Morgunblaðið - 30.03.2019, Page 30

Morgunblaðið - 30.03.2019, Page 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MARS 2019 ✝ Jófríður Jóns-dóttir (Fríða) fæddist 13. nóv- ember 1967. Hún lést 20. mars 2019. Fríða var næst- elst fimm dætra Jóns Árna Jóns- sonar bónda á Sölvabakka, f. 7. október 1937, d. 9. mars 2004, og konu hans Bjargar Bjarnadóttur, f. 14. október 1944. Systur Fríðu eru: Magða- lena Karlotta, f. 1. ágúst 1965, Bjarney Ragnhildur, f. 15. nóv- ember 1968, Jóna Finndís, f. 7. nóvember 1974, og Anna Mar- grét, f. 28. september 1976. Árið 2000 hóf Fríða sambúð með Jóni Rögnvaldssyni frá Hrauni á Skaga, f. 22. júní Íslands. Hún útskrifaðist með BA-próf í félagsfræði og starfs- réttindi í félagsráðgjöf árið 1996. Hún starfaði sem fé- lagsráðgjafi á Selfossi frá 1996- 1998, félagsmálastjóri Austur- Húnavatnssýslu 1998-2001 og frá 2001 við kennslu í Blöndu- skóla. Hún útskrifaðist með próf í kennslufræði til kennslu- réttinda árið 2007. Fríða var virk í starfi Ung- mennafélagsins Vorboðans og Ungmennasambands Austur- Húnvetninga og sat þar í stjórn og nefndum um árabil. Fríða aðstoðaði marga innflytjendur við að læra íslensku. Hún var virk í starfi Leikfélags Mennta- skólans á Akureyri og Leik- félags Blönduóss og leikstýrði í mörg ár árshátíðarleikriti Blönduskóla. Hún var félagi í Sportkafarafélagi Íslands. Útförin fer fram frá Hóla- neskirkju í dag, 30. mars 2019, klukkan 13. 1959. Jón er sonur Rögnvaldar Steins- sonar og Guð- laugar Jóhanns- dóttur. Börn Fríðu og Jóns eru tvö, Helga Björg, f. 14. apríl 2002 og Jón Árni, f. 17. maí 2005. Fríða ólst upp á Sölvabakka í Húnavatnssýslu í stórum systrahópi, gekk í Húnavallaskóla og útskrifaðist af félagsfræðibraut Mennta- skólans á Akureyri árið 1987. Hún fór sem au-pair til Spánar og skiptinemi til Costa Rica. Hún vann við ýmis störf, s.s. í Blönduvirkjun og á sjó í Vest- mannaeyjum áður en hún hóf nám í félagsráðgjöf við Háskóla Síðsumars 1992 er ég við véla- viðgerðir á Sölvabakka í Refa- sveit. Eitt sinn þegar ég kem í kaffi, heilsar mér brosandi stór- glæsileg ung stúlka. Þegar hún brosti til mín, var eins og sólin brytist fram úr skýjunum eftir rigningarskúr, það birti í eldhús- inu. Mér hitnaði öllum og leit nið- ur á tærnar á mér. Þessi stúlka var hún Fríða. Fyrst er ég leit þig, mín ljúfasta vina Þá var sem logar flögruðu um mig. Þú varst svo brosmild og blíðleg í fasi En ég bara leit niður á við. Í nóvember 1999 takast síðan með okkur kynni sem leiddu til nítján ára sambúðar sem hófst vorið 2000. Þá fannst mér lífið fyrst byrja og öðlast tilgang, allir dagar voru góðir dagar. Ég hef ábyggilega ekki verið sá skemmtilegasti í sambúð en Fríða mín tók göllunum mínum með brosi á vör. Eins og gerist með gott fólk, þá hætti henni til að gleyma að sinna sér og sínum þörfum. Þeir sem guðirnir elska, deyja ungir. Skyndilega er henni fyrirvaralaust kippt út úr tilveru okkar og eftir situr risastórt tóma- rúm. Svo liðu árin og okkar yndisleg samvera beið Hver dagur var dásamlegur, uns dauðinn þig frá mér sneið. Ég þakka fyrir árin 19 með Fríðu og brosið hennar sem svo oft yljaði mér. Ég þakka fyrir gim- steinana sem hún gaf mér, Helgu Björgu og Adda, og vona að mér beri vit og gæfa til að styðja þau í gegnum sorgina og lífið með Guðs hjálp og góðra manna. Nú er margt nýtt sem ég þarf að læra sem Fríða sinnti en ég vona að hún verði í aðstöðu til að fylgjast með mér og brosa að vandræðagang- inum. Ég held að Fríðu verði best lýst með orðum pólsku konunnar í búðinni, en Fríða hafði kennt henni íslensku. Þessi kona tók grátandi utan um mig þegar Fríða dó og sagði: „Hún var engill.