Morgunblaðið - 01.04.2019, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. APRÍL 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Rússnesk yf-irvöld hafasent herlið
og vopn til Vene-
súela. Talið er að
um eitt hundrað
Rússar séu nú í landinu en
rússneska utanríkisráðu-
neytið segir þá einungis
gegna „ráðgjafarstörfum“
gagnvart her Venesúela.
Þetta eru ekki fyrstu sam-
skipti ríkjanna á hern-
aðarsviðinu því að Rússar
hafa verið iðnir við að selja
vopn til ríkisstjórnar Nicolas
Maduro, hins umsetna forseta
landsins.
Rússneska herliðið, þó að
smátt sé í sniðum, gegnir
einnig öðru hlutverki. Það
sendir skýr skilaboð til
bandarískra stjórnvalda um
að þau eigi að halda að sér
höndum. Hafi Bandaríkja-
stjórn í huga að beita hervaldi
til þess að binda enda á harð-
stjórn og einræði Maduros,
hljóta menn þar að hugsa sig
tvisvar um áður en þeir hætta
á að rússnesk líf tapist í slík-
um aðgerðum.
Rússar binda um leið Mad-
uro enn fastar við sig, þar sem
hann þarf nú að reiða sig enn
meira á stuðning þeirra og
annarra bandamanna sinna
eins og Kúbu eða Kína ætli
hann sér að halda sjó. Það
verkefni gæti þó orðið erfitt,
sérstaklega þar sem engin
merki eru um að efnahagur
landsins geti rétt úr kútnum
með sósíalistastjórn Maduros
við völd.
Stjórnvöld í Moskvu eru
ekki endilega í auðveldri
stöðu heldur. Þau hafa sökkt
um níu milljörðum banda-
ríkjadala í fjárfestingar í olíu-
iðnaði Venesúela, og Maduro-
stjórnin skuldar Rosneft, rík-
isolíufélagi Rússlands, sem
nemur um þremur milljörðum
bandaríkjadala.
Þetta kann að eiga
sinn þátt í að
Rússar vilji halda
fast í Maduro. Þá
skemmir sú stað-
reynd að Venesúela er í „bak-
garði“ Bandaríkjanna ekki
fyrir. Pútín hefur áður sýnt að
hann grípur þau færi sem gef-
ast til að sýna styrk sinn
gagnvart Bandaríkjunum,
meðal annars í Sýrlandi þar
sem hann greip inn í og tókst
að koma í veg fyrir fall stjórn-
valda sem stóðu mjög höllum
fæti.
Hvort eitt hundrað manna
„ráðgjafalið“ geti bjargað
Maduro er þó allt annað mál.
Venesúela er á bjargbrúninni
sem sést ekki síst í tíðu raf-
magnsleysi sem nú hrjáir
landið. Þá er landið á áhrifa-
svæði Bandaríkjanna sem
hafa tekið hernaðaraðstoð
Rússa afar óstinnt upp og
varað við því að lönd utan
þessa heimshluta fari „með
hergögn inn í Venesúela, eða
annað í heimshlutanum, með
það fyrir augum að koma upp
eða útvíkka hernaðarstarf-
semi. Við munum líta á slíka
ögrun sem beina ógnun við
frið á heimsvísu og öryggi á
svæðinu.“
Hvort eða hvernig þessum
orðum verður fylgt eftir er
óvíst en kann að valda miklu
um trúverðugleika Bandaríkj-
anna í utanríkismálum. Þó er
ekki víst að þau þurfi að grípa
til frekari aðgerða. Mótmæli
gegn Maduro eru nær daglegt
brauð og spurning hversu
lengi enn hann getur haldið
völdum, jafnvel með liðsstyrk
nokkurra „ráðgjafa“ frá
Rússlandi. En stuðningur
Rússa gæti aukist og reynslan
frá Sýrlandi sýnir að inngrip
Rússa geta skipt sköpum fyr-
ir fallvaltar ríkisstjórnir.
Getur Pútín
endurtekið leikinn
frá Sýrlandi?}
Rússar í Venesúela
Kaup og kjörhafa verið
mjög til umræðu á
liðnum mánuðum
hér á landi og því
gjarnan haldið
fram að laun séu
mjög lág á Íslandi. Allar tölur
um samanburð á milli landa
benda að vísu til annars og
þegar skoðuð er þróun launa
hér á landi á liðnum árum,
ekki síst lægstu launa, þá sést
glöggt að staðan hér er með
besta móti og hefur farið
hratt batnandi. Tölur sýna
einnig að jöfnuður launa er
með allra mesta móti hér á
landi, þvert á rakalausar en
allt of algengar
fullyrðingar um
annað.
