Morgunblaðið - 06.04.2019, Síða 35

Morgunblaðið - 06.04.2019, Síða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2019 Begga og sami læknir fram- kvæmdi þær báðar. Aðgerðin á mér tókst með ágætum. Við ræddum saman um þessi mál í Keflavík fyrir brottför vélarinnar og taldi Beggi sig ekki vera nógu góðan í fætinum þó að liðnir væru 10 mánuðir frá aðgerð en við von- uðum þó báðir að þetta lagaðist eftir tvo mánuði eða svo. En ekki gekk það eftir – örlögin gripu inn í – og þannig fór það. Eitt af því besta sem hægt var að segja um nokkurn mann í gamla daga var: Hann var dreng- ur góður. Það var Beggi vissulega. Kynni okkar Hönnu af honum voru afar góð og umfram allt skemmtileg. Eiginkonu hans Jó- hönnu Reynisdóttur, börnum þeirra og öðrum sem eiga um sárt að binda vottum við innilega samúð. Kveðjum svo þennan góða dreng með eftirfarandi: Klökkum huga kveðjum drenginn og kynnum okkar góða manns, Bergleif okkar burt er genginn blessuð veri minning hans. Ingólfur Dan Gíslason, Jóhanna Jónsdóttir. Í dag kveðjum við okkar kæra vin Bergleif Gannt Joensen. Er sárasta sorg okkur mætir, og söknuður huga vorn grætir. Þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H) Við hjónin eigum svo margar yndislegar minningar frá sam- skiptum okkar við Begga. Það var eins og umhverfið og öll tilveran magnaðist af glaðværð og þrótti í návist Begga. Mælskan og hrífandi frá- sagnargleði, dillandi hlátrasköll og gleði náði tökum á öllum nær- stöddum. Okkar líf er svo miklu ríkara af hans kynnum og tryggri vináttu í gegnum árin. Því þökkum við af alhug það allt sem kæri Beggi gaf okkur vinunum af sínum lífsneista og lífsvisku. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Valdimar Briem) Okkar dýpsta samúð til elsku Jóhönnu okkar og fjölskyldunnar allrar. Sigurbjörg og Árni, Selfossi. Jæja Beggi, minn kæri vinur, nú ert þú farinn yfir móðuna miklu og óvænt var það. Ekki gat ég ímyndað mér að þú yrðir farinn frá okkur 12 tímum eftir að við Þorgerður kvöddum ykkur Jó- hönnu eftir æðislega kvöldstund á Kanarí. Margs er að minnast, margar ferðir fórum við feðgar í Árnes til þín, Jóhönnu og Söru litlu enda vildi Unnar Leó ekkert fara annað en til ykkar og alltaf var gaman, mikið hlegið og góðar sögur hjá þér, minn kæri, smá öl og eldvatn stundum. Svo var Kanarí í mars aðalmálið hjá þér ár eftir ár, ha- haha, og númer eitt var 17. mars (dagur heilags Patreks) og við vinir þínir héldum upp á hann fyr- ir þig þetta árið. Beggi, þú varst einstaklega hreinskiptinn, virki- lega skemmtilegur og góður mað- ur og ég tala nú ekki um sögurnar, satt eða ýkt skipti ekki máli, góðar voru þær og breytilegar. Ég vil þakka þér, minn kæri vinur, fyrir skemmtileg kynni og hvað þú hugsaðir alltaf vel til Unnars litla vinar þíns eins og þú sagðir alltaf. Jóhönnu og öllum börnum þínum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Guðlaugur Unnarsson. ✝ RannveigHöskuldsdóttir fæddist á Ísafirði 2. september 1950. Hún lést á krabba- meinsdeild Land- spítalans 19. mars 2019. Foreldar hennar voru Guðlaug Þor- steinsdóttir, f. 6. maí 1930, d. 17. júlí 2015, og Höskuldur Ingvarsson, f. 11. júní 1924, d. 9. nóvember 2001. Systur Rann- veigar eru Brynja, f. 1961, og Hrefna, f. 1967. Rannveig giftist Flosa Jóns- syni 1975. Þau skildu. Börn Hrafnhildur Brynja, f. 21. febr- úar 1974, d. 1. júní 1998, hún átti einn son, Axel Óla. Rannveig sleit barnsskónum í Bolungarvík, Hnífsdal og Ísa- firði, hún flutti árið 1976 frá Ísa- firði með börn sín þrjú til Reykjavíkur. Rannveig vann ýmis störf um ævina. Hún var m.a. skálavörður á Hveravöllum og í Landmannalaugum, kenn- ari í Héraðsskólanum í Reykja- nesi í tvö ár, rak veitingastað og sjoppu, lærði nudd, starfaði að málefnum fatlaðra og fleira. Síðustu starfsárin var hún um- sjónamaður íþróttahúss Háskóla Íslands. Rannveig var ætíð mikil útivistarmanneskja, hún stund- aði hálendisferðir á árum áður, fór á mótorhjóli um Evrópu og víða innanlands. Eftir starfslok dvaldi Rannveig löngum stund- um á Spáni. Útför hennar fór fram 28. mars í kyrrþey að hennar ósk. þeirra eru: 1) Aðal- steinn, f. 23. mars 1969. Búsettur í Danmörku. Giftur Mirku Wischnew- ski, hann á börnin Ásu Dögg, Jón Flosa, Stefaníu og Brynjar. Ása Dögg á soninn Angantý Helga. Börn Mirku: Siri Elisabet og Ka- yah. 2) Guðlaug, f. 13. sept. 1972, búsett í