Morgunblaðið - 30.03.2019, Side 42

Morgunblaðið - 30.03.2019, Side 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MARS 2019 Hártískan snýst í hringi eins og annað í lífinu og nú vilja flestirvera snöggklipptir. Sá stíll er svipaður og var í kringum 1980þegar ég var að byrja í bransanum,“ segir Gauti Torfason, rak- ari í Kópavogi, sem verður61 árs á morgun, sunnudag. „Á afmælisdag- inn stendur til að skreppa í fermingarveislu hjá ungum frænda mínum; hitta ættingja og vini sem ég hef suma ekki hitt lengi. Það verður skemmtilegt.“ Gauti á allar sínar rætur að rekja í Kópavoginn og ólst þar upp, sonur Önnu Marín Kristjánsdóttur og Torfa Guðbjörnssonar rakara. „Það kom eiginlega af sjálfu sér að ég færi í rakaraiðnina og ynni hjá föður mínum heitnum og síðan eru liðin 40 ár. Herramenn heitir rakarastofan og var við Neðstutröð fram undir jól 2017, að við fluttum í Hamraborg- ina. Þar erum við nú í rúmgóðu húsnæði og mikið að gera. Við eigum fjölda traustra viðskiptavina og hluti af starfi rakarans er að leysa með þeim lífsgátuna og vandamál dagsins. Mannleg samskipti og sálfræði eru stór þáttur í starfi rakarans.“ Utan starfsins á Gauti mörg áhugamál. Hann hefur lengi verið virkur í starfi skátahreyfingarinnar og tekið þátt í óteljandi mótum, útilegum og ævintýrum. Hefur þó heldur hægara um sig þar nú – en er tekinn við því hlutverki að safna saman ýmsum munum og myndum úr skátastarfi. „Svo finnst mér alltaf gaman að taka ljósmyndir, hvort heldur er af fólki og náttúru landsins. Myndavélin hefur fylgt mér síðan á unglings- árum, segir Gauti sem er kvæntur Kristínu Angantýsdóttur bókhald- ara. Þau eiga fjögur börn og yngst þeirra er Andri Týr sem einnig er rakari og meðeigandi að Herramönnum sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Rakari Leysi lífsgátuna með viðskiptavinum, segir Gauti í viðtalinu. Klippir í Kópavogi Gauti Torfason verður 61 árs á morgun B jörgvin Þórðarson fædd- ist 30. mars 1934 á Suð- ureyri við Súganda- fjörð. Hann var í sveit á Höfða í Dýrafirði hjá þeim Sighvati Jónssyni og Sigríði Jónsdóttur. Einnig var hann í sveit- ardvöl í Minni-Hattardal í Álftafirði. Björgvin lauk námi í grunnskóla Suðureyrar og stundaði svo iðnnám í Iðnskólanum í Reykjavík þaðan sem hann lauk námi í rafvirkjun. Björgvin fluttist ríflega tvítugur til Flateyrar þar sem hann hóf nám í rafvirkjun hjá Magnúsi Konráðssyni rafvirkjameistara. Björgvin bjó og starfaði lengst af sem rafverktaki á Flateyri og tók þar þátt í uppbygg- ingu samfélagsins á miklum upp- gangstímum. Hann var virkur félagi í Leikfélagi Flateyrar og söng með kirkjukórnum um árabil. Hann sat í stjórn frystihússins Hjálms hf. um árabil með þeim Einari Oddi Krist- jánssyni, Jóni Gunnari Stefánssyni, Lárusi Guðmundssyni, Hirti Jóns- syni, Gunnlaugi Kristjánssyni og Jóni Guðbjartarsyni. Björgvin hefur verið félagi í Frímúrarareglunni frá árinu 1971 og tekið þátt í ýmsum fé- lagsstörfum á Flateyri. Björgvin var áberandi í karlakóra- menningunni á norðanverðum Vest- fjörðum og söng oftsinnis einsöng á tónleikum en hann sendi jafnframt frá sér eina einsöngslagaplötu. Björgvin söng með fjölda karlakóra sem störfuðu á svæðinu, þeirra á meðal voru Karlakór Ísafjarðar og Karlakórinn Ægir í Bolungarvík (sem sameinuðust í karlakórinn Erni) og Karlakór Þingeyrar. Með þeim kórum söng hann margsinnis einsöng á tónleikum og söng- ferðalögum víða innanlands og er- lendis, s.s. í Wales, Finnlandi, Færeyjum og Rússlandi. Björgvin fór í söngferðalag með Karlakórnum Þröstum í Hafnarfirði til Austurríkis, Þýskalands og Ítalíu árið 1987 en þar söng hann einsöng með kórnum, en í ferðinni var einnig Kristinn Sigmundsson sem var aðal- einsöngvari kórsins. Í tilefni sextíu ára afmælis Björg- vins vorið 1994 sendi hann frá sér plötu sem bar titilinn Björgvin Þórð- arson tenór en hún hafði að geyma tuttugu og tvö einsöngslög úr Björgvin Þórðarson rafvirkjameistari – 85 ára Í Önundarfirði Björgvin að fara á sjóstöng í ágúst 2017 á bát sem hann á með sonum sínum og heitir Vinur. Ennþá syngjandi Sælleg Dagrún og Björgvin. Akranes Valur Berg Brekason fæddist 27. júlí 2018 kl. 0.58. Hann vó 3.850 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Rósa María Sig- urgeirsdóttir og Breki Berg Guðmundsson. Nýr borgari Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna Eplaedik hefur verið notað sem heilsubótarefni í aldaraðir, bæði sem forvörn sem og vegna læknandi eiginleika. Auk eplaediks innheldur Apple Cider ætiþistil, túnfífil og kólín sem getur elft meltinguna, haft góð áhrif á lifrina og leitt til eðlilegs niðurbrots á fitu. Svo er króm sem er gott fyrir blóðsykursjafnvægið og slær þannig á sykurlöngun. Eplaedik – lífsins elexír • Hreinsandi • Vatnslosandi • Gott fyrir meltinguna • Getur lækkað blóðsykur • Getur dregið úr slímmyndun • Gott fyrir þvagblöðru, lifur og nýru. Aðeins ein tafla á dag og ekkert bragð! Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.