Morgunblaðið - 30.03.2019, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 30.03.2019, Qupperneq 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MARS 2019 Kvenorkan mun ráða ríkjum í Hörp- unni nk. föstudag, 5. apríl þegar FKA fagnar 20 ára afmæli sínu með pomp og prakt. Það verður sannkölluð gleði- stund. Á viðburðinn munu konur mæta í hundraðatali. Ekki aðeins FKA-konur fyrr og nú, heldur einnig aðrar konur sem geta skráð sig á við- burðinn í gegnum fka.is. Eins eru fyrirtæki hvött til að skrá sína kvenhópa og sýna þannig í verki að tengslanet kvenna er mikilvægt afl. Þótt flestir geri sér reyndar grein fyrir því í dag, hefur það alls ekki alltaf verið svo. Ég nefni sem dæmi fréttir um FKA í fjöl- miðlum. Þær voru fáar fyrstu árin og þótt sögur segi að um 300 kon- ur hafi fjölmennt á stofnfund FKA árið 1999, fann undirrituð engar fréttir um þann fund, nema til- kynningu um að fundurinn yrði haldinn á Hótel Loftleiðum þann 9. apríl. Þessa frétt fann ég í gagnasafni Morgunblaðsins og tel reyndar líklegt að hún hafi birst vegna þess að viðskiptaráðuneytið sendi fjölmiðlum tilkynningu um fundinn. Það var vegna þess að það ráðuneyti var fjárhagslegur bakhjarl og samstarfsaðili FKA fyrstu árin. Á vef stjórnarráðsins má finna ræðu Finns Ingólfssonar, þáverandi iðnaðar- og við- skiptaráðherra, sem hann hélt á umræddum fundi. Í upphafi ræð- unnar segir ráðherra: „Konur reka aðeins 18% íslenskra fyr- irtækja sem verður að teljast lágt hlutfall, sérstaklega með tilliti til þess að atvinnu- þátttaka kvenna er meiri á Íslandi en víð- ast hvar annars stað- ar og ekki síður í ljósi þess að sennilega eru konur betri stjórn- endur en karlar.“ Sjálf var ég rétt innan við þrítugt þegar félagið var stofnað. Ég var í stjórnunarstarfi hjá Morgunblaðinu en hefði ekki fengið inngöngu því fyrstu árin var FKA aðeins fyrir konur sem áttu sín eigin fyrirtæki. Þetta breyttist árið 2005 og þá þannig að í dag er FKA fyrir konur sem eru í stjórnendastörfum eða sitja í stjórnum. Þessi breyting frá árinu 2005 er skýringin á því hvers vegna félagið heitir í dag Félag kvenna í atvinnulífinu, en ekki lengur Félag kvenna í „atvinnu- rekstri“. Aðildarkonur í FKA telja nú um 1.200 konur í leiðtogastörfum um land allt. Þetta eru konur sem reka sín eigin fyrirtæki og ann- arra, stór og smá. Þetta eru konur sem sitja í stjórnum fyrirtækja, stofnana og fyrir hönd stjórnmála. Þetta eru konur sem eru mik- ilvægur hluti verðmætasköpunar hagkerfisins, taka virkan þátt á öllum sviðum atvinnulífs, nýsköp- unar og þróunar. Margar þeirra eru í forstöðu eða lykilstjórnendur í fyrirtækjum sem teljast til fram- úrskarandi fyrirtækja á Íslandi. Innan félagsins eru starfræktar nefndir og deildir. Þar á meðal er starfrækt sérstök atvinnurekenda- deild fyrir konur sem eru með sinn eigin rekstur. Félagið Leið- togaauður sameinaðist FKA árið 2011, en margir muna eftir því fé- lagi í tengslum við verkefnið „Auður í krafti kvenna“ sem mikið fór fyrir í kringum aldamótin. Landsbyggðardeildir félagsins reka sig á Suðurlandi, Norður- landi, Vesturlandi og Vestfjörðum. Þá höfum við fjárfest í yngri kvennahópum með öflugu grasrót- arstarfi FKA Framtíðar, en þar hljóta ungar konur meðal annars mentor-þjálfun frá kvenstjórn- endum í Leiðtogaauði. Til viðbótar teljast tugir FKA-kvenna sem halda uppi fjölbreyttu viðburða- dagatali félagsins allan veturinn, en þær eru viðskiptanefnd, fræðslunefnd, alþjóðanefnd, ný- sköpunarnefnd og auðvitað hin verðmæta tengslamyndunarnefnd: golfnefnd FKA! Það er því ekki nema von að maður finni til stolts þegar litið er yfir tengslanet FKA. Sjálf skráði ég mig í félagið árið 2007, þá framkvæmdastjóri Cre- ditinfo. Frá því þá hefur FKA ver- ið mikilvægur vettvangur fyrir mig að vera í. Til samanburðar nefni ég að um tíma sat ég í stjórn Viðskiptaráðs, sem án efa styrkti mitt tengslanet. Tengsl- anet FKA er hins vegar öðruvísi því eitt af því sem við konurnar höfum lært er að með því að efl- ast innbyrðis, eflumst við um leið alls staðar annars staðar. Það sama hefur reyndar gerst með starf FKA. Því fleiri sem við verð- um, því meiri áhrifavaldur verður félagið í okkar samfélagi. Það er síðan allur gangur á því hvernig konur nýta sér FKA. Sumar skrá sig í félagið til þess að nýta sér viðburðadagatalið, fundi, nám- skeið og ferðir. Aðrar til að styðja við hreyfiaflsverkefni eins og Jafnvægisvog FKA eða fjölmiðla- verkefnið. Þá hefur það færst í aukana að stærri fyrirtæki vilja að kvenstjórnendur á þeirra veg- um séu skráðir í FKA. Þetta er leið fyrirtækja til að styðja við starf félagsins. Allt hófst þetta þó á því að starfshópur iðnaðar- og við- skiptaráðherra skilaði af sér nið- urstöðum þar sem meðal annars sagði „Lagði nefndin m.a. til að stofnað yrði félag eða „tengsl- anet“ kvenatvinnurekenda með stuðningi stjórnvalda sem hefði það að meginmarkmiði að efla samvinnu og samstöðu þeirra m.a. með það fyrir augum að þær verði áhugaverður markhópur fyrir banka og lánastofnanir“. Lyk- ilorðin eru „tengslanet“ og „sam- staða“. Konur! Sjáumst í Hörp- unni á föstudag. Tengslanet FKA fagnar 20 ára afmæli Eftir Rakel Sveinsdóttur »Að stofnað yrði félageða „tengslanet“ kvenatvinnurekenda með stuðningi stjórnvalda sem hefði það að meginmark- miði að efla samvinnu og samstöðu þeirra Rakel Sveinsdóttir Höfundur er formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsend- ar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfs- fólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Allt um sjávarútveg Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC Langar þig í ný gleraugu! Velkomin til okkar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.