Morgunblaðið - 30.03.2019, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 30.03.2019, Qupperneq 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MARS 2019 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Megi þá helvítis byltingin lifa kall- ar Steingrímur Eyfjörð myndlistarmaður sýninguna sem hann opnar í Hverfisgalleríi að Hverfisgötu 4 í dag, laugardag, klukkan 16. Er þetta tilvitnun í Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Elingar? „Já, hún sagði þetta í haust,“ svarar Steingrímur og segir að sér hafi þótt það áhugavert að heyra verkalýðsforkólf tala með þessum hætti. „Auðvitað verður samt engin bylting,“ bætir hann við. En hvernig tengist samt þessi boðaða bylting verkunum? „Engan veginn“ svarar hann í hálfkæringi og bætir við að þessa sýningu hafi borið að með frekar stuttum fyrirvara. Áberandi verk í sýningarsalnum er í mörgum hlut- um og þar er komið nýtt afstrakt stafróf sem Steingrímur hefur skapað og hann segir standa eitt og sér og án tengingar við hefðbundið stafróf. Flest verkanna eru annars unnin með lakki og litaprautum á álplötur og eins og áhugamenn um myndlist þekkja úr kunnuglegum myndheimi Steingríms, sem er einn þekktasti myndlistarmaður sinnar kynslóðar, þá er í þeim mik- ið um texta og persónuleg tákn. Í sumum verkanna eru samtöl lista- mannsins við aðra efniviðurinn en í öðrum má til að mynda sjá spurt út í eða fjallað um kommúnisma, skuldir almennings og ríka karla. Á stærsta verkinu eru heiti versl- ananna IKEA og Epal og á hillu sem er hluti annars verks stendur margarma indverska stríðsgyðjan Kalí, indígóblá á lit og sá litur hef- ur líka stýrt litavalinu í salnum. Það vantar alþýðufræðslu „Í verkunum eru hinar og þessar staðreyndir, eins og um kapítal- ismann og viðskipti og í einu verk- inu, IKEA og Epal, eru hugleið- ingar um neyslustýringu og auglýsingar sem er ákveðin pólitík enda fjallar það um lífsstíl og trú,“ segir Steingrímur. „Það er verðugt verkefni fyrir menningarfræðinga að lesa úr þessu umhverfi sem er búið til hér gegnum auglýsingar. Í ljósi þess hvað það eru orðnir margir hönnuðir hér landi verða stjórnvöld að fara að átta sig á mikilvægi þess að skapa umhverfi sem er íslenskt. Arkitektúrinn, föt- in, það sem við hugsum, borð og stólar, allt er þetta innflutt og merkingarlaust hér. Við erum eins og gestir í eigin landi.“ Hann segir talsverða framleiðslu fatnaðar og húsgagna hafa verið hér á landi fram eftir síðustu öld „og við bjugg- um þá að vissu leyti í okkar um- hverfi en svo var framleiðslu hætt hér og farið að flyja allt inn. Nú finnst mér vera kominn tími til að endurskoða þetta og gera kröfu um að landsmenn geti búið í umhverfi sem er skapað hér heima. Auðvitað er það ákveðin þjóðernisstefna að tala svona. En það vantar svo fag- urfræðileg viðmið hér, stjórnvöld hafa til að mynda enga fagurfræði, bara einhver neyslusmekk. Vissulega er einhver elíta hér sem kaupir myndlist og hönnun og kemur sér upp ákveðinni þekkingu og tilfinningu fyrir gæðum en al- menningur fær ekki að komast í þá stöðu. Það vantar alþýðufræðslu,“ segir hann og bætir við að það þurfi líka að kenna fólki tilfinningu fyrir góðu handverki. Tákn og merkingarleysi Í verkum Steingríms er oft ákveðin boðun eða fræðsla og hann liggur þá ekki á skoðunum sem þurfa þó alls ekki að vera rökréttar. „Þegar ég fæ áhuga á einherju þá vinn ég út frá því. Ég hef byrjað á allskonar hlutum sem ganga ekki upp og enda í ruslakörfunni en sköpunin sprettur úr því að hafa áhuga á umfjöllunarefninu. Verkin mín eru oft einhver viðbrögð við ástandi eða umhverfi og oft kemur eitthvað gott út úr því sem er banalt. Það er orðið svo mikið merkingarleysi í orðum eins og kommúnismi og sósíalismi. Rauði liturin og sá blái eru ekkert lengur vinstri og hægri, táknin og hug- myndirnar hafa breyst. Og það er áhugavert að upplifa þessa tíma núna með upplausn merkingar- innar en á sama tíma er afstæð- ishyggjunni sem kom upp úr 1980 að ljúka. Þá var farið að segja að hægt að horfa jafnt á hluti frá öll- um sjónarhornum, sem er ekki rétt.