Morgunblaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2019 MIÐJARÐARHAFIÐ INDEPENDENCE OF THE SEAS 1.–13. SEPTEMBER ÚRVAL ÚTSÝN | HLÍÐASMÁRA 19 | 201 KÓPAVOGI | 585 4000 | UU.IS VERÐ FRÁ 345.900 KR. NÁNAR Á URVALUTSYN.IS EÐA Í SÍMA 585 4000 LILJA SIGURÐARDÓTTIR FARARSTJÓRI BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Arðbærast er að flýta lagningu Suð- urlandsvegar frá Norðlingaholti að Fossvöllum og á milli Kamba og Ölf- usár, af þeim framkvæmdum sem starfshópur um fjármögnun sam- göngukerfisins kannaði. Hópurinn listaði upp níu framkvæmdir á Suð- urlandsvegi, Reykjanesbraut/ Grindavíkurvegi og Vesturlandsvegi sem hagkvæmast væri að flýta fram- kvæmdum á með tilliti til öryggis, umferðar og þjóðhagslegs ábata. Eyjólfur Árni Rafnsson, verk- fræðingur og formaður starfshóps- ins, afhenti Sigurði Inga Jóhanns- syni samgönguráðherra tillögurnar í gær. Mikil þörf á framkvæmdum Í skýrslunni kemur fram að álag á vegi landsins hefur aukist mikið á undanförnum árum, meðal annars vegna fjölgunar ferðamanna, en framlög til vegagerðar verið lág. Því hafi skapast þörf fyrir viðhald og ný- framkvæmdir. Vegagerðin telur nauðsynlegt að fara í um 200 verk- efni á næsta aldarfjórðungi sem áætlað er að kosti yfir 400 milljarða króna. Þó gert sé ráð fyrir auknu fjármagni í gildandi fjármálaáætlun dugi það ekki til og þurfi að finna leiðir til að fjármagna og forgangs- raða framkvæmdum og flýta eins og kostur er. Tillögur hópsins um flýtifram- kvæmdir má sjá á meðfylgjandi korti. Gert er ráð fyrir að þær kosti 40 milljónir á næstu 7 árum. Þó að margar arðbærustu framkvæmd- irnar séu innan höfuðborgarsvæð- isins eru þær undanskildar. Unnið er sérstaklega að undirbúningi þeirra verkefna á vegum stjórnvalda og sveitarfélaganna á höfuðborg- arsvæðinu. Starfshópurinn telur æskilegast að fjármagna flýtiframkvæmdir með viðbótar-ríkisútgjöldum eða breyttri forgangsröðun í ríkisútgjöldum. Sú leið er talin hagkvæmari fyrir ríkið en aðrir kostir vegna lægri fjár- magnskostnaðar. Lagt er til að hugmyndir um veg- gjöld vegna einstakra framkvæmda verði þróaðar áfram. Reynist ekki unnt að fjármagna flýtifram- kvæmdir með ríkisfé leggur starfs- hópurinn til að stofnað verði op- inbert hlutafélag sem sjái um framkvæmdir, lántökur og inn- heimtu veggjalda að framkvæmdum loknum. Bent er á að samvinnuverkefni ríkis og einkaframtaks henti vel í stórum og vel skilgreindum nýfram- kvæmdum. Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðargagna eru nefnd sem dæmi um slíkt. Starfshópurinn leggur til að gjald- taka af umferð til að standa undir kostnaði við flýtiframkvæmdir mið- ist við hverja framkvæmd fyrir sig og gjald sé í samræmi við kostnað þeirra framkvæmdar. Innheimt gjald á einum stað verði ekki notað til að standa undir framkvæmdum á öðrum stað. Lagt er til að við slíka sérstaka gjaldtöku af einstökum framkvæmdum hefjist innheimta ekki fyrr en í lok framkvæmda, þeg- ar opnað er fyrir umferð. Ríkisfé til flýtiframkvæmda  Starfshópur leggur til að framkvæmdum við níu vegakafla verði flýtt  Suðurlandsvegur hagkvæmastur  Verði veggjöld innheimt megi aðeins nota þau í viðkomandi framkvæmd Morgunblaðið/Eggert Tillögur Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshóps um fjármögnun samgöngukerfisins, og Sigurður Ingi Jó- hannsson samgönguráðherra með skýrslu sem inniheldur tillögur um fjármögnun flýtiframkvæmda. Hugsanlegar flýtifram- kvæmdir Heimild: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við vildum auðvitað sjá þetta burt en reglurnar hafa í það minnsta verið