Morgunblaðið - 30.03.2019, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 30.03.2019, Qupperneq 17
Morgunblaðið/Ómar Kaupmannahöfn Stór hluti Íslendinga sem búa erlendis er í Danmörku. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Alls voru 47.278 íslenskir ríkisborg- arar með skráða búsetu erlendis hinn 1. desember síðastliðinn. Þetta kemur fram í yfirliti sem Þjóðskrá Íslands gaf út í síðustu viku. Flestir Íslendingar voru búsettir í Danmörku eða alls 10.952 ein- staklingar, 9.501 var búsettur í Nor- egi og 8.705 í Svíþjóð. Þar á eftir voru flestir búsettir í Bandaríkjunum, eða 6.492, og 2.406 í Bretlandi. Í kjölfarið kemur Þýskaland með 1.665 Íslend- inga og á Spáni voru 699 Íslendingar með búsetu. Pólverjar í miklum meirihluta Í riti Þjóðskrár er einnig að finna upplýsingar um erlenda ríkisborgara búsetta á Íslandi. Pólverjar eru í miklum meirihluta hér á landi en alls voru 19.190 Pólverjar skráðir með búsetu á Íslandi 1. desember sl. Litháar koma þar á eftir, 4.094. Alls var 1.851 Letti með búsetu hérlendis, 1.509 Rúmenar og 1.289 Þjóðverjar. Þótt vel yfir 10 þúsund Íslendingar búi í Danmörku vekur athygli að ein- ungis 930 Danir eru með skráða bú- setu á Íslandi. Það eru ögn fleiri Dan- ir en Spánverjar hérlendis en alls eru 923 Spánverjar með búsetu hér á landi. Tugþúsundir búa erlendis  Flestir í Danmörku  Um 19 þúsund Pólverjar á Íslandi FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MARS 2019 Sjálfseignarstofnunin Skógarbær, sem á og rekur samnefnt hjúkr- unarheimili við Árskóga í Reykjavík, hefur undirritað samning við Sjó- mannadagsráð, eiganda Hrafnistu, um að Hrafnista taki formlega við rekstri hjúkrunarheimilisins þann 2. maí næstkomandi. Rekstur og skuldbindingar starfseminnar munu áfram hvíla hjá Skógarbæ, en Hrafnista tekur yfir stjórn og rekst- ur hjúkrunarheimilisins. Haldnir hafa verið kynning- arfundir fyrir starfsfólk, heimilisfólk og aðstandendur vegna breyting- anna þar sem starfsemi og hug- myndafræði Hrafnistu hefur verið kynnt, að því er segir í tilkynningu. „Mannauðsstefna Hrafnistu mun gilda í Skógarbæ líkt og á öðrum Hrafnistuheimilum og engin breyt- ing verður á ráðningarsambandi við starfsfólk sem áfram verður við Skógarbæ,“ segir ennfremur í fréttatilkynningu en á samningstím- anum, til ársloka 2020, verður Hrafnista Skógarbæ sjálfstæður hluti rekstrarsamstæðu Sjó- mannadagsráðs. Í samningnum felst einnig nýting og rekstur á hluta af húsnæði fé- lagsmiðstöðvarinnar Árskóga sem samtengd er hjúkrunarheimilinu og rekin er af Reykjavíkurborg að hluta. Við lok núgildandi samnings- tíma endurnýjast samningurinn sjálfkrafa til tveggja ára í senn þar til nýr samningur hefur verið und- irritaður eða honum sagt upp með samningsbundnum fyrirvara. Skógarbær Hrafnista hefur tekið við rekstri hjúkrunarheimilisins. Hrafnista tekur yfir rekstur í Skógarbæ  Sjálfstæður hluti Sjómannadagsráðs „Ég bind vonir við að framlag okk- ar til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna hafi verulega þýðingu fyrir þá sem verst hafa orðið úti,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson ut- anríkisráðherra. Tilkynnt var í gær að utanrík- isráðuneytið hefði ákveðið leggja fram 200 þúsund Bandaríkjadali, um 25 milljónir króna, til björg- unarstarfa á hamfarasvæðunum í Mósambík og Malaví. Verður Mat- vælaáætlun Sameinuðu þjóðanna falið að ráðstafa fénu. