Morgunblaðið - 30.03.2019, Page 31

Morgunblaðið - 30.03.2019, Page 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MARS 2019 ✝ Bergljót Lofts-dóttir fæddist á Böggvisstöðum 17. apríl 1922. Hún lést 15. mars 2019 á Dalbæ, heimili aldr- aðra, Dalvík. Foreldrar henn- ar voru hjónin Loft- ur Baldvinsson út- vegsbóndi, f. 7. júlí 1881, d. 20. apríl 1940, og Guðrún Friðfinnsdóttir húsfreyja, f. 14. nóvember 1886, d. 26. júlí 1984. Systkini Bergljótar voru Sveinn Helgi, látinn, Sveinína Helga, látin, Sigríður Lovísa, lát- in, Baldvin Gunnlaugur, látinn, Þórgunnur, látin, Guðjón, látinn, Aðalsteinn Friðrik, látinn, Björg- ólfur, látinn, Sveinn Haukur, lát- inn, Garðar, látinn, Lára, látin, á lífi eru Hildur Björk og Sigríður. Bergljót giftist Sigvalda Stefánssyni, f. 12. september 1914, d. 9. apríl 1963, hinn 30. júní 1951 og eignuðust þau þrjú börn: 1) Loftur Gunnar, f. 1951, kona hans Guðrún Sigurð- ardóttir, f. 1954. Þeirra börn eru: a) Eva Berglind, f. 1972, hennar maður Steinar M. Björnsson, f. stöðum, stóru heimili þar sem útgerð var samhliða almennum sveitastörfum. Hún tók snemma þátt í þeim störfum sem til féllu á heimilinu. Skólagöngu lauk hún á Dalvík og þaðan lá leið í Húsmæðraskólann á Lauga- landi. Bergljót fluttist frá Böggvis- stöðum 1947 og á Bjarkarbraut 7 árið 1951 þar sem hún og Sig- valdi héldu heimili ásamt systk- inum Bergljótar, Hildi Björk, Guðjóni og Björgúlfi. Einnig var Guðrún móðir þeirra þar til heimilis þar til hún lést í hárri elli og naut umönnunar þeirra. Bergljót naut stuðnings systkina sinna við ótímabært fráfall Sig- valda frá þremur ungum börn- um. Saumaskap lærði Bergljót í Reykjavík á stríðsárunum, vann við kjólasaum og einnig saumaði hún hermannafrakka. Hún vann um tíma við útgerð Aðalsteins bróður síns og saltaði síld o.fl. Seinna á lífsleiðinni vann hún í frystihúsi KEA og endaði starfs- ævina á Dalbæ, heimili aldraðra, á Dalvík. Útför Bergljótar fer fram frá Dalvíkurkirkju í dag, 30. mars 2019, klukkan 11. 1972. Þeirra börn eru: 1) Stefanía Eir Steinarsdóttir, maki Hafsteinn Gröndal, þeirra barn Jökull Máni. 2) Viktoría Ósk Steinarsdóttir. 3) Emilía Rún Stein- arsdóttir. b) Sig- valdi Þór, f. 1983. c) Stefán Guðjón, f. 1983, hans kona Saga Sigurðardóttir, þeirra börn eru: Thelma Rakel Stef- ánsdóttir og Freyja Karen Stef- ánsdóttir. 2) Helga Björk, f. 1954, henn- ar maður Sigurður Ásgeirsson. Hans börn eru: a) Ásgeir Sig- urðsson og hans börn eru Krist- ín Petrea, Sigurður og Vala Sif. b) Sunneva Sigurðardóttir og hennar börn eru Stefán, Auður Lilja og Guðmundur Sævar. 3) Sveinn Haukur Sigvalda- son, f. 1958, hans kona Ágústa Markrún Óskarsdóttir, f. 1951. Hennar dóttir og fósturdóttir Hauks er Linda, hennar börn eru Matthías Knútur Matthías- son, Ólafur Haukur Matthíasson og Markús Mar Matthíasson. Bergljót ólst upp á Böggvis- Móðir mín Bergljót Loftsdóttir frá Böggvisstöðum er látin, södd lífdaga. Við þessi tímamót hellast yfir mig minningar um þessa sterku, hugprúðu, blíðu og sjálf- stæðu konu sem fæddi mig og kom mér til manns. Mín sterkasta æskuminning tengist fráfalli pabba og þeim viðbrögðum sem því voru samfara. Ég var fimm ára, Helga systir átta