Morgunblaðið - 30.03.2019, Side 47

Morgunblaðið - 30.03.2019, Side 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MARS 2019 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Í vetur hef ég setið við að vefja, ég er sérfræðingur í vafningi,“ segir Þór- dís Alda Sigurðardóttir myndlistar- kona brosandi þegar hún ræðir við blaðamann á sýningunni sem hún opnar hjá Listamönnum galleríi að Skúlagötu 32 í dag, laugardag, klukkan 17. Sýninguna kallar Þórdís Yfir og allt um kring og með vafn- ingnum vísar hún til þess að í mörg- um verkanna er marglitur tvinni áberandi efniviður sem hún vefur um kefli og tréplötur. Þetta eru áþreifanleg verk þar sem textíll, tré og málmar mætast, sums staðar fundnir hlutir eins og ryðguð verk- færi, rær og boltar, og í öðrum eru grófari þræðir; lopi hlykkjast yfir marglit samklipp sem virðast í ein- hverjum verkanna byggjast á boðs- kortum á sýningar annarra lista- manna – og svo eru verk gerð úr sokkum sem er kunnuglegt þema úr myndheimi Þórdísar gegnum árin. Hún hóf myndlistarnám við Myndlistarskólann í Reykjavík og útskrifaðist úr skúlptúrdeild Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands árið 1894. Árin 1985 og 86 stundaði hún nám við skúlptúrdeild Eduardo Pao- lozzi við myndlistarakademíið í München. Frá útskrift hefur Þórdís sýnt verk sín reglulega, heima og er- lendis, og hefur komið að ýmiskonar myndlistartengdum verkefnum, svo sem sýningahaldi, bókaútgáfu og gallerírekstri. Einkasýningar henn- ar eru orðnar sextán talsins. Verndar kjarnann „Þessi verk hér á sýningunni hef ég gert á einum átta árum en flest eru þó ný og fæst hafa verið sýnd áð- ur,“ segir Þórdís Alda. Og við ræð- um áfram þráðinn sem er lykilefni í verkunum. „Ég er alltaf að vinna með þráð- inn, og það er óslitinn þráður síðan ég var í MHÍ því þar gerði ég fyrsta hnykilinn minn en sá var mjög stór,“ segir hún og sýnir hæð hans fyrir of- an hné á sér. „Sá hnykill var eitt lokaverkefnið mitt í skólanum. Það má segja að ég „máli“ á minn mátt með þráðunum; hér má sjá lita- palettuna mína og ég get notað þráð- inn eins og pensil. Í nýjustu verkunum má sjá að ég er farin að nota grófari þráð en oft áður og við það breytist bæði útlit og áferð í verkunum, það er annað en að vinna með fínlegan tvinna sem er meiri nákvæmnisvinna.“ Hún segir vinnuna við að vefja þráðinn í myndverkum sínum snúast mikið um endurtekninguna. „Og við að vefja þræðinum utan um eitthvað er maður í senn að halda einhverjum kjarna í skefjum og vernda hann.“ Sótt í safnhaug jarðar Við ræðum efnisnotkunina í verk- unum, timburbútana sem ryðgaðar rær og bolta. „Það má segja að ég sæki efnivið í safnhaug jarðar,“ segir Þórdís. „Þetta er allt eitthvað sem maðurinn hefur búið til og ég hef fundið. Og ég nota allskyns efnivið, gríp oft það sem hendi er næst og hefur verið skilið eftir af ein- hverjum. Þetta eru því einskonar af- gangsverk. Það eru bara járnramm- arnir, þetta statíf þarna og borðið sem eru ekki afgangar, hitt er allt eitthvað sem hefur gengið af eða verið hent. Þessi timburbútar í mörgum verk- anna hér eru misstórir og bara eins og þeir falla til hjá smiðum sem af- gangar – fyrir vikið er þetta mjög líf- rænt efni rétt eins og þræðirnir.