Morgunblaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2019 BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Hönnuðir eru fengnir of seint inn í þróunarferli hjá fyrirtækjum, að mati Rögnu Margrétar Guðmundsdóttur, sem útskrifaðist á dögunum úr meist- aranámi í nýsköpun og viðskiptaþró- un frá Háskóla Íslands. „Málið er að hönnuðir eru fengnir svo seint inn í þróunarferlið þegar nýir hlutir eru þróaðir. Þá er búið að taka allar stór- ar ákvarðanir, og hætta á að hnökrar verði í samskiptum. Það sem mig og teymið mitt langar að gera er að þróa nýja leið til að fá hönnuði fyrr inn í ferlið,“ segir Ragna í samtali við Morgunblaðið, en hún hefur fengið til liðs við sig þverfaglegt teymi hönnuða í þessum tilgangi. Hún segir að fyrir- tæki sem ekki tileinki sér hönnunar- drifna nýsköpun missi af tækifærum til verðmætasköpunar og verði undir í hröðum og síbreytilegum heimi, eins og hún orðar það. Að mati Rögnu er alltof oft lítið svigrúm fyrir starfsfólk til þess að vera skapandi í starfi. „Markmið okk- ar í teyminu er að auka hönnunar- drifna nýsköpun innan fyrirtækja og stofnana og bjóða þjónustu sem brúar bilið á milli hefðbundins reksturs og nýsköpunar. Við viljum sérhæfa okk- ur í að koma auga á vannýtt tækifæri til verðmætasköpunar og koma nýj- um hugmyndum á framkvæmdastig með hröðum frumgerðum og not- endaprófunum,“ útskýrir Ragna. Vilja fyrirtæki sem eru með litla áherslu á nýsköpun Spurð hvernig fyrirtækja þau horfi helst til sem viðskiptavina segir Ragna að þeim finnist mest spenn- andi að vinna með fyrirtækjum og stofnunum sem ekki leggi mikla áherslu á nýsköpun í daglegu starfi. Eins finnist þeim áhugavert að vinna með fyrirtækjum sem hafa sett ný- sköpun á stefnuskrá en ekki náð að fylgja henni eftir. En er skilningur á því hér á landi að hönnun þurfi að koma fyrr inn í þró- unarferli í fyrirtækjum? „Já, það er að aukast skilningur á því, en þó er enn langt í land að hönn- uðir séu sjálfkrafa með frá upphafi í stefnumótandi vinnu. Mikilvægar ákvarðanir í upphafi eru oft teknar af fólki með annan bakgrunn og hafa þeir einstaklingar verið kallaðir skuggahönnuðir (e. Silent Desig- ners). Skuggahönnuður tekur stórar ákvarðanir í upphafi ferlis sem hafa oft mikil áhrif á endanlega hönnunar- lausn. Ef þessir einstaklingar eru hönnunardrifnir og hafa vilja til að vinna með hönnuðum eru þeir skil- greindir sem hönnunarauðlind,“ út- skýrir Ragna og bætir við að ef fólki eins og því sem hér er lýst fjölgar, þá stækki þessi auðlind til muna, sem sé spennandi þróun fyrir fag hönnunar og samfélagið í heild. „Hönnunar- auðlind er mun víðtækara hugtak en hugtakið hönnuður. Þar er hönnunar- hugsunin tekin með í dæmið. Hönn- unarauðlindir geta bæði verið hönn- uðir en einnig fólk sem vinnur náið með þeim að lausn vandamála. Í grunninn er hönnunarauðlindin sam- starf hönnuða og annarra atvinnu- greina.“ Tvö prósent í hönnun á Norðurlöndum Í meistaranáminu vann Ragna að rannsókn á umfangi hönnunar á Norðurlöndunum í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands og systur- stofnanir annars staðar á Norður- löndunum. Samhliða því skrifaði hún meistararitgerð sem ber heitið: Hvað eru hönnunarauðlindir og hvernig mun hönnun ýta undir ferli nýsköp- unar í rekstrarumhverfi framtíðar- innar? Hún segir að ýmsar athyglisverðar niðurstöður hafi komið út úr rann- sókninni. Til dæmis hafi hún leitt í ljós að um það bil tvö prósent vinnuafls á Norðurlöndunum starfar á vettvangi svokallaðra hönnunarauðlinda. „Þetta er í fyrsta skipti sem hönnunarauðlindir eru skilgreindar og kortlagðar á Norðurlöndunum,“ segir Ragna og segir að mikill upp- gangur sé nú um stundir í hönnun og hönnunarmenntun. „Nýjar hönnun- argreinar verða til í auknum mæli og það er áhugavert að fylgjast með því hvernig þær eru að þróast inn í hefð- bundna háskóla.“ Koma of seint í þróunarferlið Teymi Arnar Ingi, Arnar Fells, Kristbjörg María og Ragna Margrét þróa nýjar leiðir.  Alltof oft lítið svigrúm fyrir starfsfólk til þess að vera skapandi í starfi  Skilningur að aukast um sökum áhætta hvað varðar stofnun þeirra, starfsemi og slit vera mikil. Í kaflanum kemur m.a. fram að auðvelt og ódýrt sé að koma upp neti félaga sem unnt er að nota til þess að dylja eignarhald, t.d. yfir landamæri. Þá sé mögulegt að vera með svokölluð skúffufélög „á lager“ þar sem engar kröfur eru gerðar um rekstur eða starfsemi. Greind ógn taldist einnig vera mikil þegar kemur að frumbrotum skattsvika, peningasendingum, raunverulegum eigendum, flutn- ingi reiðufjár til og frá landi, starf- semi sem stundar reiðufjár- viðskipti, lögmönnum, spilakössum og afléttingu fjármagnshafta. Í áhættumati ríkislögreglustjóra vegna peningaþvættis og fjármögn- unar hryðjuverka sem birt var í gær kom m.a. fram að miklir veik- leikar væru í umgjörð einkahluta- félagaformsins. Matið var unnið eftir aðferðafræði Financial Action Task Force on Money Laundering (FATF) en Ísland fékk falleinkunn hvað þessi mál varðar í skýrslu frá því í apríl á síðasta ári. Í kaflanum um einkahlutafélög kemur fram að margar aðferðir séu færar til þess að misnota félagaformið. Fjölmörg dæmi séu um slíkt sem einföld eru í framkvæmd. Þá sé auðvelt að þvætta ólögmætan ávinning í gegn- um einkahlutafélög. Telst af þess- Veikleikar í umgjörð eignarhaldsfélaga  Auðvelt að dylja eignarhald 6. apríl 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 118.84 119.4 119.12 Sterlingspund 156.32 157.08 156.7 Kanadadalur 88.93 89.45 89.19 Dönsk króna 17.872 17.976 17.924 Norsk króna 13.841 13.923 13.882 Sænsk króna 12.812 12.888 12.85 Svissn. franki 118.98 119.64 119.31 Japanskt jen 1.0664 1.0726 1.0695 SDR 164.88 165.86 165.37 Evra 133.43 134.17 133.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.6712 Hrávöruverð Gull 1291.6 ($/únsa) Ál 1864.0 ($/tonn) LME Hráolía 69.44 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á www.velaborg.is | Járnhálsi 2-4 | 110 Reykjavík | Sími 414-8600 Umboðsaðili CASE vinnuvéla á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.