ára og Loft- ur bróðir ellefu ára og mamma fertug þegar hún varð ekkja. Þeg- ar ég fullorðnaðist spurði ég mömmu út í þetta tímabil í lífi hennar og hún deildi því með okk- ur að einhverju leyti í heimildar- myndinni Brotinu sem fjallar um sjóslysin hinn 9. apríl 1963. Á Bjarkarbraut 7 var gott að alast upp, mamma og við börnin á neðri hæðinni, uppi voru systkini mömmu, Hildur Björk, Guðjón og Björgúlfur, einnig mamma þeirra, ættmóðirin Guðrún Friðfinnsdótt- ir. Þessi samsetning á búsetu hafði þann kost að ef mér leist bet- ur á matinn á efri hæðinni borðaði ég þar. Árin liðu og ég stækkaði svolítið en meira fór þó fyrir uppá- tækjum ýmiss konar sem reyndu alloft á þolrif móður minnar. Skammirnar voru yfirleitt mildar og hún hækkaði ekki oft röddina þó að ærin ástæða væri til. Mörg aukaverkin bjó ég til handa henni, sullaði í drullu, reif eða hjó í sund- ur buxur, dró hitt og þetta drasl heim að húsi og skemmdi úlpu eða peysu við þá iðju. Mömmu var illa við að ég væri að þvælast á bryggjunum en það var mest spennandi staðurinn fyrir okkur strákana. Stundum skilaði ég mér seint heim og mamma fór oft að leita að guttanum sínum. Ég átti það til að fela mig þegar ég sá til ferða mömmu en á endanum rak hungrið mig heim. Samviskan var stundum ekki góð. Einhverju sinni að vori átti ég að vera við próflestur en hund- leiddist og datt í hug að smíða mér bát og lagði kjöl að honum á eld- húsgólfinu. Mamma kom heim úr vinnu og heyrði ég til hennar þeg- ar hún opnaði gangdyrnar. Þetta var eitt af fáum skiptum sem ég fékk duglegt orð í eyra og var sagt að snauta með þetta spýtnarusl út úr húsi og ekki láta mér detta í hug að smíða bát. Bátinn kláraði ég og sigldi á honum um Stórhól- stjörn. Svona liðu árin og alltaf gat ég stólað á hana móður mína sama hvað á gekk. Um tíma átti ég heima í Noregi ásamt Lofti og komu mamma og Helga í heim- sókn. Mamma í fyrstu og einu ut- anlandsferð sinni. Við höfðum sett niður kartöflur og þótti mömmu lítið hirt um og snaraði sér í að reyta arfa og tína fleira rusl en hún þekkti ekki brenninetluna og varð að hætta snögglega vegna af- leiðinga hennar. Næm var móðir mín á líðan mína. Á mínum verstu stundum hringdi hún í mig og spurði um líð- anina. Þakkir áttu skilið fyrir allt það sem þú lagðir mér til sem nesti í mína göngu um lífsveginn og þakkir fyrir höfðinglegar mót- tökur þegar við Markrún fórum norður og nutum gestrisni ykkar á Bjarkarbrautinni. Þakkir, mamma mín, fyrir það sem þú inn- rættir og kenndir mér, bæði með orðum og fasi. Ég trúi því að pabbi sé tilbúinn að taka á móti þér, mamma. Góða ferð í sumarlandið. Haukur Sigvaldason. Mig langar í örfáum orðum að minnast yndislegrar tengdamóður minnar. Það var ótrúlegt hvað það bjó mikill kraftur í henni Beggu, þessari fínlegu og lágvöxnu konu. Hún var alltaf svo falleg og með rödd eins og í unglingsstúlku fram á síðustu stund. Dóttir mín hafði oft orð á því þegar hún talaði við hana: „Hún Begga hefur svo stelpulega rödd.