Morgunblaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2019 ✝ Hulda JófríðurÓskarsdóttir fæddist 7. febrúar 1931. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 22. mars 2019. Hulda ólst upp á Hóli í Hvammssveit í Dalasýslu, dóttir hjónanna Óskars Kristjánssonar, f. 27. nóvember 1896, d. 19. maí 1980, og Theodóru Guðlaugsdóttur, f. 29. desember 1899, d. 16. október 1992. Systkini Huldu eru Marinó, f. 1932, Gréta, f. 1934, Agnar Breiðfjörð, f. 1939, og María, f. 1941. Hulda giftist Ólafi Þorsteins- syni, f. 23. apríl 1923, d. 23. ágúst 1981, árið 1951. Synir Huldu og Ólafs eru: 1) Óskar, f. 29. mars 1952. Börn Óskars af fyrra hjónabandi eru Ólafur Friðrik og Árndís Hulda. Seinni kona Óskars er Svea Soffía Sigurgeirsdóttir og sonur þeirra Sigur- geir. Halla María, dóttir Sveu, er fósturdóttir Ósk- ars. 2) Þorsteinn, f. 26. júlí 1953. Hulda átti níu langömmu- börn. Eftirlifandi sambýlismaður Huldu er Guðmundur Örn Ing- ólfsson. Sonur Guðmundar Arnar, Ingólfur Arnar, var fóstursonur Huldu. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Nú er horfin á braut kona sem var okkar stoð og stytta. Yndisleg móðir. Held að við höfum ekki alltaf áttað okkur á hversu dugleg og hlý hún var og ávallt reiðubúin að hjálpa. Hún kemur hingað suður með tvo strákpjakka á fermingaraldri og sér fyrir okkur. Hún lét ekki mikið yfir því en stóð sig alltaf stabíl sem klettur. Tókum ekki alveg eftir því á þess- um yngri árum við strákarnir eins og gengur. Var kannski svona svolítið sjálfsagt. En þarna var löng vinnuvika og unnið á laugardögum og svo tóku heim- ilisstörfin við þegar heim var komið. Svo lítið um frí. Svo var hún mjög umburðar- lynd og vinsamleg gagnvart unga fólkinu sem var með okkur í hala- rófu og fengum við að vera heima í Goðheimum 8 jafnvel mörg saman. Og vorum við ekki alltaf fyrirferðarlítil. Og ekki var óreglan þar sem hún neytti aldrei víns né tóbaks. En hún elskaði að dansa og syngja. Var líka mikið fyrir sund og hreyfingu. Við spjölluðum mikið saman um alla heima og geima. Vorum vissulega ekki alltaf sammála en vorum þó alveg í takt að þegar við færum héðan væri það ekki endanlegt en þar biði sumar og sól. Auðvitað var lífið stundum stormasamt fyrir móður okkar eins og aðra og ekki alltaf dans á rósum en brosið var samt alltaf til staðar og góða lundin. Heyrðum t.d. út undan okkur þegar hún var að tala við einhverja í símann hversu hlýleg hún var eða þegar hún ræddi við fólk á förnum vegi. Það var hennar persóna. Stund- um er talað um X-faktor og þetta var hennar X-faktor. Þetta var eins og þegar við heimsóttum hana síðustu dagana á spítalann að þegar hún komst til meðvitundar og sá okkur glitti enn í bros í augum þrátt fyrir að hún væri orðin fárveik. Það má segja að brosið hyrfi aldrei. Og ekki kom eitt ónotaorð frá henni þennan tíma. Þessi fallega kona barst ekki mikið á í veraldlegum skilningi en hún hafði þessa útgeislun og hjartahlýju. Auðvitað brynjast fólk svolítið í stormsveipum lífs- ins og það koma sár en þessa góðu þætti varðveitti hún samt alltaf innra með sér. Við bræðurnir kveðjum þessa fallegu, góðu og heilbrigðu konu með miklum söknuði og erum hreyknir af að hafa átt þig sem móður. Í okkar huga verður þú það alltaf. Megi Guð geyma þig. Sjáumst í sumarlandinu, kæra móðir. Óskar og Þorsteinn. Mín kæra tengdamóðir Hulda Jófríður hefur nú kvatt þessa jarðvist eftir bjarta og viðburða- ríka ævi. Hulda var með eindæmum já- kvæð og glaðlynd kona sem hafði einlægan áhuga á fólki í kringum sig, hafði gaman af því að spjalla og kunni best allra að hlusta. Hún var afskaplega hreykin af