Morgunblaðið - 30.03.2019, Side 23

Morgunblaðið - 30.03.2019, Side 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MARS 2019 GRANDAVEGUR 42 Sími 564 6711 | thingvangur@thingvangur.is | thingvangur.is Sundlaug 4 mín. 11 mín. Matvöruverslun 2 mín. 11 mín. Háskóli 4 mín. 15 mín. Grunnskóli 2 mín. 4 mín. Leikskóli 1 mín. 5 mín. Líkamsrækt 3 mín. 20 mín. Bakarí 1 mín. 3 mín. ÖRFÁAR ÍBÚÐIR EFTIR Um 250 skákmenn eru þeg-ar skráðir til leiks á 34.Reykjavíkurskákmótinusem hefst í Hörpu 8. apr- íl nk. Eins og undanfarin ár er GAMMA helsti styrktaraðili mótsins og keppendalistinn er góð blanda af skákmönnum á öllum aldri. Margir koma á mótið ár eftir ár, t.d. ind- verska skákdrottningin Tania Sadc- hev en stigahæsti keppandinn skráð- ur er Gawain Jones. Hannes Hlífar Stefánsson er eini íslenski stór- meistarinn sem hefur skráð sig til leiks en fastlega má búast við að því fleiri bætist við enda líta margir á það sem skyldu virkustu stórmeist- ara okkar að þeir taki þátt í þessum stærsta skákviðburði Íslendinga. Reykjavíkurskákmótið er opið öll- um en til samanburðar má geta þess að stóru opnu mótin á Mön, á Gí- braltar og Aeroflot-mótið í Moskvu, svo dæmi séu tekin, eru öll haldin með flokkaskiptingu. Á Mön komast menn í efsta flokk ef þeir hafa 2100 elo-stig og meira en stífari reglur gilda um Aeroflot-mótið þar sem keppnisréttur í A-flokki hefur stundum verið miðaður við 2550 elo. Skiptar skoðanir hafa verið um þetta atriði en rökin með flokka- skiptingu varða sókn efnilegra skák- manna að alþjóðlegum titiláföngum; við mikinn stigamun lækka með- alstigin hratt og möguleikarnir á áfanga feykjast með golunni og gegnumtrekknum út á Faxaflóa. En það er gaman að fylgjast með kynslóðunum tefla í glæsilegum sal- arkynnum Hörpunnar og mörg óvænt úrslit hafa þar litið dagsins ljós. Einu frægasta dæminu var slegið upp í vefútgáfu breska blaðs- ins The Guardian: Reykjavíkurskákmótið 2017; 1. umferð: Martin Wecker – Ármann Pét- ursson Slavnesk vörn Fyrstu níu leikir féllu þannig: 1. Rf3 d5 2. c4 c6 3. e3 Rf6 4. Rc3 Bg4 5. Db3 b6 6. Re5 d4 7. Re2 dxe3 8. dxe3 e6 9. h3 Bh5 Um þessa leiki er það helst að segja að þeir eru sumir dálítið skrítnir en staðan á borðinu telst þó í ákveðnu jafnvægi. Á Þjóðverjanum Wecker og okkar manni Ármanni var meira en 900 elo-stiga, 2134 elo gegn 1227 elo og þegar Ármann hörfaði spakur með biskupinn til h5 svaraði sá þýski á dálítið yfirlæt- islegan hátt með... 10. Rf4 Kannski vanmat hann andstæðing sinn en það er höfuðsynd. Ármann er fyrst og fremst áhugamaður í skák en tónlistin alltaf í 1. sæti og 14 ára lék hann einleik á selló með Sin- fóníuhljómsveit Íslands. Hann sat svipbrigðalaus við borðið góða stund. Á sama tíma spruttu kaldar svitaperlur fram á enni Martin Wec- ker sem hafði uppgötvað mistök sín. Mínúturnar tifuðu áfram en svo hófst svarti biskupinn á loft ... 10. ... Bb4+! Við þessu er ekkert að gera. Hvít- ur er óverjandi mát. 11. Dxb4 Dd1 mát. Jón Kristinn Skákmeistari Norðlendinga Það gekk ekki þrautalaust að koma á Skákþingi Norðlendinga og voru veðurguðirnir í stóru hlutverki. Föstudagurinn 22. mars var felldur niður sem keppnisdagur og fyr- irkomulagi mótsins breytt þannig að tefldar voru átta umferðir eftir svissneska kerfinu og tímamörk 25 10. Vignir Vatnar Stefánsson sigraði, hlaut 7 ½ vinning, í 2. sæti varð Birkir Örn Bárðarson með 7 vinn- inga og þriðji varð Jón Kristinn Þor- geirsson með 6 ½ v. Hann hlaut nafnbótina Skákmeistari Norðlend- inga. Elo-stigamunur 900 stig – en mátaði andstæðinginn í 11 leikjum! Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Ljósmynd/Chess.com Áhugamaður Ármann Pétursson lét ekki 900 elo-stigamun angra sig. Lykilorð hafa aldrei verið mik- ilvægari. Í dag geymir fólk mikið magn upplýsinga í tækjum sínum, m.a. í tölvum, snjallsímum, snjall- úrum og snjallsjónvörpum. Flest ef ekki öll þessara tækja krefjast inn- skráningar í tækið með notandanafni og lykilorði. Það er erfitt að muna mörg lykilorð þannig að fólk freistast til að endurnýta lykilorðin á nokkrum stöðum. Sumir telja sig jafnvel ekki geta munað nema eitt lykilorð og nota það alls staðar. Þetta skapar hættu og veikir öryggið sem lykilorð eiga að veita, þar sem innbrot á ein- um stað gefur tölvuþrjótum aðgang að öllu öðru sem lykilorðið gengur að. Troy Hunt, sérfræð- ingur í netöryggi, setti fram vefsíðuna „Have I Been Pwned árið 2013? (HIBP)“ Á síðunni er öllum gert mögulegt að leita hvort netfang þeirra hafi verið meðal þeirra netfanga sem hafa lekið í gagnalek- um. Síðan sem Troy rekur hefur nú um tvær milljónir virkra áskrif- enda sem fá tölvupóst ef netfang þeirra reyn- ist vera hluti af gagna- leka. Vefsíðan hefur sjálfvirkar leit- arvélar sem leita stöðugt að stórum gagnalekum til þess að vera á undan fréttamönnum og þannig geta áskrif- endur síðunnar breytt lykilorðum sínum áður en gagnalekinn er gerður opinber í fjölmiðlum. Undirritaður hvetur lesendur eindregið til að fletta upp netfangi sínu á síðunni og athuga hvort netfang þeirra hafi komið fyrir í gagnaleka. Ekki nægir að skipta eingöngu um lykilorð. Lykilorð eru mismunandi sterk og því fleiri sem nota þau því verri eru þau. Til er listi yfir 100 al- gengustu lykilorðin og hefur „123456“ oftast toppað þann lista. Ár- ið 2018 stal ungur tölvuþrjótur nokkrum „Snapchat“-notendareikn- ingum með því að keyra lista af 100 algengustu lykilorðunum á not- endanöfn sem voru á lista yfir nafn- orð í orðabók. Þeir sem lentu í stuld- inum voru því aðilar með fyrirsjáanleg og veik lykilorð. Oft heldur fólk að nóg sé breyta síðustu tölunni í lyk- ilorðinu þannig að „Lykilorð1“ verður „Lykilorð2“. Flestir tölvuþrjótar myndu prófa að breyta tölunni og þannig komast inn. Hvað er þá til ráða? Hægt er að velja ein- stök og flókin lykilorð á öllum stöðum. Styrkur lykilorða er mældur í upplýs- ingaóreiðu (e. information entropy) og því fleiri stafir í lykilorðinu því hærra verður gildi upplýsingaóreið- unnar. Þá skiptir ekki mestu máli hvort það er 4 í staðinn fyrir A eða punktur í miðju orðinu. Löng setning sem samansett er úr mörgum orðum gæti verið sterkara lykilorð sem auð- veldara er að muna. Þetta leysir þó ekki vandann sem flestir glíma við, þ.e. að muna mörg mismunandi lykilorð og forðast að endurnýta lykilorðin á mörgum stöð- um. Þar kemur tæknin okkur til bjargar. Til eru einfaldar lausnir í formi lykilorðasafna. Dæmi um þetta eru „1Password“ og „Last Pass“ sem gera notendum kleift að muna bara eitt lykilorð, þ.e. lykilorðið sem veitir aðgang að sjálfu lykilorðasafninu. Þar eru svo öll hin lykilorðin geymd og hægt að sækja þau að vild. Báðar þessar lausnir hafa þann valmögu- leika að búa til lykilorð fyrir notendur sem eru verulega flókin og löng. Þar sem þjónustan man lykilorðið fyrir notendur er engin hætta á að það gleymist, á meðan notandinn man lykilorðið að lykilorðasafninu. Þannig er hægt að komast upp með að velja bara eitt sterkt lykilorð og nota tæknina til að muna hin. Lausnirnar eru gjaldfrjálsar en bjóða líka upp á frekari þjónustu gegn vægu gjaldi. Í apríl 2018 sagði Troy Hunt frá því að í gagnaleka frá CashCrate láku út 2.232.284 lykilorð. Á þeim tíma voru 1.910.144 af þeim lykilorðum þá þeg- ar í gagngrunni (HIBP) frá fyrri gagnlekum. Þetta sýnir hve margir velja sér sama lykilorðið. Lykilorðið 123456 og lengri útgáfur af því eru meirihlutinn á listanum yfir 10 al- gengustu lykilorð. Verum frumleg, verjum upplýsingarnar okkar og velj- um okkur sterk og einstök lykilorð. Eftir Aron Friðrik Georgsson » Verum frumleg, verjum upplýsing- arnar okkar og veljum okkur sterk og einstök lykilorð. Aron Friðrik Georgsson Höfundur er viðskiptafræðingur og ráðgjafi í upplýsingaöryggismálum hjá Stika ehf. aron@stiki.eu Upplýsingaöryggi Lykilorð og gagnalekar Lykilorð Mikilvægt er að velja sterkt lykilorð. Vantar þig pípara? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.