Morgunblaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2019 sfs.is Harpa Silfurberg, föstudagur 12. apríl kl. 13:00–15:00 Ávörp: JensGarðarHelgason formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi KristjánÞór Júlíusson sjávarútvegsráðherra Afhendinghvatningarverðlauna sjávarútvegsins AfhendingstyrkjaúrRannsóknasjóði síldarútvegsins Erindi: Kolefnisspor sjávarútvegsins – hvernigmá gera betur? Birna SigrúnHallsdóttir umhverfisverkfræðingur hjá Environice Hafa umhverfismál áhrif á neytendur? Ólafur Elínarson sviðsstjóri markaðsrannsókna hjá Gallup Tækifæri Íslands í breyttumheimi Pétur Þ.Óskarsson framkvæmdastjóri Íslandsstofu Samantekt Heiðrún LindMarteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS Fundarstjóri AgnesGuðmundsdóttir markaðsstjóri Icelandic Asia og formaður Félags kvenna í sjávarútvegi Heilbrigt haf allra hagur Ársfundur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Arnar Þór Ingólfsson arnarth@mbl.is Sveinn Andri Sveinsson verður áfram skiptastjóri þrotabús WOW air. Krafa frá Arion banka um að hann yrði settur af var tekin fyrir á fundi í fyrra- dag. Niðurstaða þess fundar var að Sveinn Andri yrði áfram skiptastjóri. Þetta staðfesti Símon Sigvalda- son, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, en RÚV greindi fyrst frá þessu. Símon segir enn fremur að ef málið haldi áfram verði það í formi ágreinings- máls sem þingfest verði sérstaklega. Arion ætlar að fá úrskurð Arion banki ætlar að fara með málið lengra og hyggst bankinn láta Héraðsdóm Reykjavíkur skera úr um skipan Sveins Andra með úr- skurði, samkvæmt því sem Haraldur Guðni Eiðsson, samskiptastjóri Ar- ion banka, segir. Hann vill annars ekkert tjá sig nánar. Aðfinnslur Arion banka, sem var viðskiptabanki hins fallna flugfélags og því að líkindum einn stærsti kröfuhafi WOW air, lúta að meintu vanhæfi lögmannsins til þess að af- greiða kröfur Arion banka sem skiptastjóri, samkvæmt því sem fram kom í fjölmiðlum í gærmorgun. Sveinn Andri er skiptastjóri  Arion ósáttur við skipan skiptastjórans Sveinn Andri Sveinsson Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Gunnar Baldvinsson, framkvæmda- stjóri Almenna Lífeyrissjóðsins, hef- ur efasemdir um lögfestingu 15,5% skylduiðgjalds í lífeyrissjóð. En sam- kvæmt nýkynntum lífskjarasamn- ingi er stefnt að þeirri lögfestingu. „Ég er ekki sannfærður um þetta og hef bent á í ræðu og riti að þegar iðgjöld eru svona há geta eftirlaun orðið rífleg auk þess sem svo hátt ið- gjald veldur því að svigrúm til annars frjáls sparnaðar minnkar. Að því gefnu að iðgjald sé 15,5% þá líst mér vel á að rýmka heimildir til að nýta 3,5% til húsnæðissparnaðar,“ segir Gunnar í samtali við Morgunblaðið. Samkvæmt aðgerðaáætlun ríkis- stjórnarinnar verður komið á heimild til að ráðstafa 3,5% lífeyrisiðgjalds skattfrjálsu til húsnæðiskaupa. Sam- búðarfólk með samtals 650.000 krón- ur í mánaðarlaun gæti svo dæmi sé tekið valið að nýta 273.000 krónur árlega skatt- frjálst til öflunar húsnæðis. Þá er heimild til að ráð- stafa séreignar- sparnaði inn á íbúðalán fram- lengd um tvö ár. „Í fljótu bragði, miðað við það sem var verið að kynna, sýnist mér úr- ræðið eiga eingöngu við um kaup á fyrstu fasteign, en ég hefði viljað ganga lengra og heimila fólki að nota sparnaðinn í aðra eða þriðju fasteign en þá án skattafsláttar,“ segir Gunn- ar. Hann bendir einnig á að í yfirlýs- ingu stjórnvalda segir að það eigi að lögfesta a.m.k. 12% af launum til öfl- unar réttinda í sameign og allt að 3,5% geti farið til öflunarréttinda í tilgreinda séregin. „Þetta er mikil breyting frá núver- andi lögum og mun leiða til þess að val einstaklinga um mismunandi leið- ir til lífeyrissparnaðar minnkar, sem er miður.“ Aðspurður segir Gunnar það ekki skipta miklu máli hvort verið sé að spara með lífeyrissparnaði eða hús- næðissparnaði. „Þeir sem eiga húsnæði á eftir- launum eru kannski að borga minna í afborganir og vexti eða geta þá minnkað við sig eignir þegar þeir fara á eftirlaun. Mín skoðun er ein- faldlega sú að þeir sem greiða 12% lágmarksiðgjald í lífeyrissjóði og nýta sér heimildir til viðbótarlífeyr- issparnaðar eru nokkuð vel staddir. Þess vegna finnst mér það góður kostur, að því gefnu að iðgjaldið sé 15,5% að það séu rýmkaðar heimildir að nýta þær til húsnæðisssparnað- ar.“ Efasemdir um hækkun iðgjalda  Lögfesting 15,5% iðgjalda gæti dreg- ið úr svigrúmi til frjáls sparnaðar Gunnar Baldvinsson Gunnar Bragi Sveinsson, þing- flokksformaður Miðflokksins, er farinn í leyfi frá þingstörfum um ótilgreindan tíma. Þetta staðfesti Sigurður Páll Jónsson, þing- maður Miðflokks- ins. Hann sagði að samflokksmenn Gunnars Braga hefðu fengið tilkynningu frá honum í fyrrakvöld. Fréttastofa RÚV hafði eftir Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, þingmanni Miðflokksins, að ákvörð- un Gunnars Braga væri af persónu- legum ástæðum. Una María Óskarsdóttir, vara- þingmaður Miðflokksins, mun leysa Gunnar Braga af og taka til starfa á mánudag. Hún sagði að samband hefði verið haft við hana í fyrrakvöld vegna þessa. gso@mbl.is Gunnar Bragi í leyfi um ótil- greindan tíma Gunnar Bragi Sveinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.