Morgunblaðið - 01.04.2019, Page 32
Sigrún Pálmadótt-
ir sópran kemur
ásamt Antoníu He-
vesi píanóleikara
fram á hádegis-
tónleikum í Hafn-
arborg á morgun,
þriðjudag, kl. 12. Á
efnisskránni eru
aríur eftir Künneke, Lehár, Siezynski
og Strauss. Sigrún nam við bæði
óperu- og ljóðadeild Tónlistar-
háskólans í Stuttgart og var fastráð-
in við óperuhúsið í Bonn 2001-12.
Vorið 2008 söng hún hlutverk
Víólettu Valéry í La traviata eftir
Verdi hjá Íslensku óperunni og hlaut
í kjölfarið Grímuna sem söngvari
ársins. Síðan 2013 hefur Sigrún
starfað sem söng- og tónlistarkenn-
ari í Tónlistarskóla Ísafjarðar.
Sigrún á hádegistón-
leikum í Hafnarborg
MÁNUDAGUR 1. APRÍL 91. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
„Þetta er frábært tækifæri fyrir mig,
svo að ég geti byggt mig upp að nýju
og komist aftur á þann stað sem ég
vil vera á. Félagið hefur sýnt mér
mikinn áhuga og vill hjálpa mér
þangað,“ segir landsliðsframherjinn
Kolbeinn Sigþórsson sem skrifað
hefur undir samning við Svíþjóðar-
meistara AIK í fótbolta. Samning-
urinn gildir út árið 2021. »1
„Þetta er frábært
tækifæri fyrir mig“
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Valsmenn náðu fram ákveðnum
hefndum gegn FH í gær eftir tapið í
bikarúrslitaleiknum fyrir þremur
vikum, þegar þeir unnu 28:26-sigur
í Kaplakrika í gærkvöld. Þá lauk
þriðju síðustu umferð Olís-deildar
karla í handbolta. Haukar eru einu
skrefi frá því að verða deildarmeist-
arar en Selfoss og Valur koma næst
á eftir. FH hefur ekki unnið í síð-
ustu fjórum leikjum í
deildinni og gæti
misst heimavall-
arrétt í úr-
slitakeppn-
inni til
ÍBV sem
er á
miklu
flugi.
»4
Bikarmeistarar FH
hafa gefið eftir
Góð þjónusta
í tæpa öld
Flugvallarþjónusta
BSR sér um að skutla þér út á
flugvöll og aftur heim þegar
þú ferð til útlanda.
1-4 manneskjur
15.500 kr.
5-8manneskjur
19.500 kr.
Verð aðra leið
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
„Börn verða að vita að þau mega al-
veg hafa skoðanir og hafa rödd og ef
þau eru bara sniðug þá geta þau oft
náð sínu fram með því að láta full-
orðna hlæja því þau eru svo snjöll,“
segir Katrín Oddsdóttir sem stóð
fyrir smiðjunni „Brandarar og
prakkarastrik“ ásamt uppistand-
aranum Sögu Garðarsdóttur í Borg-
arbókasafninu í Grófinni í gær.
Tvíeykið hélt tvær smiðjur, eina
fyrir fimm til átta ára börn og aðra
fyrir níu til tólf ára börn en færri
komust að en vildu.
Óþekkir prakkarar
Áhersla var lögð á að það væri
ekkert vit í því að stríða þeim sem
ekki vildu láta stríða sér en það
mætti alveg grínast í fullorðnum og
þeim sem vildu láta stríða sér.
„Við erum auðvitað hérna vegna
þess að nú er að koma fyrsti apríl
og við viljum kenna þeim hvernig
þau geta platað fullorðna, verið
meiri prakkarar og verið óþekkari.
Ég held að það sé bara mjög gott
fyrir þau,“ segir Katrín.
Hún og Saga sögðu börnunum frá
borgaralegri óhlýðni og útskýrðu
hana sem það „þegar maður notar
óþekkt til að mótmæla því sem
manni finnst óréttlátt“. Börnin vildu
flest kannast við að hafa stundað
borgaralega óhlýðni á einhverjum
tímapunkti.
„Til dæmis þegar mamma skipar
mér að greiða mér,“ sagði ein stúlk-
an. „Þegar ég fór með pabba mínum
að mótmæla einhverju,“ sagði einn
drengurinn.
Aðspurð segir Katrín að það
mætti vera meira um það í sam-
félaginu að börn væru hvött til þess
að segja það sem þeim fyndist, jafn-
vel væri litið á það sem óþekkt.
„Það er auðvitað hluti af barnasátt-
málanum að börn eiga rétt á að tjá
sig um þau málefni sem þau varða.
Ég er sjálf foreldri og maður er
auðvitað oft að kenna börnunum
sínum hvað þau eiga ekki að gera en
þetta er eitt af því sem þau eiga að
læra, að segja hvað þeim finnst jafn-
óðum og mótmæla því sem þeim
finnst óréttlátt.“
Þörfin aldrei meiri
Katrín bendir á að það sé sér-
staklega mikilvægt á þeim tímum
sem við lifum nú að börnin í sam-
félaginu okkar kunni að hefja upp
raust sína.
„Líka vegna þess að það þarf eitt-
hvað að fara að gerast, þau eru
næsta kynslóð, þau þurfa að bjarga
heiminum svo það er eins gott að
þau fari strax að hugsa að þau séu
þess megnug.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Brandarar Katrín útskýrir hvaða prakkarastrik geti verið skemmtileg frammi fyrir áhugasömum áhorfendum.
Grín, prakkarastrik og
brandarar til mótmæla
Katrín Oddsdóttir og Saga Garðars með brandarasmiðju