Morgunblaðið - 30.03.2019, Síða 29

Morgunblaðið - 30.03.2019, Síða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MARS 2019 ✝ Hrefna Magn-úsdóttir fæddist á Hellissandi 24. júní 1935. Hún lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 23. mars 2019. Hún var dóttir hjónanna Magnúsar Ólafssonar sjómanns í Fáskrúð á Hellis- sandi, f. 19.9. 1890 á Kirkjufelli í Eyr- arsveit, d. 10.2. 1969, og Ástu Sý- rusdóttur húsmóður, f. 16.4. 1890 á Öndverðarnesi, d. 31. júlí 1966. Hrefna var yngst 11 systk- ina sem komust á legg. Hrefna giftist þann 23.6. 1955 Skúla Alexanderssyni, f. í Reykj- arfirði í Árneshreppi á Strönd- um 9. september 1926. Foreldrar Skúla voru Alexander Árnason, f. 6.8. 1894, d. 11.1. 1970, bóndi í Reykjarfirði og Kjós, og Sveins- ína Ágústsdóttir, f. 7.6. 1901, d. 3.11. 1987, húsfreyja. Kári; Unnur Evu Brár og Sig- urþórsdóttir, sambýlismaður Steinar Darri Emilsson, börn þeirra eru Birgitta Emý og Alexander Ísar og Kamilla Rún. 3) Drífa, kaupmaður, f. 12.1. 1962, maki Viðar Gylfason, íþróttakennari. Börn þeirra eru: Kári, Véný og uppeldisdóttirin Eyrún, börn hennar eru Steinn Andri, Hjördís María, Ingibjörg Svana og Vera Dögg. Hrefna vann almenn störf á Hellissandi og fór síðan í hús- mæðraskóla í Reykjavík. Hún kynntist Skúla eftir að hann kom til Hellissands og bjuggu þau á Hellissandi nær allt sitt líf fyrir utan að hafa búið að hluta til í Reykjavík á meðan Skúli sat á Alþingi. Hrefna sinnti húsmóð- urstörfum og var á tímabili handavinnukennari við Barna- skóla Hellissands. Hún var mikil hannyrðakona og skar einnig töluvert út í tré og eftir hana liggur mikið og fjölbreytt hand- verk. Þau Skúli ráku gistiheimili á Hellissandi frá 1991-2001 og einnig rak hún bókabúð á Hellis- sandi í mörg ár. Útför Hrefnu fer fram frá Ingjaldshólskirkju í dag, 30. mars 2019, klukkan 14. Börn Hrefnu og Skúla eru: 1) Ari, hagfræðingur, f. 8.1. 1956, maki Jana Pind, kenn- ari. Dætur þeirra eru: Edda Sif, maki Erlendur Davíðsson, börn þeirra eru Hilmir Freyr, Áslaug Sól og Friðrik Heiðar; Dagný Ósk, sam- býlismaður Tryggvi Ólafsson; Auður Anna, maki Hermann Þráinsson. 2) Hulda, sérkennari, f. 9.3. 1958, fv. maki Hallgrímur Guðmundsson. Dætur þeirra eru: Eva Brá, maki Kristinn Jónsson, börn þeirra eru Gabríel Máni Kárason, Jón Bragi, Aníta Hlín og Hrannar Breki Kristins- börn; Hrefna, maki Erlendur Ari Óskarsson, þau eiga Kötlu Ósk, börn Erlendar eru Hafdís og Elvar; Eygló, maki Vignir Kára- son, sonur þeirra er Brynjar Hrefna, tengdamóðir mín, var húsmóðir af gamla skólanum sem alltaf var til staðar fyrir eig- inmann, börn og barnabörn. Hún bjó mestallt sitt líf í heimabæn- um, Hellissandi, var mikil nátt- úrumanneskja og stolt af upp- runa sínum og sveit. Hún fór ung í húsmæðraskóla í Reykjavík og hafði ætíð mikla ánægju af alls kyns handavinnu og skapandi sýslan. Sótti tréskurðarnámskeið og skar mikið út, prjónaði og heklaði, nokkuð sem allir í kring- um hana nutu góðs af. Það voru enda ófáir vettlingarnir og hos- urnar sem hún kom með á hverju hausti handa barnabörnunum svo þeim yrði ekki kalt yfir vet- urinn. Allt lék í höndunum á henni og var hún m.a. fengin til að kenna handavinnu í skólanum á Hellissandi í nokkur ár. Kynni okkar Hrefnu stóðu í rúma fjóra áratugi og alla tíð reyndist hún mér afar vel. Hún sýndi barnabörnunum umhyggju og áhuga og var ætíð boðin og búin að aðstoða eftir því sem hún kom því við þrátt fyrir miklar fjarlægðir. Dætur okkar sóttust eftir að fá að fara til ömmu og afa og iðulega dvöldu þær fyrir vestan um páskana og eins á sumrin eftir því sem færi gafst. Hrefna var mjög gestrisin og tók vel á móti þeim sem komu í heimsókn. Til dæmis gátum við alltaf gengið að því vísu að okkar biði stór hrúga af ilmandi ást- arpungum með kaldri mjólk þeg- ar við komum í hús. Ég sakna oft þessara góðu veitinga sem voru einstakar og hún vissi vel hversu mikið dálæti gestirnir höfðu á þeim. Við Hrefna áttum gott skap saman enda var hún hógvær og grandvör. Við töluðum