Morgunblaðið - 30.03.2019, Side 27

Morgunblaðið - 30.03.2019, Side 27
Stjórnvöld hafa kynnt áform um nið- urgreiðslu innanlands- flugs fyrir þá sem búa fjær en 300 km frá höf- uðborgarsvæðinu. Að- gerðin gæti kostað skattgreiðendur á ann- an milljarð króna á ári og er óhætt að setja spurningu við réttmæti hennar. Sjálfur bý ég á Fljótsdalshéraði og þegar við fjölskyldan þurfum að sækja læknisþjónustu til Akureyrar eða Reykjavíkur fáum við ferðakostn- að greiddan frá sjúkratryggingum. Þá gildir einu hvort við ferðumst með flugi, rútu eða akandi á eigin vegum. Þegar börnin eiga í hlut er ferða- kostnaður barns og foreldris greidd- ur og gisting niðurgreidd. Þannig tryggir ríkið að við getum fengið nauðsynlega heilbrigðisþjónustu án þess að ferða- og gistikostnaður verði okkur ofviða. Í skýrslu starfshóps samgöngu- ráðuneytisins er bent á að há fargjöld innanlands dragi úr getu almennings til að nýta sér flug sem ferðamáta og hefti aðgengi að þjónustu sem ríkið býður aðeins upp á á höfuðborg- arsvæðinu. Utan heilbrigðisþjónustu minnist ég þess ekki að hafa þurft að sækja þjónustu á vegum ríkisins til Reykjavíkur til margra ára, en samt ætlar ríkið nú að borga undir mig með flugi þangað fjórum sinnum á ári. Við vitum að samgöngur með flugi eru almennt sá ferðamáti sem skilur eftir sig stærsta meng- unarsporið en stjórnvöld virðast nú tilbúin að kasta bæði peningum og umhverfislegri ábyrgð á glæ. Það mun vafalítið freista manns að nýta niðurgreiddar ferðir suður þó erindið sé ekki brýnt. Það má þá alltént fara á skrall í bænum og bregða sér í inn- kaupaferðir og á útsöl- urnar, fremur en að versla hér á heimaslóð- um. Flugfélög hafa verið í einokunaraðstöðu á flugleiðum innanlands og nokkuð viðbúið að þau nýti sér nið- urgreiðslur ríkisins til hækkunar flugfar- gjalda. Fyrir mig og mína fjölskyldu er það liðin tíð að við getum lit- ið á flug sem ferða- valkost til Reykjavíkur því það er of dýrt, og það verður líka of dýrt þó flugmiðinn verði niðurgreiddur um helming. Ég vona að alþingismenn staldri við þessa tillögu um auknar nið- urgreiðslur til innanlandsflugs og verji þessum milljarði á ári með ábyrgari hætti. Það er t.a.m. ákall í byggðum landsins að þjónusta sé styrkt í heimabyggð og hvert starf sem hægt er að koma á fót, t.d. til að sinna þjónustu á vegum ríkisins, veg- ur þungt í minni samfélögum. Svo þekkjum við ástand þjóðvegakerf- isins sem er víða í lamasessi og brýnt að lagfæra dauðagildrur sem þar leynast, áður en skaði hlýst af. En fari svo að Alþingi samþykki að greiða háar fjárhæðir árlega í sam- göngustyrki til þeirra sem búa utan tiltekinnar fjarlægðar frá Reykjavík hljótum við að vænta þess að jafn- ræðis verði gætt og hver og einn geti valið þann samgöngumáta sem hann kýs. Annað væri með ólíkindum og má í þeim efnum líta til fordæmis Sjúkratrygginga Íslands sem ég nefndi hér að framan. Það vilja ekki allir fljúga milli staða innanlands og það er heldur ekki hægt að taka hvað sem er með sér í flugvél. Bara á næstu tíu árum erum við að tala um mögulega á annan tug millj- arða í niðurgreiðslur. Vonandi verða þessir fjármunir fremur notaðir til varanlegra fjárfestinga í landinu og þannig að sem flestir njóti góðs af. Í því samhengi má nefna að verið er að byggja upp og leggja slitlag á veg- arkafla innanvert í Skriðdal, þar sem aðalakleiðin liggur til suðurs frá Fljótsdalshéraði. Það verður varið um 400 milljónum til verksins, að bæta veg sem vegna dapurs ástands ber oft á tíðum