“ Fríða mín, nú ert þú farin frá mér, ég einn sit hér um stund og sakna þín. Því þurftir þú að fara svona í flýti? Falla á blaðið litlu tárin mín. Jón Rögnvaldsson. Elsku hjartans Fríða mín. Það er svo erfitt að koma hugsunum sínum á blað en ég vil fyrst og fremst þakka þér fyrir yndislega samfylgd í rúmt 51 ár. Það er stórt skarð komið við fráfall þitt en við sem eftir stöndum verðum að sætta okkur við það, án þess að skilja, af hverju þú. Við minnumst svo margra góðra og bjartra stunda og minningin um fallega brosið þitt lifir í hugum okkar. Ég treysti því að þú sért á góðum stað og sért búin að finna hann pabba þinn þar þannig að þið gætið hvort annars. Megi algóður Guð styrkja elsku Jón, Helgu Björgu og Adda í sorg þeirra og söknuði. Kveðjan mín felst í þessu fallega ljóði sem ég held mikið upp á. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín mamma. Lena, Fríða, Bjarney var gjarnan kallað út í vorblæinn á Sölvabakka á árunum eftir 1970. Þrjár systur samrýndar úti að leika, stundum suðrá horni þar sem við áttum okkur bú, eða að renna sér í Brunnhvamminum eða eitt og annað sem hægt var að dunda sér við. Síðar bættust svo yngri systurnar í hópinn. Nú er stórt skarð höggvið í þennan systrahóp þegar Fríða okkar (miðjan af stóru vörgunum) er far- in til annarra verka. Fríða var dugnaðarforkur, sterk og áræðin. Ef hún ætlaði sér eitthvað var ekkert verið að tvínóna við hlut- ina. Við vorum svo lánsamar í upp- vexti okkar að hafa góðar fyrir- myndir. Pabbi og mamma hvöttu okkur áfram á ástríkan hátt og mamma gekk til allra verka jafnt úti sem inni. Við lærðum að vinna eftir því sem við stækkuðum og fengum fjölbreytt verkefni við hæfi. Fríða hafði gaman af að fara á hestbak og taldi að kýrnar þyrftu álíka tamningu. Það gekk þó ekki alltaf áfallalaust og endaði hún viðbeinsbrotin eftir slíka tamningartilraun. Hún hafði gam- an af að rökræða og stundum var ekki einfalt að vera á annarri skoðun. Þá átti hún stundum síð- asta orðið með því að fullyrða að pabbi mundi víst hafa þetta svona. Hún var enda mikil pabbastelpa. Ýmsar minningar renna í gegnum hugann. Sameiginleg afmæli enda voru bara tveir dagar á milli af- mæla þeirra Bjarneyjar. Vaðið eftir kríu- og hettumáfseggjum með pabba. Þeim sið hélt Fríða eftir að hún flutti í Svangrund. Út- reiðar, göngur og réttir voru stór hluti af tilverunni. Fríða var hörkugangnamaður, ósérhlífin og fylgin sér hvort sem var gangandi eða ríðandi. Eftir menntaskóla fór hún sem au-pair til Spánar. Þar fékk hún það verkefni að kenna börnum ensku en kunni þó varla orð í spænsku sjálf. Allt gekk það þó vel og börnin voru fljót að kenna henni spænskuna. Síðan var hún skiptinemi í Costa Rica. Þar lærði hún m.a. að gera skartgripi úr steinum. Seinna fóru Fríða og Bjarney tvisvar saman á nám- skeið í silfursmíði. Hún æfði júdó og karate og varð Íslandsmeistari í júdó. Hún var