mikið saman í gegnum árin og aldrei hallaði hún á neinn með orðum sínum þótt hún væri langt frá því að vera skoðanalaus. Mann- gæska og réttsýni einkenndu hana og hún gerði heiminn betri með nærveru sinni. Að eðlisfari var Hrefna glaðlynd og hafði gaman af að segja sögur og syngja og hún var dugleg að segja frá æsku sinni og uppvexti sem var mjög framandi fyrir borgarmanneskju eins og mig. Hrefna fór snemma að glíma við alvarleg veikindi sem ágerð- ust eftir því sem árin liðu og var sárt að sjá á eftir persónunni sem smám saman hvarf okkur. Hún greindist með alzheimer og það kom fyrst og fremst í hlut Skúla að endurgjalda henni þá umhyggju og stuðning sem hún hafði veitt honum á lífsleiðinni. Það var aðdáunarvert að sjá væntumþykjuna og hlýjuna frá honum í hennar garð. Hann vann ötullega að því að koma henni í öruggt skjól og snemma árs 2015 fluttu þau á Hrafnistu í Hafnar- firði. Þar leið þeim vel saman en því miður varð tími þeirra þar allt of skammur þar sem hann lést snögglega þá um vorið. Eftir það bjó hún ein á Hrafnistu og ber að þakka þá góðu umönnun sem hún naut þar allt til loka. Treystu náttmyrkrinu fyrir ferð þinni heitu ástríku náttmyrkrinu Þá verður ferð þín full af birtu frá fyrstu línu til þeirrar síðustu (Sigurður Pálsson) Ég kveð kæra tengdamóður mína með þakklæti og virðingu. Blessuð sé minning Hrefnu. Jana. Nú er amma farin frá okkur eftir langa baráttu við alzheimer- sjúkdóminn og gott að minnast hennar og allra gæðastundanna sem við áttum saman. Það var alltaf gott að koma á Hellissand til ömmu og afa og fá að vera hjá þeim. Langbest var þegar ný- steiktir ástarpungar tóku á móti okkur eftir ferðalagið frá Reykjavík. Amma kunni margar sögur og vísur frá því í gamla daga og hún var alltaf til í að segja þær og syngja, jafnvel aft- ur og aftur, þegar við systurnar vorum í þannig stuði. Svo var af- ar huggulegt að gista á bedd- anum inni í sjónvarpsherbergi í Hraunásnum, og fá að horfa á eina af þremur VHS-spólum sem voru til þar. Þar var hægt að velja um Heiðu, Nonna og Manna og morgunstund sem hafði verið tekin upp eitt sinn, allt miklar klassaspólur. Orgelið var líka vinsælt, og amma bann- aði okkur aldrei að spila á það, þó að glamrið í okkur hafi vafa- laust verið pínulítið pirrandi. Amma var mikil handverks- kona og var meistari að skera út í tré. Okkur fannst alltaf litla herbergið þar sem skurðardótið hennar var sérstaklega spenn- andi. Þangað mátti samt ekki mikið fara inn. Við eigum allar sterkar minn- ingar af ferðalögum um landið með ömmu og afa, en þau báru bæði mikla virðingu fyrir land- inu. Sérstaklega var mikið æv- intýri að fara með þeim á Djúpu- vík. Þá sem og á öðrum ferðalögum var oft stoppað og farið í berjamó. Hvíldu í friði elsku amma. Við vitum að þú verður með okkur í anda. Edda, Dagný og Auður. Elsku amma mín. Þá ertu far- in frá okkur og fékkst einn fer- fættan ferðafélaga til að verða samferða þér til afa. Ég trúi því að það hafi orðið fagnaðarfundir hjá ykkur öllum. Óteljandi minn- ingabrot skjótast inn í hugann þegar ég hugsa til þín. Eftir- minnilegasta minningin átti sér stað heima hjá ykkur afa á Hraunásnum örugglega í kring- um 2002. Ég kom í heimsókn til þín og fór eitthvað að spila á gít- arinn. Þú hrósaðir mér fyrir að vera orðinn þokkalegur á gítar. Þú spurðir mig hvort ég spilaði ekki eftir eyranu. Ég vissi ekki einu sinni hvað það þýddi. Síðan tókst þú gítarinn og spilaðir Til eru fræ eftir eyranu. Ég, ung- lingur, var að reyna að vera töff að kunna að spila á gítar, fékk þarna kennslustund hjá gamalli ömmu minni í því hvernig alvörulistamenn nálgast vinnuna sína. Þú sagðir mér að þú hefðir ekki spilað á gítarinn í nokkra áratugi fyrir þessa stund okkar og þessu hef ég aldrei gleymt. Í fyrsta lagi kom það mér gríð- arlega á óvart að þú kynnir yfir höfuð að spila á gítar og í öðru lagi fannst mér ótrúlegt að sjá hvernig þú nálgaðist þennan gjörning af algjörri og einstak- lega heiðarlegri tilfinningu. Þú komst nánast