ekki nema 30 til 40 km aksturshraða. Það er bara lítið dæmi um fjárfestingu sem lifir og skilar okkur og komandi kynslóð var- anlegum samgöngubótum. Eftir Arinbjörn Þorbjörnsson »Ég vona að alþing- ismenn staldri við þessa tillögu um auknar niðurgreiðslur til innan- landsflugs og verji þess- um milljarði á ári með ábyrgari hætti. Arinbjörn Þorbjörnsson Höfundur er garðyrkjumaður. strond2@isl.is Niðurgreiðsla flugfargjalda UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MARS 2019 HÖLDUM UMHVERFINU HREINU e i n n b í l l í e i n u LÖÐUR EHF FISKISLÓÐ 29 101 REYKJAVÍK 568 0000 WWW.LODUR.IS NÚ Á 15 STÖÐUM REYKJAVÍK KÓPAVOGI HAFNARFIRÐI AKUREYRI KEFLAVÍK MOSÓ Ráðstefnan „Áfram íslenska“, sem haldin verður í Silfurbergi Hörpu 1. apríl er for- vitnileg og einstök uppákoma að því er ég best man. Það er sér- kennilegt því allir sem á Íslandi búa hafa skoðanir á íslensku og íslenskukennslu. Það hefur hins vegar ekki tíðkast að blása til ráðstefnu um þetta mikla þjóðþrifamál og það er jafn- framt fyrst nú sem rannsakaðir hafa verið allir þættir íslenskukennslu hér á landi og niðurstöður gefnar út á bók. Hún ber titilinn Íslenska í grunnskólum og framhaldsskólum og að baki liggur gríðarleg rannsókn- arvinnu sérfræðinga á sviði íslenskra bókmennta og tungu úr Háskóla Ís- lands og Háskólanum á Akureyri. Það er ekki ofsögum sagt að við stöndum á tímamótum hvað móð- urmálið varðar. Þetta finna allir. Ekki aðeins hafa lestrarfærni, málkunn- átta og bóklestur breyst heldur heim- urinn allur og það á undraverðum hraða. Breyttur heimur kallar á öðru vísi kennsluefni, annars konar nálgun og ný viðfangsefni. Hér má sem dæmi nefna að nemendur mínir í Tækni- skólanum hafa tengt saman forrit- unarkennslu og íslensku, hlustað á fyrirlestra um máltækni, rannsakað myndasögur byggðar á Íslend- ingasögum og sökkt sér í rannsóknir á gervigreind og þýðingarvélum. Allt nýstárleg viðfangsefni á sviði ís- lenskukennslu og ágæt dæmi þess að íslenska er enn sprelllifandi og spenn- andi, bæði sem faggrein og tungumál. Um leið og við tökumst á við nýjar áskoranir í íslenskukennslu þurfum við að að endurmeta það hvað og hvernig fagið hefur verið kennt hingað til. Það er ekki síður spennandi en hin glæ- nýju viðfangsefni. Bókin Íslenska í grunnskólum og fram- haldsskólum er mik- ilvæg undirstaða fyrir þá vinnu sem bíður ís- lenskukennara og fellur vel að þingsályktun- artillögu mennta- og menningarmálaráðherra þess efnis að efla íslensku sem opinbert mál hér á landi, en í því felst meðal annars að hlúa að íslenskukennslu. Mennta- og menningarmálaráðu- neytið heldur þann 1. apríl málþingið Áfram íslenska – staða og framtíð ís- lenskukennslu í skólum landsins“ en að því standa einnig Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Kenn- arasamband Íslands og Samband ís- lenskra sveitarfélaga. Ég hvet alla til að mæta á málþingið, ekki hvað síst íslenskukennara enda er fagleg og vönduð umræða um það sem vel er gert og það sem betur má fara í kennslunni mikilvæg fyrir alla kenn- ara. Ef til vill er fátt mikilvægara. Íslenska – í fortíð, nútíð og framtíð Eftir Helgu Birg- isdóttur Helga Birgisdóttir »Um leið og við tök- umst á við nýjar áskoranir í íslensku- kennslu þurfum við að að endurmeta það hvað og hvernig fagið hefur verið kennt hingað til. Höfundur er verkefnastjóri K2: Vís- inda- og tæknileiðin við Tækniskól- ann og doktorsnemi í íslenskum bók- menntum. Atvinna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.