Morgunblaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2019 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég hef mjög gaman afþví að lesa þjóðsögur ogþær eru oft mjög fyndn-ar, kannski eru sumar þeirra fyrst og fremst brandarar. Fyrir mér eru þjóðsögur eitt- hvað sem hægt er að sækja í í margvís- legum tilgangi, til skemmtunar, þekking- arsköpunar, rann- sókna, sem innblástur í listrænum tilgangi, til að skoða staðhætti og svo mætti lengi telja,“ segir Bryndís Björg- vinsdóttir þjóðfræð- ingur og bætir við að við séum enn í dag að segja svipaðar sögur, þó að við köll- um þær ekki þjóðsögur. „Til dæmis flökkusagnir og orðrómur, sem eru í raun þjóðsög- ur okkar daga, og endurspegla meðal annars samskipti okkar við nágranna og hugmyndir okkar um umhverfi okkar. Þar birtast óskir okkar, draumar og ótti. Og hvað okkur finnst eftirsóknarvert og fallegt.“ Bryndís segir að mannfólkið sæki í það sem snýr upp á hvers- daginn og sé krassandi, þannig var það hér áður fyrr og þannig er það enn í dag. „Þegar saga um einhver skringilegheit fer á stjá finnist fólki það krassandi. Og við þurfum ekki endilega að spyrja hvort það sé satt, ekki frekar en þegar við horf- um á þætti eins og Game of Thrones. Aðalóvinur- inn þar er „White Walk- ers“, verur sem eru í raun náskyldar aftur- göngum þjóðsagnanna, þeir eru með nákvæmlega sömu einkenni, rotnandi líkamar sem ganga aftur og eru illir, glíma við menn. Þannig er oft verið að sækja í þjóðsögurnar í nútímanum, í ákveð- in þemu og hugmyndir sem þar er að finna og gefa þeim nýtt líf. Höf- undur Game og Thrones, George R.R. Martin, hefur augljóslega gert það, hann vinnur mikið með alls- konar stef úr þjóðsögum ýmissa landa. Hann segir að fólki sé frjálst að túlka fyrir hvað afturgöngurnar hans standi, þær geti til dæmis staðið fyrir loftslagsbreytingarnar, ógnina miklu á okkar tímum. Á sama hátt er okkur frjálst að taka gömlu þjóðsögurnar bókstaflega eða skoða fyrir hvað þær standa. Eru þær merki um að fólk í gamla daga hafi verið svo einmana að það hafi búið til sögur um ímyndaða ná- granna, huldufólk eða álfa, eða eru verurnar tákn fyrir náttúruna sem gefur og tekur, og við þurfum að sýna virðingu ef hún á að gefa okk- ur áfram. Hægt er að lesa með fjöl- breyttum hætti í þessar sögur.“ Tröllkonur tóku mennska menn sér til fylgilags Bryndís segir að íslensku þjóð- sögurnar hafi meðal annars verið einhvers konar fréttir um eitthvað óvenjulegt sem þurfti að koma á milli kynslóða. „Jón Árnason safnaði á sínum tíma bæði þjóðsögum og ævintýr- um en það er greinarmunur á þessu tvennu. Þjóðsögur gerast í okkar heimi, oft í nafngreindum sveitum og nafngreint fólk kemur líka við sögu. Þær standa því oft nær okkar umhverfi, landi og stöð- um, heldur en ævintýrin. Þjóðsög- urnar eru þannig sögulegar, af því að þær eru um fólk sem var til og staði sem fólk tengir við. Þær varpa sagnfræðilegu ljósi á stað- hætti, sögu, mannlíf og fjölskyldur. En það sem gerist í mörgum þjóð- sögum er að einhver yfirnáttúra kemur við sögu, draugar, álfar, huldufólk eða annað, sem verður þá aðalatriði sögunnar. En í ævintýr- um er það ekki aðalatriði ef froskur breytist til dæmis í prins.