Þorláks- höfn. Gift Magnúsi Magnússyni, hún á börnin Úlfar Hrafn og Hrafn Alexander. Börn Magn- úsar: Andrés Már, Magnús, Kristinn og Salome Vera. 3) Elsta systir mín hefur kvatt, snörp stutt barátta við vágest sem hafði betur. Þegar ég fer að muna eftir mér var Rannveig flutt að heim- an, komin með sína eigin fjöl- skyldu og bjó í Reykjavík. Það var alltaf spennandi að fara í höfuðborgina í heimsókn. Í kringum fermingaraldurinn fékk ég meira að segja að vera hjá henni sem barnapía, sem var ótrúlega spennandi. Rannveig var natin við ung- lingssystur sína, valdi með mér fermingarfötin, fór með mig í Þórsmörk og Landmannalaugar og fór með mig á fyrstu og sennilega einu sinfóníutón- leikana mína. Þegar hún varð kennari í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp varð ég að fara þangað líka, það voru góð ár. Ég bjó líka hjá henni í hálfan vetur þegar ég fór í framhalds- skóla í Reykjavík. Þegar ég flutti svo suður og fór að búa var hún dugleg að fylgjast með hvernig litlu systur gekk og var alltaf tilbúin að að- stoða mig vð erindi í höfuðborg- inni. Hún var með mér þegar ég fékk þær fréttir að ég ætti von á mínu fyrsta barni. Oftar en ekki hélt fólk að við værum mæðgur frekar en systur. Rannveig var alltaf hörku- dugleg, hún var nagli, vildi helst ekki vera neinum háð. Erfiðasta tímabilið í lífi henn- ar var þegar Hrafnhildur dóttir hennar lést í bílslysi, hún átti erfitt með að vinna úr sorginni, naglinn vildi taka þetta á hörk- unni, árin á eftir voru okkur öll- um mjög erfið. Rannveig var töffari í eðli sínu, hún vildi vera töff klippt, töff klædd, hún gaf sjálfri sér í 55 ára afmælisgjöf mótorhjóla- próf og naut sín á hjólinu. Hún kom með hópana af mót- orhjólafólki á Ljósanótt í nokk- ur ár í súpu heim til mín, það vakti athygli í rólegu götunni minni. Þegar hún fór til Spánar tók hún upp alveg nýjan lífsstíl, líkamlega formið var aldrei betra og hún naut þess að hreyfa sig. Þegar hún kom heim síðasta sumar ætluðum við syst- ur í fjallgöngu saman þegar hún yrði búin með þennan veikinda- pakka. Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir, hún ætlaði ekki að láta þennan vágest sem krabb- inn er sigra og barðist af hörku en varð undan að láta. Hún lifði draumalífi á Spáni og ætlaði sér að fara þangað aftur og halda áfram að lifa drauminn. Stóra markmiðið hennar var að ganga Jakobsveginn, við sem eftir erum gerum það bara kannski í hennar minningu. Takk fyrir allt, kæra stóra systir, að hafa fengið að vera með þér daglega síðustu vikur er ómetanlegt, ég á eftir að sakna þess svo mikið að fá þig ekki í heimsókn á Þorláksmessu í skötu og á Ljósanótt. Kvöldstundin okkar í haust þar sem við borðuðum saman og fórum svo á Ellý-sýninguna, þar sem brosið fór ekki af þér, er dýrmæt minning, þú verður allt- af í huga mér. Þín systir, Hrefna. Elsku stóra systir. Margar minningar koma upp í hugann á þessum dimmu dögum. Ég trúi því varla að þú sért farin frá okkur, þú varst svo ákveðin í að vinna þessa baráttu. Alltaf var stutt í húmorinn hjá þér, alveg fram á síðustu stundu. Þú varst ekki tilbúin í þitt síð- asta ferðalag, áttir eftir að gera svo margt. Þú varst búin kaupa hús á Spáni og ætlaðir að njóta þess að vera þar í ellinni, hjóla- túrar og göngur voru þitt uppá- hald. En mikið er ég fegin að þú fékkst tvö ár þar. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að vera með þér þessar síðustu tvær vikur í þínu lífi. Ég trúi því að þú sért á betri stað núna og er viss um að það verður tekið vel á móti þér. Kveðja, þín systir Brynja. Rannveig Höskuldsdóttir Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda 551 1266 Skipulag útfarar Dánarbússkipti Kaupmálar Erfðaskrár Reiknivélar Minn hinsti vilji Fróðleikur Sjá nánar á www.utfor.is Vesturhlíð 9 Fossvogi | Sími 551 1266 | utfor.is Önnumst alla þætti útfararinnar með virðingu og umhyggju að leiðarljósi Reynslumikið fagfólk Elín Sigrún Jónsdóttir Framkvæmdastjóri Jón G. Bjarnason Útfararþjónusta Ellert Ingason Útfararþjónusta Lára Árnadóttir Útfararþjónusta Katla Þorsteinsdóttir Lögfræðiþjónusta Guðmundur Baldvinsson Útfararþjónusta Magnús Sævar Magnússon Útfararþjónusta Emilía Jónsdóttir Félagsráðgjafi Sigrún Óskarsdóttir Guðfræðingur Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta utfor.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.