Morgunblaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2019 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Ég var staddur á einhverriAirwaveshátíðinni fyrirmargt löngu (finnst mér) og Kristín Anna var að ljúka mögnuðu setti í Fríkirkjunni. Heyra mátti saumnál detta á meðan Kristín lék á píanóið. Nei, „lék“ nær þessu ekki, hún verður ein með píanóinu, fer inn í það eiginlega og innlifunin er með miklum ólíkindum. Þetta vita þeir sem hafa sótt með henni tónleika og þeir eru efalaust kinkandi kolli við þennan lestur. Kjartan Sveinsson, sem stýrir upptökum á þessari plötu hér, I must be the devil, var í kirkjunni og ég rakst á hann þegar fólk var að yfirgefa svæðið í lok tónleika. „Verður þetta ekki gefið út?“ spurði ég hann og nánast þreif í frakkann hans. Með sárbænandi augum. „Jújú, þetta kem- ur út,“ sagði hann kank- vís, og sá um leið á mér aumur. „Við erum að vinna í því að það gerist. Það mun gerast!“ Já, því að platan er búin að vera lengi í því ferli, og hafa óstöðugir (eins og ég) verið að ærast og það fullkomlega. Þið getið því rétt ímyndað ykkur þá strauma sem runnu um mig þegar ég fékk loksins tölvupóst frá skrifstofu Ragnars Kjartanssonar um að dæmið væri loks klárt. Bel-Air Glamour Records, útgáfa á hans snærum, kom óðar á mig eintaki, og var það Hver djöfullinn Ljósmynd/Ari Magg starfsmaður þar sem afhenti (síð- ustu plötu, Howl, fékk ég hins vegar senda með leigubíl en það er önnur saga). Howl (2015) var án efa lang- besta plata þess árs og ég varð orð- laus þegar ég heyrði það verk. Þar er rödd Kristínar sett í hljóðlykkjur sem svo streyma fram undir draugalegri hljóðmottu. Röddin rís og fellur leiðslubundið og maður fór í hálfgerðan trans við að hlusta. Galdur. Þetta reit ég á sínum tíma: „Það er nefnilega eitt- hvað í gangi á þessari plötu sem erf- itt er að orða, einhver kynngikraft- ur sem læsir sig um hljóðrásirnar. Þetta tilkomumikla verk felur þá í sér sterka, listræna yfirlýsingu. Ekki er sleginn þumlungur af; átta- tíu mínútur af nánast sama töfrum slegna stefinu eða ekki neitt!“ Ég stend við hvert orð. I must be the devil er allt öðru- vísi verk. Hér eru „lög“, hvar stuðst er við píanóið, en tónlistin var samin á árunum 2005-2017. Píanó og rödd eru einkennandi, en hér eru líka strengir, bassar og ýmislegt annað sem styðja við framvinduna. Lög segi ég, en í þeim öllum er eitthvert „x“ sem verður trauðla lýst. Hvern- ig stendur á því að maður heyrir kannski mjög áþekka tónlist eftir annan listamann og þar er ekkert að gerast, en svo heyrir maður í tónlist- arkonu eins og Kristínu Önnu, sem er einfaldlega að spila á píanó og syngja, og maður er gjörsamlega á bríkinni frá fyrsta tóni! Sumir hafa bara höndlað eitthvað sem við dauð- legir eigum ekki möguleika á að skilja. „Tónlistin sem ég hafði verið að semja í gegnum árin var mjög per- sónulegt mál,“ hefur Kristín Anna sagt. „Til þess að komast af tilfinn- ingalega og andlega.“ Þetta heyrist vel, enda farið inn í kviku við hvert slag og hverja nótu. Ég mun aldrei gleyma því er ég tók einu sinni við- tal við hana og hún settist við píanó í því miðju og spilaði fyrir mig. „Þetta er geðveikt,“ hugsaði ég, „en á lík- lega aldrei eftir að komast almenni- lega út.