Morgunblaðið - 30.03.2019, Page 35

Morgunblaðið - 30.03.2019, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MARS 2019 35 Framkvæmdastjóri Capacent — leiðir til árangurs Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) er elsti lífeyrissjóður landsins, en upphaf sjóðsins má rekja aftur til ársins 1919 þegar fyrsti eiginlegi lífeyrissjóðurinn varð til hér á landi. LSR fagnar því 100 ára afmæli á árinu 2019. LSR er stærsti lífeyrissjóður á Íslandi. Hann starfar í þremur deildum, A-deild, B-deild og séreign. Eignir til ávöxtunar eru 900 milljarðar kr. Að jafnaði greiða 32.000 sjóðfélagar iðgjald til sjóðsins. Á árinu 2018 fengu 24.000 sjóðfélagar greiðslur frá sjóðnum, samtals 58 milljarða kr. Upplýsingar og umsókn capacent.com/s/13204 Menntun og hæfni: Háskólamenntun sem nýtist í starfi Leiðtogahæfileikar og lipurð í samskiptum Haldbær þekking á eignastýringu og lífeyrissjóðakerfinu Víðtæk reynsla af stjórnun, rekstri og stefnumótun Lausnamiðuð og gagnrýnin hugsun Frumkvæði og metnaður til að ná árangri · · · · · · · · · · · Umsóknarfrestur 3. apríl Ábyrgð og starfssvið: Yfirumsjón með rekstri sjóðsins Stefnumótun í samráði við stjórn Tryggir að unnið sé eftir stefnu og ákvörðunum stjórnar og samþykktum sjóðsins Samskipti við hagaðila Erlend samskipti Stjórn LSR óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra fyrir sjóðinn. Áhersla er lögð á að framkvæmdastjóri hafi leiðtogahæfni, reynslu af rekstri og þekkingu á íslenska lífeyrissjóðakerfinu. Verkefnastjórar óskast á skrifstofu framkvæmda- og viðhalds Ertu með FRAMKVÆMDIR á heilanum? Umhverfis- og skipulagssvið leitar að verkefnastjórum til að sinna margvís- legum störfum á skrifstofu framkvæmda og viðhalds mannvirkja. Við leitum að kraftmiklum einstaklingum í verkefni tengd áætlanagerð, hönnun, útboðum, framkvæmdum og eftirliti með nýframkvæmdum, samgöngumannvirkjum ásamt verkefnum tengdum opnum svæðum og viðhaldi fasteigna. Boðið er upp á metnaðarfullt starfsumhverfi og tækifæri til að móta og hafa áhrif á framtíðaruppbyggingu Reykjavíkurborgar. Helstu verkefni og ábyrgð • Verkefnastýring og umsjón verkefna á sviði fasteignaumsýslu. • Verkefnastjórn við nýframkvæmdir og viðhald fasteigna. • Umsjón og eftirlit með vinnu aðkeyptra verktaka og hönnuða. • Gerð kostnaðar- og framkvæmdaáætlana. Hæfniskröfur • Háskólapróf í tæknigrein sem nýtist í starfi eins og verk-, tækni-, eða byggingafræði. • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er kostur. • Reynsla af kostnaðaráætlanagerð er kostur. • Þekking á vottunarkerfum fyrir byggingar er kostur. • Gott vald á íslensku máli í ræðu og riti. • Frumkvæði og faglegur metnaður. • Góðir hæfileikar til samskipta og samvinnu. • Tölvufærni og kunnátta til að nýta upplýsingakerfi sem stjórntæki. Um sviðið Umhverfis- og skipulagssvið (USK) gegnir fjölþættu hlutverki í umhverfis-, skipulags- og samgöngumálum. Að auki stýrir sviðið framkvæmdum og viðhaldi og sinnir almennum rekstri í borgarlandinu eins og grasslætti og snjómokstri. Undir sviðið tilheyra lögbundin verkefni byggingarfulltrúa, skipulagsfulltrúa, Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og Bílastæðasjóðs. Upplýsingar og umsókn Sótt er um á www.reykjavik.is/laus- storf/oll-storf. Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og við- komandi kjarafélags. Umsóknarfrestur er til 15.4.2019. Nánari upplýsingar veitir Ásdís Ásbjörnsdóttir mannauðsstjóri USK, asdis.asbjornsdottir@reykjavik.is. UMHVERFIS- OG SKIPULAGSSVIÐ • Borgartún 12–14 • S. 411 11 11 • usk@reykjavik.is Ef þú ert með rétta starfið — erum við með réttu manneskjuna www.capacent.is Ráðgjafar okkar búa yfir víðtækri þekkingu á atvinnulífinu og veita trausta og persónu lega ráðgjöf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.