“ Þórdísi finnst það vera áskorun að koma saman ýmsu sem er ekki alveg „rétt“ og formfast. „Og fyrir vikið finnst mér ég oft lenda í ævintýrum með efnin á meðan ég bý verkin til, því þau ganga alls ekki alltaf upp eins og ég stefndi að í byrjun.“ Eins og fyrr segir eru sokkar í nokkrum verkanna en skó og sokka hefur mátt sjá í verkum Þórdísar. „Fæturnir eru undirstaða göngu okkar hér á jörðu, þeir eru grunn- urinn undir okkur. Og þeir eru klæddir í skó og sokka, efnivið sem hefur lengi fylgt mér í verkunum og ég á í raun erfitt með að útskýra hvers vegna. En ég held líka að allt sem maður gerir í sköpunarferlinu tengist upplifunum okkar á einhvern hátt, það kemur úr bakgrunni okkar og uppeldinu. Með aukinni reynslu og aldri, þegar maður getur farið að líta til baka yfir farinn veg, þá má einmitt sjá sömu fyrirbærin birtast í lífinu – og í verkunum – aftur og aft- ur. Maður skilur ekkert endilega í því en þetta leitar á mann og ég hef þörf fyrir að tjá tilfinningar mínar með þessum óræða hætti í verk- unum. Þessir „söguþræðir“ lífsins koma fram í þeim með ólíkum hætti. Ég leita þannig mikið í ull og tré og hef gert það lengi – enda er þetta grundvallarefni í lífi okkar Íslend- inga gegnum aldirnar. Og alls ekk- ert skrýtið að það birtist í verkunum mínum,“ segir Þórdís Alda. „Ég er alltaf að vinna með þráðinn“  Þórdís Alda Sigurðardóttir sýnir í Listamenn galleríi Morgunblaðið/Einar Falur Söguþræðir Þórdís Alda við nokkur verka sina í sýningarsalnum. „Þetta er allt eitthvað sem maðurinn hefur búið til og ég hef fundið,“ segir hún. Sensible Structures nefnist sýning sem opnuð verður í Kling & Bang í dag, laugardag, kl. 17. „Sýningin skoðar hugmyndafræðileg tengsl sem eiga sér stað í rýminu milli hins sjónræna og munnlega í verkum Kristins Más Pálmasonar (1967), Bryndísar Hrannar Ragnarsdóttur (1974) og hins látna Flúxus- listamanns Ludwigs Gosewitz (1936-2007),“ segir í tilkynningu. Sýningarstjóri er Erin Honeycutt. „Bryndís útskrifaðist með BFA- gráðu frá LHÍ og MFA-gráðu frá Akademie der Bildenden Künste í Vínarborg árið 2006. Kristinn nam við Myndlistar- og handíðaskóla Íslands og lauk MFA-gráðu frá The Slade School of Fine Art, Univers- ity College London árið 1998. Hann er einn stofnenda sýningarrým- anna Anima (2006-2008) og Kling & Bang. Gosewitz nam heimspeki við Akademie für Tonkunst í Darm- stadt og tónlistarsmíði við Johann Wolfgang Goethe-Universität í Frankfurt am Main. Gosewitz var áhrifamikill listamaður innan Flúx- us-hreyfingarinnar í Amsterdam á sjöunda áratugnum. Hann vann sem glersmiður í Berlín 1973-78 og síðar sem prófessor við glerlista- deild Akademie der Bildenden Künste München 1988-2001.