“ En nú er þetta komið út. Til allrar hamingju. Og hér er ég líka að dæsa yfir þeim fáránleika að vera að reyna að skrifa eitthvað um þetta. Því að þessi tónlist sleppur svo gjörsamlega undan öllu slíku. Galdur. Alger. » Píanó og rödd erueinkennandi, en hér eru líka strengir, bassar og ýmislegt annað sem styðja við framvinduna. Lög segi ég, en í þeim öllum er eitthvert „x“ sem verður trauðla lýst. I must be the devil er ný breiðskífa Kristínar Önnu Valtýsdóttur og sannar að hún er með fremstu tónlistarmönn- um landsins. Innihaldið er engu líkt. Listakona Kristín Anna veit að djöfullinn er með öll bestu lögin … Menntaskólinn í tónlist býður upp á söngleikjasprengju í kvöld kl. 20 í stóra salnum í Háskólabíói. „Gríð- arstór leikhópur, orkestra og rytm- ísk hljómsveit leiða áhorfendur í gegnum söngleikjasöguna með söng, dansi og hljóðfæraleik,“ segir um viðburðinn á tix.is og verða á sýningunni flutt þekkt atriði úr mörgum vinsælustu söngleikjum Broadway. Í hópi sýnenda eru ung- ir og efnilegir tónlistarnemendur skólans sem leggja stund á söng- nám og hljóðfæraleik og ungir dansarar koma fram undir hand- leiðslu danshöfundarins Chantelle Carey. Sýningin er hugarsmíð Carey og verða flytjendur um 80 í heildina. Carey hefur komið fram í fjölda söngleikja á West End í London og víðar og þá m.a. í Chicago og Jo- seph and the Amazing Technicolor Dreamcoat. Hún hefur hlotið tvenn Grímuverðlaun fyrir dansverk, fyrir Bláa hnöttinn og Slá í gegn, var að- stoðardanshöfundur í Billy Elliot og Mamma Mia í Borgarleikhúsinu og hefur stýrt sviðsframkomu í söngsýningum MÍT og kennir nú líka hreyfingu við skólann, skv. til- kynningu. Aðrir listrænir stjórn- endur sýningarinnar eru Jóhann G. Jóhannsson, Ingvar Alfreðsson, Þórunn Guðmundsdóttir, Örn Árna- son og Pálmi Sigurhjartarson. Morgunblaðið/Hari Margreynd Chantelle Carey danshöfundur átti hugmyndina að sýningunni. Söngleikjasprengja Menntaskólans í tónlist Snjóbretta- og tónlistarhátíðinni AK Extreme hefur verið aflýst en hún átti að venju að fara fram um páskana á Akureyri. Hátíðin var fyrst haldin árið 2002 og hefur snjóbrettafólk m.a. sýnt listir sínar í miðbænum þar sem tónleikar hafa einnig verið haldnir. Ekki fylgir sögunni hvers vegna hátíðinni í ár var aflýst en á vef hennar kemur fram að halda eigi hátíðina á næsta ári. Á Facebook-síðu hátíðarinnar segir að vegna óviðráðanlegra að- stæðna nái skipuleggjendur ekki að halda hátíðina í ár en muni koma sterkari inn á næsta ári og hafi haf- ist handa við undirbúning. Aflýst Emmsjé Gauti á AK Extreme 2017. Hátíðinni AK Extreme aflýst Tónlistarfélag Akureyrar stendur fyrir brasilísku karni- vali í menning- arhúsinu Hofi á morgun kl. 18. Anna Breiðfjörð danskennari hef- ur karnivalið með því að kenna þátttak- endum réttu sporin í hinni seið- mögnuðu sömbu sem dönsuð er jafnan á karnivölum. Ríó kvart- ettinn leikur fyrir þeim dansi og kl. 19 verður borinn fram bras- ilískur matur og drykkur á 1862 Bistró. Klukkan 20 leikur Ríó kvartett brasilíska tónlist. Kvart- ettinn skipa Rodrigo Lopes, Dani- ele Basini, Michael Weaver og Stefán Ingólfsson. Brasilískt karnival haldið í Hofi Dansari á karnivali í Ríó de Janeiro. Trymbilvikan Nú mæta allir trymblar sem á kjuðum geta haldið. Ný sett, symbalar, statíf og allskonar trommur og slagverksdót á sérstöku tilboðsverði þessa skemmtilegu og sérstöku trymbilviku 2019. Vikan fyrir páska: 8. - 13. apríl S k i p h o l t i 5 0 d • 5 5 2 1 1 8 5 • t o n a s t o d i n . i s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.