mikill lestrarhest- ur og hafði yndi af góðri bók og ljóðum. Fríða lærði félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og vann um tíma á Selfossi. Þá var hún dugleg að koma austur í Dalinn til Lenu og mynduðust góð tengsl við börn hennar og fjölskyldu. Hún hændi alla tíð að sér unga fólkið og sýndi því áhuga. Ræktarsemi við vini og fjölskyldu var mikil. Í dag vildum við svo gjarna að símtölin hefðu verið mikið fleiri og lengri. Eftir að hún kynntist Nonna sínum byggðu þau sér hús í Svan- grund sem varð þeirra heimili. Fríða var dugleg að heimsækja okkur systur sínar á sumrin þegar hún var í fríi sem eitthvað minna er um hjá bændum. Börnin okkar náðu því að mynda góð tengsl saman sem vonandi endast alla ævi. Þau Nonni voru samhent og ástfangin og börnin alltaf í fyrsta sæti hjá þeim. Elsku Nonni, Helga Björg, Addi og mamma. Missir ykkar er svo sannarlega mikill og ósann- gjarn. Eftir lifir minningin um yndislega konu, ástríka og fjöl- hæfa og góða fyrirmynd. Megi al- góður Guð styrkja ykkur í sorg- inni. Lena og Bjarney. Hún Fríða systir var yndislegri en hægt er að lýsa með nokkrum orðum á blaði. Ég held að kær- leikur hennar og umhyggja fyrir öðrum séu þeir eiginleikar sem einkenndu hana best. Það var allt- af gott að ræða við Fríðu um sín hjartans mál því hún bjó yfir þeim eiginleika að kunna að hlusta, sem ekki er öllum gefinn. Fríða var grallari sín uppvaxt- arár og kenndi okkur yngri systr- unum margt, svo sem það, að með- an ekki sæist til okkar fara á bak á kúnum yrði okkur ekki bannað það. Ég leit mikið upp til Fríðu og minnist þess að hafa m.a. gortað af því að systir mín væri Íslands- meistari í júdó. Hún var mikil pab- bastelpa og hafði yndi af öllum úti- verkum sem krakki og unglingur. Nutum við systur þess að eiga jafnréttissinnaða foreldra í þeim efnum og einnig þess að enginn bróðir var til að taka af okkur strákaverkin. Það hentaði Fríðu vel. Hún hafði gaman af að fara á hestbak og fékk brúntvístjörnótt- an hest í fermingargjöf sem hét Tígull. Þau voru perluvinir alla tíð, þótt kynnin hafi farið af stað með þeim hætti, að á fermingardaginn rauk klárinn með hana út tún, stoppaði svo á skurðbakka með þeim afleiðingum að Fríða datt af, rotaðist og handleggsbrotnaði og missti því nánast af fermingar- veislunni sinni. Fríða var afar hraust og ég minnist þess að þegar ný hlið voru gerð á girðingarnar spurðum við hinar systurnar hvort allir gætu opnað þau og lokað eða hvort þau væru bara fyrir pabba og Fríðu. Hún var forkur dugleg í göngum eins og öðrum útiverkum og er í mínum huga drottning Vesturár- skarðs á Laxárdal. Þar þekkti hún hverja þúfu og arkaði upp skarðið á hverju ári, að því er virtist þind- arlaus, í gallabuxum og götóttum stígvélum. Sævar minnist þess að hafa einhverju sinni reynt að fylgja henni þangað upp en dreg- ist töluvert aftur úr. Þegar upp var komið stóð Fríða þar, blés ekki úr nös þar sem hún beið hans og hafði kveikt sér í sígarettu á meðan. Okkur hjónum reyndist hún í seinni tíð ómetanleg hjálp við bú- skap og barnauppeldi, alltaf tilbú- in að rétta hjálparhönd, hvort sem var við smalanir, fjárrag, sauð- burð eða hvað annað sem þurfti. Dætrum okkar var hún sem önnur móðir og er þeirra sorg mikil við fráfall elsku Fríðu okkar. Elsku