einu sinni í mánuði. Við stukk- um á tækifærið,“ segir Katrín Lauf- ey Rúnarsdóttir, sem ásamt Lind Hrafnsdóttur hóf nýverið útgáfu á vikublaði í Vestmannaeyjum. Tígull er fríblað sem gefið er út í 1.650 ein- tökum, borið í öll hús og fyrirtæki í Eyjum og birtist á tigull.is. „Lind fékk þessa hugmynd og ég var ekki lengi að samþykkja hana. Við höfum bara fengið jákvæð við- brögð. Eldra fólk sem notar netið lít- ið hefur verið mjög þakklát. Tígull er borinn út á miðvikudögum og fimmtudögum vegna hverfaskipt- inga hjá póstinum. Við höfum haft spurnir af því að fólk sem ekki hefur viljað fjölpóst hafi dregið það til baka til þess eins að fá Tígul inn um bréfalúguna,“ segir Katrín og bætir við að Tígull sé viðburða- og upplýs- ingablað fyrir Vestmannaeyinga og gesti. Katrín Laufey og Lind reka Leturstofuna, sem býður upp á hönnun og umbrot á alls konar verk- um auk auglýsingasöfnunar. Let- urstofan selur ýmsa prentgripi og vörur frá samstarfsaðilum og nú hef- ur útgáfa vef- og vikublaðs bæst við. „Við erum ekki að flytja fréttir af því sem búið er heldur verðum í núinu og næstu framtíð. Ef atburðir gerast milli blaða segjum við frá því á netinu. Við ætlum að vera jákvæð- ar og uppbyggjandi og einfalda lífið fyrir fólki með upplýsingagjöf og alls kyns afþreyingu,“ segir Katrín sem heldur utan um auglýsingar og skrif í blaðið en Lind sér um hönnun og uppsetningu. Ómar Garðarsson, fyrrverandi ritstjóri Eyja- frétta, verður útgefendum Tíguls til halds og trausts. Katrín segir að þær Lind séu opnar fyrir öllum hugmyndum og sjái fyrir sér að standa fyrir við- burðum sjálfar og í samstarfi við aðra. „Við verðum með opnunar- og út- gáfupartí 4. apríl þar sem við fáum kynningar frá ýmsum samstarfsfyr- irækjum. Við fórum af stað með brjálaða áætlun í miðjum loðnubresti en hún hefur geng- ið upp og gott bet- ur,“ segir Katrín og bætir við að það sé hugmynd hjá blaðinu að fjalla um öll fyrirtæki sem starfa í Eyjum en þau séu ótrúlega mörg. Katrín segir að Leturgerðin leigi út þrjú skrifborð í húsnæði fyrir- tækisins á Strandvegi þar sem Eyja- fréttir voru áður til húsa og Tígull hafi átt að vera aukaafurð en taki nú mestan tíma þeirra. Tígull nýtt vikublað í Eyjum  Nýttu tækifærið þegar gat myndaðist á markaðnum  Borið frítt í öll hús  Viðburða- og upplýsingablað Eyjafréttir, héraðsfréttablað í áskrift, kemur út einu sinni í mánuði. Reka einnig vefmiðil eyjafréttir.is Tígull, fríblað kemur út viku- lega sem upplýsinga- og við- burðablað, rekur vefsíðuna tig- ull.is Eyjar.net reka veffréttamiðil- inn, eyjar.net Sjónvarpsvísir kemur út einu sinni í viku með sjónvarps- dagskrá og auglýs- ingum. Allar teg- undir blaða ÚTGÁFA Í EYJUM Framkvæmdakonur Laufey Rúnarsdóttir og Lind Hrafnsdóttir eru bjartsýnir útgefendur vikublaðsins Tíguls í Vestmannaeyjum. Svandís Svav- arsdóttir heil- brigðisráðherra hefur ákveðið að skipa Óskar Reykdalsson for- stjóra Heilsu- gæslu höfuð- borgarsvæðisins til fimm ára. Óskar er sér- fræðingur í heimilislækningum og hefur lokið meistaragráðu í stjórnun heilbrigð- isþjónustu. Hann hefur starfað sem læknir og stjórnandi í heilbrigð- isþjónustunni á landsbyggðinni, Landspítalanum, Heilsugæslu höf- uðborgarsvæðisins og í velferð- arráðuneytinu. Svandís skipar Ósk- ar í starf forstjóra Óskar Reykdalsson Hagnaður RARIK-samstæðunnar á síðasta ári var 2,7 milljarðar króna sem er um 11% meiri hagnaður en á árinu 2017 þegar hann nam 2,5 milljörðum. Þetta kom fram á aðal- fundi félagsins í gær en þar var ákveðið að greiða 310 milljónir króna í arð til ríkisins. Rekstrartekjur jukust um 12% frá árinu 2017 og voru um 16,6 milljarðar króna en rekstrargjöld hækkuðu um 10% og námu 13 millj- örðum. Heildareignir í árslok 2018 voru 66 milljarðar króna og jukust um 7,5 milljarða á milli ára. Eigið fé samstæðunnar í árslok 2018 nam 41,1 milljarði króna og er eiginfjár- hlutfallið 62,4%. RARIK greiðir 310 milljónir króna í arð „Veggjöld hafa í sjálfu sér aldrei verið markmið mitt heldur að byggja upp vega- kerfið. Æskilegt er að nýta arð- greiðslur Lands- virkjunar og bankanna til að fjármagna sam- göngufram- kvæmdir enda er sú leið hagkvæm- ari fyrir ríkið en annað vegna lægri fjármagnskostnaðar.“ Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra í ávarpi sínu á ársþingi Sambands ís- lenskra sveitarfélaga sem haldið var í gær. Samvinnuverkefni geti hentað vel í stórum skilgreindum nýfram- kvæmdum. „Það er verkefni stjórnmálanna að finna leiðir að markmiði,“ sagði Sig- urður Ingi. Hann tiltók að fjárveit- ingar til vegamála yrðu auknar mik- ið á næstu árum. Leiðarstefið væri samgönguáætlun og svo fjármála- áætlun sú sem gildir 2020-2024 sem kynnt var um sl. helgi. Fjárfestingar í samgöngumálum á því tímabili yrðu um 120 milljarðar króna. Meðal framkvæmda sem unnið verður að á tímabilinu eru Vest- fjarðavegur um Gufudalssveit og breikkun Reykjanesbrautar og Suð- urlandsvegar. „Þessi fjárfesting kemur á góðum tíma, þegar svo kann að vera að eitthvað sé að hægjast um í hagkerfinu,“ sagði ráðherrann. Veggjöld eru ekki sjálfstætt markmið  120 ma. kr. í vegina næstu fimm ár Sigurður Ingi Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.