Morgunblaðið - 30.03.2019, Page 45

Morgunblaðið - 30.03.2019, Page 45
DÆGRADVÖL 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MARS 2019 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú þarft að læra að gera þér mat úr þeim tækifærum, sem þér bjóðast. Leitaðu hins gullna meðalhófs í hreyfingu og mat- aræði. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú verður að leggja af allan ving- ulshátt ef þú ætlar að ná takmarki þínu. Gefðu þeim tíma og ræktaðu sambandið við makann, þú þarft á því að halda. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Vinur eða manneskja með ólíkan bakgrunn vekur forvitni þína. Ekki kaupa köttinn í sekknum þegar þú tekur upp vesk- ið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Nú er rétti tíminn til þess að taka til hendinni heima fyrir og koma því fyrir sem þú hefur ekki þörf fyrir lengur. Sláðu botn- inn í samband sem er ekki að ganga upp. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft á óvenjumikilli einveru að halda þessa dagana. Reyndu að yfirvinna kvíðann hægt og rólega, það kemur dagur eftir þennan dag. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er óðs manns æði að leggja út í vandasamar samningaviðræður án þess að kynna sér málin fyrst ofan í kjölinn. Hik er sama og tap. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þér finnst eins og þú náir ekki til fólks og ættir því að endurskoða með hvaða hætti þú talar til þess. Reyndu að fá yfirsýn yfir heildarmyndina án þess að hafa áhyggj- ur af smáatriðunum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er hætt við að fréttir sem tengjast menntun dragi úr þér kjarkinn. Bjóddu þeim sem þú hefur augastað á út. Einhver kemur þér rækilega á óvart. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Láttu það ekki slá þig út af lag- inu, þótt með þér sé fylgst í starfi. Einhver gengur á eftir þér með grasið í skónum og þér líkar það vel. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú þarft að endurvekja hæfileika þinn til að tjá þig. Af hverju skyldi það vera? Jú, yfirmaðurinn er einstaklega gagnrýninn núna. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Hamingjan felst í því að vera sáttur við það sem maður hefur. Það eru ekki öll kurl komin til grafar í leyndarmáli sem var gert opinbert fyrir stuttu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Reynstu vini þínum vel, þegar hann leitar til þín með sín trúnaðarmál. Foreldrar mega ekki gera miklar kröfur til barna sinna. Jesús sagði: „Hver sem ber ekki sinn kross og fylgir mér getur ekki verið lærisveinn minn“. (Lúk: 14.27) Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Kolibri trönur í miklu úrvali, gæða- vara á góðu verði Kolibri penslar Handgerðir þýskir penslar í hæsta gæðaflokki á afar hagstæðu verði Ennþá meira úrval af listavörum WorkPlus Strigar frá kr. 195 Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Vafinn hann um hálsinn er. Í hálsi líka finna má. Fjall, sem hátt við himin ber. Harla stór er fuglinn sá. Helgi Seljan svarar: Strút ég hef um háls á mér, í hálsi banakringlan er. Stílhreint fjallið flott sig ber, fugl í sandi leynist hér. Lausnin lítur svona út þessa vik- una hjá Helga R. Einarssyni: Trefill, kringla, tindur, fugl tengjast eitthvað hér. Þetta sýnist þvílíkt rugl, samt þetta’ allt strútur er. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Strút um háls ég stundum ber. Strútur er bein í hálsi mér. Fjall með strýtu strútur er. Strútur fugl er, hyggjum vér. Þá er limra: Ef verður á vegi hans Fjandinn, en víðsfjarri Heilagur andinn, þótt sé ekki strútur strákurinn Knútur, stingur þá hausnum í sandinn Síðan kemur ný gáta eftir Guð- mund: Enn skal út á Sónar sæ Suðrafari beina. Semja gátur sí og æ sumir eru að reyna: Fjölda manna finnum hér. Fríður knörr mun vera. Stundum hurðar handfang er. Í hendi sverð menn bera. Sigurður Eiríksson lengi vinnu- maður í Kalmannstungu orti: Lyngs við bing á grænni grund glingra og syng við stútinn, þvinga ég slyngan hófahund hringinn í kringum Strútinn. Strútur er móbergstindur (938 m y.s.) nokkru fyrir innan Kalmanns- tungu. Jón Erlendsson orti: Nývakinn af náðarblund nú er hann Björn minn genginn út fyrir garð að hengja hund. Hann er að þjóna sinni lund. Sigvaldi Skagfirðingur orti: Meyjar standa malandi, mínar vísur falandi, svo er ég þeim svalandi sífellt ljóðin talandi. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Hringinn í kringum Strútinn Í klípu „LÖGGAN VILL VITA HVORT ÞÚ ERT HÉR. EF ÉG NEITA GETUR ÞÚ EKKI NOTAÐ MIG SEM FJARVISTARSÖNNUN.” eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG SÉ EKKERT HÉR UNDIR HUNDRAÐKALLI.” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að horfa á þig en ekki um öx. HJÁLP! ÞETTA ER ALLTOF MIKIÐ AF PÍTSU FYRIR MIG EINAN ÉG SKAL BJARGA ÞÉR! ÉG GLEYMI ALDREI ANDLITI! OG ÞÉR FINNST ÞAÐ KOSTUR? Karlalandslið Íslands hefur verið ísviðsljósinu undanfarna daga eftir leiki við Andorra og Frakkland í baráttunni um sæti á EM í knatt- spyrnu á næsta ári. Leikirnir fóru eins og búast mátti við, sigur í þeim fyrri og tap í þeim síðari. Ýmsir kunna að hafa áhyggjur af stöðu liðsins eftir þessa leiki, en hinn raun- verulegi prófsteinn verður í júní þegar við fáum heimaleiki við Alb- ana og Tyrki og kannski sérstaklega þá síðarnefndu, sem eru á fljúgandi siglingu. Það er hins vegar ekki ástæða til að hafa áhyggjur af framtíðinni. Á þriðjudag tryggði U17 ára landslið drengja sér sæti í lokakeppni Evr- ópumótsins með 4:1-sigri á Hvíta- Rússlandi. Með sigrinum tryggði lið- ið sér efsta sætið í sínum riðli. x x x Riðlakeppnin í þessum aldurs-flokki fór þannig fram að allir leikirnir voru leiknir á einni viku og fóru þeir fram í Þýskalandi. Íslenska liðið byrjaði á að vinna 2:1-sigur á Slóveníu, gerði síðan 3:3-jafntefli við Þýskaland og hafði að lokum betur gegn Hvít-Rússum. x x x Íslenska liðið endaði í efsta sæti rið-ilsins með sjö stig, Þjóðverjar voru í öðru sæti með fimm og eiga reyndar enn möguleika á að komast áfram verði úrslit í öðrum riðlum þeim hagstæð. Hvít-Rússar enduðu í því þriðja með tvö stig og Slóvenar ráku lestina með eitt. x x x Alls taka sextán lið þátt í úrslita-keppninni, sem fer fram á Ír- landi 3. til 19. maí. Vilji einhver fara og fylgjast með strákunum mun það kosta ívið minni fjárútlát en til dæm- is HM í Rússlandi í fyrrasumar. Miðinn á völlinn kostar aðeins fimm pund, eða tæpar 900 krónur. x x x Það var líka skemmtilegt að sjá aðAndri Lúkas Guðjohnsen, sonur Eiðs Smára, skoraði þrennu gegn Þjóðverjum og eitt af mörkunum fjórum gegn Hvíta-Rússlandi. Snemma beygist krókurinn. vikverji@mbl.is Víkverji

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.