Morgunblaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2019 Opið: virka daga frá 10 - 18 laugardaga frá 11 - 17 sunnudaga frá 12 - 16 skoðið úrvalið á facebook Vorum að taka upp stóra sendingu af DIDRIKSON fatnaði á börn og fullorðna Opið um helgina, alltaf heitt á könnunni Þú getur pantað í gegnum Facebook síðu okkar og fengið sent hvert á land sem er. Afmælisdagurinn verður spennandi, en konan mín er búin aðbjóða mér í óvissuferð sem ég hlakka mikið til. Á sumardaginnfyrsta, 25. apríl, ætla ég svo að bjóða stórfjölskyldunni í kaffi, eins og ég hef jafnan gert á stórafmælum mínum,“ segir Björn Jen- sen, rennismiður á Selfossi, sem er áttræður í dag. Hann rekur eigið verkstæði og slær hvergi af þótt áttræður sé orðinn enda heilsan góð. „Sem barn var ég farinn að velta fyrir mér hvernig vélar virkuðu og snerust. Ég skrúfaði alls konar tæki sundur og saman og sem snún- ingsstrákur í sveit gerði ég við traktorinn. Því kom nánast af sjálfu sér að ég yrði járniðaðarmaður. Margir telja nánast nauðsyn að hætta að vinna sjötugir, sem er að mínum dómi algjör misskilningur. Auð- vitað er misjafnt milli fólks hve lengi það vill og getur unnið, en sjálf- ur ætla ég að halda áfram. Vinnan er mín leið til þess að taka þátt í líf- inu en starfsdagurinn nú er sjaldan nema 7-8 tímar. Það er talsvert skemmra en fyrr á árum,“ segir Björn, sem hefur unnið við renni- smíði frá árinu 1955, þegar hann hóf störf í smiðjum Kaupfélags Árnesinga. Um dagana hefur Björn ferðast víða erlendis, ekið um mörg Evr- ópulönd og Bandaríkin. „Ég fer til dæmis oft út til Þýskalands þar sem yngri sonur minn býr. Mér finnst alltaf gaman að fara um nýjar slóðir og koma á áhugaverða staði. Svo á ég líka hús og jarðarpart í Grímsnesinu og fer þangað oft,“ segir Björn, sem er í sambúð með Auðbjörgu Guðmundsdóttur á Eyrarbakka. Fyrri kona Björns var Guðrún Ásgerður Halldórsdóttir frá Búrfelli í Grímsnesi, sem lést ár- ið 2001. Þau eignuðust tvo syni: Halldór leiðsögumann og Róbert flug- tæknifræðing. Barnabörnin eru þrjú. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Rennismiður Björn Jensen við bekkinn á verkstæði sínu á Selfossi. Slær ekki af í vinnu Björn Jensen er áttræður í dag G yða Bergþórsdóttir fæddist 6. apríl 1929 í Fljótstungu í Hvítár- síðu og ólst þar upp í hópi sjö systkina. Hún var farkennari og organisti í sveitum Borgarfjarðar á yngri árum, en hún byrjaði að spila við messur innan við fermingu. „Heima í Fljótstungu var lítið org- el og bókin Orgelskóli sem ég grufl- aði mikið í. Pabbi þekkti nóturnar og kenndi okkur krökkunum. Ég var einn vetur í Hveragerði til að læra undir landspróf, að undangengnu tungumálanámi eftir útvarpinu. Frænka okkar þar kom mér í nokkra tíma hjá organista og ég fór líka á organistanámskeið í Skálholti. Ég var viðriðin kórastarf á Hvann- eyri í meira en hálfa öld. Með hléum var ég jafnlengi organisti í Fitja- kirkju í Skorradal.“ Gyða giftist Guðmundi Þorsteins- Gyða Bergþórsdóttir, fyrrverandi skólastjóri – 90 ára Fjölskyldan Gyða og Guðmundur ásamt öllum afkomendum sínum og mökum þeirra. Spilaði á orgel í mess- um innan við fermingu Píanóleikarinn Gyða á heimili sínu á Akranesi árið 2005. Þessi yndislegu heiðurshjón, Guðrún Kristín Guðjónsdóttir og Páll Pálmason, fótboltakappi og fyrrverandi landsliðsmaður, gengu í hjónaband 6. apríl 1969 í Vestmannaeyjum og fagna því gullbrúðkaupi í dag. Þau fá innilegar kveðjur og hamingjuóskir frá fjölskyldu og vinum. Árnað heilla Gullbrúðkaup Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.