klakklaust í gegn- um lagið og þó að það yrðu nokkrar hindranir finnst mér þetta alltaf fallegasta útgáfa lagsins sem ég hef heyrt. Ég kom reglulega í heimsókn til þín og yfirleitt greip ég í gítarinn. Alltaf spurðir þú mig sömu spurningar: Ertu búinn að læra að spila eftir eyranu? Það sem ég lærði af þér, elsku amma mín, var að reyna alltaf eftir bestu getu að treysta innsæinu. Treysta því að ég geti, með mínu eyra, fundið réttu leiðina í gegn- um lagið, hvort sem það er eitt- hvert gítarlag eða bara partur af lagi lífsins. Ég á eftir að sakna þín en lofa að halda áfram að spila eftir eyranu, eftir minni allra bestu getu. Þinn ömmust- rákur, Kári. Hrefna Magnúsdóttir  Fleiri minningargreinar um Hrefnu Magnúsdótt- ur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA S. GUNNARSDÓTTIR, Baugholti 3, Keflavík, lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi, Keflavík, 22. mars. Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 4. apríl klukkan 13. Gunnar Ólafur Schram Ellisif Tinna Víðisdóttir Stefanía Helga Schram Birgir Guðnason Anna Þ. Gunnarsd. Schram Aðalsteinn K. Gunnarsson Gunnar I. Gunnarss. Schram Garðar Birgisson Lovísa Kjartansdóttir Davíð Birgisson Alexandra Högnadóttir og barnabarnabörn Hjartans elsku maðurinn minn, tengdasonur, faðir okkar og fósturfaðir, tengdafaðir, bróðir, mágur og afi, SVEINN JÓNSSON, blikksmiður/tamningamaður og verktaki, Arnarhrauni 25, Hafnarfirði, andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans að kvöldi laugardaginn 23. mars. Hann verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 2. apríl klukkan 15.00. Íris Högnadóttir Þyrí Ragnheiður S. Björgvinsdóttir Magnús Björn Sveinsson Jón Páll Sveinsson Bianca Elisabeth Treffer Vera Helgadóttir Lovísa Jónsdóttir Högni Þór Jónsson Björn Jónsson Kerstin Wallquist Jonsson Eyþór G. Jónsson Bryndís Gísladóttir Sigríður Jónsdóttir Alma Högnadóttir Felix Högnason Bára Denný Ívarsdóttir Björgvin Högnason Gauja S. Karlsdóttir Svandís Rós T. Jónsdóttir Heiðdís Fjóla T. Jónsdóttir Alexander Vilmar Jónsson og aðrir aðstandendur Okkar ástkæri bróðir, mágur og frændi, GUNNAR HALLDÓRSSON, lést á heimili sínu 24. mars. Útförin fer fram frá Seljakirkju föstudaginn 5. apríl klukkan 15. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á að heita á Strandarkirkju. Hugrún Halldórsdóttir Andrés Þ. Garðarsson Sigrún Halldórsdóttir Hilmar Kristensson Helga Halldórsdóttir Sævar Halldórsson Halla Halldórsdóttir Halldór Guðmundsson og fjölskyldur Okkar ástkæra RANNVEIG HÖSKULDSDÓTTIR, Torrevieja, Spáni, lést á krabbameinsdeild Landspítalans 19. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Aðstandendur þakka auðsýnda samúð. Aðalsteinn Flosason Mirka Wischnewski Guðlaug Flosadóttir Magnús Magnússon Brynja Höskuldsdóttir Þorgeir Jónsson Hrefna Höskuldsdóttir Sigurður Geirfinnsson barnabörn og barnabarnabarn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJÖRG JÓNSDÓTTIR frá Felli, Arnarstapa, Snæfellsnesi, Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík, lést á Landspítalanum 27. mars. Útförin fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 4. apríl klukkan 13. Jón Kristgeirsson Guðjón Kristinn Kristgeirss. Elín Þ. Egilsdóttir Sigurgeir B. Kristgeirsson Andrea E. Atladóttir Jónína Kristgeirsdóttir Sigurður J. Bergsson barnabörn og barnabarnabörn Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Jón G. Bjarnason, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Elsku sonur okkar og bróðir, KRISTJÁN STEINARSSON, er látinn. Útförin fer fram frá Lindakirkju mánudaginn 1. apríl klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að taka upp hanskann fyrir þá sem minna mega sín. Kristín Kristjánsdóttir Katrín Kristín Söebech Katrín Steinarsdóttir Sigurður Halldórsson Alexander Steinarsson Söebech, Shirley Levi Haukur Þór Lúðvíksson Ari Már Lúðvíksson Harpa Mjöll Gunnarsdóttir Theodór Á. Söebech Hansson, Helena Júnía Stefánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.