“ Begga vildi alltaf vera að og var í essinu sínu, þegar hún var að elda og baka. Hún gerði svo ljúffengan mat og bestu og fal- legustu kökur í heimi. Það var ekki amalegt að koma norður og oftast tekið á móti okkur með læris- sneiðum og kótelettum og aldrei hefur mér tekist að hafa þær eins góðar og hjá henni. Begga var líka svo lagin í höndunum og saumaði og prjónaði listavel, þótt viðkvæð- ið hjá henni hafi alltaf verið að allt væri ómögulegt hjá henni. En það var aldeilis ekki, það var allt hundrað og fimmtíu prósent. Hún vildi líka alltaf vera að þvo og strauja af öllum í kringum sig og ef gat var á flík, þá kom hún við- gerð úr þvottinum. Eitt sinn var þó Steinar ekki alveg ánægður, þegar hún þvoði götóttu tísku- gallabuxurnar hans og þær komu allar „kúnstbródereðar“ úr þvott- inum og hún sagði við Steinar: „Ég veit ekki hvað hefur komið fyrir buxurnar þínar, Steinar minn, það er eins og þú hafir lent í tætara.“ Ó já, svona var Begga. Það var svo gott að hún gat að mestu sinnt sínum heimilisstörfum þar til hún fór á Dalbæ á Dalvík fyrir einu og hálfu ári þar sem heilsan var farin að gefa sig og orkan að þverra. Mér fannst það að koma til Beggu vera margt um líkt eins og að koma til foreldra minna heima á Patró þegar þau voru á lífi, svo margt líkt og leið mér vel hjá Beggu og Hildi systur hennar, en þær bjuggu saman á Bjarkar- brautinni. Einar bestu stundirnar með Beggu voru þegar við fengum okkur kvöldkaffi og sátum góða stund, spjölluðum og gerðum að gamni okkar og Begga hló svo dátt að tárin runnu niður kinnarn- ar á henni. Það voru góðar stund- ir. Þín nótt er með öðrum stjörnum. Um lognkyrra tjörn laufvindur fer. Kallað er á þig og komið að kveðjustundinni er. Úr lindunum djúpu leitar ást guðs til þín yfir öll höf. Hún ferjar þig yfir fljótið og færir þér lífið að gjöf. Og söngnum sem eyrað ei nemur þér andar í brjóst. Dreymi þig rótt, liljan mín hvíta sem opnast á ný í nótt. (Gunnar Dal) Elsku besta Begga tengda- mamma, ég þakka þér allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína fjöl- skyldu. Þín verður sárt saknað. Guð geymi þig og blessi. En handan við fjöllin og handan við áttirnar og nóttina rís turn ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er förinni heitið. (Snorri Hjartarson) Þín tengdadóttir Markrún Óskarsdóttir. Elsku amma Begga, það er erf- itt að kveðja en á sömu stundu þökkum við fyrir tímann sem að við áttum saman. Við erum svo þakklát að barnabarnabörnin þín og barnabarnabarnabarnið þitt hafi fengið að kynnast þér. Þú varst alltaf svo góð og blíð við þau og alla sem í kringum þig voru. Þú hafðir alltaf tíma fyrir okk- ur, hlustaðir og gafst okkur ráð, last fyrir okkur sögur fyrir svefn- inn og kenndir okkur að fara með bænirnar okkar. Við munum svo vel sumrin sem við áttum á Dalvík, að brasa með þér og Hildi í garðinum eða í þvottahúsinu, fara í kaupfélagið þar sem þú virtist þekkja alla og koma svo heim og fá bestu pönns- ur í heimi. Þú passaðir alltaf upp á að maður færi aldrei svangur frá Bjarkarbrautinni og það var aldr- ei komið að tómum kofanum hjá þér. Við gleymum aldrei jólunum sem við eyddum saman, það var alltaf svo hátíðlegt og notalegt að vera með þér yfir hátíðarnar. Í seinni tíð sátum við oft saman í eldhúsinu á Bjarkarbrautinni og ræddum um allar þær frábæru stundir sem að við höfum átt sam- an í gegnum árin. Þér var svo