“ Sýningin stendur til 26. maí. Sensible Structures opnuð í dag Sýn Verk eftir Gosewitz frá 1968. Bergþór Pálsson er gestur Gunn- ars Guðbjörns- sonar í viðtals- tónleikaröðinni Da Capo í Saln- um í Kópavogi í dag, laugardag, kl. 14. „Farið verður yfir söngferil Bergþórs en líklegast hafa fáir ef nokkur annar söngvari sungið jafn mörg og fjölbreytileg hlutverk við Íslensku óperuna og hann. Bergþór mun einnig syngja á tónleikunum og verða sýndar myndir frá mögn- uðum leikhúsferli hans sem spann- ar yfir fjölda ópera og söngleikja,“ segir í tilkynningu frá skipuleggj- endum. Meðal hlutverka sem Berg- þór hefur túlkað eru öll barítón- hlutverkin í Don Giovanni. Bergþór Pálsson gestur Da Capo Bergþór Pálsson Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Sun 31/3 kl. 13:00 Sun 28/4 kl. 13:00 Lau 18/5 kl. 16:00 Aukas. Sun 31/3 kl. 16:00 Sun 28/4 kl. 16:00 Sun 19/5 kl. 13:00 Sun 7/4 kl. 13:00 Sun 5/5 kl. 13:00 Sun 19/5 kl. 16:00 Sun 7/4 kl. 16:00 Sun 5/5 kl. 16:00 Sun 26/5 kl. 13:00 Lau 13/4 kl. 12:00 Sun 12/5 kl. 13:00 Sun 2/6 kl. 13:00 Sun 14/4 kl. 13:00 Sun 12/5 kl. 16:00 Lau 8/6 kl. 13:00 Sun 14/4 kl. 16:00 Lau 18/5 kl. 13:00 Aukas. Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Einræðisherrann (Stóra Sviðið) Fös 5/4 kl. 19:30 Lau 4/5 kl. 19:30 Lau 13/4 kl. 19:30 Mið 8/5 kl. 19:30 Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin! Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið) Lau 30/3 kl. 19:30 6.sýn Fös 12/4 kl. 19:30 Lau 6/4 kl. 19:30 Fös 3/5 kl. 19:30 Fyndinn og erótískur gamanleikur Þitt eigið leikrit (Kúlan) Lau 30/3 kl. 15:00 Lau 6/4 kl. 15:00 Lau 13/4 kl. 17:00 Sun 31/3 kl. 15:00 Sun 7/4 kl. 15:00 Sun 28/4 kl. 15:00 Sun 31/3 kl. 17:00 Sun 7/4 kl. 17:00 Aukas. Sun 28/4 kl. 17:00 Fös 5/4 kl. 18:00 Aukas. Lau 13/4 kl. 15:00 Það er þitt að ákveða hvað gerist næst! Súper - þar sem kjöt snýst um fólk (Kassinn) Lau 30/3 kl. 19:30 7.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 Aukas. Fös 12/4 kl. 19:30 Mið 3/4 kl. 19:30 Aukas. Mið 10/4 kl. 19:30 Aukas. Mið 24/4 kl. 19:30 Fim 4/4 kl. 19:30 8.sýn Fim 11/4 kl. 19:30 Fös 26/4 kl. 19:30 Nýtt og bráðfyndið leikrit, fullt af "gnarrískum" húmor Loddarinn (Stóra Sviðið) Lau 27/4 kl. 19:30 Frums. Fim 2/5 kl. 19:30 3.sýn Lau 11/5 kl. 19:30 5.sýn Þri 30/4 kl. 19:30 2.sýn Fös 10/5 kl. 19:30 4.sýn Fös 17/5 kl. 19:30 6.sýn Hárbeitt verk eftir meistara gamanleikjanna Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 3/4 kl. 20:00 Mið 10/4 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Brúðkaup Fígaros (Stóra Sviðið) Lau 7/9 kl. 19:30 Frums. Fös 20/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 28/9 kl. 19:30 5.sýn Sun 15/9 kl. 19:30 2.sýn Lau 21/9 kl. 19:30 4.sýn Lau 5/10 kl. 19:30 6.sýn Óborganlegu gamanópera eftir meistara Mozart Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 