æsku- stöðvunum í Dölunum og öllu sínu fólki. Alla tíð hafði hún mik- inn áhuga á söng og tónlist en hún söng í kór alveg fram á það síð- asta. Hafði líka gaman af því að hafa sig til og dansaði eins og vindurinn við hvert tækifæri. Við fórum með henni á ball í Breið- firðingabúð núna í febrúar þar sem hún lék á als oddi og skemmti sér frábærlega vel, til marks um það þá var hún enn dansandi þegar við sonur hennar fórum heim á miðnætti, það var ekki að sjá að þar færi veik kona sem yrði nokkrum vikum seinna farin í birtuna og blómin eins og hún hefði orðað það. Ég kveð góða og gegnheila konu sem ég verð ævinlega þakklát fyrir að hafa kynnst. Hvíl í friði mín kæra. Þín tengdadóttir, Svea Sigurgeirsdóttir. Látin er kær frænka mín, Hulda Jófríður Óskarsdóttir. Lát hennar bar brátt að og kom mér í opna skjöldu. Ég minnist hennar frá bernskudögum í Dölunum en þar var hún fædd og uppalin. Við vorum náskyldar, faðir hennar Óskar Kristjánsson og móðurafi minn Þórður Kristjáns- son voru bræður og bjuggu um árabil á nokkurn veginn sam- liggjandi jörðum, en þriðji bróðir- inn, Ingvar Kristjánsson, bjó á milli þeirra á sinni jörð. Á Fells- ströndinni bjuggu þeir því í röð Þórður á Breiðabólsstað, Ingvar á Hafursstöðum og Óskar á Hóli. Bræðurnir þrír voru allir fæddir og uppaldir á Breiðabólsstað, í tólf systkina hópi. Hulda ólst upp á Hóli og var mikill samgangur á milli frænd- fólksins á bæjunum þremur. Hulda var dugnaðarkona og margt til lista lagt. Hún var há og grönn, dökk á brún og brá og glæsileg á velli. Hún vann öll þau störf sem búskapur krafðist í þá daga. Þar var ekki auður í garði og fólkið þurfti að hafa mikið fyrir lífinu. Hulda hafði krafta í köggl- um, var áræðin og tók sér margt fyrir hendur. Athygli vakti þegar hún fyrst kvenna í Dölum tók bíl- próf. Pabbi hennar hafði eignast Weapon-trukk sem reyndist ágætisfarartæki. Hulda ók bíln- um og flutti bæði menn og búfén- að milli staða. Þetta þótti óvenju- legt. Ung að árum hélt Hulda úr Dölunum og í aðra sveit, norður á Höfðaströnd í Skagafirði, þar sem hún giftist og stofnaði fjöl- skyldu. Hagir Huldu breyttust þó þeg- ar árin liðu og þar kom að hún flutti til Reykjavíkur. Sveita- stúlkan varð borgardama, réðst til starfa í stjórnarráðinu og naut sín vel á nýjum vettvangi. Hulda var afar félagslynd og hafði mikil og góð samskipti við skyldfólk og vini að vestan. Alla tíð, eftir að hún flutti í borgina úr sveitinni, ræktaði hún samband við frændfólk sitt úr Dölunum og fylgdist grannt með fólkinu. Hún var vinmörg og vinsæl, enda hjartahlý manneskja. Eitt er það sem ekki má gleymast þegar Huldu er minnst, en það er tónlistin. Tónlist og söngur voru hennar líf og yndi alla tíð. Aflaði hún sér menntunar á því sviði eins og hægt var þrátt fyrir lítil efni og fáa möguleika. Hulda var gríðarlega músíkölsk og spil- aði á orgel og stjórnaði um tíma kirkjukór. Hún hafði fallega söngrödd og á seinni árum söng hún og starfaði í Breiðfirðinga- kórnum af miklum áhuga og var óþreytandi í því að hvetja okkur frændfólk sitt til að koma á tón- leika hjá kórnum og helst að koma í kórinn. Með honum söng hún til hinstu stundar. Þannig vill til að síðustu árin höfum við Hulda búið skammt hvor frá annarri og því iðulega rekist hvor á aðra á förnum vegi. Spjölluðum við oft lengi saman. Þetta voru skemmtileg samtöl því að hún var fróð og fylgdist vel með og hafði gott minni. Þessar stundir okkar verða nú ekki fleiri, í bili, en verða lagðar inn í sjóð minninganna. Bræður mínir þrír, Þorgeir, Magnús og Pétur, taka undir þessar línur sem ég hef ritað hér í minningu Huldu frænku