annt um alla í kring um þig og gerðir allt sem í þínu valdi stóð til að fjöl- skyldunni liði sem best. Elsku amma, við munum sakna þín en við vitum að þú munt vaka yfir okkur og passa fjölskylduna þína. Þú ert og verður alltaf verndar- engill okkar allra. Eva Berglind Loftsdóttir, Sigvaldi Þór Loftsson, Stefán Loftsson og fjölskyldur. Bergljót Loftsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma okkar, það er erfitt að hugsa til þess að fá aldrei að koma aftur til þín á Dalvík en nú ertu komin til afa og líður von- andi vel. Við erum óendan- lega þakklátar fyrir þann tíma sem við áttum hjá þér á Bjarkarbrautinni. Guð geymi þig. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þínar langömmustelpur, Stefanía Eir, Viktoría Ósk og Emelía Rún.  Fleiri minningargreinar um Bergljótu Loftsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, VALGERÐUR BJÖRNSDÓTTIR, Hólabergi 38, Reykjavík, lést á Landakoti mánudaginn 18. mars. Jarðarför fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 2. apríl klukkan 13. Eiríkur Brynjólfsson Lilja Eiríksdóttir Halldór Laxdal Björn Eiríksson Ásta Guðrún Guðbrandsd. Brynjólfur Eiríksson Anna Eiríksdóttir Páll Pálsson Örn Eiríksson Bjarnfríður Elín Karlsdóttir Ingi Eiríksson Hrönn Jónsdóttir Sigrún Eiríksdóttir Stefán Már Kristinsson Birgir Eiríksson Berglind Snorradóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN BIRNA GARÐARSDÓTTIR, Heiðvangi 7, Hellu, lést á Landspítalanum 16. mars. Jarðsett verður í kyrrþey. Jón Helgason Hrafnhildur Björk Jónsdóttir Guðmundur Jónsson Sigurbjörg Kristín Jónsdóttir Axel Wium Helgi Jónsson Kristbjörg Ingimundardóttir Garðar Jónsson Silke Waelti barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma, langamma og systir, HULDA JÓFRÍÐUR ÓSKARSDÓTTIR, lést föstudaginn 22. mars á líknardeild Landspítalans. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðmundur Örn Ingólfsson Óskar Ólafsson Svea Soffía Sigurgeirsdóttir Sigurgeir Óskarsson Þorsteinn Ólafsson Ingólfur Arnar Guðmunds. Ólafur Friðrik Óskarsson Kolbrún Jóhannsdóttir Árndís Hulda Óskarsdóttir Helgi Freyr Sveinsson langömmubörn og systkinni hinnar látnu Okkar ástkæri, HELGI HARALDSSON flugvirki, lést 19. mars. Útförin fór fram í kyrrþey. Fjölskyldan þakkar starfsfólki hjúkrunar- heimilisins Skjóls einlæga elsku og umönnun. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarkort Skjóls, sími 5225600 eða skjol.is Maja Helgadóttir Henrik Runge Stella Henriksdóttir Runge Heidi Helgadóttir Leite Mikael Leite Annelise H. Jörgensen Rósa Haraldsdóttir Guðrún Haraldsdóttir Vilhjálmur H. Baldursson Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORGEIR HJÖRLEIFSSON frá Hnífsdal, lést á dvalarheimilinu Grund fimmtudaginn 28. mars. Útförin verður auglýst síðar. Elísabet Þorgeirsdóttir Halldór Þorgeirsson Sjöfn Heiða Steinsson barnabörn og barnabarnabörn Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, GUNNLAUGUR VALDIMARSSON, sjómaður, Skólastíg 14a, Stykkishólmi, lést á St. Fransiskussjúkrahúsinu miðvikudaginn 27. mars. Sigrún Sigurgeirsdóttir Einar D.G. Gunnlaugsson Yngvinn V. Gunnlaugsson og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.