Umræður í kjöl-
far falls Wow air
eru umhugs-
unarverðar í
þessu sambandi. Þeir sem til
þekkja í flugheiminum hafa
bent á ýmsar skýringar á því
hvernig fór, meðal annars þá
að flugfélagið hafi lagt
áherslu á að hafa íslenskt
starfsfólk. Hægt hefði verið
að halda kostnaði lægri með
því að notast við erlent og þar
með ódýrara vinnuafl. Ætli
forkólfar í verkalýðshreyfing-
unni hlusti á slík sjónarmið?
Fall Wow minnir á
hve hagstæð þróun-
in hefur verið launa-
fólki hér á landi}
Dýrt vinnuafl á Íslandi N
ýjustu rannsóknir í loftslags-
málum sýna að næstu fimm til
tíu ár skipta öllu máli fyrir
mannkynið. Á þessum árum
mun ráðast hvort við náum að
stemma stigu við hlýnun jarðar eða fást við
skelfilegar afleiðingar. Raunar er staðan orðin
sú að við munum þurfa að glíma við alvarlegar
afleiðingar, spurningin er bara hvort við náum
að lágmarka þær.
Ljóst er að bregðast þarf hratt við, en milli-
ríkjanefnd SÞ um loftslagsmál telur að það
þurfi 2,5% af heimsframleiðslu til loftslagsmála
á ári til ársins 2035. Evrópusambandið áætlar
að 25% af fjármagni þess verði varið í loftslags-
mál til ársins 2027. Ríkisstjórn Íslands áætlar
aðeins 0,05% af landsframleiðslu í aðgerðir.
Þótt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar sé
ágætt skref, þá gengur hún of skammt til að
bregðast við því neyðarástandi sem við í raun stöndum
frammi fyrir. Ísland verður að taka forystu og stefna að
því að 2,5% fari í aðgerðir. Við þurfum að auka jöfnuð og
vinna að breytingum á skattkerfinu, í samgöngu- og hús-
næðismálum, matvælaframleiðslu og auðlindanýtingu
með sjálfbærni í huga.
Þrátt fyrir að vera svo heppin að vera með græna raf-
orkuframleiðslu þá erum við langt frá því að vera til fyr-
irmyndar og losum að meðaltali nær tvöfalt meira en íbúar
ESB af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið á ári.
Við getum gert betur og við þurfum að stíga mun þyngri
skref í viðbrögðum okkar við loftslagsbreytingum. Af
hverju að banna ekki nýskráningu bensín- og
díselbíla fyrr en 2030 þegar við gætum gert
það til dæmis 2025 eins og Norðmenn stefna
að? Höfum í huga þá staðreynd sem kom fram
m.a. í þættinum „Hvað höfum við gert“ á RÚV
að bílarnir okkar losa um það bil milljón tonn á
ári af gróðurhúsalofttegundum, sem er svipað
og stóriðjan er að losa. Við höfum allt sem þarf
til að geta verið fyrirmyndir í baráttunni gegn
hlýnun jarðar á alþjóðavettvangi.
Þetta eru stórar ákvarðanir að taka og fyrir
vikið er auðvelt að tala gegn þessum aðgerðum
og halda því fram að lausnirnar liggi annars
staðar, eða jafnvel að vandinn sé ekki til stað-
ar. Þessir aðilar koma þó sjaldnast með aðrar
tillögur og langar mig að varpa fram þeirri
spurningu hér: Hvaða aðrar leiðir telja þeir
bestar til að standast beinar skuldbindingar
Íslands í Parísarsamkomulaginu?
Samfylkingin vinnur um þessar mundir að nýjum græn-
um sáttmála sem felur í sér gjörbreytta stefnu í umhverf-
is- og efnahagsmálum. Sáttmálinn mun byggjast á sam-
ráði við helstu fræði- og vísindamenn, atvinnulífið,
stofnanir, félagasamtök og einstaklinga. Samfylkingin
býður öðrum stjórnmálaflokkum að taka þátt í slíkri
vinnu, sem og ríkisstjórninni aðstoð sína við heildarend-
urskoðun á aðgerðaráætlun hennar í loftslagsmálum. Við
þurfum öll að standa saman ef við ætlum að ná árangri.
albertinae@althingi.is
Albertína
Friðbjörg
Elíasdóttir
Pistill
Hvað getum við gert?
Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Ívikunni sem leið var út-hlutað úr Fornminjasjóði fyr-ir árið 2019. Veittir voru 23styrkir en alls bárust 69 um-
sóknir. Heildarfjárhæð úthlutunar
nam tæpum 42 milljónum króna en
sótt var um samtals tæplega 160
milljónir króna.
Í tilkynningu á vef Minjastofn-
unar Íslands segir að ekki hafi verið
hægt að styrkja fjölda góðra um-
sókna í ár en alls hafi 81% umsókn-
anna talist styrkhæft, sem sé
óvenjuhátt hlutfall. „Því var ljóst að
einungis yrði hægt að styrkja þær
umsóknir sem fengu hæstu einkunn-
irnar, en umsóknir eru metnar á
skalanum 0-15. Allar umsóknir sem
fengu 14 og 15 í einkunn hlutu styrk
en velja þurfti úr þeim umsóknum
sem fengu 13 í einkunn. Forgangs-
raðað var eftir fyrirfram útgefnum
áherslum sjóðsins í ár og því hvort
um framhaldsrannsókn var að ræða.