“ Eru þessi verk hans þá viðbrögð við hinum póstmódernísku tímum þar sem allt átti að vera jafngilt? „Sá tími er búinn. Og hlutir þurfa að fá merkingu. Sjáðu þenn- an arkitektúr hér niðri í bæ,“ segir hann og bendir á nýbyggingarnar við Hafnarstræti. „Það er grátlegt að hafa ekki notað tækifærið til að fá arkitekta til verksins sem hefðu komið með einhverja fagurfræði og merkingu, í stað þess að koma með þetta „big city look-a-like“ sem sýnir bara minnimáttarkenndina í okkur Íslendingum. Nú þurfum við Reykvíkingar að búa með þessu!“ Listin í friði fyrir vísindunum Steingrímur fékk spámiðil til að fjalla um verkin. Hvers vegna? „Venjan er að fá listfræðing ti að skrifa en þessi sýning er svo sér- stök að ég vildi koma með ákveðna alþýðutrú eða menningu að henni. Ég hef lengi haft áhuga á fyrir- bærum eins og draumum, draugum og spádómum, sem hafa verið hluti af tilveru almennings frá örófi. Þar er ég í listinni, án rökhyggju; ég er listamaður, ekki vísindamaður.“ Steingrímur segir franska sym- bólistann Alfred Jarry, sem þekkt- astur er fyrir leikritið um Bubba kóng, hafa komið með hugtakið pa- taphysique sem sé skopstæling á vísndum, írónía og paródía. Hann segir að á síðustu árum hafi mikið verið reynt að breyta myndlistar- faginu úr því að vera skapandi í að vera vísindalegt. „En það er ekki hægt. Úr því verður bara eins- konar húmorslaus pataphysique og bull. Listin verður að fá að þróast í friði fyrir vísindunum,“ segir hann. Morgunblaðið/Einar Falur Listamaðurinn „Ég er listamaður, ekki vísindamaður,“ segir Steingrímur. Hann er hér við nýtt afstrakt stafróf sem hann hefur skapað og sýnir og á hillu er gyðjan Kalí sem sagði fyrir um litinn á sýningarsal Hverfisgallerís. Stjórnvöld hafa enga fagurfræði  Steingrímur Eyfjörð opnar sýningu í Hverfisgalleríi  Kallar eftir íslensku umhverfi í hönnun og hugsun  Vinnur með merkingarleysi orða  „Verkin mín eru oft einhver viðbrögð við ástandi “ Gítarleikarinn og tónskáldið Gulli Björnsson kemur fram á tónleikum í Hörpuhorni á morgun kl. 16. Hann spilar bæði á klassískan og rafmagnsgítar og gerir tilraunir með blöndun rafhljóða og hefðbundinna hljóðfæra með fartölvu í tónsmíðum sínum. „Gulli stundaði gítarnám í Manhattan School of Music og lauk tveimur meistara- gráðum frá Yale School of Music,“ segir í tilkynningu. Hann vinnur nú að fyrstu plötu með eigin tónlist fyrir gítar, strengjakvartett og fartölvu/rafhljóð. Tónleikarn- ir eru hluti af röð FÍH og FÍT til að kynna ungt tónlist- arfólk sem lært hefur erlendis. Aðgangur er ókeypis.Gulli Björnsson Gulli Björnsson í Hörpuhorni á morgun búðin | 1. hæð Kringlunni Opið Hús s 570 4800 gimli@gimli.is www.gimli.is Naustabryggja 31 , 110 Reykjavík 184 m2 Halla Unnur Helgadóttir lögg. fasteignasali – halla@gimli.is - 659 4044 Opið hús mánud. 1. apríl kl. 17:30 til 18:00. Glæsileg, nýleg þakíbúð í fallegu fjölbýli með lyftu við Naustabryggju í Reykjavík. Um er að ræða 6 herbergja íbúð á 4. og 5. hæð ásamt tveimur mjög rúmgóðum stæðum í upphitaðri bílageymslu. Eignin skiptist í forstofu, þvotta- herbergi, 2 baðherbergi, alrými: eldhús/borðstofa/stofa/sjónvarps- hol, 4 mjög rúmgóð svefnherbergi og fataherbergi. Mikil lofthæð og þrennar svalir. Verð 79,9 m.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.