Morgunblaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 43
syni í Efri-Hrepp í Skorradal og var húsfreyja þar frá 1953. Þau hjónin stunduðu fyrst hefðbundinn búskap en síðar skógrækt, hrossabúskap og ferðaþjónustu. Nýjar aðferðir þeirra við uppgræðslu og notkun hrossa til að halda í skefjum óæskilegu grasi í skóglendi urðu til þess að þau fengu landgræðsluverðlaun árið 2000. Gyða var beðin um að sjá um útibú frá Kleppjárnsreykjaskóla á Hvann- eyri árið 1968. Hún fór þá í Kenn- araskóla Íslands og aflaði sér kenn- araréttinda og síðar sérkennara- réttinda. Gyða var síðan skólastjóri Andakílsskóla á Hvanneyri í 15 ár og sérkennari í Grunnskóla Borgarness í 10 ár. Gyða hefur alla tíð haft ánægju af kórastarfi og hefur sungið í ýmsum kórum. Hún var félagi í fjölmörgum félögum bæði tengdum atvinnu og félagsmálum og var m.a. formaður Sambands borgfirskra kvenna um skeið. Þau hjónin byggðu sér hús á Akranesi og hafa búið í því frá árinu 2000. Þau hafa verið dugleg að ferðast og hafa m.a. heimsótt Egyptaland og Brasilíu. Gyða er að heiman í dag. Fjölskylda Eiginmaður Gyðu er Guðmundur Þorsteinsson, f. 19. mars 1928, húsa- smíðameistari og bóndi. Foreldrar hans voru hjónin Þorsteinn Jónsson, f. 25. júní 1886, d. 15. apríl 1967, bóndi í Efri-Hrepp, og Guðrún Jó- hanna Guðmundsdóttir, f. 30. júní 1896, d. 14. september 1967, hús- freyja í Efri-Hrepp. Börn Gyðu og Guðmundar eru 1) Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir, f. 22. apríl 1953, augnlæknir, bús. í Efri-Hrepp. Maki: Jóhannes Guð- jónsson, endurskoðandi. Barnabörn: Gauti, f. 1979, Bjarki, f. 1981, Helga Sjöfn, f. 1985, sjö barnabarnabörn; 2) Bergþór Guðmundsson, f. 25. júlí 1959, gæðastjóri, bús. á Akranesi. Maki: Bryndís Rósa Jónsdóttir bók- ari. Barnabörn: Guðmundur Páll, f. 1987, Jón Birkir, f. 1990, Gyða Björk, f. 1991, þrjú barnabarnabörn og barnabarnabörnin eru því alls tíu. Systkini Gyðu: Guðrún Pálína Bergþórsdóttir, f. 9. febrúar 1920, d. 1. maí 2015, vefnaðarkennari í Borg- arnesi; Þorbjörg Bergþórsdóttir, f. 17. maí 1921, d. 7. maí 1981, kennari á Blönduósi; Páll Bergþórsson, f. 13. ágúst 1923, fv. veðurstofustjóri, bús. í Reykjavík; Jón Bergþórsson, f. 12. september 1924, d. 4. júní 2018, framkvæmdastjóri í Reykjavík; Sig- rún Bergþórsdóttir, f. 8. ágúst 1927, d. 20. maí 2016, húsfreyja og ferða- þjónustubóndi á Húsafelli; Ingibjörg Bergþórsdóttir, f. 27. ágúst 1930, d. 12. júlí 2014, húsfreyja og ferða- þjónustubóndi í Fljótstungu. Foreldrar Gyðu voru hjónin Berg- þór Jónsson, f. 8. október 1887, d. 9. júlí 1955, bóndi í Fljótstungu, og Kristín Pálsdóttir, f. 13. júlí 1885, d. 15. ágúst 1965, húsfreyja í Fljóts- tungu. Úr frændgarði Gyðu Bergþórsdóttur Gyða Bergþórsdóttir Vigdís Ásmundsdóttir húsfr. í Ánanaustum Guðrún Pétursdóttir húsfr. í Fljótstungu Jón Pálsson b. í Fljótstungu Bergþór Jónsson b. í Fljótstungu í Hvítársíðu Páll Jónsson b. og smiður í Múlakoti í Hvítársíðu Þorbjörg Pálsdóttir húsfr. á Bjarnastöðum Páll Helgason b. á Bjarnastöðum í Hvítársíðu Kristín Pálsdóttir