Einnig var litið til skila á skýrslum
vegna áður úthlutaðra styrkja úr
sjóðnum,“ segir í tilkynningunni.
Yfirlit um styrkþega sýnir að
Fornleifastofnun Íslands hlaut flesta
styrkina, samtals sjö að upphæð
tæpar 15 milljónir króna. Háskóli Ís-
lands hlaut þrjá styrki, samtals 7,7
milljónir kr. Þá fékk Fornleifa-
fræðistofan tvo styrki, samtals um
5,8 milljónir kr.
Fáir uppgreftir styrktir
Athygli vekur að fæstir styrkj-
anna renna að þessu sinni til upp-
graftar fornleifa, flestir eru til
skýrslugerðar og undirbúnings á
skilum forngripa úr eldri rann-
sóknum. Að sögn Agnesar Stef-
ánsdóttur, sviðsstjóra hjá Minja-
stofnun, var ákveðið að setja þetta í
forgang í ár í framhaldi af skýrslu
Ríkisendurskoðunar í fyrravor þar
sem Minjastofnun var hvött til að
tryggja að áfanga- og lokaskýrslum
fornleifarannsókna, rannsókn-
argögnum og forngripum væri skil-
að til Þjóðminjasafns. Fram kom þá
að um 82% skýrslna frá árunum
2001-2015 hefur verið skilað til
safnsins en einungis 46% forngripa
og 15% rannsóknargagna.
Vera má að það hafi dregið úr
umsóknum um styrki til forn-
leifauppgrafta að margir fornleifa-
fræðingar hafa verið uppteknir við
svokallaðar framkvæmdarannsóknir
og eiga von á að vera það áfram á
næstunni. Verktakar greiða beint
fyrir slíkar rannsóknir af fram-
kvæmdafé lögum samkvæmt.
Af styrkjum sem kalla á upp-
gröft í sumar má nefna áframhald-
andi rannsókn á Stöð í Stöðvarfirði
þar sem fornleifafræðingar telja sig
m.a. hafa fundið vísbendingar um
landnámsskála fyrir daga Ingólfs
Arnarsonar.
Tveir styrkir eru veittir til við-
gerða á gömlum bátum. Um er ann-
ars vegar að ræða Hermann TH 34,
smíðaan 1921-1922, sem Útgerðarm-
injasafnið á Grenivík varðveitir og
hins vegar dráttarbátinn Magna, frá
því um miðja öldina, en hann er
fyrsta stálskipið sem smíðað var hér
á landi. Styrkinn hyggjast Hollvina-
samtök Magna nýta til að kaupa
nýja vél fyrir bátinn til að gera hann
sjóhæfan. Einn styrkur er veittur til
viðgerða á legsteinum og minning-
arreit á Þingeyrum.
Þá eru veittir styrkir til skrán-
ingar fornleifa, m.a. hernámsminja
og eyðibyggðar í Fjörðum. Verk-
efnið „Aftökur á Íslandi eftir siða-
skipti“ felur í senn í sér skráningar
aftökustaða um land allt en jafn-
framt verða teknir nokkrir könn-
unarskurðir til að athuga hvort ein-
hverjar minjar leynast á stöðunum.
Áhersla á skýrslur
og skil forngripa í ár
Morgunblaðið/Einar Falur
Drekkingarhylur. Aftökustaður í Öxará á Þingvöllum. Vitað er um átta
konur sem var drekkt þar fyrir blóðskömm og dulsmál.
Meðal þess sem Fornminja-
sjóður styrkti í ár er lokafrá-
gangur og viðgerð minning-
armerkja í
Höskuldsstaðakirkjugarði á
Skagaströnd. Voru veittar til
þess 530 þúsund krónur. Í elsta
hluta kirkjugarðsins hefur verið
komið fyrir sögutorgi. Það er
hlaðið úr grjóti, klætt utan með
grasþökum og hellulagt með
náttúrugrjóti. Fréttavefurinn
Feykir segir að inni í sögutorg-
inu sé á stalli gamall rúnaleg-
steinn sem talinn sé hafa verið
settur yfir Martein Þjóðólfsson,
prest á Höskuldsstöðum, er lést
1383. Steinninn er stuðlabergs-
steinn og trúlega sóttur í Stafa-
núpinn fyrir ofan Höskulds-
staði. Innan torgsins verður
hann vel sýnilegur í framtíðinni.
Helgi Sigurðsson, frá Ökrum í
Blönduhlíð, sá um að hlaða
sögutorgið en hönnuður þess er
Guðmundur Rafn Sigurðsson,
umsjónarmaður kirkjugarða.
Rúnasteinn
frá 14. öld
SÖGUTORG Í KIRKJUGARÐI