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu gekk fellibylurinn Idai yfir sunnanverða Afríku á dögunum. Ofsaflóð hafa fylgt í kjölfarið og óttast er að yfir eitt þúsund íbúar hafi látist. „Eyði- leggingin af völdum fellibylsins Idai er meiri en orð fá lýst og íbú- ar hamfarasvæðanna hafa liðið ómældar þjáningar. Við getum ekki staðið aðgerðalaus hjá slíkum hörmungum heldur ber okkur sið- ferðisleg skylda til að hjálpa þeim sem um sárt eiga binda, ekki síst í ljósi þess að um samstarfsríki Ís- lands til margra ára er að ræða,“ er haft eftir Guðlaugi Þór í til- kynningu. Morgunblaðið ræddi í gær við Róbert Þorsteinsson sem starfar á vegum Rauða krossins á Íslandi í Malaví. Stefnt er að því að fleiri Íslendingar verði sendir á staðinn. Sþ hafa óskað eftir 35 milljarða króna framlagi til uppbyggingar- starfs í Mósambík næstu þrjú árin. „Getum ekki staðið aðgerðalaus hjá“  25 milljónir til hamfarasvæðanna AFP Mósambík Þúsundir hafa glatað lífsviðurværi sínu vegna hamfara. Fagurfræði hinna hversdagslegu hluta IkonsC Hönnuður: KnudHolscher Satínáferð, ryðfrítt stál 16 og 19mm, fyrir þýskar skrár ogASSA/Boda skrár d line FF Hönnuður: KnudHolscher Satínáferð, ryðfrítt stál 19mm, fyrir þýskar skrár ogASSA/Boda skrár d line hurðarhúnarnir eru sígild dæmi um glæsilega hönnunþar semhvergi er gefið eftir í útliti og efnisvali. Fagurfræði í fullkominni sáttviðnotagildi, óaðskiljanlegur hluti hversdagsins. SKÚTUVOGI 1C | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 550 8500 | WWW.VV.IS Blásalir 22 201 KÓPAVOGUR LIND fasteignasala og Jón G. Sandholt jr. kynna í einkasölu glæsi- lega útsýnisíbúð á tíundu hæð. Mjög gott útsýni er úr eigninni m.a. að Esjunni, Snæfellsjökli og Keili. Bílastæði í bílageymslu fylgir eigninni. STÆRÐ: 125,2 fm FJÖLDI HERBERGJA: 3-4 52.900.000 Heyrumst Jón G. Sandholt jr. Sölufulltrúi Í námi til lögg.fasteignasala 777 2288 jon@fastlind.is Heyrumst Eva Hlín Guðjónsdóttir Löggiltur fasteignasali 510 7900 eva@fastlind.is OPIÐ HÚS 31. mars 13:00 – 13:30 Frítekjumark námsmanna hækkar um 43% og fer úr 930 þúsund kr. á ári í 1.330 þúsund samkvæmt nýj- um úthlutunarreglum Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna fyrir námsárið 2019-2020. Hækkun þessi kemur til móts við óskir námsmanna sem bent hafa á að frítekjumarkið hafi ekki verið hækkað í takt við verð- lagsbreytingar og launahækkanir síðan árið 2014, að því er fram kem- ur á vef menntamálaráðuneytisins. Umfangsmikil kerfisbreyting á fyrirkomulagi Lánasjóðs íslenskra námsmanna er í farvatninu og boð- ar ráðuneytið að nýtt frumvarp um sjóðinn verði lagt fram á Alþingi í haust. Þar verður námsstyrkur rík- isins gerður gagnsærri og jafnræði námsmanna aukið. Mun hinu nýja kerfi þannig svipa meira til nor- rænna námsstyrkjakerfa. Stefnt er að því að nýtt stuðningskerfi taki gildi haustið 2020. Áfram verða veitt lán á hagstæðum kjörum en til viðbótar koma beinir styrkir vegna framfærslu barna og möguleiki á niðurfellingu hluta lána. Frítekjumark námsmanna vegna lána hækkar í 1.330 þúsund krónur í haust

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.