30/3 kl. 19:30 Fös 5/4 kl. 19:30 Lau 6/4 kl. 22:00 Lau 30/3 kl. 22:00 Fös 5/4 kl. 22:00 Fim 4/4 kl. 19:30 Lau 6/4 kl. 19:30 Dimmalimm (Brúðuloftið) Lau 30/3 kl. 14:00 Lau 6/4 kl. 14:00 Lau 6/4 kl. 15:30 Ástsælasta ævintýri þjóðarinnar leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 BORGARLEIKHÚSIÐ Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Matthildur (Stóra sviðið) Sun 31/3 kl. 19:00 12. s Fös 26/4 kl. 19:00 24. s Sun 26/5 kl. 19:00 35. s Mið 3/4 kl. 19:00 13. s Sun 28/4 kl. 19:00 25. s Mið 29/5 kl. 19:00 36. s Fös 5/4 kl. 19:00 15. s Þri 30/4 kl. 19:00 26. s Fim 30/5 kl. 19:00 37. s Sun 7/4 kl. 19:00 16. s Fim 2/5 kl. 19:00 27. s Sun 2/6 kl. 19:00 38. s Mið 10/4 kl. 19:00 17. s Fös 3/5 kl. 19:00 aukas. Mið 5/6 kl. 19:00 39. s Fös 12/4 kl. 19:00 18. s Mið 8/5 kl. 19:00 29. s Fim 6/6 kl. 19:00 40. s Lau 13/4 kl. 13:00 19. s Fim 9/5 kl. 19:00 30. s Fös 7/6 kl. 19:00 41. s Sun 14/4 kl. 19:00 20. s Mið 15/5 kl. 19:00 31. s Mán 10/6 kl. 19:00 42. s Þri 16/4 kl. 19:00 21. s Fim 16/5 kl. 19:00 32. s Fim 13/6 kl. 19:00 43. s Mið 24/4 kl. 19:00 22. s Mið 22/5 kl. 19:00 33. s Fös 14/6 kl. 19:00 44. s Fim 25/4 kl. 19:00 23. s Fim 23/5 kl. 19:00 34. s Sun 16/6 kl. 19:00 45. s Frumsýning 15. mars. Elly (Stóra sviðið) Lau 30/3 kl. 20:00 209. s Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fös 24/5 kl. 20:00 216. s Lau 6/4 kl. 20:00 210. s Sun 5/5 kl. 20:00 213. s Fös 31/5 kl. 20:00 217. s Lau 13/4 kl. 20:00 211. s Sun 12/5 kl. 20:00 214. s Lau 8/6 kl. 20:00 218. s Lau 27/4 kl. 20:00 212. s Fös 17/5 kl. 20:00 215. s Lau 15/6 kl. 20:00 Lokas. Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar! Ríkharður III (Stóra sviðið) Fim 4/4 kl. 20:00 16. s Fim 11/4 kl. 20:00 Lokas. Allra síðustu sýningar! Kvenfólk (Nýja sviðið) Lau 30/3 kl. 20:00 45. s Lau 6/4 kl. 20:00 46. s Allra síðustu sýningar! Kæra Jelena (Litla sviðið) Fös 12/4 kl. 20:00 Frums. Fös 26/4 kl. 20:00 7. s Mið 8/5 kl. 20:00 12. s Sun 14/4 kl. 20:00 3. s Sun 28/4 kl. 20:00 8. s Fös 10/5 kl. 20:00 13. s Þri 16/4 kl. 20:00 4. s Fim 2/5 kl. 20:00 9. s Sun 12/5 kl. 20:00 14. s Mið 24/4 kl. 20:00 5. s Fös 3/5 kl. 20:00 10. s Mið 15/5 kl. 20:00 15. s Fim 25/4 kl. 20:00 6. s Sun 5/5 kl. 20:00 11. s Kvöld sem breytir lífi þínu. Club Romantica (Nýja sviðið) Fös 5/4 kl. 20:00 8. s Lau 13/4 kl. 20:00 9. s Síðustu sýningar. Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið) Lau 13/4 kl. 20:00 aukas. Aukasýning komin í sölu. Bæng! (Nýja sviðið) Fös 26/4 kl. 20:00 Frums. Mið 8/5 kl. 20:00 4. s Fim 23/5 kl. 20:00 7. s Sun 28/4 kl. 20:00 2. s Fim 9/5 kl. 20:00 5. s Sun 26/5 kl. 20:00 8. s Fös 3/5 kl. 20:00 3. s Fim 16/5 kl. 20:00 6. s Fim 30/5 kl. 20:00 9. s Alltof mikið testósterón Allt sem er frábært (Litla sviðið) Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fim 9/5 kl. 20:00 aukas. Lau 11/5 kl. 20:00 aukas. Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.