rýmkaðar. Þetta er skref í rétta átt og kannski náum við þessu út næst,“ segir Björn Snæbjörns- son, formaður Starfsgreinasam- bandsins. Reglur um svokallað fullorðins- kaup verða rýmkaðar í nýjum kjarasamningum SGS við SA, verði þeir samþykktir. Fram til þessa hefur fullorðinskaup verið miðað við 20 ár eða að viðkomandi hafi þurft að vinna 700 klukkustundir til að komast á fullt kaup. Að sögn Björns breytast ákvæði um þetta á þann veg að miðað verði við 18 ára aldur eða skila þurfi 300 tímum hjá at- vinnurekanda eða 500 tímum í starfsgrein til að komast á fullt kaup. Launin á þeim tíma eru 95%. Björn segir að fleiri ánægjulegir áfangar hafi náðst við gerð kjara- samninganna. Til að mynda rýmri veikindaréttur foreldra. Fram til þessa hefur veikindaréttur vegna barna miðast við 13 ára aldur en í nýju samningunum færist hann upp að 16 árum. „Þarna er verið að laga stöðuna fyrir barnafólk þegar það lendir í alvarlegum veikindum. Það var enginn réttur fyrir foreldra 14- 15 ára þegar börnin lentu til að mynda inni á spítala. Nú getur fólk nýtt sína daga. Þetta mun hjálpa mörgum,“ segir Björn. Hann segir að eina breytingin á launaflokkum í nýjum kjarasamn- ingum hafi verið hjá fólki sem starf- ar við ræstingu. „Þetta hefur verið mikið baráttumál innan Starfs- greinasambandsins enda er mikið álag á fólki sem starfar við ræst- ingar. Það hækkar um tvo launa- flokka. Þetta er dæmi um þá vinnu sem menn voru að vinna í þessum samningum. Þetta var einn sigurinn okkar.“ „Opnari og sveigjanlegri“ Félag atvinnurekenda skrifaði í gær undir kjarasamning við VR og Landssamband íslenskra verslunar- manna. Samningurinn gildir til 1. nóvember 2022 og er í öllum meg- inatriðum samsvarandi lífskjara- samningi VR og Samtaka atvinnu- lífsins hvað varðar launa- og vinnutímabreytingar, að því er segir í tilkynningu. Þar segir þó að samn- ingur FA sé opnari og sveigjanlegri. Skilgreining dagvinnutímabils sé til að mynda mun rýmri en í samningi VR/LÍV og SA. Vinna megi umsam- inn hámarksdagvinnutíma sam- kvæmt samningnum hvenær sem er á tímabilinu frá kl. 7 til kl. 19. Morgunblaðið/Hari Skrifað undir Í lífskjarasamningnum eru rýmkuð réttindi ungs fólks á vinnumarkaði og veikindaréttur. Ræstingafólk hækkar um tvo launaflokka. Veikindaréttur rýmkaður  Ræstingafólk hækkar um tvo launaflokka Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- ráðherra segir að skýrsla starfshóps um fjármögnun samgöngu- framkvæmda verði tekin til skoðunar í ráðuneytinu. Hann bendir á að nýlega hafi verið samþykkt samgönguáætlun og fjármála áætlun og verið sé að ljúka sam- komulagi við Samtök sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu um framkvæmdapakka upp á um 100 milljónir króna á næstu 15 árum. „Allt þetta verður tekið saman og notað við endur- skoðun samgönguáætlunar sem lögð verður fyrir þingið í haust,“ segir Sigurður Ingi. Gert var ráð fyrir þeim mögu- leika í samgönguáætlun að stofna opinbert hlutafélag til að innheimta veggjöld og fjár- magna vegaframkvæmdir. Sig- urður Ingi segir að sá kostur sé ekki útilokaður, eftir að fram- kvæmdum er lokið, þótt starfs- hópurinn telji æskilegra að flýtiframkvæmdir verði fjár- magnaðar beint af ríkinu. Ráðherra bendir á að vegna orkuskipta í samgöngumálum lækki hratt á komandi árum þau gjöld á bensín og dísilolíu sem varið er til vegaframkvæmda. Starfshópurinn tók ekki á þeim hlutum og vísaði málinu aftur til stjórnvalda til útfærslu. Tekið upp við endurskoðun áætlunar SAMGÖNGURÁÐHERRA Sigurður Ingi Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.