okkar. Við systkinin þökkum nú Huldu fyrir samfylgdina og sér- staklega fyrir óbilandi vináttu og tryggð alla tíð. Blessuð sé minning hennar. Dóra Steinunn Ástvaldsdóttir. Hulda Jófríður Óskarsdóttir Hjartans þakkir til ykkar allra sem sýnt hafið okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, GUNNSTEINS STEFÁNSSONAR læknis. Helga Snæbjörnsdóttir Snæbjörn Gunnsteinsson Stefán Gunnsteinsson Árni Pétur Gunnsteinsson Gunnar Helgi Gunnsteinsson tengdadætur, barnabörn og systkyni hins látna. Okkar ástkæra systir, mágkona og frænka, GUÐNÝ ERLA EIRÍKSDÓTTIR frá Helgastöðum, Veghúsum 31, Reykjavík, er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Svafa Eiríksdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og frænka, ÁSTA FERDINANDSDÓTTIR, Lindasíðu 2, Akureyri, áður húsfreyja í Spónsgerði, Hörgárdal, sem andaðist á Sjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 30. mars, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 12. apríl klukkan 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta Sjúkrahúsið á Akureyri njóta þess. Hjörtur Steinbergsson Sverrir Steinbergsson Haukur Steinbergsson Atli Steinbergsson Kristjana Kristjánsdóttir Unnur Ásta Atladóttir Hrefna Ferdinandsdóttir Edda Bryndís Örlygsdóttir Ingólfur Helgason Kolbrá, Diljá og Ísak Ernir Ingólfsbörn Ástkær faðir okkar, bróðir, afi og langafi, BJÖRN JÓHANNSSON rekstrartæknifræðingur, er látinn. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hugheilar þakkir til allra sem sýnt hafa okkur samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks 13G við Hringbraut, heimahjúkrunar og starfsfólks Heru fyrir góða umönnun og hlýju í okkar garð. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Birna Dís, Ingunn Hafdís og Anna Hjördís Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, HELGA SIGURÐSSONAR, málarameistara. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki LSH sem annaðist hann í veikindum hans. Stefanía Sigmarsdóttir Guðríður Helgadóttir Mikael R. Ólafsson Sigurður Helgason Snædís Xyza Mae Jónsdóttir Helga Mikaelsdóttir Ágústa Mikaelsdóttir Ólafur Mikaelsson Hugheilar þakkir til allra sem hafa sýnt okkur samúð og vináttu við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, KRISTRÚNAR SIGURFINNSDÓTTUR, fyrrverandi húsfreyju, Efsta-Dal 1. Einnig færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Áss, Hveragerði, þakkir fyrir umönnum og hlýju. Guð blessi ykkur öll. Sigurfinnur Vilmundarson Margrét J. Þórarinsdóttir Theodór I. Vilmundarson Ragnheiður B. Sigurðardóttir Gunnar Vilmundarson Jóna Bryndís Gestsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn Innilegar þakkir fyrir veitta samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður minnar, systur, mágkonu og frænku, ÖNNU JÓHANNSDÓTTUR frá Steinum, Kleppsvegi 58, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á 3. hæð hjúkrunarheimilisins Skjóls fyrir umönnun og hlýju í gegnum árin. Jóhann Elí Guðmunda Jóhannsdóttir Sigurður Gunnsteinsson Jóna M. R. Jóhannsdóttir Ólafur Haraldsson og systrabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður, dóttur og systur, DÓRU HAFSTEINSDÓTTUR, sem lést þriðjudaginn 26. febrúar. Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahlynningar Landspítalans HERA og líknardeildar fyrir einstaka aðstoð og umönnun. Sigurður Ingi Margeirsson Hafsteinn Gunnar Sigurðs. Valgerður Rúnarsdóttir Margeir Gunnar Sigurðsson Marta Goðadóttir Stefán Gunnar Sigurðsson Bergrún Mist Jóhannesdóttir og barnabörn Hafsteinn Austmann Kristín Hafsteinsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.