“ Bryndís segir að margt af því sem gerist í bæði þjóðsögum og álfasögum hafi verið hluti af hvers- dagslífi fólks á þeim tíma sem þær urðu til. „Í álfasögum kemur fram að fólk leit á álfa og huldufólk sem sína næstu nágranna, þeir bjuggu í túnfætinum og mannfólkið skiptist á gjöfum við þessar annars heims verur, fékk aðstoð frá þeim í erfið- leikum, hvort sem það voru barns- fæðingar eða eitthvað annað. Slíkir nágrannar stóðu fólki jafnvel nær en mannfólk á næstu bæjum, sem voru lengra í burtu,“ segir Bryndís og bætir við að það komi líka fram í sögunum hversu mikilvægt það var að virða þessa nágranna og halda þeim góðum. „Í eldri sögum frá 19. öld eru oft frásagnir um náin sam- skipti milli álfa og manna og í mörgum sögum eigi menn mök við álfa. Tröllkonur tóku líka mennska menn sér til fylgilags, til dæmis segir frá því í sögunni Trunt trunt og tröllin í fjöllunum, þegar tröll- kona rænir manni þar sem hann er í berjamó og breytir honum eigin- lega í tröllkarl. Hann finnst þremur árum síðar, er þá hættur að trúa á Guð og orðinn hundheiðinn sem er til vitnis um að hann er búinn að skrá sig úr samfélagi manna. Þetta eru því líka sögur af umbreyting- um. Álfar reyna líka að fá menn með sér í álfheima, en það var talið slæmt og þá er talað um að þeir verði vitstola. Þetta er kannski lík- ingamál fyrir geðheilsumál fyrri tíma, þeir sem hafa gengið í björg til liðs við álfa eða tröll hafa með því gengið úr samfélagi manna, tapað vitinu, orðið skrýtnir og öðru- vísi. Þeir stóðu fyrir utan normið.“ Tilvist tröllskessa gaf landslaginu aðra þýðingu Bryndís var send í sveit á sumrin þegar hún var krakki og þar á bæ lifði tröllasaga. „Þetta var saga um tröllkerlingar sem rifust um hvor þeirra ætti að fá að borða mennskan mann, hann Gissur, og mér fannst það að hugsa um tröll í fjöllunum sem töluðu saman yfir allt landið, gefa landslaginu aðra þýðingu. Að þar væri samtal sem stæði fyrir utan okkur mannfólkið. Mér fannst það breyta upplifun minni af landinu og ég held að þjóðsögurnar geri það einmitt oft, þær breyti upplifun fólks af stöðum og komi með krydd inn í tilveruna.“ Þegar Bryndís er spurð að því hvort hún haldi upp á eina sögu öðrum fremur meðal þjóðsagnanna segist hún halda upp á fyrstu sög- una í safni Jóns Árnasonar sem heitir Huldumannagenesis. „Sú saga staðsetur álfana í biblíusamhengi, en það er sagan um það þegar Guð kemur í heim- sókn til Adams og Evu, og Eva nær ekki að þrífa öll börnin, svo hún felur þau óhreinu. Þá segir Guð: „Það sem skal vera hulið mér skal vera hulið mönnum.“ Þessi óhreinu börn hennar Evu urðu því að álfum og bjuggu í stokkum og steinum. Þessi saga sýnir hvernig fólk blandaði kristni saman við þjóðtrú og bjó til sína eigin útgáfu. Í þessu birtist mikil sköpunar- gleði.“ Erum enn að segja svipaðar sögur Margir eiga góðar minningar frá því að hafa fengið sýn inn í aðra heima og nettan hroll við það að lesa í fyrsta sinn um drauga og tröll. Á dögunum kom út úrval íslenskra þjóðsagna, en hvað eru þjóðsögur og hvaða erindi eiga þær við samtímann? Bryndís Björgvinsdóttir þjóðfræðingur varð fyrir svörum, en hún segir mannfólkið sækja í það sem snýr upp á hversdaginn og sé krassandi. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þjóðfræðingur Bryndís var send í sveit á sumrin þegar hún var krakki og þar á bæ lifði tröllasaga góðu lífi. Fram fara hefðbundin aðalfundarstörf þar sem greint verður m.a. frá kjöri formanns Samtaka atvinnulífsins og stjórnar SA 2019-2020. Einnig verður farið yfir helstu atriði nýs Lífskjarasamnings 2019-2022. Rétt til setu á aðalfundinum eiga stjórnendur aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins ásamt starfsmönnum SA og aðildarsamtaka. Ársfundur atvinnulífsins 2019 sem er öllum opinn verður haldinn fimmtudaginn 17. október kl. 14-16 í Hörpu. Þá verða liðin 20 ár frá stofnun Samtaka atvinnulífsins. ÞRIÐJUDAGINN 9. APRÍL Á GRAND HÓTEL REYKJAVÍK KL. 12-14 AÐALFUNDUR SAMTAKA ATVINNULÍFSINS 2019 Vinsamlega skráið þátttöku á www.sa.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.