Morgunblaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2019 Ásakanir eru af ýmsum toga ogeins og kunnugt er þá eru Staksteinar hrifnastir af duldum ásökunum þar sem enginn veit um hvað verið er að tala eða yfirleitt hvort nokkuð hefur verið sagt. Mik- ilverðast er að les- endur lesi á milli lín- anna en séu ekki að bögglast við að stauta sig í gegnum stafi á blaði.    Þess vegna taka Staksteinar und-ir að hneykslanlegt er að í um- fjöllun innri endurskoðunar um nokkur framúrkeyrslumál borg- arinnar skuli blasa við „fremur ódulin ásökun í garð“ stjórnenda hjá borginni eins og einn stjórnandi hjá borginni orðar það í at- hugasemd sinni.    Auðvitað gengur ekki, án þessauðvitað að Staksteinar vilji taka of sterkt til orða, að innri end- urskoðun borgarinnar skuli ekki fela það betur í skýrslu sinni að fjármálastjórn borgarinnar sé í ólestri og að kostnaðaráætlanir standist ekki.    Afar mikilvægt er þegar óreiðaní rekstri borgarinnar er gagn- rýnd að þá sé það gert á þann hátt að gagnrýnin dyljist sem flestum þeirra sem hana lesa.    Og vissulega er alvarlegt að sjálfinnri endurskoðun borg- arinnar skuli ekki átta sig á þessu. En hvað má þá segja um þá „óduldu ásökun“ stjórnenda borgarinnar sem fram kemur á „ódulda ásökun“ innri endurskoðunar?    Staksteinar telja að sú ásökun séafar glannaleg og vara ein- dregið við að almennir borgarar reyni að lesa þar á milli línanna. „Fremur ódulin ásökun“ STAKSTEINAR sp ör eh f. Sumar 10 La Dolce Vita, eða hið ljúfa líf, á vel við þessa ferð um ítölsku og frönsku rivíerurnar. Skemmtilegt samspil töfrandi skoðunarferða, slökunar og rólegheita er rauði þráðurinn í þessari glæsilegu og ljúfu ferð. Ferðin byrjar og endar í Mílanó og verður m.a. farið til Mónakó, Nice við Côte d’Azur og fetað í fótspor kvikmyndastjarnanna í Cannes. 15. - 24. júní Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Verð: 268.600 kr. á mann í tvíbýli. ÖRFÁ SÆTI LAUS Mjög mikið innifalið! Ítalska rivíeran Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Mótið er afar mikilvægt fyrir ís- lenskt skáklíf og hefur verið flagg- skip þess síðan framsýnir menn héldu fyrsta Reykjavíkurskákmótið í Lídó árið 1964. Mótið er afar vinsælt og hátt skrifað úti í hinum stóra heimi og hefur síðustu ár lent í 2.-4. sæti yfir besta opna skákmót heims í vali atvinnuskák- manna,“ segir Gunnar Björns- son, forseti Skák- sambands Ís- lands, um Reykjavíkurskákmótið 2019 sem hefst í Hörpu kl. 15 á mánudaginn og stendur til 16. apríl. Mótið verður að þessu sinni til- einkað minningu Stefáns Kristjáns- sonar stórmeistara, sem lést langt fyrir aldur fram í fyrra. Sérstakur heiðursgestur mótsins er nýr forseti FIDE, hinn rússneski Arkady Dvorkovich. Sá var um tíma aðstoðarforsætisráðherra Rússlands og var formaður undirbúnings- nefndar um HM í fótbolta í Rússlandi í fyrra. Um 250 manns frá 40 löndum eru skráðir til leiks á mótið, þar af 33 stórmeistarar. Fjórir íslenskir stór- meistarar taka þátt í mótinu. Það eru Hjörvar Steinn Grétarsson, stiga- hæsti skákmaður landsins, Hannes Hlífar Stefánsson, sigursælasti kepp- andinn í sögu Reykjavíkur- skákmótanna, Jóhann Hjartarson, sem hefur náð lengst allra íslenskra skákmanna á heimsvísu ásamt Frið- riki Ólafssyni, og nýjasti stórmeistari okkar Íslendinga, Bragi Þorfinnsson. Stórmeistari kvenna, Lenka Ptácníková, fer fremst í heimavarn- arliði íslenskra skákkvenna. Stiga- hæstur keppenda er enski stórmeist- arinn Gawain Jones. Indverska undrabarnið Dommaraju Gukesh teflir í fyrsta skipti á Reykjavíkur- skákmóti. Í janúar síðastliðnum varð hann næstyngsti stórmeistari sög- unnar, 12 ára gamall. Aðeins Sergei Karjakin varð stórmeistari yngri. Margar eftirtektarverðar skákkon- ur taka þátt í mótinu. Þeirra kunnust hérlendis er án efa hin indverska Tanja Sachdev sem sló eftirminnilega í gegn árið 2016. Margar ungar og ís- lenskar setja einnig svip á mótið. » Skák 29 Reykjavíkurmótið afar mik- ilvægt fyrir skáklíf á Íslandi Gunnar Björnsson Heiðursgestur Andrei Dvorkovich, forseti FIDE, fyrrverandi aðstoðar- forsætisráðherra Rússlands, er sérstakur gestur Reykjavíkurskákmótsins. Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að setja lið- skiptaaðgerðir, augasteinsaðgerðir, tilteknar kvenlíffæraaðgerðir og brennsluaðgerðir vegna gáttatifs í forgang við ráðstöfun 840 milljóna króna sem ætlaðar eru til að stytta bið sjúklinga eftir mikilvægum aðgerðum. Þetta kemur fram í til- kynningu heilbrigðisráðuneytisins á vef stjórnar- ráðsins. Þetta eru sömu aðgerðaflokkarnir og settir voru í forgang samkvæmt mati Embættis landlæknis í sérstöku biðlistaátaki til þriggja ára sem lauk á síð- asta ári. Landspítalinn, Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Vesturlands munu taka að sér að sinna fleiri aðgerðum en þau myndu gera að öllu óbreyttu, með þeim fjármunum sem sérstaklega eru ætlaðir í þessu skyni. Alls munu stofnanirnar þrjár framkvæma um 570 liðskiptaaðgerðir um- fram þann aðgerðafjölda sem þær hefðu annars sinnt án sérstaks fjárframlags. Af þeim verða 250 gerðar á Landspítalanum, 250 á Sjúkrahúsinu á Akureyri og 70 á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Augasteinsaðgerðir verða 1.300 fleiri en ella. Fjölgunin þessara aðgerða er fyrst og fremst hjá Landspítalanum sem mun sinna 1.200 aðgerðum. Við Landspítalann verður völdum aðgerðum á grindarbotnslíffærum kvenna fjölgað um 80, 28 að- gerðum við Sjúkrahúsið á Akureyri og 29 við Heil- brigðisstofnun Vesturlands. mhj@mbl.is Forgangsaðgerðir til að stytta bið Aðgerðir til að stytta bið sjúklinga » 840 milljónir settar í forgangsaðgerðir. » 1.300 fleiri augasteinsaðgerðir. » Þar af 1.200 á Landspítalanum. » Um 570 fleiri liðskiptaaðgerðir. » Þar af verða 250 gerðar á Landspít- alanum, 250 á Sjúkrahúsinu á Akureyri og 70 á Heilbrigðisstofnun Vesturlands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.