húsfr. í Fljótstungu Bergþór Pálsson söngvari Páll Bergþórsson fyrr. veður- stofustjóri Þuríður Guðmundsdóttir húsfr. á Sólskála Helgi Einarsson tómthúsm. á Sólskála á Seltjarnarnesi Valgerður Pétursdóttir húsfr. á HúsavíkÁki Jakobsson alþm. Gísli Ólafur Pétursson héraðslæknir á Húsavík Jakob Gíslason orkumálastjóri Gísli Ólafur Jakobsson skipulagsarkitekt í Kaupmannahöfn Guðmundur Gíslason sjóm. í Ánanaustum Guðrún VigdísGuðmundsdóttir húsfr. í Rvík Sverrir Kristjánsson sagnfr. og rithöundur Pétur Ólafur Gíslason bæjarfulltr. í Ánanaustum Halldóra Bjarnad. húsfr. víða Kristín Jónsd. húsfr. á Kirkjubóli Guðmundur Böðvarss. skáld á Kirkjubóli Guðrún Bjarnadóttir yngri húsfr. í Múlakoti Böðvar Guðmundsson rithöfundur Guðrún Pálsdóttir húsfreyja á Refsstöðum í Hálsasveit Helgi Sigurðs- son bóndi á Heggs- stöðum Andakílí Sigurður Helgason skólastjóri Laugar- gerðisskóla og deildarstj. í mennta- málaráðu- neytinu Hjónin Guðmundur og Gyða með Landgræðsluverðlaunin. ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2019 Berglind Bjarnadóttir fæddist6. apríl 1957 í Hafnarfirði,dóttir hjónanna Bjarna Ólafs- sonar, f. 1920, d. 2006, skósmíða- og pípulagningameistara í Hafnarfirði, og Fríðu Ásu Guðmundsdóttur, f. 1924, húsfreyju í Hafnarfirði. Berglind ólst upp í Hafnarfirði og var meðal stofnenda Kórs Öldutúns- skóla árið 1965. Þegar kórinn hélt í sína fyrstu utanlandsferð til Finn- lands árið 1968 var Berglind fyrsti einsöngvari kórsins. Hún söng síðar m.a. með Kór Hafnarfjarðarkirkju, Pólýfónkórnum og Þjóðleikhús- kórnum. Berglind gekk til liðs við þjóðlaga- sveitina Lítið eitt árið 1972 og söng með sveitinni inn á tvær plötur, var tíður gestur í sjónvarpinu og varð landsþekkt söngkona. Hún sá einnig um þátt fyrir börn í Ríkisútvarpinu á sem hét. „Undir tólf“. Stúdentsprófi lauk hún frá Flens- borgarskóla og vorið 1978 tók hún burtfararpróf í einsöng frá Tónlistar- skóla Kópavogs. Árið 1979 flutti hún til Svíþjóðar ásamt unnusta sínum og síðar eiginmanni, hún fór að læra söng og hann sálfræði. Berglind lauk einsöngskennaranámi við Stock- holms Musikpedagogiska Institution árið 1984 en hélt áfram námi við Opera Workshop Auk söngnámsins lagði hún stund á tónlistarsögu og þýsku. Berglind hélt tónleika bæði hér á landi og í Svíþjóð. Að loknu kennaraprófi þjálfaði hún tvo kóra og kenndi einsöng við Kursverk- samheten vid Stockholms Universit- fit. Söng Berglindar er ekki að finna á mörgum plötum öðrum en þeim sem Lítið eitt sendi frá sér. Hún söng inn á vísnaplötuna Út um græna grundu (1976) og jólaplötuna Jólastrengir (1977), auk þess að syngja bakraddir með hljómsveitinni Eik á litla plötu þeirra sem út kom 1975. Berglind var gift Rúnari Matthías- syni sálfræðingi, f. 12.12. 