Fríða, það er svo sárt að missa þig úr daglegu tilverunni okkar, en við trúum því að það hafi vantað engil til mikilvægra verka. Þú verður alltaf ljósgeisli í lífi okk- ar og minningarnar um brosið þitt og hlýjar samverustundir munu ylja okkur ævilangt þegar sárasta sorgin hörfar. Ég treysti því svo að þú hellir á könnuna þegar við hittumst aftur. Anna Margrét og Sævar. Jófríður Jónsdóttir  Fleiri minningargreinar um Jófríði Jónsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SOFÍA JÓNA THORARENSEN, Bakkavör 11, lést á Landspítalanum, Fossvogi, 17. mars. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju 1. apríl klukkan 15. Eiður Th. Gunnlaugsson Eva Maria Zwitser Örn Gunnlaugsson Heiðrún Gróa Bjarnadóttir Sunna Gunnlaugsdóttir Scott Ashley McLemore barnabörn og barnabarnabörn Kær móðir okkar, tengdamóðir og amma, HEBBA HERBERTSDÓTTIR, Þorragötu 7, Reykjavík, lést 24. mars. Útför hennar fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 2. apríl klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að leyfa Barnaspítala Hringsins að njóta þess. Gylfi Zoega Marta Guðrún Skúladóttir Gunnar Már Zoega Inga Sif Ólafsdóttir Tómas Gylfi, Gunnar Snorri, Einar Skúli Ólafur Már, Gerða María, Kristín Hebba Dís Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, ÓSKAR INGÓLFUR ÞÓRÐARSON, fyrrverandi húsvörður Grensásdeildar Borgarspítalans, áður til heimilis á Blöndubakka 16, Reykjavík, lést 23. mars. Útförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 5. apríl klukkan 13. Þórður Garðar Óskarsson Rannveig Jónsdóttir Jóna Ingibjörg Óskarsdóttir Benedikt Guðni Þórðarson Þorleifur Óskarsson Helga Kristín Gunnarsdóttir og fjölskyldur Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐBRANDUR ÞÓRÐARSON, lést miðvikudaginn 27. mars. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Marta Þorsteinsdóttir Margrét Guðbrandsdóttir Stefán Bjarnason Þorbjörg Guðbrandsdóttir Þórður Pálsson Svanberg Guðbrandsson Þóra Skúladóttir Reynir Guðbrandsson Bjarnheiður Jóhannsdóttir Þorsteinn Guðbrandsson Theodóra Skúladóttir barnabörn og barnabarnabörn Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær sonur okkar og bróðir, BIRKIR FREYR STEINGRÍMSSON, lést á heimili sínu fimmtudaginn 28. mars. Útför hans fer fram frá Lindakirkju mánudaginn 8. apríl klukkan 13. Steingrímur Birkir Björnsson Nanna Hlín Skúladóttir Björn Breki Steingrímsson Sunneva Rán Steingrímsdóttir Ástkær sonur okkar, bróðir og frændi, ÞORBERGUR HALLGRÍMSSON, Hrísateig 36, Reykjavík, er látinn. Jarðarför fer fram í kyrrþey. Hallgrímur Jónsson og fjölskylda Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, tengdasonur, afi og langafi, BERGLEIF GANNT JOENSEN, varð bráðkvaddur á Kanaríeyjum fimmtudaginn 14. mars. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju laugardaginn 6. apríl klukkan 11. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir. Jóhanna Kristín Reynisdóttir Þorsteinn Joensen Jóhann Joensen Bergleif Joensen Reynir Gannt Joensen Emeline Bouichou Bjarki Gannt Joensen Ólöf Sif Halldórsdóttir Thelma Gannt Joensen Þórir Arnar Jónsson Kristín Sigurðardóttir Reynir Jóhannesson barnabörn, barnabarnabörn, systkini og aðrir aðstandendur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.