1953, sem nú er búsettur í Hafnarfirði. Berglind veiktist af krabbameini og lést 10. desember 1986. Merkir Íslendingar Berglind Bjarnadóttir Laugardagur 90 ára Gyða Bergþórsdóttir Jens Stefán Halldórsson Sigurlaug Björnsdóttir 80 ára Árni Björn Guðjónsson Árný Hjaltadóttir Björn Jensen Guðbjörg Guðmundsdóttir Hreinn Ármannsson Hulda Yngvadóttir Jón Guðmundsson 75 ára Arna Borg Snorradóttir Birgir Sveinsson Edda Sigurðardóttir Jón Hjartarson 70 ára Albert Már Steingrímsson Árni Sigurðsson Otto Robert Spork Ragnhildur Unnur Ólafsdóttir Víðir Ísfeld Ingvarsson 60 ára Erna Jóna Sigmundsdóttir Freyja Hilmarsdóttir Guðni Torfi Áskelsson Jaroslaw Marian Borowiec Margrét Einarsdóttir Margrét Kristín Guðmundsdóttir Már Arnarson Natalja Gordienko Palijenko Robert Samuelsson Mazmanian Sigurður Blöndal Theodór Siemsen Sigurbergsson Örn Sæmundsson 50 ára Auður Perla Svansdóttir Einar Hólm Jónsson Einar Þór Færseth Jóhanna Jóna Kristjánsdóttir Margrét Linda Marísdóttir Ólafur Gestsson Ryszard Dariusz Dudzik Sesselja Jónsdóttir Sigríður Önundardóttir Sverrir Gíslason Tryggvi Jóhannsson 40 ára Atli Fjalar Larsen Brynjólfur Flosason Diana Andreea Baban Diljá Ámundadóttir Zoega Elínborg Ingunn Ólafsdóttir Erna Rut Steinsdóttir Gísli Haukur Þorvaldsson Guðleif Harðardóttir Ingi Makan Magnússon Ivan Celic Jens Kristján Guðmundsson Karen Lind Ólafsdóttir Maja Bielecka Margrét Jónína Sævarsdóttir Perla Ósk Kjartansdóttir Rakel Björk Haraldsdóttir Remigijus Paulionis Roqaya Anvari Stefán Helgi Kristinsson Thelma Vestmann Þorsteinn Már Þorsteinsson Þórdís Hrönn Halldórsdóttir Þórður Sigmundur Sigmundsson Sunnudagur 90 ára Sigurjón Jónasson Theódóra Guðmundsdóttir 85 ára Friðbjörg Ingibergsdóttir Guðmundur Finnbogason Karen Lísa Guðmundsdóttir Kristján Kristjánsson 80 ára Edda Tegeder Erlendur Kristjánsson Gylfi Sævar Einarsson Hulda Sigríður Sigurðardóttir Þorbergur Bjarnason Örn Jóhannsson 75 ára Friðrik Gunnar Bjarnason Guðrún Óskarsdóttir Hafþór Jónsson Magnús Ingólfsson Sara Hólm 70 ára Andrea Sigríður Jónsdóttir Anna Lísa Blomsterberg Ágúst Karlsson Ásrún Kristjánsdóttir Brynjólfur Markússon Edda Helgad. Bachmann Sigríður Ólafsdóttir Vilhjálmur Sigurgeirsson Þórhallur Teitsson 60 ára Aðalheiður Svanhildardóttir Elín Guðmundsdóttir Elín Kristín Helgadóttir Erling Elís Erlingsson Guðmundur Kolbeinn Björnsson Helga Björk Sigurðardóttir Helga Vilhelmína Pálsdóttir Kristín G. Guðbrandsdóttir Marteinn Halldórsson Orri Einarsson Ólafur J. Straumland Sólbjörg Karlsdóttir Sóley Binatero Þorsteinn O. Björgvinsson 50 ára Alfredo Sevilla Abella Arnar Bjarnason Arnar Paul Michelsen Árni Oddur Þórðarson Berglind Stefánsdóttir Darius Kochanas Guðbrandur Sigurðsson Kári Össurarson Kristín Þórarinsdóttir Kristján Einarsson Ólöf Sigríður Valsdóttir Sigmar Guðmundsson Sigrún Hjörleifsdóttir Sæmundur Oddsson 40 ára Aðalheiður Jónsdóttir Baldur Fannar Halldórsson Berglind Eiríksdóttir Björn Ólafsson Emilía Jónsdóttir Gestur Þorbjörn Erlendsson Hafrún Jónsdóttir Heiðrún Grétarsdóttir Hjálmar Sigurjón Gunnarsson Íris Jakobsdóttir Jakub Gawronski Karlotta Karlsdóttir Kristbjörg Vala Kristjánsdóttir Krzysztof Jan Nazimek Lilja Björk Hauksdóttir Pawel Stanislaw Szczesny Rósa Gunnarsdóttir Sigmar Hrafn Eyjólfsson Sigurður Jónsson Supannee Srichakham Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.